Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C wgmfíUbib STOFNAÐ 1913 125.TBL.83.ARG. SUNNUDAGUR 4. JUNI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flug- manns leitað Napolí, Novi Sad, Kairó. Reuter. TALSMAÐUR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) sagði í gær að flug- manns F-16 þotunnar sem Serbar skutu niður á föstudag væri enn leitað. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, krafðist þess að Bos- níu-Serbar slepptu gíslum þeim sem þeir hafa tekið og ræðismaður Bretlands í Belgrad kvað Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, hafa hvatt Bosníu-Serba til að sleppa gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna hið fyrsta. „Leit er haldið áfram," sagði talsmaður NATO en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hugsanleg afdrif flugmannsins sem stýrði þot- unni. Henni var grandað með eld- flaug frá jörðu og sá flugmaður annarrar þotu hana steypast til jarðar nærri bænum Banja Luka. Þoturnar voru að framfylgja flug- banni því sem Sameinuðu þjóðirnar hafa komið á í Bosníu. John Shalik- asvili, forseti bandaríska herráðs- ins, sagði að þotunni hefði verið grandað með eldflaug af gerðinni SAM-6 sem er sovésk smíð. Yfirmaður aðgerða NATO í Bos- níu sagði seint á föstudagskvöld að óstaðfestar fréttir hermdu að Serbar hefðu flugmanninn á sínu valdi. Krafðist hann þess að honum yrði sleppt væri raunin þessi. Öllum gíslum sleppt Ivor Robert, ræðismaður Breta í Belgrad, sagði í gær að Milosevic Serbiuforseti hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við Serba í Bosníu að hann vænti þess að öllum gíslum yrði sleppt úr haldi. Robert lét þessi orð falla í bænum Novi Sad, sem er skammt norður af Belgrad en þangað hafa verið flutt- ir 120 hermenn Sameinuðu þjóð- anna sem Serbar slepptu úr haldi á föstudag. Robert kvaðst vera bjartsýnn og sagði afskipti Mil- osevic af gíslatökunni hafa skipt sköpum. Milosevic sendi yfirmann öryggismála Serbíu til Pale, höfuð- staðar Bosníu-Serba á föstudag. Um 200 gæsluliðar eru enn á valdi Serba og sagði í yfirlýsingu frá Milosevic í gær að hann vænti þess að þeim yrði slepþt á næstu dögum. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, fordæmdi gíslatökuna í gær- morgun og sagði hana birting- arform villimennsku. Skelfing meðal fólks á flóðasvæðunum NTB ÞÚSUNDIR norskra hermanna hafa verið kvaddir til starfa á flóðasvæðum í Noregi suðaustanverðum. Myndin var tekin í gær af hermönnum að hlaða flóðgarða við bæinn Kirkenær, sem stendur við ána Glommu, skammt sunnan við bæinn Elverum. Ibúar í Lilleström fluttir á brott ALMENN skelfing ríkir á flóðasvæðunum í Suðaustur-Noregi og ótti við að flóðin valdi miklu tjóni í bæjum og þorpum við árnar Glommu og Mjösa. í fyrrinótt hófst brottflutn- ingur þúsunda íbúa Lillestrom og aðstoðaði fjöl- mennt herlið með um 170 herbíla við flutning- ana. Búist er við að flóðhæðin verði nokkru hærri en 1967 er 450 hús fóru undir vatn og flytja varð rúmlega eitt þúsund manns á brott. Mörg þúsund manna björgunar- og hjálpar- sveitir hafa verið kallaðar út til að aðstoða íbúa á hættusvæðum, sem eru frá Rena nyrst í Aust- urdal og allt til Sarpsborgar og Fredrikstad í suðri. Þar verða flóðin þó ekki í hámarkí fyrr en um næstu helgi. Búist er við að flóðin fari að segja til sín í bænum Lillestrem nú um hvítasunnuhelgina en hafinn hefur verið. brottflutningur nokkur þús- und íbúa þaðan. Um 170 herbílar og nokkur hundruð hermenn aðstoðuðu íbúa við að flytja húsmuni í gær og myndaðist umferðarteppa. Hafíst var handa um að tæma fyrstu hæð póst-. húss bæjarins og lögreglustöð en búist er við að vatn verði í lofthæð þar eftir nokkra daga. Talið er að 900 hús fari undir vatn i Lillestram, þau fyrstu um helgina en flóðið nær þó ekki hámarki þar um slóðir, í Nitelva og Oyeren, fyrr en seint í næstu viku. Verður þá einungis komist um Storgatan í miðbænum á bátum, að sögn veðurfræðinga. Stjórnstöð neðanjarðar Það þykir til marks um hversu alvarlegum augum ríkisstjórnin lítur ástandið á flóðasvæð- unum, að hún tók í fyrradag í gagnið sérstaka stjórnstöð í neðanjarðarbyrgi stjórnarráðsins í Ósló. Hún er ætluð til notkunar á miklum hættu- tímum og á að standast kjarnorkuárás. Þaðan er björgunarstarfi og forvarnaraðgerðum á hættusvæðunum stjórnað. Norskir blaðaútgefendur deildu í gær hart á samtök bókagerðarmanna fyrir að neita þeim um undanþágu til þess að geta gefið blöð út um hvítasunnuhelgina vegna flóðanna. Ólafur Sigurðsson, sem starfar í sendiráði ís- lands í Ósló, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að engar fréttir hefðu borist af því að íslend- ingar hefðu orðið fyrir tjóni af völdum flóðanna. „Þetta eru miklar náttúruhamfarir og hér eru menn að búa sig undir að vatnavextirnir færist enn í aukana," sagði Ólafur en líkur eru taldar á því að flóðin eigi enn eftir að vaxa um helgina. Ljóst þykir nú að þetta eru mestu flóð í sögu Noregs og segja norskir fjölmiðlar að viðlíka náttúruhamfarir ríði yfir á þúsund ára fresti. ¦ Áin hreif með sér/6 Trillukall- ar vilja sjálfræði 10 BESWR ÍMH6I 12 LEYNDAR- DÓMUR TÝNDU GRAFANNA 16 IJndir yíirboróiö b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.