Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tríllusjómenn telja flestir hverjir að bann- dagakerfið, sem boðið er upp á fyrír króka- báta í frumvarpi um breytingar á lögum um stjóm fískveiða, sé með öllu óviðunandi. Sérstaklega á þetta við um þá sem nýbúnir em að fjárfesta í bátum eða hafa einhverra hluta vegna enga eða litla aflareynslu, en í þeirra röðum gætir nokkurrar örvæntingar um hvað framtíðin ber í skauti sér. Hallur Þorsteinsson ræddi við nokkra tríllukarla víðsvegar um landið og kynnti sér sjónarmið þeirra. IFRUMVARPINU, sem sjávar- útvegsráðherra mælti fyrir á Alþingi á fímmtudaginn, er vegna umframveiði krókabát- anna talin þörf á meiri takmörkun á veiði og þeim boðnir tveir kostir í því skyni. Annars vegar viðbótar- banndagar við þá 136 sem eru á yfirstandandi fiskveiðiári, og hins vegar þak á þorskveiði sem miðaðst við aflareynslu tveggja bestu af síð- ustu þremur fiskveiðiárum. Jafn- framt er í frumvarpinu bráða- birgðaákvæði um að breyta bann- dögum í sóknardaga ef eftirlit með veiðum leyfi, þannig að mönnum standi til boða ákveðnir sóknardag- ar á ári, sem þeir geti ákveðið sjálf- ir með stuttum fyrirvara. Þar sem jafnvel er talið að hægt verði með mjög skömmum fyrirvara að taka í gagnið sjálfvirkt tilkynn- ingarskyldukerfi, sem verið hefur í reynslu hér á landi í um 10 ár, eru bundnar vonir við að taka megi upp þetta stjómunarkerfi í haust þegar nýtt fiskveiðiár hefst. Almennur vilji trillukarla er fyrir þessu fyrir- komulagi, og einnig hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lagt á það ríka áherslu í umræðum um frumvarpið á þingi að þessari breyt- ingu verði komið á strax í haust. 30 þúsund tonnum hent? Trillukarlar sjá almennt ekki fram á það að þeir nái endum sam- an verði banndögum fjölgað, og þá telja þeir það vera svik við sig að samkvæmt frumvarpinu verði ekki skapað neitt svigrúm fyrir þá til að auka aflaheimildir. Vísa þeir þá til þess að í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar er rætt um endurskoðun banndagakerfisins þann- ig að banndögum fjölgi ekki eins og lögin geri ráð fyrir. Verði niðurstaðan hins vegar sú að sóknardagakerfi verði ekki ofan á telja smábátaeigendur alveg tómt mál að tala um að aflahámark krókaleyfisbáta verði 21.500 tonn eins og miðað er við í frumvarpinu, enda bendi allt til þess að afli bát- anna þetta fiskveiðiárið verði um 40 þúsund tonn. Vísa þeir þá m.a. til þess að almennt sé talið að kvóta- bátar hendi árlega að minnsta kosti um 30 þúsund tonnum af fiski, en það eigi hins vegar alls ekki við krókabátana. Þess vegna eigi að vera svigrúm til að auka heildar- kvóta þeirra án þess að einhveiju sé stefnt í hættu varðandi vöxt og viðgang þorskstofnsins þótt aukn- ingin verði ekki dregin frá aflaheim- ildum annarra. Rotið kerfi „Fari þeir bara til fjárans með þetta, það er hvorugur kosturinn þannig að það sé hægt að lifa af því, það er alveg útilokað," sagði Oli Bjarni Olason á Óla Bjamasyni EA frá Grímsey, þar sem hann var í róðri í óhemju miklum fiski við Núpinn norður af Kötluvík. Hann sagðist vera búinn að fá um 70 tonn af þorski í maí og hefði þetta góða fiskirí bjargað málunum þar sem Grímseyingar hefðu í vetur alltaf þurft að berjast árangurslaust í bijáluðum veðrum þá daga sem leyfilegt var að róa. Það hefðu því allir verið orðnir svartsýnir og aum- ir og margir farnir að hugsa um að fara annað. „Það sem ég hef heypt um þetta frumvarp er þannig að ég held að þetta sé algjör tjara allt saman, sérstaklega ef maður hugsar um alla þá sem eru nýbyijaðir og eru ekki með neina aflareynslu. Þeir sem kannski eru að kaupa 10 millj- óna króna báta og hafa enga reynslu verða að taka banndaga- kerfið og róa aðra hveija viku eða hvað það er orðið,“ sagði Óli Bjami. Hann sagði að sér litist langbest á það ef hægt yrði að hafa ákveðna sóknardaga á ári í stað banndaga- kerfisins, en hann hefði í langan tíma haldið því fram að æskilegast væri að leyfa mönnum að hafa færri sóknar- daga en ráða því sjálfir hvenær þeir færu í róður. „Til dæmis um það hvað þetta er rotið kerfi þá var það einu sinni í vetur að við fórum í bijáluðu veðri að beijast til að reyna að bjarga okkur. Við misstum fimm bala nið- ur daginn fyrir eitt róðrarbannið. Þetta er rándýr lína sem kostar 24 þúsund krónur balinn. Morguninn eftir var komið þetta fína veður, logn og blíða, og ég hringdi strax í ráðuneytið og spurði hvort ég mætti skreppa og reyna að slæða þetta upp. Þessi lína er það þung að hún leggst hratt á botninn og því ekki hægt að slæða hana nema það sé fiskur á henni, en ég vissi Gengur ekki að stjórna þessu frá skrifborði að það var þó dálítill fiskur á henni. En það kom ekki til greina að ég fengi að reyna að ná henni. Þeir voru meira að segja það strangir á þessu þar sem þeir voru hræddir um að ég ætlaði að fara, að flugvél Landhelgisgæslunnar var komin eftir klukkutíma og sveimaði þama í kring,“ sagði hann. Setja átti þak fyrir 1-2 árum Sævar Jónsson á Sval NK frá Neskaupstað var „að lemja á smáfrí- merki“ við Norðfjarðarhornið og fiska vel á línu þegar rætt var við hann, en hann sagði maímánuð hafa gefið honum 24 tonn af þorski. Sagði hann þetta heyra til undantekninga á Austfjörðum þar sem veiðin væri yfirleitt mjög treg. Hann sagðist telja að ef sett hefði verið þak á hvem krókabát fyrir 1-2 ámm, eins og smábátafélagið Nökkvi í Nes- kaupstað hefði samþykkt, væri út- gerð krókabátanna ekki vandamál í þjóðfélaginu {dag, og hann stórefgð- ist um að heildaraflinn næði því að vera 21 þúsund tonn. „Þetta em kannski 100 bátar af 1.200 sem veiða yfir 100 tonn á ári, og fyrir alla venjulega trillu- karla sem eiga bátaútgerð sína duga alveg 50-60 tonn. Menn verða að taka þátt í þessari skerðingu og þeir geta ekki verið með endalausa frekju,“ sagði Sævar. „Ef þak hefði verið sett á bátana á þessum tíma hefði öll þessi end- urnýjun bátaflotans stoppað, en menn ijúka í það að láta smíða fyrir sig bát upp á von og óvon upp á 10-12 milljónir, og hugsa með sér að alþingismennirnir reddi þessu. Þetta er hins vegar ekki svona auð- velt, það er alveg á tæm. Það myndu svo alls ekki allir þessir bátar veiða 50-60 tonn, eða hvert sem þakið væri, því það er stór hópur sem veiðir aðeins 10-15 tonn og myndi halda því áfram. En það nær náttúrlega ekki nokkurri átt að leyfa mönnum að veiða 200-400 tonn á sex tonna bát í öllum þessum höftum. Ég er helst á þyí að þeir menn sem veiða svona mikið ráði orðið margir hveijir ferðinni í þessu að miklu leyti, en þeir segja að ekki megi setja 50-60 tonn á þessa báta þar sem það geti riðið byggðar- lögunum að fullu. En það þýðir bara ekkert að láta svona því það er ekki til meiri fiskur til skipt- anna.“ Sævar sagði að þótt hann væri enn helst á því að þak yrði sett á veiði krókabátanna teldi hann strax skárra ef menn fengju að velja róðr- ardaga í stað banndaganna. Sókn- ardagarnir mættu þá gjarnan vera í kringum 100 á ári, því yfirleitt færi enginn í meira en' 120-130 róðra á ári. Aflamarkið ekki vænlegt „Menn fyllast alltaf þunglyndi þegar þeir standa frammi fyrir því að það á að fara að taka eitthvað af þeim. Það er í sjálfu sér alveg sama í hveiju menn eru. Ég tel þetta frumvarp hins vegar vera málam- iðlun sem allflestir ættu að geta sætt sig við, svona miðað við fyrstu upplýsingar. En ef ég fengi að velja sóknardaga í stað banndaga þá kysi ég það. Ella hugsa ég að ég myndi velja þakið,“ sagði Guðjón Indriðason í Þórsbergi hf. sem ger- ir út fjóra krókabáta á Tálknafirði. Þar hefur aðkomubátum ijölgað ört í vikunni og undir helgi Iönduðu þar hátt í 30 trillur og von var á fleir- um, enda mjög góðan afla að fá bæði á línu og færi. „Auðvitað eru menn óttaslegnir yfir því að þetta muni minnka og þetta hefur gífurlega mikil áhrif hér. En við þurfum líka að standa frammi fyrir hinni staðreyndinni að það er búið að hefta sóknina í þetta,“ sagði Guðjón. Hann sagði það alla tíð hafa ver- ið alveg ljóst í sínum huga að sú fjölgun smábáta sem hefur átt sér stað síðustu ár væri alveg út úr korti miðað við það að sífellt væri talið að minna mætti veiða af þorski vegna stærðar stofnsins. Sjálfur sagðist hann telja banndagakerfið vera alveg afleitt vegna þess að menn megi ekki velja banndagana sjálfir. Þá sé kvótaval fyrir þá sem eru með litla veiðireynslu líka af- leitt. „Þá stendur eitt eftir og það eru sóknardagar eða róðrardagar sem hver og einn ætti að geta valið. Það bráðabirgðaákvæði í lagafrumvarp- inu líst mér persónulega nokkuð vel á því þessir krókabátar í okkar eigu urðu til vegna þess að þorskur kvótabátanna okkar sem við höfum verið að gera út í mörg herrans ár dugir ekki nema bara yfir veturinn. Meðaltalsaflinn á þessum bátum okkar er í kring- um 50 tonn yfir sumarið og án þess að vera búinn að skoða það rækilega þá finnst mér ekki vænlegt að fara yfir í. aflamarkið. En hins vegar myndi ég vilja geta valið mér sjálfur ein- hveija 80-100 daga yfir sumartím- ann til að róa,“ sagði hann. Val eftir landsvæðum „Það er alveg ljóst að það verður eitthvað að hefta veiðarnar, því miðað við kvótabátana er ekkert réttlæti í þessu eins og þetta er,“ sagði Stefán Egilsson frá Patreks- fírði, en hann gerir út krókabátinn Stór hópur veiðir 10-151 og myndi halda því áfram TRILLUKARLAR VILJA SJÁLFRJEDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.