Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ H 4 i IÞROTTIR KNATTSPYRNA Baráttuleikir í 3. umferð íslandsmótsins á mánudag og þriðjudag Efstu liðin áAkranesi Þriðja umferð 1. deildar karla í knattspyrnu hefst með fjórum leikjum á mánudag og lýkur með fimmta leiknum á þriðjudag en allir leikirnir byrja kl. 20. Gera má ráð fyrir miklum baráttuleikjum á öllum vígstöðvum og má ætla að jafntefl- ið í Evrópuleik íslands og Svíþjóðar örvi menn til dáða. Toppslagur á Akranesi Akranes og FH eru jöfn í efsta sæti deildarinnar, hafa sigrað í fyrstu tveimur leikjunum og eru með markatöluna 3:0 en liðin mæt- ast á Akranesi á morgun. Skagamenn byrjuðu með miklum látum í fyrstu umferð, sýndu frá- bæra knattspyrnu og sigruðu Breiðabliksmenn örugglega, 2:0. Síðan fóru þeir til Keflavíkur og unnu 1:0 en leikurinn stóð ekki undir væntingum. FH-ingar komu á óvart í fyrsta leik með því að vinna KR 1:0 á KR-velli og tóku síðan níu Grindvík- inga 2:0. FH-ingar hafa lagt áherslu á sterkan varnarleik en Skagamenn vilja sækja stíft og má búast við skemmtilegri viðureign. Eyjamenn sterkir heima Eyjamenn eru þekktir fyrir mikla baráttu en þeir hafa sýnt annað og meira í fyrstu leikjunum og eru taplausir í þriðja sæti. Þeir fengu Valsmenn í heimsókn í fyrstu um- ferð og voru með sannkallaða flug- eldasýningu, unnu 8:1. Síðan sóttu þeir Fram heim og þrátt fyrir öflug- an sóknarleik og ágæt færi urðu þeir að sætta sig við markalaust jafntefli. Breiðablik var hvorki fugl né fiskur í fyrsta leik á Akranesi en liðið sótti í sig veðrið á heimavelli og vann Val 2:1. Liðið státar af frábærum markverði en þó gera megi ráð fyrir að róðurinn verði erfiður í Eyjum ætti sigurinn í 2. umferð að auka sjálfstraust Blika. Reykjavíkurslagurá KR-velli KR-ingum var spáð íslandsmeist- aratitlinum enn eitt árið en þeir hafa ekki staðið undir væntingum, byrjuðu á tapi heima og fögnuðu síðan 2:1 sigri á lokamínútunum gegn nýliðum Leifturs á Ólafsfirði eftir að hafa verið marki undir þeg- ar skammt var til leiksloka. Framarar hafa heldur ekki byrjað Parreira rekinn frá Valencia CAKLOS Alberto Parreira þjálfari Valencia á Spáni fékk að taka pokann sinn fyrir helgi. Ástæðan er slakt gengi liðsins. Áður en Parreira tök við þjálfun Valencia sl. haust hafði hann verið þjálfari bras- ilíska landsliðsins og gerði það m.a. að heimsmeisturum í Heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum í fýrra sum- ar. Að sðgn forráðamanna spænska félagsins var jafn- tefli í undanúrslitum bikar- keppninnar gegn smáliðinu Albácete á miðvikudag drop- inn sem fyllti mælinn að þeirra mati. með glæsibrag en Fram er eina lið- ið sem ekki hefur náð að skora í deildinni í fyrstu tveimur umferðun- um. Þeir fengu skell í fyrstu um- ferð þegar þeir tóku á móti Leiftri sem vann 4:0 en gerðu síðan marka- laust jafntefli við Eyjamenn og þótti mörgum það vel sloppið. í kjölfarið mættu stjórnarmenn í vinnuna til Márteins Geirssonar og sögðu hon- um upp sem þjálfara liðsins en réðu Magnús Jónsson, fyrrum leikmann KR og síðar þjálfara yngri flokka Fram, í staðinn. Bæði lið eru ósátt við byrjunina og ætla sér meira. Framarar hafa haft visst tak á KR-ingum á KR- velli og hafa fullan hug á að halda því áfram en KR-ingar vilja snúa blaðinu við þannig að það stefnir í baráttuleik. Nýliðaslagur í Grindavík Lánleysi hefur fylgt Grindvíking- um í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrst misstu þeir niður forystu gegn Keflavík og töpuðu 2:1 í kjölfarið en síðan misstu þeir tvo menn út af í jöfnum leik gegn FH og töpuðu 2:0. Leiftursmenn tóku Framara í kennslustund í 1. umferð og unnu 4:0 en máttu síðan sætta sig við 2:1 tap gegn KR. Þeir~mæta til Grindavíkur fullir sjálfstrausts en mikilvægt er fyrir heimamenn að fara að rétta úr kútnum. Hins veg- ar verða þeir án tveggja lykil- manna, Milans Jankovics og Tóm- asar Inga Tómassonar, sem taka út leikbann, og auðveldar það ekki verkið. Valsmenn í neðsta sœti Valsmenn hafa byrjað óvenjulega illa og hafa ekki fengið stig. Þeir byrjuðu á því að liggja 8:1 í Eyjum og töpuðu síðan 2:1 í Kópavogi en hefja nú baráttuna á heimavelli. Keflvíkingar hafa sýnt mikla baráttu, byrjuðu á því að vinna 2:1 í Grindavík og stóðu síðan vel í ís- landsmeisturum Skagamanna en máttu samt þola 1:0 tap. Valsmenn þyrstir í sigur en Kefl- víkingar ætla sér einnig að vera með í baráttunni og því verður ekk- ert gefið eftir að Hlíðarenda. Sigurður með flest M SKAGAMAÐURINN Slgurður Jónsson hefur stjðrnað spill íslandsmeistaranna sem herforingl og hefur fenglð flest M, fimm talslns, í elnkunnagjöf Morgunblaðslns. FOLX ¦ TONY Yeaboah frá Ghana sem gekk til liðs við Leeds í janúar hefur gert hálfs fjórða árs samning við félagið. ¦ ÞRATT fyrír að Yeaboah léki einungis hluta tímabilsins þá varð hann markahæsti leikmaður Leeds með 13 mörk. ¦ FORRÁÐAMENN Arsenal reyna nú hvað þeir geta til þess að fá Bobby Robson sem næsta fram- kvæmdastjöra félagsins. Robson er núverandi þjálfari portúg- ölsku meistaranna Porto. ¦ DAJV/VTB/indfyrirliðiEvrópu- meistara Ajax getur fengið frjálsa sölu frá félaginu Hann er 32 ára og hefur verið hjá Ajax frá 1986. Hann hefur áhuga á að taka boðinu. ¦ MÖRG félbg í Evrópu hafa áhuga á að fá Blind til liðs við sig. Líklegast er talið að hann fari ann- að hvort til enska liðsins Aston Villa eða Galatasary í Tyrklandi þar sem Graham Souness er þjálf- ari. ¦ FLEÍRI Hollendingar gætu verið á faraldsfæti á næstu dögum. Talað er um að bæði Dennis Berg- kamp og Marc Overmanns hafi áhuga á að leika með enskum lið- um. ¦ CARLOS VALDERRAMA knattspyrnumaður frá Kólombíu lýsti því yfir eftir HM í Bandaríkj- unum í fyrra að hann gæfi ekki framar kost á sér í landslið Kólombíu. Hann hefur nú endur- skoðað þessa yfirlýsingu sína og gefið kost á sér í landslið Kólomb- íu sem tekur þátt í fjögurra þjóða móti í Bandaríkjunum í næsta mánuði. SMAÞJOÐALEIKARNIR / SUIMD Sævar Stefánsson varaformaður Sundsambandsins Petteri Laine komst ekki Það er ekki rétt sem kemur fram í föstudagsblaðinu að Sundsambandið hafi ekki viljað senda Petteri Laine sundþjálfara á Smáþjóðaleikana. Hið rétta er að hann átti að fara hingað en Martín Rademacher á sundmót í Finnlandi, en þeir viidu báðir snúa því við og það varð úr," sagði Sævar Stefánsson varafor- maður SSÍ i samtali víð Morgun- blaðið. „Þegar Rademacher for- fallaðist vegna veikinda móður sinnar var gengið í það á föstu- dagskvöld og laugardagsmorg- un að ræða við sundþjálfara heima og ég ræddi við fimm. Laine sagðist ekki geta breytt ferðaáætlun sinni en vildi gjarn- an fara. Þegar Magnús Tryggvason var tilbúinn til að fara varð það úr, en auðvitað hefðum við keypt miðann sem Laine var buinn að kaupaþannig að hann hefði ekki tapað á þessu, ef til þess hefði komið," sagði Sævar. Hann sagði stefnuna að hafa þann þjálfara með sem flesta ætti í landsliðinu hverju sinni og ef tveir færu með væri annar íslenskur, því okkar þjálfarar yrðu að öðlast reynslu. Siðareglur fyrir knattspyrnuna KNATTSPYRNUSAMBAND Is- lands hefur kynnt siðareglur fyrir knattspyrnumenn, dóm- ara, forystumenn og þjálfara og endurnýjað samning sinn við Visa um háttvísi íknatt- spyrnunni í sumar. Háttvísinefnd Evrópusambands- ins gaf út siðareglur í vetur og hefur KSÍ nú einnig gefið út slíkar reglur hér á landi. í þeim eru reglur fyrir knattspyrnumenn, dóm- ara, forystumenn og þjálfara þar sem farið er yfir hvernig þessir aðilar skulu reyna að haga gerðum sínum í sambandi við alla sem að leiknum koma. „Eins og við vitum hafa ýmis vandamál verið að koma upp í sambandi við nokkrar íþrótta- greinar hér á landi. Þessar siðaregl- ur eru mikilvægt skref til að sporna við þessari þróun, eru nokkurs kon- ar forvarnarstarf, því nauðsynlegt er að halda vöku sinni í þessum málum," sagði Eggert Magnússon formaður KSÍ. Hann benti einnig á að eftir Evrópuleiki er gerð skýrsla um leikmenn, þjálfara, forystumenn og áhorfendur en góð niðurstaða úr slíkum skýrslum gæti gefið sæti í Evrópukeppni. Reglum þessum verður dreift til allra dómara og þjálfara hér á landi. Samstarf KSÍ og Visa um hátt- vísi í knattspyrnunni hófst 1990, undir kjörorðinu höfum rétt við, en KSÍ var fyrsta knattspyrnusam- band í Evrópu til að fá fyrirtæki til liðs við sig. Nefnd innan KSÍ mun velja í sumar prúðasta leikmanninn og prúðasta liðið. I fyrra var einnig valinn stuðningsmaður ársins og besta umhverfi og svo verður einn- ig \ ár. 1 þessu skyni hafa Visa og KSÍ látið hanna límmiða og auglýs- ingamyndir þar sem Birkir Kristins- son, knattspyrnumarkvörður sem leikið hefur í 10 ár án þess að fá áminningu, situr fyrir ásamt tveim- ur knattspyrnukrökkum, Guðrúnu og Daníel. HESTAR Huginn efstur Huginn frá Kjartansstöðum sem Sigurður V. Matthí- asson sat er efstur að lokinni forkeppni í A-flokki gæðinga með 8,86 á Hvítasunnumóti Fáks. Stóðhesturinn Óður frá Brún er í öðru sæti og jafnir í þriðja sæti eru Geysir frá Dalsmynni og Hannibal frá Hyítárholti. í B-flokki er efstur Farsæll frá Arnarhóli, knapi Ásgeir Herbertsson með 8,76, en næstir koma Oddur frá Blönduósi, Logi frá Skarði og Kolskeggur frá Ásmundar- stöðum. Átta efstu í hvorum flokki mætast í úrslitum á morgun, annan í hvítasunnu. I j 4 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.