Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 23 Ég held að við séum eina fyrirtækid í sælgætisiðnadi sem hefur náð varanlegum árangri í útflutningi. - m m , ^ Tonn -400 300 -200 -100 '87 ’88 '89 '90 '91 '92 '93 ’94 MYRIAM BAT-YOSEF Að virkja innsæi með teiknun. Fjögurra daga námskeið á Snæfellsnesi. Ferðaþjónusta bænda, sími 562-3640/42/43. RAFVIRKJUN Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild rafiöna (1 ár) Rafvirkjun í verknámsskóla (3 ár) Rafvirkjun fyrir nema á samningi FJÖLBRAUTAStóLINN BREIOHOLTi FB þegar þú velur verknám MITSUBISHI iðnaði og þessar tölur sýna að hann hefur verið í varnarbaráttu allan tímann. Ég sé fyrir að sæl- gætisfyrirtækjunum eigi eftir að fækka og það hefur reyndar þegar orðið.“ - En telur þú að átakið „Is- lenskt, já takk“ og fleiri slík verk- efni hafi skilað einhveijum ár- angri fyrir ykkur? „Vissulega hefur það skilað okkur jákvæðari ímynd, ekki að- eins hjá neytendum heldur einnig gagnvart smásöluverslunum. Þá hefur einnig orðið söluaukning. Slíkt átak er af hinu góða en árangurinn er hins vegar ekki varanlegur og þarf því að gera slíkt átak með reglulegu millibili." Pundu glufu á Bandaríkjamarkaði Opal hefur flutt út til Bandaríkj- anna Opaltöflur undir vörumerk- inu Nu-Breath í samstarfi við sam- nefnt fyrirtæki í San Diego í Kali- fomíu. Útflutningurinn nam á síð- asta ári um 35 tonnum og skilar um 15% af heildarsölu fyrirtækis- ins. Ragnar var spurður hvernig útflutningurinn hefði gengið fyrir sig?, „I upphafi var reynt að selja töflurnar undir Opal nafninu sem sælgæti en það gekk ekki. Þá var nafninu breytt í Nu-Breath og það er nú einkum selt á börum til þeirra sem vilja m.a. eyða áfengis- lyktinni úr vitum sér. Við fundum þarna glufu á markaðnum og sal- an hefur verið stöðug. Ég held að við séum eina fyrirtækið í sælgæt- isiðnaði sem hefur náð varanlegum árangri í útflutningi. Við sendum nýlega tvo gáma af Opal til Rússlands en við vitum ekki hvert framhaldið verður. Dreifingin hefur gengið erfíðlega vegna þeirrar upplausnar sem rík- ir í þessu þjóðfélagi. í Evrópu selj- um við Opal töflurnar undir nafn- inu Fresh Breath og hafa sending- ar þegar farið til Hollands, Noregs og Svíþjóðar. Ragnar er þeirrar skoðunar að helstu vaxtarmöguleikar Opals séu í útflutningi en bendir á að það sé ekki heiglum hent að sækja á erlenda markaði. „Það þýðir lítið að fara í útflutning nema með vöru sem þegar er í fyrsta sæti á heimamarkaði. Ef fyrirtæki geta ekki sannað sig á heimamarkaði getur verið erfitt að ná árangri í útflutningi. Síðan þarf að hafa þekkingu á markaðsmálum og fjárhagslegan styrk m.a. til að mæta áföllum. Við höfum styrka stöðu á heimamarkaði en ekki nægan fjárhagslegan styrk til að fara á fullt í útflutning með þátt- töku í sýningum og allt það er þarf til þess að ná árangri í út- flutningi. Þess vegna verðum við að fara með löndum," segir Ragn- ar Birgisson. VINSÆLL OG VIRTUR MITSUBISHI PAJERO ER BÚINN MÖRGUM GÓÐUM KOSTUM SEM BÍLSTJÓRAR KUNNA AÐ META. ÞAR MÁ MEÐAL ANNARS NEFNA FALLEGT ÚTLIT, FRAMÚRSKARANDI AKSTURSEIGINLEIKA OG ALDRIFSBÚNAÐINN MEÐ FJÖLVALI. ÞÁ SITUR ÖRYGGI BÍLSTJÓRA OG FARÞEGA 1 FYRIRRÚMI. MITSUBISHI PAJERO STENDUR TIL BOÐA MEÐ KRAFTMIKLUM BENSÍN- EÐA DIESELHREYFLI. i PAJERO TURBO DIESEL INTERCOOLER KOSTAR AÐEINS FRÁ 2.950.000 STAÐALBÚNAÐUR í PAJERO ER M.A. ÁLFELGUR, ÚTVARP OG SEGULBAND, RAFDRIFNAR RUÐUR, RAFSTÝRÐIR ÚTISPEGLAR OG UPPHITUÐ FRAMSÆTI. HEKLA /f//e/Y/cr /exf/ Laugavegi 170-174, slmi 569 5500 MITSUBISHI MOTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.