Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 52
Afl þegar þörf krefur! póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Enginn sátta- fundur í sjó- mannadeilu FORYSTUMENN sjómannasamtak- anna gengu á nýjan leik á fund for- sætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra í gærmorgun til að fara betur yfir stöðu mála í viðræðunum við útvegsmenn en for- ystumennirnir áttu einnig fund með ráðherrum á föstudag. Staða deilunnar er óbreytt, að sögn Sævars Gunnarssonar, for- manns Sjómannasambands íslands. Ekki hefur verið gerð tilraun til að boða sjómenn og útvegsmenn til nýs sáttafundar. Þórir Einarsson rík- issáttasemjari sagðist vera í sam- bandi við aðila málsins en enn hefði ekkert komið fram sem gæfi tilefni til að boða til fundar. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að ráðherrarnir hefðu eingöngu farið yfir stöðuna með fulltrúum sjómanna í gærmorgun en ekkert nýtt komið fram. „Þeir munu halda áfram að ræða þessi mál í sinn hóp og væntanlega við sína viðsemjendur og við munum fylgjast með,“ sagði hann. Sævar sagði að engin niðurstaða hefði orðið af fundinum í gær og ekkert verið rætt um framgang málsins en á fundinum hefðu fulltrú- ar sjómanna skýrt ítarlegar frá mati sínu á stöðu mála en gert hafi verið á fyrri fundi þeirra með ráð- herrunum. Sævar sagði að sjómenn hefðu spurt hvort yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um verðmyndunarmál í sjávarútvegi gæti haft áhrif á bar- áttumál sjómanna um að koma í veg fyrir kvótabrask en engin bein svör fengið við því. Ágreiningnr um afla á markað í viðskiptum óskyldra aðila Fulltrúar sjómanna höfnuðu á föstudag tillögu útvegsmanna um ráðstöfun afla þar sem LÍÚ féllst á að útgerðir og áhafnir skipa geri sín á milli samning um fiskverð, þegar útgerð tekur afla til eigin vinnslu og telji áhöfn sig ekki eiga kost á samn- ingi um sanngjamt fískverð, þegar um er að ræða sölu á físki milli skyldra aðila í veiðum og vinnslu, skuli leita til úrskurðarnefndar. Nefndin láti í té rökstutt álit á því hvort tillaga útgerðar að fískverði víki frá því sem algengast sé og taki þá tillit til fiskverðs í nærliggjandi byggðarlögum og horfa um þróun afurðaverðs. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins líta útvegsmenn svo á að búið sé að fínna lausn á meginágrein- ingsefnum deilunnar en hins vegar strandi á kröfu sjómanna um að öll viðskipti með afla fari um fískmark- aði í viðskiptum milli óskyldra aðila. Morgunblaðið/Golli FORYSTUMENN sjómannasamtakanna, Helgi Laxdal, Guðjón A. Kristjánsson og Sævar Gunnarsson, koma af fundi með þrem- ur ráðherrum í stjórnarráðshúsinu í gærmorgun. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Glaðbeitt- ir lundar á Horn- ströndum ÞAÐ vorar fyrst við sjávarsíð- una. Þar kviknar fyrsti gróður- inn og fyrstu skordýrin og þangað koma fyrstu farfugl- arnir til áningar eftir strangt flug yfir öldutoppa Atlants- hafsins. Fyrir nokkru byrjuðu bjargfuglar að verpa og sig- menn hafa heimsótt þá víða um land, s.s. í Vestmannaeyj- um, á Langanesi og á Horn- ströndum þar sem þessir glað- legu lundar hittu Ijósmyndara Morgunblaðsins fyrir skömmu. Þeir eru svo heppnir að mann- skepnan er lítt hrifin af eggj- um þeirra og þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru svona fyrst um sinn en refnum sem er sestur að í bjarginu. ■ Menn geta ekki annað/B16. Kennarar taki að sér forfallakennslu NEFND kennarasamtakanna og stjórnvalda um einsetningu grunnskóla leggur til að kennarar í einsetnum skólum, sem vilja fá fullt starf, fái að fylla kennslu- skylduna með forfallakennslu og vinnu við ýmis störf sem lúti að faglegum þáttum skólastarfs. Að mati nefndarinnar kostar þetta 35-55 milljónir króna. Nefndin var sett á stofn í tengslum við kjarasamning kenn- ara sem gerður var í vetur eftir langt verkfall. Nefndinni var falið að gera tillögur að reglum sem fælu í sér að kennurum við ein- setna skóla yrði gefinn kostur á fullu starfi við kennslu og störfum tengdum kennarastarfinu. Nefnd- in var skipuð fulltrúum kennara og embættismanna í fjármála- ráðuneytinu og menntamálaráðu- neytinu. Vandinn við einsetningu skóla snýst í stuttu máli um að kennslu- skylda kennara er hærri en sem nemur tímafjölda við kennslu eins bekkjar. Mestu erfiðleikar í fyrstu bekkjum Að mati nefndarinnar eru erfið- leikar við einsetningu grunnskóla mestir í fyrstu bekkjum skólans þar sem kennslumagnið er minnst. Auka þyrfti kennslumagn um 25% til að allir kennarar yngri bekkja gætu fengið fulla stöðu. Kostnaður við þetta er u.þ.b. 130 milljónir. Nefndin leggur til að 25-30% vandans verði leyst með nýju fjármagni. Nefndin leggur til að kennurum við einsetna skóla verði heimilt að fylla kennsluskylduna með for- fallakennslu og störfum sem lúta að faglegum þáttum skólastarfs. Þar má nefna vinnu við gerð skólanámskrár, aðstoð við heim- anám, foreldrastarf og fleira. Að auki vill nefndin að kennarar geti fyllt kennslukvótann með vinnu við ýmis störf sem greidd verða af sveitarfélögum. Nefndin hefur skilað tillögunum til menntamála- ráðherra og beðið er viðbragða hans. Um 3% til 5% meiri eftirspurn hjá Flugleiðum í sumar en á seinasta ári Sætaskortur á stöku leið Freyju- göturánið upplýst UNGUR piltur hefur játað að hafa rænt ríflega 30 þúsund krónum af aldraðri konu á Freyjugötu á fimmtudaginn var. Enn er óupplýst mál ungu stúlk- unnar er var rænd sl. föstudag á Barónsstíg. Ránsmennirnir náðu af henni skilríkjum og 70 þúsund krón- um í reiðufé. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 7. júní. SAMANLÖGÐ eftirspurn eftir flug- sætum er 3-5% meiri í sumar en í fyrra, að mati Péturs J. Eiríksson- ar, framkvæmdastjóra markaðs- sviðs Flugleiða. Farseðlar á lægstu fargjöldum eru víða uppseldir ein- staka daga og á ákveðnum flugleið- um. Flugleiðir hafa tekið á leigu 153ja sæta Boeing 737-400 flugvél sem kemur hingað til lands síðar í þessum mánuði að lokinni stórskoð- un hjá fyrirtækinu, í þeim tilgangi að anna sætaeftirspum til helstu áfangastaða, m.a. á Atlantshafs- flugleiðinni. Pétur segir að leiguvélin muni nýtast félaginu að hálfu leyti í sum- ar en að fullu að ári, þegar búið verði að fullþjálfa áhöfn á hana. „Markaðurinn er að stækka en það er erfitt að stækka með honum nema í áföngum, en við teljum grundvöll fyrir heilli viðbótarvél næsta sumar,“ segir Pétur. Vélin eru í eigu japansks fjárfestingafé- lags en hefur verið starfrækt af bandarísku flugfélagi upp á síðkast- ið. Ódýrustu fargjöld víða uppseld Pétur segir bókanir vera flestar í ferðum til Bandaríkjanna en þó ekki svo að vandræðaástand skap- ist. Framboð sæta hafi verið aukið sem nemur 60 sætum frá íslandi yfir háannatímann, en þau hafi áður verið seld í Bretlandi og Hol- landi. Lægstu fargjöld Flugleiða eru í takmörkuðu upplagi og víða upp- seld einhverja daga og á ákveðnum flugleiðum að sögn Péturs, en al- mennt talað séu vélarnar þó ekki fullar. „En þótt sumarfargjaldið eða ódýrasta apex sé búið, eru til ýmis millifargjöld og pexfargjöld. Við höfum aukið sætaframboðið tölu- vert mikið frá seinasta sumri þegar urðu vandræði, enda varð aukning- in á ferðum héðan og ferðum út- lendinga hingað miklu meiri en menn þorðu að spá eða vona. Ef við tökum t.d. Kaupmannahöfn flugum við 18 ferðir á viku þangað í fyrra en fljúgum nú 23 ferðir á viku, eða þrjú flug á dag, stundum fjögur. Misjöfn eftirspurn erlendis Við höfum ennfremur bætt við einni ferð á viku til Amsterdam, Ósló og Stokkhólms, þannig að ég held að við séum langt frá því að lenda í sama ástandi og varð í júlí og ágúst í fyrra. Þá beið fólk jafn- vel dögum saman eftir lægstu far- gjöldunum og þeir sem voru seinir að kaupa sér miða komust hvorki lönd né strönd. Ég held að eftirspurnin nú sé svipuð héðan frá íslandi en hún er misjöfn erlendis frá, sumstaðar heldur minni eins og frá Svíþjóð og sumstaðar heldur meiri, eins og t.d. frá Frakklandi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.