Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
JÍ
Éðyw
VIKAN 28/5 - 3/6.
►FRUMVARP til breytinga
á lögum um stjóm fiskveiða
var lagt fyrir Alþingi í vik-
unni. Þorskveiðar krókabáta
verða áfram takmarkaðar
við 21.500 lestir. Allir króka-
bátar munu þurfa að sæta
banndögum sem eru jafn-
margir og banndagar á yfir-
standandi ári.
►LAXVEIÐI á stöng hófst
í Norðurá í Borgarfirði og í
Laxá á Ásum 1. júní. Lítil
veiði var í ánum fyrstu dag-
ana. Daginn eftir var Þverá
opnuð og verða ámar opn-
aðar hver af annarri á næst-
unni. Blanda, 5. júní, ogþví
næst Haffjarðará, Laxá i
Kjós og Laxá í Aðaldal 10.
júni. Síðan koma húnvetnsku
ámar, Vatnsdalsá, Víðidalsá
og Miðfjarðará, einnig
Langá á Mýmm og EUiða-
ámar fram undir 15. júní.
►UMFANGSMIKLAR
breytingar vom gerðar á
simanúmerakerfi lands-
manna í gær. Svæðisnúmer
vom lögð niður og öll al-
menn símanúmer gerð sjö
stafa. Mörg ríkis- og einka-
fyrirtæki slógu tvær fiugur
í einu höggi og breyttu aðal-
númeri sinu og númeraröð-
um vegna beins innvals.
Meðal þeirra era Póstur og
sími, Háskóli íslands, Ríkis-
útvarpið, Búnaðarbankinn,
Eimskip og Flugleiðir.
►EF vaxtabætur, barna-
bætur, persónuafsláttur og
sjómannaafsláttur væm
felldir niður yrði mögulegt
að lækka tekjuskattshlutfall
með útsvari niður í rúm 15%
og fátæktargildrur þær sem
háir jaðarskattar búa til
yrðu úr sögunni. Þór Sigfús-
son hagfræðingur segir að
íslenska skattkerfið sé orðið
svo flókið að sérfræðingar
einir geti reiknað út ráðstöf-
unartekjur og jaðarskatta
fólks.
Verkfall sjómanna
óleyst
TILRAUN útvegsmanna og sjómanna
til að ná samkomulagi um verðmyndun
á afla mistókst á föstudag, en deiluaðil-
ar sátu lengi á óformlegum fundi hjá
sáttasemjara. LÍÚ lagði fram tillögu
til sátta, en sjómenn höfnuðu henni.
Sævar Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambandsins, segir að í tiliög:
unni hafi ekki falist nein tilslökun. í
gærmorgun bauð Skipstjóra- og stýri-
mannafélag Norðlendinga Útvegs-
mannafélagi Norðurlands til viðræðna
um gerð sérsamnings, en því var hafnað.
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ,
sagði að tillaga LÍÚ fæli í sér viður-
kenningu LÍU á að semja þyrfti við
sjómenn um verð á afla þegar útgerð
og fiskvinnsla væri á hendi sömu aðila.
Slík viðurkenning hefði ekki legið fyrir
af háifu LÍÚ áður.
Forystumenn sjómannasamtakanna
gengu á fund forsætisráðherra, sjávar-
útvegsráðherra og utanríkisráðherra á
föstudag til að gera þeim grein fyrir
stöðu mála í viðræðpm við útvegsmenn.
Málin voru rædd áfram við ráðherra í
gærmorgun. Engin lausn virðist í sjón-
máli í deilunni og margt bendir til að
hún leysist ekki fyrir sjómannadag.
Verkfall boðað
í álveri
VERKALÝÐSFÉLÖG starfsmanna í
álverinu í Straumsvík boðuðu á föstu-
dag verkfall í álverinu sem hefjast mun
frá og með laugardeginum 10. júní
hafi samningar ekki tekist fyrir þann
tíma. Ef verkfall skellur á eru ákvæði
um tveggja vikna aðlögunartíma að
framleiðslustöðvun í álverinu, en ef
framleiðsla stöðvast tekur marga mán-
uði að gangsetja verið aftur. Næsti
samningafundur í deilunni hjá ríkis-
sáttasemjara hefur verið boðaður á
þriðjudagsmorgun.
Beinn kostnaður við gangsetningu
álversins í Straumsvík ef til framleiðslu-
stöðvunar kemur er vel á sjötta hundrað
milljóna króna og er þá ótalinn kostnað-
ur vegna framleiðslutaps og álitshnekk-
is meðal viðskiptavina fyrirtækisins.
Erlent herlið í
Bosníu eflt
VESTRÆN ríki vinna að því að efla
friðargæslustarf Sameinuðu þjóð-
anna (SÞ) í Bosníu og ætla ekki að
setjast að samningaborði með Bos-
níu-Serbum um örlóg gíslanna sem
Serbar hafa tekið höndum. Um er
að ræða friðargæsluliða og eftirlits-
menn SÞ, nær 400 manns og neita
Serbar að sleppa þeim fyrr en fyrir-
heit verður gefið um að loftárásum
á stöðvar þeirra verði hætt. Hart er
barist víða í Bosníu og skutu Serbar
niður bandaríska herþotu niður úr
20.000 feta hæð á föstudag. 6.000
manna þungvopnaðar sveitir Breta
og Frakka verða sendar til Bosníu
en ekki er ljóst hvort þær verða skil-
greindar sem friðargæslusveitir. Þá
íhugar Bill Clinton Bandaríkjaforseti
að leggja fram landher. Boutros Bo-
utros-Ghali, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, lagði á miðvikudag
til við öryggisráð SÞ að það takmark-
aði hlutverk friðargæslusveitanna í
Bosníu éða samþykkti að vel vopnum
búinn fjölþjóðaher tæki við hlutverki
þeirra.
2.000 taldir af í Nef-
tegorsk
►RÚSSAR undirrituðu á
fimmtudag tímamótasamn-
inga um aðild lands síns
að Friðarsamstarfi Atl-
antshaf sbandalagsins
(NATO) og um aukið samr-
áð í öryggismálum á fundi
í Hollandi. Andrej Koz-
yrev, utanríkisráðherra
Rússlands, lýsti sem fyrr
andstöðu við hugmyndir
um stækkun NATO til aust-
urs.
►WARJREN Christopher,
utanríkisráðherra Banda-
rikjanna, hét því á föstudag
að Bandaríkjamenn myndu
gaumgæfa tillögur um frí-
verslunarbandalag þjóða
beggja vegna Atlantsála
(TAFTA), sem leið til þess
að samhæfa hagkerfi Norð-
ur-Ameriku og Evrópu.
► ALÞÝÐUFYLKINGIN,
flokkur Jose Maria Aznars,
sigraði í sveitarstjórnar-
kosningum á Spáni um síð-
ustu helgi, hlaut 35% at-
kvæða. Tap sósíalista varð
þó ekki eins mikið og spáð
hafði verið, en þeir hlutu
30% atkvæða.
LITLAR vonir eru taldar til þess að
fleiri fmnist á lífi í borginni Nefte-
gorsk á Sakhalín-eyju í Rússlandi
eftir að öflugur jarðskjálfti reið yflr
um helgina síðustu. Um 2.000 manns
eru talin af en um 400 hafa fundist
á lífí í rústum 19 fjölbýlishúsa sem
langflestir borgarbúa bjuggu í. Ein
aðalástæða þess að svo skelfilega fór
er talin sú hversu illa húsin voru
byggð en þeim var hrófað upp án
nokkurs tillits til jarðskjálftahættu.
►SAUTJÁN Kínverjar,
sem setið hafa í fangelsi
frá því að lýðræðiskröfur
voru brotnar á bak aftur á
Torgi hins himneska friðar
í júní 1989, hafa farið þess
á leit við þing landsins að
þeim verði veitt frelsi eða
að aðbúnaður fanganna
verði að minnsta kosti
bættur.
FRETTIR
ísienskukennsia við Cambridge-háskóla
Áhugi íslendinga á
fjárstuðningi kannaður
MIKILL áhugi er á því í Cam-
bridge-háskóla -á Englandi að
stofna til sérstakrar kennarastöðu
í íslensku.
íslenska hefur verið kennd við
skólann allt frá árinu 1895 en á
síðasta ári féll kennslan niður sök-
um ijárskorts. Þess yegna er nú
verið að kanna vilja íslendinga tii
að koma til móts við skólann um
að halda við hinni löngu hefð sem
er fyrir íslenskukennslu í skólan-
um og um leið að efla tengsl hans
við ísland.
Jakob Frímann Magnússon,
menningarfulltrúi í London, sem
heimsótt hefur skólann segir það
mjög brýnt að styðja þetta málefni
með einhveijum hætti því hætta
sé á að íslenskukennsla leggist þar
af en áhugi sé hins vegar mjög
mikill, bæði meðal nemenda og
kennara.
Jakob segir að starf það sem
Eiríkur Magnússon þýðandi vann
við Cambridge fyrir um öld síðan
sé mjög í hávegum haft þar, en
auk þess hafi verið komið á fót
sérstökum sjóð til styrktar nem-
endum sem vilja sækja íslensku-
nám til íslands.
„Sennilega þyrfti að koma til
sérstök fjárveiting til þessa máls
frá íslandi," segir Jakob, „þó ber
að gæta þess að þetta átak bitni
ekki á íslenskukennslu í öðrum
erlendum skólum sem íslendingar
hafa veitt stuðning til.
Sem stendur hefur íslenska rík-
ið boðið 40.000 krónur á ári til
stuðnings kennslunni í Cambridge
en ljóst má vera að þá upphæð
þarf að hækka. Fjárhæðin sem um
er að ræða er um átta hundruð
þúsund á ári en vel mætti hugsa
sér að helmingur hennar kæmi frá
einkaaðilum, annaðhvort einstakl-
ingi eða fyrirtæki sem stóllinn
yrði þá kenndur við. Að fengnum
slíkum styrk frá íslandi er það
auðunnið að fá annan eins styrk
í Bretlandi og þannig væri hægt
að endurreisa íslenskukennslu við
skólann.
Það hlýtur að teljast mjög mikil- ^
vægt að halda úti kennslu í ís-
lenskum fræðum þar sem áhugi á
þeim er jafn mikill og raun ber
vitni í Cambridge. Auk þess hlýtur
íslenskukennsla í erlendum há-
skólum að vera hluti af þeirri við-
leitni að þjóð eins og við Islending-
ar einangrumst ekki.“
Hlutfall langtímaatvinnulausra á skrá, 1992-1995
( Atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur)
Skýrsla Vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar
um atvinnuleysi í lok maí
65% atvínnulausra
40 ára eða yngri
í SKÝRSLU um atvinnuleysi í
Reykjavík, sem unnin er hjá
Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar,
kemur fram að atvinnulausir á
skrá voru 5,7% af vinnuafli í borg-
inni í lok maí sl. Á sama tíma
yoru 65% af öllum atvinnulausum
40 ára eða yngri.
Skráðir atvinnulausir í lok maí
voru 3.118 eða 1.515 karlar og
1.603 konur en á sama tíma í fyrra
voru samtals 2.779 á skrá. Þá
hefur hlutfall þeirra hækkað um
3% síðustu 12 mánuði, sem lengst
hafa verið á skrá eða í 52 vikur
og lengur.
Á sama tíma í fyrra voru það
168 einstaklingar eða 6% af öllum
atvinnulausum en eru nú 9% eða
281 einstaklingur. Enginn þeirra
er yngri en 20 ára.
Þegar litið er á aldursskiptingu
einstaklinga á skrá kemur í ljós
að fjölmennasti hópurinn er fædd-
ur á árunum 1955 til 1969 eða
þeir sem eru á aldrinum frá þrí-
tugu til fertugs. Af þeim sem hafa
verið lengst á skrá eða samtals
52 vikur eru flestir fæddir á árun-
um 1925 til 1934.
Að sögn Oddrúnar Kristjáns-
dóttur, framkvæmdastjóra Vinnu-
miðlunar Reykjavíkurborgar, er
ljóst að viðvarandi atvinnuleysi er
sífellt að færast í aukana. „Þeir
sem hafa verið lengi á atvinnuleys-
isskrá hafa ekki misst úr eina
viku,“ sagði hún.
„í Kanada er þessu öðruvísi
háttað. Þar er mun meira atvinnu-
leysi meðal yngra fólks og þeirra
elstu en fáir á aldrinum þijátíu til
Qörutíu ára sem er fólk á besta
vinnualdri."
Að meðlatali hafa fjórir af
hveijum fimm sem eru atvinnu-
lausir á aldrinum 16 til 25 ára
lokið grunnskólaprófi eða 83%
karla og 78% kvenna. í skýrslunni
kemur fram að hlutfallið hafi farið
hækkandi síðustu sex mánuði.
Loks kemur fram að 15% ungra
atvinnulausra kvenna hefur lokið
stúdentsprófí en aðeins um 8%
ungra karla.
Oddrún sagði að reynt væri að
gera atvinnulausum lífíð bærilegra
og undirbúa þá undir að koma inn
á vinnumarkaðinn á ný þegar færi
að losna um. „Við hjá Vinnu-
miðluninni viljum koma unga fólk-
inu í skóla og reyna að endur-
mennta þá sem eru eldri,“ sagði
hún. „Það eru margir sömu skoð-
unnar en það vantar einhvern til
að taká af skarið að manni finnst.“