Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Af fjöllífi katta, kvenna og Rangæings LEIKUST Leikfélagið Leyndir draumar MITT BÆLDA LÍF (EÐA KÖTTUR SCHRÖDING- ERS) Eftir Hlín Agnarsdóttur f samvinnu við Sigrirð Gunnarsdóttír og leikhóp- inn. Leikstjórn: Hlin Agnarsdottir Leikmynd: Hlín Agnarsdóttír, Sig- urður Gunnarsdóttír Búningar: Jón- ína, Margrét, Sigrún Lýsing: Alfred S. Böðvarsson Möguleikhúsinu við IDemm í Reykjavík, 2. júní. MOGULEIKHUSIÐ við Hlemm er einn af þessum stöðum þar sem maður fer niður til að fara upp. í andanum. Þetta gluggalausa hug- arvistvæna rými nýtur þeirrar sér- stöðu (fyrir utan það standa nátt- úrulögmál á haus) að þangað gengur strætó svo oft og reglu- lega. Það skyldi þó ekki vera að þessi sýning væri fyrir almenning? Til að lifa af á leiðinni í allar átt- ir eins og lífið fer, lifa á leiðinni upp í Selás? Þaheldénú. Rang-æ-ingur (fæddur á „vit- lausum" tíma?) býr einn um margra (ára) skeið. Líf hans er einfalt: Hann á hraðsuðuketil, þjóðbúninga, bækur, bækur um kynlíf... Kyndugt líf? Eða hvað? Nei annars. Ég ætla ekki að rekja upp efnisþráðinn. Þú verður sjálf- ur, lesandi góður, að taka hann upp við innganginn og vefja lop- ann upp í hnykil til að ná utan um eins og lífið sjálft með berum höndunum á leiðinni upp í Selás. En ekki ætla ég að teygjann: Leyndir draumar verða hér sýni- legir í bráðskemmtilegri og afar leikrænni leiksýningu þessa áhugamannahóps undir frjórri og stflagaðri stjórn Hlínar Agnars- dóttur. Ef ekki væri búið að finna upp valsinn, þennan leikræna takt sem tekur við mælingu hjartans á tímanum og gefur henni limi, þá myndi Hlín gera það. Hún er lista- maður í að skapa stemningar. Hér vinna saman eyra og auga. Að fylgjast með því gerast er á ein- hvern ljúfan hátt „dægilegt". Val á tónlist ber vitni um að menn viti hvað fer saman. Það er kallað fagurfræðilegur þroski. Þarna vantaði ekkert nema Ingibjörgu IÐNSKÓUNN f REYKJAVÍK ÞJONUSTUGREINAR Fjölgun starfa er mest í þjónustugreinum við Austurvöll Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík NÝTT SIMANÚMER 511-2525 Bréfasími 511-2550 Gísli Baldur Garðarsson hrl. Skarphéðinn Þórisson hrl. Sigmundur Hannesson hrl. Tómas Þorvaldsson hdl. María ThejII hdl. ALOE VERA-gelið er ómissandi í sólarlandaferðina (fym o9 eftir sóo ALOE-VERA 98% gelið frá JASON er kristalteert eins og ómengað lindarvatnið úr hreinni náttúrunni. Áríðandi er að hafá í huga að aðeins ALOE VERA-gel án titar- og ilmefna gefur áþreifanlegan árangur. 98% ALOE VERA gel frá Jason á hvert heimili sem fyrsta hjálp (First Aid). 98XALOE VERA-gelfráJASON fæst í apótekinu. APÓTEK Þorbergs, en hún hæfir rangæing- um vel. Skuggarnir á þiljunum eru eng- in tilviljun, lýsingin ekki heldur. Hún er hnitmiðuð og yfirleitt á réttum tíma. Það er mikilvægt eins og þeir vita sem taka strætó. Ef þessi ágætlega sviðsetta, temmilega leikna, skýrt fram sagða, oft fyndna og upp líf (g)andi sýning á sér einhverja anmarka þá leynast þeir í handrit- inu, þematískri meðferð. Sjónar- hóll reikar stundum. Úrvinnslan á á hættu að verða flínk án hnitmið- unar. Með öðrum orðum: Sagan, byggð á „sannsögulegum" atburð- um, býður upp á svo marga áfangastaði að sé henni ekki rétt miðað svífur hún fagurlega eins og ör í gegn um loftið en hæfir að lokum hvorugt svo stoppi: Hug- ann eða hjartað. Það mega nefni- lega ekki of margir snerta boga- strenginn. En þytinn af örinni fann ég og mundi á leiðinni heim með leið tvö, með meira af lífi í lúkun- um eins og alltaf eftir gott leik- hús, meira af lífi. Guðbrandur Gíslason. Opin leik- smiðja fyr- ir börn í SUMAR mun Iþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur starfrækja í annað sinn sérstakt sumarleikhús barna, eins konar leiksmiðju, sem er opið og ókeypis tilboð fyrir böm 6-12 ára. Leiksmiðjan opnar í Vogaskóla þriðjudaginn 6. júní kl. 10. Starfstími Sumarleikhússins á hverjum stað er frá mánudegi til fimmtudgs kl. 10 - 16. Þá vinna börnin við búninga- og leikmuna- gerð og æfa litla leiksýningu sem verður sýnd á fimmtudegi kl. 16. Þá verður skemmtivagn ÍTR á staðnum og ýmislegt fleira til gam- ans gert með íbúum hverfisins. Leiksmiðjan verður starfrækt í sumar á eftirtöldum skólaleikvöll- um: 6. - 9. júní Vogaskóli 12. - 15. júní Grandaskóli 19. - 22. júní Breiðholtsskóli 26. - 29. júní Ársel 3. - 6. júlí Rimaskóli 10. - 13. júlí Austurbæjarskóli 17. - 20. júlí Hlíðarskóli 24. - 27. júlí Seljaskóli Leiksýningin í Vogaskóla verður föstudaginn 9. júní kl. 16 en vegna hvítasunnuhelgarinnar færist starfstími leiksmiðjunnar þar aftur um einn dag. Einsöngs- tónleíkar í Norræna húsinu RAGNHEIÐUR Hall mezzo-sópr- an söngkona heldur einsöngstón- leika í Norræna húsinu í Reykjavík þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 20.30 og eru tónleikarnir síðasti hluti burtfararprófs hennar frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni ragnheiður Haii eru aríur eftir mezzo-sópran A. Scarlatti, sbngkona. Gluck, Mozart og Bizet og sönglög eftir Sigfús Einarsson, Karl O. Runólfsson og Björgvin Guð- mundsson, gamansöngvar úr Ljóðakórnum eftir Atla Heimi Sveinsson og Tonadillas eftir Granados. Ragnheiður Hall er Reykvíking- ur og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands. Hún hóf ung söngnám við Söngskólann í Reykjavík, fyrst hjá Sigurveigu Hjaltested og síðar Dóru Reyndal, og lauk 8. stigs prófi 1987. Hún gerði hlé á námi sínu við skólann og stundaði einkanám hjá Berit Hallqvist í Stokkhólmi, en hóf síðar nám við Söngskólann aftur, hjá Dóru Reyndal og Ólafi Vigni Al- bertssyni, og tók fyrri hluta burtf- ararprófs 1993. Jafnframt námi sínu hefur hún sótt söngnámskeið bæði hér heima og erlendis, m.a. hjá Oren Brown. Undanfarin ár hefur Ragnheið- ur verið virkur meðlimur í Þjóð- leikhúskórnum og tekið þátt í ýmsum uppfærslum á söngleikjum og óperum í húsinu. Hún stundar nú nám við söngkennaradeild Söngskólans undir handleiðslu Þuríðar Pálsdóttur. Meðleikari á tónleikunum er Jórunn Viðar píanóleikari, sem jafnframt er kennari Ragnheiðar við Söngskól- ann. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimil. Morgunblaðið/Kristinn GRÍMUR Marinó Steindórsson við verk sín Vorkoma í Gerðarsafni í LISTASAFNI Kópavogs, Gerð- arsafni, stendur nú yfír sýning á verkum Gríms Marinós Steindórsson- ar sem ber yfirskriftina Vorkoma. Á sýningunni eru 61 verk þar af sjö útiverk. Grímur segir sýninguna vera af- rakstur tveggja ára þrotlausrar vinnu. „Ég hef lagt mig allan fram, enda hefur geysimikil orka farið hjá mér f þessa sýningu". Hann segist vinna í ýmis tilfall- andi efni og á sýningunni eru m.a. olíumálverk, klippimyndir, glerlista- verk og höggmyndir unnar í málma. Það má glöggt sjá hvaðan Grímur sækir efnivið; sjórinn, náttúran og goðsöguleg minni eru áberandi á sýningunni, „Ég hef haft myndlistina að aðalstarfi síðustu 15 árin, en þó hef ég inn á milli unnið sem vitavörð- ur í afleysingum og skrepp stöku sinnum á trillu út á sjó." Grímur segir sýninguna róman- tíska og til þess fallna að vekja upp jákvæðar hugsanir hjá fólki. Sýningin er opin frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga og stendur til 18.júní. Námskeið í kvikmyndaleik DAGANA 6.-13. júní verður haldið námskeið í kvikmyndaleik, í húsa- kynnum Leiklistarskóla íslands. Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum vinnu leikarans í kvik- myndum. Unnið er út frá kenningum Less Strassberg, Stanislavskis o.fl. Gerðar verða æfingar og senur kvik- myndaðar sem neméndur eignast svo í iok námskeiðs. Leiðbeinendur verða Þorsteinn Bachmann leikari sem m.a. hefur unnið við leikstjórn, framleiðslu og upptökustjórn fyrir leikhús og kvik- myndir, Reyndir Lyngdal og Arnar Jónasson kvikmyndagerðarmenn, höfundar vinningsstuttmyndanna Athyglissýki og Matarsýki auk heim- ildarmynda og fjölda tónlistarmynd- banda. Fyrirlesarar verða Hilmar Odds- son kvikmyndaleikstjóri og Helgi Skúlason leikari. b \ '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.