Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ¦i Herbert Hamele: Það er nauðsynlegt fyrir þá sem vinna í ferðaþjónustu að vita hvert yfirvöld stefna í ferðamálum. Morgunblaðið/Sverrir AGRÆNU NOTIMUM \ Þýski hagfræðingurinn og ferðamálafræðingur- inn Herbert Hamele hefur kynnt græna ferða- -------------------------------------------------------------------------------------------3i------------------------------------------------------------------------------ mennsku víða um heim. I samtali við Krístínu Marju Baldursdóttur segir hann frá fram- kvæmd hennar, hvernig hagnast megi á ferða- þjónustu og ræðir jamframt um fjöldaferða- mennsku og tískustrauma í ferðalögum. MÖRG vinsæl ferðamanna- svæði eru nú í hættu vegna fjöldaferðamennsku og þeim ferðamönnum fjölgar sem sækj- ast eftir óspilltri náttúru. Ferðamála- og umhverfissamtökin Ecotrans Association, sem starfa nú í átta löndum, hafa beitt sér fyrir umhverf- isvænni eða grænni ferðamennsku og verið með upplýsingaöflun, rann- sóknir og fræðslu í þeim tilgangi víða um heim í nær fimmtán ár. Stjórnarformaður samtakanna, þýski hagfræðingurinn og ferðamálafræð- ingurinn Herbert Hamele, var stadd- ur hér á landi fyrir stuttu og ræddi þá við Morgunblaðið um hugmynda- fræði og framkvæmd grænnar ferða- mennsku, tískustrauma í ferðalög- um, skaðann sem fjöldaferða- mennskan hefur nú þegar valdið og um möguleika íslands sem vinsæls sumarleyfíslands. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands og Menningarstofnun Go- ethe á íslandi héldu fyrir stuttu námsstefnu um framtíðarsýn ís- lenskrar ferðaþjónustu og var Her- bert Hammele þar meðal fyrirlesara. Hann er stjórnarformaður Ecotrans Association, en höfuðstöðvar sam- takanna eru í Miinchen í Þýskalandi og vinna starfsmenn þeirra ýmist að ferðamálum eða umhverfismálum og eru margir í stjórn alþjóðlegra umhverfissamtaka. Hamele var fyrst spurður hvað græn ferða- mennska væri. „Við. tólum um græna ferða- mennsku þegar menn sýna menningu lands síns virðingu og bera ábyrgð á umhverfi þess og náttúru," segir hann. „En jafnframt er það græn ferðamennska þegar sem flestir íbú- ar landsins hagnast á ferðaþjón- ustunni." Fiskur úr þorpinu Hugmyndafræðin að baki grænn- ar ferðamennsku varð til fyrir um það bil fimmtán árum, segir Hamele. „Umræðan hófst hjá fólkinu sjálfu og endaði loks hjá yfirvöldum, sem er í sjálfu sér athyglisvert. Áhugi á umhverfismálum var að vakna á þessum tíma og ótal samtök tóku við sér þegar þessi hugmynd kom fram enda var þá fjöldaferðamennsk- an farin að vekja ugg hjá mönnum. Margir vinsælir ferðamannastaðir voru nánast að leggjast í rúst vegna ágangs ferðamanna. Það liðu þó ein fimm til tíu ár áður en menn áttuðu sig á því að græn ferðamennska var ekki einungis hagkvæm frá sjónar- miði umhverfisverndar heldur og einnig arðsöm. Það voru ekki einung- is hótel og flugfélög sem gátu hagn- ast á henni heldur einnig íbúar við- komandi lands eða héraðs." — Hvernig er þá græn ferða- mennska í framkvæmd? „I raun má segja að græn ferða- mennska sé hugmynd eða framtíð- arsýn, en við reynum hvað við getum að nálgast þessa hugmynd. Það þýðir að þeir sem vinna við ferða- þjónustu verða að br_eyta hegðun sinni og viðhorfum. Ferðaskrifstofur skipta þá við flutningafyrirtæki og hótel sem eru umhverfisvæn og gistihúsaeigendur spara vatn og orku. Með því að skipta við bændur í viðkomandi héraði og eða fyrir- tæki, sem þeir þurfa að kaupa þjón- ustu af, skapa þeir heimamönnum atvinnu. Landbúnaðarvörur eru keyptar af innlendum framleiðend- um og fiskurinn úr næsta sjávar- þorpi. Húsbúnaður sem gistihúsin þarfnast er keyptur af innlendum framleiðanda, helst úr sama héraði ef mögulegt er, og minjagripirnir sem gistihús og verslanir selja eru unnir af listamönnum staðarins. Langferðabílstjórar hafa leiðsögu- menn úr héraðinu með sér sem best þekkja menningu og náttúru staðar- ins og sveitarstjórnin Ieggur sitt af mörkum með því að útbúa upplýs- ingabæklinga um héraðið, menn- ingu þess og náttúru, handa ferða- mönnum. Þegar upp er staðið verður ferða- maðurinn ánægður því hann fær ein- mitt það sem staðurinn eða landið hefur upp á að bjóða og ferðaþjónust- an verður jákvæð atvinnugrein í aug- um heimamanna." Verðlag skiptir öllu „Hamele segir að þótt þekking okkar á umhverfinu sé takmörkuð vaxi hún þó með hverju ári og sem ferðamenn ættum við að vita hvaða afleiðingar ferðalög okkar hafa á umhverfið. „Við vitum að það er betra fyrir umhverfið að ferðast með lestum í stað flugvéla, betra að neyta eigin framleiðsluvara en innfluttra. En lykillinn að farsælli ferða- mennsku er að nýta framleiðni og vinnukraft staðarins. Ferðamanna- iðnaðurinn lýtur engum lögum. Það eina sem getur í raun haft áhrif á þróun mála eru tekjurnar sem til skipta koma. Oftast er það skortur á upplýsing- um sem veldur því að erfitt reynist að hrinda grænni ferðamennsku í framkvæmd. Eigendur ferðaskrif- stofa vita ekki hvaða hótel eða gisti- staðir eru umhverfisvæn, hóteleig- endur vita ekki hvernig þeir geta sparað orku og yfirvöld viðkomandi staðar vita ekki hvernig þau eiga að skipuleggja skoðunarferðir þannig að náttúra viðkvæmra en vinsælla ferðamannastaða beri ekki skaða af." I \-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.