Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 17
LISTIR
Ævintýri á vegg
LISTAVERKIÐ Speglun eftir Ing-
unni E. Stefánsdóttur var afhjúpað
í Selásskóla á miðvikudag. Verkið
sem er úr steinleir og málmi tákn-
ar útsýni frá skólanum, þríhym-
ingsform speglast í Rauðavatni og
ferhymingar geta táknað bæði
stofnana á tijánum eða húsin.
Ævintýrin Ása Signý og Helga
og Kerling vill hafa nokkuð fyrir
snúð sinn era á myndunum og er
hver flís hluti af ævintýrinu.
Nemendur geta síðan komið að
veggnum og lesið og skoðað.
Á myndinni er listakonan við
verk sitt.
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju
Orgeltónlist, vef-
ari og list barna
Á FYRSTU tónleikum Kirkjulista-
hátíðar 1995 kl. 20 að kvöldi hvíta-
sunnudags, leikur franski orgelleik-
arinn Fran?ois-Henri Houbart. Á
efnisskránni er frönsk orgeltónlist
frá fjórum öldum.
Árið 1979 var Houbart ráðinn org-
anisti Madeleinekirkjunnar í París þar
sem forverar hans voru meðal annars
Fauré og Saint-Sanéns. Frá 1980
hefur Houbart kennt orgelleik við
Tónlistarháskólann í Orléans.
Else Marie Jakobsen
NORSKI vefarinn Else Marie Jak-
obsen sýnir á Kirkjulistahátíð. Hún
er í hópi þekktustu listamanna Norð-
manna, einkum á sviði kirkjulistar.
Haft er eftir henni að kirkjan eigi
ekki fyrst og fremst að vera sam-
komustaður fyrir kristilegar prédik-
anir, heldur einnig að rúma hið
mannlega, fagra og ánægjulega í
lífinu og í ljósi þess hafí hún helgað
kirkjunni og kristnidóminum stóran
hluta af list sinni.
Síðastliðið haust unnu börn og
unglingar í námi við Myndlistaskól-
ann í Reykjavík verkefni sérvalið
FRANQOIS-Henri Houbart
orgelleikari
í tilefni af þátttöku í Kirkjulistahá-
tíð 1995. Verkefnið var englaí-
myndin.
Myndlistarsýning barnanna í and-
dyri Hallgrímskirkju er hluti úr-
lausnanna. Ólöf Ólafsdóttir, 14 ára
nemandi Myndlistarskólans, veitti
leyfi til afnota af engilverki sínu.
Þar er engillinn sem prýðir dagskrá
og er táknmynd Kirkjulistahátíðar
1995.
Athyglisverðasta áhugaleiksýningin
Kvennaskólaævintýr-
ið í Þjóðleikhúsinu
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ býður nú annað
árið í röð áhugaleikfélagi að sýna á
Stóra sviði leikhússins og er þetta
gert til þess að vekja athygli á starf-
semi áhugaleikfélaga.
Alls sóttu átta leikfélög um að
koma til greina við valið á „athyglis-
verðustu áhugaleiksýningu leikárs-
ins“. Valin var sýning Freyvangsleik-
hússins á Kvennaskólaævintýrinu
eftir Böðvar Guðmundsson í leik-
stjórn Helgu E. Jónsdóttur. Höfund-
ur tónlistar eru Eiríkur Bóasson,
Jóhann Jóhannsson og Garðar Karls-
son.
Leikritið lýsir einu ári í skólanum
frá því námsmeyjar koma að hausti
þar til þær yfírgefa skólann að vori,
samskiptum þeirra innbyrðis og við
íbúa sveitarinnar, ekki síst piltana
ungu. Mikil tónlist er { sýningunni.
Hljómsveitarstjóri er Reynir Schiöth.
Freyvangsleikhúsinu hefur verið
boðið að sýna Kvennaskólaævintýrið
á Stóra sviði Þjóðleikhússins sunnu-
daginn 11. júní kl. 20. Þegar er orðið
uppselt á sýninguna og hefur verið
ákveðið að hafa aðra sýningu mánu-
dagskvöldið 12. júní á sama tíma.
Aðeins verða þessar tvær sýningar.
18 BSS
■■■pr m
SIMANÚMER
SEMGOTTER
AÐMUNA:
S í M I :
F A X :
sm
v? SILFURBUÐIN
Kringlunm S-12 S:56S <K)6ó
Öskalisti B ruðkjónatma
Gjafa- þjónmtm fyvir
Silfurbúðin kynnir kosti óskalistans:
Brúðhjón fá þœr brúðargjafir sem þau hafa óskað sér.
Bmðkaupsgestir geta valið úr fjölbreyttu úrvali Silfitrbúðarinnar
og jafnframt verið vissir um að gefa rétta gjöf.
Brúðhjón og brúðkaupsgestir njóta ráðgjafar
og upplýsinga Silfurbúðarinnar.
Sumarleikur Silfurbúðarinnar
„Heppin brúðbjón“
' Prjú heppin brúðhjón verða dregin iit og vinna flugferð til einlwers
áfangastaðar Flugleiða í Evrópu. (Farseðillin gildir í eitt ár.)
" Þegar viðskipti óskalistans ná krónur S0.000.-
fara nöfn viðkomandi brúðhjóna ípottinn „Heppin brúðhjón".
* Dregið verður úr pottinum þann 7. októbcr 1995.
* Gildistími leiksins er 1. maí 1995 til 1. október 1995.