Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR »- Vfflyálmur Egjlsson um nýstomuð Evrópusamtök: Davíðtaldiheppi legra að ég gæf i ekkikostámér Eg vil ekki sjá að þú sért að leika þér með þessum vandræðagemsa, Villi minn... Morgunblaðið/Sigrún BOÐIÐ var upp á myndarlega köku í afmælishófinu. KASK 75 ára Hornafirðí. Morjrunblaðið. KAUPFÉLAG Austur-Skaftfellinga (KASK) heldur upp á 75 ára af- mæli sitt um þessar mundir. Mikil hátíðarhöld voru á stofndaginn 1. júní og í gær átti enginn bæjarbúi að komast hjá því að taka þátt í eða verða var við fagnað víða um bæinn í tilefni afmælisins. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á langa sögu að baki. Það hefur glímt við kreppur og samdrátt í landbúnaði og sjávarútvegi og hefur staðið það af sér hingað til þótt erfitt hafi verið á stundum. Kaupfélagið hóf rekstur sinn formlega l.júní 1920, en aðdrag- andinn að stofnun þess er mun lengri. Fyrsti kaupfélagsstórinn var Guðmundur Jónsson Hoffell, en hann hafði verið kaupmaður á Höfn um 10 ára skeið en hætti þeim rekstri þegar hann gerðist kaupfé- lagsstjóri. Eftir eitt og hálft ár tók Jón ívarsson við. Hann tók við erfiðu félagi því efnahagsástandið í land- inu var mjög slæmt og ekki fóru Austur-Skaftfellingar varhluta af þeirri kreppu fremur en aðrir lands- menn. Þegar hann lét af störfum árið 1943 var félagið skuldlaust út á við og skuldir viðskiptamanna litl- ar. 1943 varð Bjarni Guðmundsson kaupfélagsstjóri og gegndi starfan- um til ársins 1952. Bjarni starfaði til æviloka á skrifstofu félagsins. Björn Stefánsson var siðan kaupfé- lagsstjóri í eitt ár. Með komu næsta kaupfélags- stjóra var brotið blað í sögu félags- ins. Þá tók Ásgrímur Halldórsson við stjórnun félagsins og hófst mik- ill uppgangur í allri starfseminni. Farið var út í fiskverkun og varð allur rekstur félagsins kröftugri en áður hafði verið. Við starfí Ásgríms tók síðar Hermann Hansson, 1. ágúst 1975, en hann hafði unnið hjá félaginu í 10 ár. og var þvi vel kunnugur öllu sem þar fór fram. Hermann þurfti að glíma við mikla niðursveiflu í þjóðfélaginu og átti KASK oft á brattann að sækja en stóð samt þótt halli væri kominn á félagið. Gerðar voru breytingar á félaginu, svo sem að fiskverkunin varð sjálfstæð eining undir nafninu Borgey en KASK á enn í dag stór- an hlut í henni þótt það sjái ekki um daglegan rekstur í fiskverkun lengur. Við starfi Hermanns árið 1992 tók núverandi kaupfélagsstjóri, Pálmi Guðmundsson. Margir hug- myndir eru uppi um hagræðingu í rekstrinum, svo sem um sameiningu afurðastöðva á Austurlandi auk margra annarra þátta sem við koma rekstrinum. Kvotia síldina SJAVARUTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur nú ákveðið að kvóti verði sett- ur á veiðar íslenzkra skipa úr norsk- íslenzka sfldarstofninum. 82.000 tonn eru óveidd af þeim 250.000 tonna heildarkvóta, sem íslendingar og Norðmenn settu sér og hefur náðst samkomulag milli þjóðanna um að af eftirstöðvunum komi 49.000 tonn í hlut íslands en 33.000 í hlut Færey- inga. Islenzk skip hafa þegar veitt um 140.000 tonn úr þessum síldarstofni, þannig að hlutur okkar verður því 200.000 tonn samtals, en Færeyinga 50.000 tonn. Ráðuneytið mun nú gefa út reglu- gerð umt akmarkanir íslenzkra skipa á þessum veiðum. Verður þessum heildarafla er eftir stendur sem okkar hlutur, 49.000 tonnum, skipt milli þeirra sfldarskipa, sem lönduðu síld í maímánuði síðastliðnum. Verður magninu skipt þannig að 37% miðast við burðargetu skipanna og er miðað við mestan landaðan síld- arafla þeirra í maí, en 63% skiptast jafnt milli skipanna. Fiskistofa mun tilkynna útgerðum skipanna um leyfilegan afla hvers skips strax eftir helgi og er aðeins þeim skipum, sem veiðar hafa stund- að í maí og slíka tilkynningu fá, heim- ilt að stunda veiðar út stofninum. ? ? ? Margir teknir fyrir hrað- akstur LÖGREGLAN á Blönduósi hafði í mörg horn að líta í fyrradag og fram á kvöld. 41 ökumaður var stöðvaður fyrir hraðakstur. Lögreglan á Akureyri, Húsavík og Selfossi töldu í gærmorgun að fólk hefði ekki nýtt hvítasunnuhelg- ina sérstaklega til ferðalaga. Fyrir norðan blés ekki byrlega á ferða- menn og á Húsavík snjóaði í gær- Olvun var mikil bæði á Isafirði og í Keflavík í nótt en á hvorugum staðnum dró hún dilk á eftir sér. Dúx Menntaskólans í Reykjavík Ekki rólegasti nemandinn í stofunni SÆDÍS Sævarsdóttir nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík hlaut 9,60 í meðaleinkunn að stúdents- prófum loknum. Það er hæsta meðaleinkunn kven- stúdents sem vitað er til eftir að einkunnagjöf hófst með tölum frá 1-10. Sædís er einnig sjöundi hæsti dúx frá upphafi í sögu skólans samkvæmt sömu skilgrein- ingu og hyggur á nám í læknisfræði í haust. Sædís valdi MR af af- spurn ekki síst vegna mik- ils áhuga á raungreinum og er stúdent úr náttúru- fræðideild skólans. Hún fékk 9,88 í meðaleinkunn á grunnskólaprófí og tíu í samræmdu prófunum. Árin fjögur sem Sædís gekk í MR leigði hún íbúð með vinkonum sínum í Reykjavík. - Þetta hefur þá verið mjög agað heimilishald fyrst þú náðir svona góðum árangri? „Það halda flestir að ég læri meira en ég geri. Ég hef alltaf reynt að hreyfa mig mikið, verið í tónlistarskóla, dansi, tennis, kar- ate eða á saumanámskeiði jafn- vel. Mér fínnst mjög gaman að reyna nýja hluti og er einfaldlega mjög skipulögð. Eg tel mig hafa verið mjög duglega við að sigta úr námsefninu, þótt ég hefði alls ekki náð þessum árangri ef ég kynni það ekki allt saman. Ég vinn hratt og skipulega að mínu mati og er ekki að eyða tíma í það sem ég held að skipti ekki máli. Ég nefni sem dæmi að í stað þess að dúlla heima við stærð- fræðidæmi sem verða reiknuð uppi á töflu næsta dag, sit ég og reikna í tímanum meðan hinir eru uppi á töflu, þangað til röðin kem- ur að mér og fer yfir dæmin á eftir. Annað sem ég get nefnt er það að í staðinn fyrir að sitja og fletta orðabókum heima skrifa ég niður orðin í texta, til dæmis í þýsku, sem ég er að lesa heima og skil ekki. Síðan þegar verið er að þýða í tímanum skrifa ég þýð- inguna niður. Það eru alls kyns svona smáat- riði sem ég held að tilheyri náms- tækni. Loks get ég nefnt að í verk- legum tímum í eðlis- og líffræði reyni ég yfírleitt að klára mína skýrslu í tímanum, í stað þess að eyða heilmiklum tíma við það heima." - Þannig að það fer ekki mín- úta til spillis hjá þér meðan þú ert S skólanum? ,,Nei, ég hugsa ekki. Eg tek samt frímínútur qg kjafta við mína vini. Ég er ekki rólegasti nemandinn í skólastof- unni. Við stelpurnar, sem vorum með þrjár hæstu ein- kunnirnar á stúdentsprófí, sátum saman í okkar bekk og vorum kannski ekki alltaf að fylgjast með. En ég skrifa alveg rosalega mikið af glósum og skrifa mjög hratt. Ég þarf ekkert að horfa á það sem ég skrifa hlusta bara á kennarann og skrifa það sem ég vil skrifa niður. Ég er með miklu betra sjónminni en heyrnarminni, finnst mér. Þegar ég er í prófi finnst mér ég stundum nokkurn veginn geta séð fyrir mér blaðsíður úr bókun- um. Stundum er ég jafnvel að kjafta við vinkonu mína og skrifa niður eftir kennaranum um leið. Sædís Sævarsdóttir >• SÆDÍS Sævarsdóttir fædd- ist í Reykjavík 31. ágúst 1975. Þremur árum síðar flutti hún til Keflavikur asamt foreldrum sínum, Sævari Reynissyni við- skiptafræðingi og Bryndísi Sveinsdóttur skrifstofumanni. Sædís á tvo bræður, Reyni og Birki, sem voru í fyrsta og tí- unda bekk í vetur. Man betur það sem ég hef gaman af Ég nota líka aðra aðferð sem er þannig að morguninn áður en ég fer í próf verð ég að blaða í gegnum bækurnar til þess að fá heildarmynd af námsefninu. Ég skanna textann ef ég hef tíma, annars blaða ég bara eða renni augunum einhvern veginn eftir blaðsíðunum." - / hvaða fagi ertu best? „Ég fékk efnafræðiverðlaun útskriftardaginn sem voru veitt af sérstöku tilefni í ár því ég hef aldrei fengið annað en tíu í efna- fræði, hvorki í skyndiprófum né öðru. Ég var náttúrlega ekki með neina einkunn undir níu en þessar níur sem ég fékk voru I tungumál- um. Ég var með tíu í líffræði, erfðafræði, jarðfræði, lífrænni efnafræði og efnafræði, 9,5 og tíu' í stærðfræði, 9,5 í eðlisfræði en það náði enginn tíu og kennarinn orðar það þannig að ég hafi gert bjánalega klaufavillu á þvi prófi. Ég hef bara virkilega gaman af þessum lífgreinum, þótt ég hafi í raun og veru gaman af þessu öllu saman. íslenska og saga eru þau fög sem ég er fegnust að vera laus við þótt það hljómi kald- hæðnislega, því ég hlaut verðlaun ________ í þeim báðum." Að- spurð segist Sædís hafa hlotið verðlaun í tólf greinum, öllum sem hún hefur numið við ——— skólann nema ensku. Hún var dúx scholae í 3. og 4. bekk en fékk að sleppa prófunum í 5. bekk vegna hárrar kennaraeinkunnar. „Ég hef mest gaman af því að lesa um líffræði mannsins en kannski bara gaman af stærð- og eðlisfræði upp að vissu marki. Ég er ekki þessi kúristi sem sökkvir sér í námsefnið. En ef mér finnst ég vera að læra meira um lífið og tilveruna finnst mér ofboðslega gaman. Annars reyni ég að hafa gaman af því sem mér finnst hundleiðinlegt, t.d. sögu og að sjá hlutina fyrir mér ef ég er að lesa hana. Hlutirnir festast miklu betur í minni ef maður hefur gaman af þeim."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.