Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, SKÚLÍNA FRIÐBJÖRNSDÓTTIR, Ásvallagötu 21, Reykjavík, lést aðfaranótt 2. júní í Landakots- spítala. Útförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG BJARNFREÐSDÓTTIR, lést að kvöldi 30. maí á Ljósheimum, Selfossi. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 7. júní kl. 13.30. Hanna Lárusdóttir, Ingjaldur Sigurðsson, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Kristinn S. Asmundsson, Bryndís Sumarliðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför EDDUPÉTURSDÓTTUR, Stórholti 4, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Inger L. Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Þorvaldur Pétursson, Stella Pétursdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, GUÐRÚN VIGDfS SIGMUNDSDÓTTIR, Engjaseli 81, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. júní kl. 13.30. Arnór Sigurðsson, Guðbjörg Arnórsdóttir, Jóhanna Arnórsdóttir, Margrét Albertsdóttir, Margrét J. Sigmundsdóttir, Guðbjörg Friðfinnsdóttir, Sigurður Arnórsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLÍN ÓLAFSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, verð- ur jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 7. júní kl. 10.30. Sólrún Gestsdóttir, Einar Kristjánsson, Fríður Jónsdóttir, Auðunn Karlsson, Hrefna Jónsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Baldur Jónsson, Guðrún G. Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞURÍÐURT. BJARNARSON, verður jarðsgngin frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 7. júní kl. 13.30. Rafn Bjarnarson, Benedikt Bjarnarson, Matta Friðriksdóttir, Guðfríður Hermannsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. GUÐRÚN VIGDÍS SIGMUNDSDÓTTIR + Guðrún var fædd 30. júlí 1950 að Haðarstíg 15, Reykjavík. Hún lést á Landspítalan- um 28, maí sl. For- eldrar hennar voru Sigmundur Al- bertsson, f. 29.11. 1924, d. 3.1. 1989, og Margrét Al- bertsdóttir, f. 19.8. 1928. Guðrún átti eina systur, Mar- gréti Jóhönnu. Hún er gift Jóhanni P. Jóhannssyni og eiga þau tvö böm, þau búa í Hrísey. Guðrún ólst upp að Garðsenda 9. Guðrún var gift Arnóri Sigurðssyni úr Hafnar- firði. Þau giftust 29.11. 1975. Dætur þeirra em Guðbjörg, f. 22.7. 1975, og Jóhanna f. 10.6. 1980. Guðrún og Arnór hófu búskap í Engjaseli 29 og bjuggu þar í 15 ár en fluttust þá að Engjaseli 81 og bjuggu þar síðan. Guðrún verður jarðsungin frá Bú- staðakirkju þriðju- daginn 6. júni og hefst athöfnin kl. 13.30, jarðsett veður í Kirkjugarði Hafn- arfjarðar. JAFNVEL þegar inn- sæið segir manni að dauðdagi vinar nálgist, þá kemur fréttin sjálf alltaf á óvart. Svo var einnig nú, þegar mér var sagt að Gurrý væri dáin. Samt var ég innst inni fegin því hetjuleg barátta henn- ar var á enda. Sorgin kom strax fram og ég grét yfir því að þessi æskuvinkona mín var horfin. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET ÞORGRÍMSDÓTTIR, andaðlst 26. maí. Jarðarför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. júní kl. 13.30. Jón Ólafur Halldórsson, Guðrún R. Júlfusdóttir, Fríða Halldórsdóttir, Guðmundur Jónsson, Maja Veiga Halldórsdóttir, Albert Wathne, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn um ástkæra eiginkonu mina, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GEIRLAUGU JÓNSDÓTTUR, Sólgötu 2, ísafirði, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 7. júní kl. 10.30. Jarðsett verðurfrá ísafjarðarkirkju laug- ardaginn 10. júní kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkað en þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Pétur Haraldsson, Karóli'na Snorradóttir, Magnús Hákonarson, Jón Snorrason, Vilborg Rafnsdóttir, Júlíus Snorrason, Gróa Eiðsdóttir, Óðinn Snorrason, Auður R. Ingvadóttir, Berglind Snorradóttir, Árni J. Gunnlaugsson, Elísabet Una Jónsdóttir, Ólafur Rúnar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær frænka og vinkona okkar, UNNUR HULDA EIRÍKSDÓTTIR, feldskeri, Bergstaðastræti 48, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni kl. 15.00 miðvikudaginn 7. júní. Sigríður L. Sigurðardóttir, Jóhanna Tómasdóttir, Theodór Nóason. MOSAIK hf. Hamarshöfði 4 7S587 1960 ABCD Cl-UMIJ LEGSTEINAR Margar gerðir Fjölbreitt úrval steintegunda íslensk framleiðsla ABCPt FGHllKL Eftir grátinn tóku minningarnar að leita á og myndir frá æskuárun- um streymdu fram, ein á eftir ann- arri. Ég man ekki lengur hvort við vorum fimm eða sex ára, þegar við kynntumst í gegnum byggingar- vinnu foreldra okkar, sem voru að reisa sér einbýlishús í enda Reykja- víkur í götu sem hét Garðsendi. Byggingartíminn í þá daga var langur og við áttum ómældar ánægjustundirnar í ófullgerðum lóðum húsanna og uppi á eða undir stillönsum sem prýddu húsin og ýmist þjónuðu okkur sem undra- byggingar og turnar eða pláss fyrir „búðó“ þar sem við vorum innan- búðar og „seldum" hinum krökkun- um í hverfínu drullukökur og njóla- fræ, ásamt gijóthnullungum sem voru þykjustu-kjötbitar. Við æfðum okkur að standa á höndum á Bjarnatúni og þar hafðir þú mikla yfírburði. Þar tíndum við líka hrafnaklukkur handa mæðrum okkar og smára sem við fléttuðum í kransa og skreyttum okkur með. Og þegar leið á sumarið var yndis- legt að henda sér niður í nýslegið heyið eða ólmast í heysátunum á túninu. Við vorum alveg hissa á afskiptasemi karlsins hans Bjama, sem sífellt var að reka okkur úr túninu, annað hvort af því hann átti eftir að slá það eða þá að það var nýslegið. í bárujárnskofanum okkar megin við hitaveitustokkinn reyktum við níu ára gamlar, með frænku þinni sem var ári eldri en við, stolnar sígarettur frá mæðrum okkar. Við urðum gular og grænar og hálfveik- ar, en vomm of stoltar til að viður- kenna hversu vont okkur þótti þetta. A sumrin var sippað, verið í snúsnú eða parís, farið í kýló eða stórfískaleik, eltingaleik eða fallin spýta og þá sameinaðist hverfið í kvöldleikjunum, en einhvern veginn myndaðist kjaminn alltaf í kringum húsin okkar, sem stóðu hlið við hlið. A veturna vom skíðasleðarnir tengdir saman og allir renndu sér ,járnbrautarlest“ niður brekkuna. Ef snjóaði mikið voru grafin út snjóhús, eða köldum dögum var eytt inni yfír litabókinni, dúkku- leikjum eða öðru sem við fundum okkur til dundurs. Gamlárskvöld í götunni okkar voru heilt ævintýri út af fyrir sig. Pabbar okkar söfn- uðu í brennu og stóðu fyrir blysför að henni. Þá var ekkert sjónvarp til að draga úr spenningi kvöldsins og aðalfjörið var alltaf í kringum húsin okkar. Rakettuflóðið var hjá pabba þínum og skipasólir, kínveij- ar og smyglað Macintosh hjá pabba mínum. Þetta baksvið æskuára okkar er löngu horfíð, búið að byggja á Bjarnatúni og Garðsendi orðinn inn í miðjum bæ. Og nú ert þú líka horfin vinkonan mín. Þegar ég rifja upp kynni okkar, sé ég hversu sam- tvinnað líf okkar var á þessum árum. Við vomm alltaf saman, utan nokkur skipti þegar slóst upp á vin- skapinn. Við gátum jú rifíst ef því var að skipta og nokkrum sinnum enduðu þau rifrildi með slagsmál- um, en sættir náðust alltaf fljótt aftur. Svo komu unglingsárin og leiðir lágu í sundur meðal annars vegna þess að við fórum hvor í sinn skól- ann, en seinna þegar við vorum báðar komnar með heimili og börn, fórum við aftur að hafa samband. Þá varst þú duglegri að hringja og ýta undir það að við hittumst, oft- ast tvær með börnin okkar, en svo með eiginmennina þegar við áttum 25 ára Réttóafmæli. Það var yndis- Hreinsum upp oggtrum við eldri legsíeina. Höfum einnig legsteina og krossa til sölu. Fjölbreytt úrvaL Góðfiislega hafið samband i sima 566-6888. Steinaverksmiðjan Korpó. +TT Krossar á leiði I viöarlitog rri Mismunandi mynstur, Slmi 91-35929 og 35735

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.