Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR New York -Nýló. Sýning tíu eyjaskeggja í Nýlistasafninu NEW YORK - Nýló er yfírskrift samsýningar sem tíu eyjaskeggjar frá Ameríku gangast fyrir í Ný- listasafninu. Um er að ræða fimm íslenska myndlistarmenn og jafn- marga frá Púertó Ríkó sem eiga það sameiginlegt að hafa lagt stund á myndlistarnám í New York. Þrjú úr hópnum efndu til sýningar á Púertó Ríkó síðastliðið sumar og nú er röðin komin að íslendingum að bera saman list einstaklinga sem sprottnir eru úr afar ólíku umhverfi. „Það er mjög gott að fá nýtt innlegg í myndlistina hér heima," segir Ingibjörg Jóhannsdóttir, einn listamannanna. „Það er alltof sjaldgæft að erlendir listamenn sýni hérna en það er nauðsynlegt fyrir myndlistarmenn að sýna verk sín annars staðar en í heima- landinu. Síðan hafa allir gott af því að hitta fólk og sjá eitthvað nýtt." Annex Burgos notast við tákn sem hún finnur í nánasta um- hverfi sínu og lagar þau að þeirri ólíku merkingu sem fólk gefur þeim við mismunandi aðstæður. „Það er í eðli mannsins að skapa vandamál. Ég reyni að bregðast við þeirri yfirborðslegu reynslu sem þetta eðli orsakar, með því að sjá og skilja samhengið í öllum þeim ólíku aðstæðum sem upp koma, bæði hjá einstaklingum og samfélaginu í heild. Við vinnu mína vel ég mér stefnu sem teng- ist þessari sýn og reyni þannig að nálgast þá ógn og ringulreiðina sem einkennir okkar daga." Hversdagslegir hlutir Hrafnhildur Arnardóttir kveðst vera að skoða hversdagslega hluti eins og blóma- og landslagsmynd- ir sem hafa verið með ástsæjustu viðfangsefnum myndlistar. „Ég er að nota þessi viðfangsefni til að bera saman skilning minn á þeirri myndlist sem ég er að fást við og myndlist yfír höfuð. Efni sem ég Heimur úr hópum forma - 1 ¦ • ¦ ;ÆíP^*' '"t v°& ' fe: w 3 ......................... ^H mmÞ .....£ ' <^ Morgunblaðið/Kristinn HLUTI eyjaskeggjanna sem sýna verk sín í Nýlista- safninu næstu vikurnar. nota meðal annars er vaselín, græðandi efni á líkamann eins og blómamyndir á sálina, til ánægju og yndisauka..." Verkið sem Ingibjörg Jóhanns- dóttir sýnir er minning sem kom til hennar í útlöndum um snjó, stjörnur, myrkur, vetur og vasa- ljós. „Minningar eru kæfandi og leiða til einskis þegar þær stjórna hugsunum manns. Hins vegar geta þær verið kveikja að ein- hverju nýju og óvæntu þegar þær koma að óvörum þar sem verið er að upplifa nýjar kringumstæð- ur. Minningar og nýjungar verða eitt. Þannig geta minningar bætt við og sýnt núið í nýju ljósi - og einstaka sinnum endað í mynd- list." Listsköpun Arnaldos Morales hófst í æsku. Hann smíðaði leik- föngin sín sjálfur þar sem hann vildi sjá hvernig þau virkuðu. Oft- ar en ekki bar hann síðan eld að þeim þegar takmarkinu var náð. „Minn miðill er rafmagn. Rafmagn heillar mig en það stafar ef til vill af því að ég var hræddur við það í æsku." í málverkum sínum reynir Kristín Hauksdóttir að sýna ólíka heima. Heima mismunandi skynj- unar; hvernig hlutir eru séðir, skynjaðir, ímyndaðir og tákngerð- ir. „Raunveruleiki. A hverjum tímapunkti eru margir veruleikar sem ráðast af skynjun. Skynjun getur breyst með fjarlægð viðkom- andi á hlutina, viðhorfum hans og uppruna." I athöfnum sínum kenndum við sjónlistir kveðst Magnús Sigurðs- son fást við þrjú meginsvið tilveru sinnar og reyndar alls mannkyns: Beyg framtíðarinnar, skelfingu samtíðarinnar og hrylling fortíðar- innar. „Það er ekkert mannlegt sem mér kemur ekki við og því reyni ég að tína upp og safna sam- an þeim molum sem hrökkva af borðum mér betri og hæfari manna og steypa þeim saman í sem heillegasta mynd svo ein- hverjir fái þeirra notið." Fæst aðallega við rými Carmen Olmo fæst aðallega við rými í verkum sínum. „Hver hlutur tekur ákveðið rými og hefur ákveðna formbyggingu; með þetta vil ég vinna. Við lifum í heimi gerðum úr hópum forma en við áttum okkur ekki á þeim; það að gera sér grein fyrir rýminu kring- um okkur er að skilja það." Verkin sem Stefán Jónsson hef- ur valið til sýningar eru öll utan eitt unnin veturinn 1993-94. „Þau gefa held ég nokkuð góða mynd af því sem ég var að fást við á þeim tíma en þá hafði ég um nokk- urt skeið verið að reyna að finna verkum mínum nýjan farveg sem ekki væri eins háður tilvitnunum í listasöguna og þau verk sem ég gerði næstu tvö ár þar á undan." Auk þeirra eiga Charles Juhasz- Alvarado og Ana Rosa Rivera Marrero verk á sýningunni sem stendur til 25. júní næstkomandi. FIMM manná lúðrasveit kon- unglegu dönsku lífvarðar- sveitarinnar leikur í Reykja- vík og Kópavogi í næstu viku. Hljómsveit drottning- arinnar HLJÓMSVEIT konunglegu dönsku lífvarðarsveitarinnar heldur tónleika í Reykjavík og Kópavogi þriðjudag- inn 6. júní kl. 17-17.45 í Ráðhúsinu og sama dag í Listasafni Kópavogs kl. 20.30 og fimmtudaginn 8. júní í Norræna húsinu kl. 20.30. Hljómsveitina skipa fimm tónlist- armenn, sem allir eru meðlimir lúðrasveitar konunglegu lífvarðar- sveitarinnar. Hljómsveitin fylgir hennar hátign drottningunni í ferð- um hennar ínnanlands og utan og hefur leikið við mörg opinber tæki- færi, meðal annars í silfurbrúðkaupi drottningar og eiginmanns hennar. Á tónleikunum klæðist hljómsveit- in bláum viðhafnarbúningi. Dag- skráin spannar frá Bach til Béatles, bæði upprunalegar tónsmíðari fyrir blásturshljóðfæri og verk, sérstak- lega útsett fyrir hljómsveitina. i i l ft Morgunblaðið/Sverrir Svemsdagur Á SVERRISDEGI, þann 1. júní sl, voru veittar viðurkenningar til Hafnfirðinga sem vakið hafa at- hygli á sviði lista og menningar. Formaður stjórnar Hafnarborg- ar, Ellert Borgar Þorvaldsson, afhenti viðurkenningarnar. Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ól- afsson sungu íslensk og erlend einsöngslög og dúetta við undir- Ieik Hólmfríðar Sigurðardóttur. Sverrisdagur var haldinn há- tíðlegur í þriðja sinn, en árið 1993 stofnuðu nokkrir einstakl- ingar með stuðningi ýmissa fyrir- tækja minningarsjóð um Ingi- björgu Sigurjónsdóttur og Sverri Magnússon, en þau hjónin lögðu grunninn að stofnun Hafnar- borgar með stórgjöf. A myndinni eru Ellert Borgar Þorvaldsson og Pétrún Péturs- dóttir, f orstöðumaður Hafnar- borgar, ásamt þeim sem tóku við viðurkenningunum, Lúðvík Geirssyni blaðamanni, Agli Frið- leifssyni kórstjóra og Erlendi Sveinssyni sem var viðstaddur fyrir hönd föður síns, Sveins Björnssonar listmálara. ÍC }} Blómarósir á breytingaskeiði aldurfrá 15.júní- til 4.júlí Námskeið fyrir konur sem vilja tengjast líkama sínum og lœra að nema skilaboð hans. innihald:Undirstaða Kripalujóga, jógastöður er tengjast Ukama kvenna, slókun og hugleiðsla, rétt öndun og öndunarœfingar Breyting er betra líf. Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15. símar: 588 9181 Og 588 4200 upplýsingar einnig hjá Áslaugu s: 566 6867 Létt og lipurt TONIIST FlII-salurinn KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir DeFalla, Stravinsky, Villa- Lobos, Copland, Britten og Ravel. Kammerhópurinn Camerarctica ásamt Elisabetu Waage, harpa, og Þórunni Guðmundsdóttur sópran. Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði, fímmtudagmn 1. júni. EFST á skránni stóð Tónleikaröð FÍH. Einhvern veginn hefur þetta framtak farið á mis við mann að undanförnu, en vissulega er það ekki minna lofsvert fyrir það. Innan vébanda Félags íslenzkra hljómlist- armanna stendur aftur á móti afar fjölleitur hópur, sem kunnugt er, og enga sá maður t.d. fulltrúa frá hrynbundna hólfinu. Varla getur Tónleikaröðin eingöngu verið hugs- uð fyrir klassissista og utanfélags- menn, enda dagskráin umrætt kvöld einkar létt og lipur. Sem sé, kæru félagsforkólfar: Upp með kynningarbumburnar! Undirrituðum kom annars á óvart, hversu gott hljómhús FÍH- salurinn að Rauðagerði er orðinn, og gengur kraftaverki næst, ef nokkrir spónplötuhlerar eru allt sem þarf til að áorka jafn miklu. Óbyrgðu sýningargluggarnir virt- ust nefnilega hafa tilhneigingu til að endurvarpa hátíðniglamrinu en gleypa miðju og botn, en kannski bezt að selja það ekki of dýrt. Eft- ir stóð hins vegar, að frönsku eða franskleitu rómantísk-impressjón- ísku kammerverkin hljómuðu líkt og sérsniðin fyrir þennan tiltekna sal, því „ambíensinn" var bæði tær og safaríkur. Strax í fyrsta verki, hinu ljóðræna Psyché eftir Manueí DeFalla, þurfti að staðfesta með sjóntaugum, að hljómsveitin væri ekki stærri en fimm manna (flauta, harpa og strengjatríó), því hljóm- fyllingin minnti hvað helzt á kam- mersinfóníuhljómsveit í fjórrása víðómi. Þetta fallega smáverk var mjög vel leikið af þeim félögum, og Þórunn Guðmundsdóttir söng með næmu eyra hins fædda kam- mertónlistarmanns fyrir góðri sam- stillingu. Síðan lék Camerarctica örverkið (um 1 mín.) Epitaphium fyrir flautu, klarinett og hörpu eftir Igor Stravinsky. Þá kom að Þremur stykkjum sama höfundar fyrir ein- leiksklarinett; aldeilis skínandi vel flutt við lipurð og eldmóð af klari- nettleikara hópsins, sem ekki var auðkenndur með nafni frekar en aðrir meðlimir Camerarcticu og hljóta því að vera skilaboð um, að fjallað skuli um hópinn in solidum. Sá brazílski Heitor Villa-Lobos er að komast ofar á blað nú í seinni tíð, aldarþriðjungi eftir andlátið. Quintette Instrumental fyrir flautu, hörpu og lét ýmist stillt og tryllt í höndum Camerarcticu. Var ekki sízt miðþátturinn eftirminnilegur; hann hét einfaldlega „Lento", en í vitund hlustandans gæti hann alveg eins hafa heitið eitthvað á við „Morgunmisturí frumskóginum við Angel-fossa í Venezuela". Makalaus „misterioso" náttúru- stemning. En kannski var það flaututónaplokk hörpunnar sem gerði útslagið; við liggur, að hörpu- laus kvikmyndatónlist um unaðs- reiti óbyggða sé óhugsandi. Lokaþátturinn var hrynhvassast- ur, og vantaði þar á stöku stað nokkuð upp á, að leikur hópsins smylli saman í sannfærandi heild. Hið yndislega impressjóníska tríó Aarons Coplands fyrir sópran, flautu og klarinett frá 1923 gekk Ijómandi vel upp. Blásturinn var feikivel samhæfður, og sópranrödd Þórunnar blikaði eins og hljóðfæri meðal hljóðfæra. Þegar hún þurfti að skila meiri texta, í 5 þjóðlagaút- setningum Benjamíns Brittens (1976) næst á eftir, hefði á hinn bóginn stundum mátt óska sér harðari framburðar. Bjartar raddir virðast oft þurfa að hafa meira fyr- ir því að skila skýrum texta en dimmar. Að öðru leyti voru lögin sungin af tilfmningu, og inntónun var til fyrirmyndar. Fremst meðal jafningja þetta kvöld stóð Elisabet Waage hörpu- leikari, sem sá ein um undirleik í Britten af miklu öryggi og átti hreint glæsilega spretti í lokaverk- inu. Introduction et Allegro (1906) fyrir hörpu, strengjakvartett, flautu og klarinett eftir Maurice Ravel. Skv. óvenjufróðri tónleikaskránni var það pantað af Erard-fetilhörpu- smiðjunni til höfuðs krómatískri hörpu Pleyels, en þeir framleiðend- ur hóuðu í Debussy sér til fulltingis (Danses sacré etprofane). Og hvort sem Ravel þykir merkara tónskáld en Debussy eða öfugt, þá dó Pleyel- harpan drottni sínum, en fetilharp- an lifir enn. Verkið naut sín vel í innlifuðum flutningi Camerarcticu-hópsins; til- komumikið stykki miðað við lengd, en samt leikandi létt áheyrnar á björtu vorkvöldi. Ríkarður Ö. Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.