Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Yfirvöld í Guðbrandsdal í Noregi gagnrýnd fyrir ónógar varúðarráðstafanir l Áin hreif með sér tugi húsa TUTTUGU íbúðarhús eyðilögðust gersamlega á föstudaginn og kommylla hrundi vegna gífurlegra vatnavaxta í ánni Moksu í Guð- brandsdal í Noregi. Áin ruddi sér nýjan farveg gegnum miðbæinn í Tretten, sem er skammt norðan við Lillehammer, og hreif með sér stærstan hluta miðbæjarins. Það þótti ganga kraftaverki næst að ekkert manntjón varð. íbúar á svæðinu voru með öllu óviðbúnir hamförunum. Það var að morgni föstudagsins sem Moksa flæddi yfír bakka sína og fann sér nýjan farveg mörg hundruð metrum frá eiginlegum farvegi sínum. Fyrirvaralaust „Það hafði enginn reiknað með því að til þessa kæmi og því hafði fólk ekki verið flutt burt af svæð- inu. Þess vegna urðu flestir að forða sér í skyndi," hefur Aften- posten eftir slökkviliðsstjóra bæj- arins. íbúar hafa gagnrýnt viðbrögð bæjaryfírvalda við flóðinu. Meðal annars er nefnt að björgunarsveit- ir á svæðinu hefðu átt að búast við flóði í ánni og gera viðeigandi varðúðarráðstafanir. Að minnsta kosti þijú íbúðarhús eyðilögðust þegar þau losnuðu af grunni og hætta var á að mörg önnur færu sömu leið. „Þetta er yfírgengilegt. Það ræð- ur enginn við náttúruhamfarir sem þessar. Við mennimir erum ráða- lausir á stundu sem þessari," sagði Öysten Töfte, starfsmaður sýslu- mannsembættisins í Tretten. Síð- degis á föstudag var hann, ásamt öðrum starfsmönnum sýslumanns- skrifstofunnar kallaðir til björgun- arstarfa. Mannskapur frá hjálpar- sveitum og Rauða Krossinum, ásamt ótal sjálfboðaliðum gat lítið aðhafst til þess að forða tjóni. Bmgðið var á það ráð að nota af- kastamiklar skurðgröfur til þess að grafa ánni Moksu nýjan farveg ef það mætti verða til þess að vatns- flaumurinn ylli síður skemmdum. Hálfur grunnur eftir Einungis tæpur helmingur grunnsins, eitt rúm og hluti eld- húsinnréttingar er það eina sem eftir er af húsi Solveigar Nordg- ard. Skörrjmu eftir hádegi á föstu- dag varð húsið vatnsflaumnum að bráð, og á innan við hálfri mínútu var það rústir einar og um það bil tvö hundruð metmm neðar í ánni flaut brakið af því. Húsið var gamalt timburhús og hafði Nord- gard búið í því frá 1939. '• NTB HUSIÐ sem Solveig Norgard hafði búið í síðan 1939 gereyðilagð- ist af völdum vatnavaxta í ánni Moksu í Guðbrandsdal. Eins og sjá má er lítið eftir af húsinu. > Ræða Warrens Christophers í Madrid um samskiptin við Evrópu Hvatt til auk- inna viðskipta Madrid. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær að Bandaríkjamenn myndu gaumgæfa tillögur um fríversl- unarbandalag þjóða beggja vegna Atlantsála (TAFTA), sem leið til þess að samhæfa hagkerfí Norður- Ameríku og Evrópu. Hugmyndin, sem var fyrst borin upp af Kanadamönnum á síðasta ári, hefur hlotið góðar undirtektir hjá Bretum og Þjóðveijum og er viðfangsefni rannsóknar sem Sir Leon Brittan, einn af fram- kvæmdastjóram Evrópusam- bandsins (ESB), ýtti úr vör. „Við hyggjumst einnig veita [hugmyndinni] óskipta athygli, svo sem hún á skilið, vegna þeirra möguleika sem hún hefur á að verða þáttur í heildarstefnu okk- ar,“ sagði Christopher í ræðu sem hann flutti spænskum háskóla- mönnum. Leitáð verði frumkvæðis Hann hvatti til þess að í millitíð- inni yrði leitað „fmmkvæðis í við- skiptum báðum megin Atlantshafs til þess að auka fjárfestingu og fjölga störfum beggja vegna hafs- ins.“ Christopher sagði ennfremur, að langtímamarkmiðið væri sam- eining hagkerfa Norður-Ameríku og Evrópu, í samræmi við mark- mið Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO). Fylgismenn sameiginlegs efna- hagssvæðis lýsa því sem hagfræði- legri hliðstæðu Átlantshafsbanda- lagsins (NATO), og nýju tækifæri til þess að styrkja tengsl milli ríkja beggja vegna Atlantshafsins, nú, þegar slík bönd fæm ef til vill að trosna eftir að kalda stríðinu lauk. Frá Honolulu til Helsinki Christopher sagði að skamm- tímaráðstafanir, sem gera ætti í Evrópu og Norður-Ameríku til þess að losa um viðskiptahömlur, ættu að vera: ►Víðtæk skipulagning fjárfest- inga, með marghliða samkomulagi um fjárfestingu. „Allt svæðið frá Honolulu til Helsinki er í raun og veru eitt fjárfestingasvæði, án sameiginlegra gmndvallarreglna," sagði Christopher. ►Losað verði um viðskiptahömlur sem eiga rætur að rekja til mis- munandi framleiðslustaðla og prófunarkerfa. ► Samið um aukið frelsi í farþega- flugi milli heimsálfanna til þess að ferðalög verði auðveldari og ódýrari og fjárfestingar og við- skipti auðveldari. Ráðherrann sagði að Bandarík- in og ESB ættu ennfremur að vinna saman að því að ganga frá óloknum verkefnum frá Uruguay- lotu GATT-viðræðnanna um heim- sviðskipti á sviði viðskiptaþjónustu og fjarskipta. Hann hvatti einnig til lagasetningar í samræmi við bandarísk lög sem banna mútu- greiðslur til erlendra embættis- manna. Bandarískir embættismenn sögðu að Christopher hefði kosið að flytja ræðu sína í Madríd vegna þess að í næsta mánuði taka Spán- veijar við forsæti í ESB. NTB Fátt til bjargar í BÆNUM Tretten, skammt norðan við Lillehammer hafa eyðilagst af völdum flóðsins. Reynt var af veik- í Noregi, hafa björgunarmenn lítið getað aðhafst, um mætti að beita vinnuvélum til þess að koma í og flóðin valdið gífurlegu tjóni. Tugir íbúðahúsa veg fyrir að vatnsflaumurinn ylli skemmdum. Bandanskur lögfræðingur á sviði umhverfisréttar Breytt viðhorf til hvalveiða STEPHEN S. Boynton, bandarískur lögfræðingur á sviði umhverfísrétt- ar, segir að meirihluti bandarískra þingmanna sé hlynntur hvalveiðum. Boynton, sem er sjálfstætt starf- andi lögfræðingur í Washington, kom hér við á leið á fund Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Dyflini. Hann segir íslendinga vera í fullum rétti til að hefja hvalveiðar á ný en lík- lega væri skynsamlegt að ganga í hvalveiðiráðið. Boynton segir að margt hafí breyst frá því að fulltrúi Banda- ríkjastjórnar lýsti því yfir á þingi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1993 að enginn stuðningur væri við hval- veiðar hvorki á Bandaríkjaþingi né hjá bandarískum almenningi. Nýleg Gallup-könnun bendi til að 80% bandarísku þjóðarinnar séu hlynnt takmörkuðum hvalveiðum. Þá hafí mikil umskipti orðið er nýtt Bandaríkjaþing tók við í byijun ársins. Að sögn Boyntons er sú skoðun ríkjandi á þinginu að rangt sé að ætla að nýta auðlindir jarðar á skynsamlegan hátt með aðstoð vísinda, að einni undanskilinni. Einnig hafi menn efasemdir um að efnahagslegar refsiaðgerðir gegn hvalveiðiþjóðum standist nýgert GATT-samkomulag. „Ég tel að meirihluti Bandaríkjamanna hafi ávallt verið hlynntur takmörkuðum hvalveiðum. Enginn skipulagður hópur eða kjördæmi talaði hins vegar máli hvalveiða og því náðu vemdarsinnar yfirhöndinni. Að undanförnu hafa þingmenn beint athygli sinni að hvalveiðum og margir þingmenn hafa greint stjórninni frá því að þeir telji stefnu hennar í málinu vera óskynsamlega. Vissulega ræð- ur stjórnin ferðinni en þingið getur haft mikil áhrif þó að þeirra verði kannski ekki strax vart.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.