Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 27.. Jlfofgtlllfrlflfcife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR HVÍTASUNNAN er ein mesta umferðarhelgi árs- ins. Umferðin kostar okkur tugi mannslífa ár hvert, auk meiðsla hundruð einstaklinga, sem sum hver há viðkomendum alla ævina. Flest umferðarslys verða fyrir mannleg mistök. Það er því rík ástæða til þess, þegar ferðahelgi fer í hönd, að hvetja vegfarendur til varkárni og til- litssemi í umferðinni; til þess að virða umferðarreglur, sem samfélagið setur fyrst og fremst til að tryggja velferð og öryggi fólks. Okkur ber hvarvetna, en ekki sízt í umferðinni, að hafa í huga þann boðskap, að það sem við viljum að aðrir menn gjöri okkur, það skulum við og þeim gera. Ævi sérhvers manns er veg- ferð, sem vanda verður. Hún lýtur, ef grannt er gáð, hlið- stæðum lögmálum um aðgát og tillitssemi við náungann sem aðrar vegferðir. Aðgátar er þörf í nærveru sálar, í umgengni við fólk og lífríki jarðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir ham- ingju og velferð manna á lífs- leiðinni er að kærleikurinn nái að móta hugarfar þeirra, bæði sem einstaklinga og heildar; að þeir virði þær samskiptareglur Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. sem kristinn boðskapur hefur fært þeim í hendur. Framfarir á sviði menntunar, vísinda og þekkingar hafa leitt fjölmargt gott af sér á 20. öld- inni, einkum í atvinnu-, efna- hags- og heilbrigðismálum. Tæknin hefur þurrkað út fjar- lægðir þjóða í milli og gert mannkyninu kleift að gjörnýta auðlindir jarðar. Henni fylgir hins vegar sú hætta, sem ekki verður nægilega undirstrikuð, að auðlindir verði ofnýttar og eyðilagðar. Þrátt.fyrir menntun, þekk- ingu og vísindi aldarinnar höf- um við hrakizt af leið, fyrst og fremst vegna þess að við höfum ekki virt sem skyldi kristinn boðskap og kristnar samskipta- reglur. Tvær heimsstyijaldir á öldinni tala sínu máli þar um. Og hvað um hörmungarnar í Bosníu-Herzegóvínu þessa dag- ana? Hvað um staðbundin stríð, hungursneyð, hryðjuverk og hvers konar ofbeldi heims um ból? Hvað um náungakærleik- ann á heimaslóðum, þar sem þörfin fyrir athvörf og skjól illa setts fólks hefur fremur vaxið en rénað? Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, komst svo að orði við vígslu Friðrik- skapellu fyrir nokkrum misser- um: „Nútímamaðurinn hefur öðl- ast mikla þekkingu á þeim heimi, sem við lifum í. En vísind- in veita ekki svar við öllum spurningum og hafa aldrei ætl- að sér það. Ein mikilvægasta gáta nútímans er, hvernig hann sé, maðurinn, sem hefur lagt lönd og höf jarðarinnar undir sig og er að ná valdi á himin- geimnum. Hann er hámenntað- ur, ríkur og voldugur. En er hann sjálfum sér nógur? Hefur hann vald yfir sjálfum sér? Er hann sáttur við sjálfan sig? Er honum ljóst, að kærleikurinn er ofar öllum skilningi?“ Það er við hæfi að við veltum þessum spurningum, sem og vanda manns og jarðar, fyrir okkur á hvítasunnu; kirkjuhátíð til minningar um þann atburð er heilagur andi kom yfir postu- la Krists. Það er við hæfi vegna þess að tækniframfarir, hversu örar og stórstígar sem þær hafa verið eða verða, nægja ekki til að tryggja mannlega hamingju og velferð, ef hugarfar einstakl- inga og þjóða er í ljötrum með- fæddrar og áunninnar eigingirni og umburðarleysis gagnvart öðrum, umhverfinu og lífríki jarðar. Það er við hæfi vegna þess að heilagur andi Guðs, sem er kærleikur, þarf að koma yfir þjóðir og einstaklinga, eins og hann kom yfir postula Krists, til þess að mannkynið haldi vöku sinni um þau heimspekilegu, siðferðilegu og trúarlegu gildi, sem velferð þess veltur á. Þessi er boðskapur þeirrar kirkjuhá- tíðar, sem fer í hönd, við fólk á síðasta áratug aldarinnar. Morgunblaðið árnar lands- mönnum góðrar hvítasunnuhá- tíðar og hvetur þá til tillitssemi við náungann, bæði í umferðinni og samskiptum öllum. ANDINN OG HUGARFARIÐ GLEÐILEIKINN guðdómlega, La di- vina commedia, skrif- ar Dante á árunum 1300-1320. Hluta verksins orti hann í klaustrinu Santa Croce í Gubbio. Paradísarljóðin sem ort eru í Veróna tileinkaði Dante velgerðarmanni sínum, Can Grande della Scala, sem skaut yfír hann skjólshúsi á árunum 1316-1318. Árið 1319 fór hann frá Veróna og dvaldist hjá Guido da Polenta greifa í Ravenna þarsem hann lézt. La divina commedia er þríhenda, svo- kölluð terzína, eða terza rima. Þetta er ítalskur bragarháttur, þijár línur í erindi og 11 atkvæði hvert. Þau eru hvert öðru tengd með skipan endaríms, kvenríms. Rímar miðlína hvers erindis við fyrstu og síðustu línu næsta erindis á eftir (aba bcb cdc). Verkið skiptist í þijá megin- kafla sem eru 33 kviður hver. Ein kviða er fyrir verkinu svoað sam- tals er ljóðaflokkurinn 100 kviður. Meginkaflamir eru þessir: Infemn - Vítisljóðin, Purgatorio - Hreins- unareldurinn og Paradiso - Para- dísarljóðin. Þess má geta til gamans að Gunnarhólmi Jónasar Hallgríms- sonar og Tíminn og vatnið eftir Stein Steinar eru íslenzk afbrigði terzínu, svoað ítölsk ljóðlist hefur haft meiri áhrif á íslenzkar bók- menntir en margan grunar. Fyrsti kafli verksins, Vítisljóðin, er um ferð Dantes um helvíti með rómverska skáldinu Virgli. Kaflinn hefst föstudaginn langa aldamóta- árið 1300. Dante hefur villzt í skógi einum og að honum sækja ýmis óargadýr. Þá hittir hann Virgil sem hefur legið í gröf sinni í u.þ.b. 1300 ár. Virgill segir einu leiðina útúr skógi þessum vera um helvíti og hreinsunareldinn og býðst til að fylgja Dante um þessa staði. Verða þeir nú samferða og koma fyrst að Víti (Infemo). Fara þeir þar niður og era lýsingar Dant- es á þjáningu synd- ugra hrikalegar. Hel- víti er skipt í níu víti, hveiju öðru verra og ógnþrungnara. Dante hittir þar ýmsa kunn- ingja frá Flórens og er sagt að margir þeirra sem við sögu koma hafi ekki verið handan grafar þegar Dante orti ljóðaflokkinn. Þegar Satan var steypt af himn- um ofan, þaut hann á geysihraða frá augliti Guðs og þegar hann kom til jarðar, í nánd við Jerúsalem, þröngdist hann alla leið inní miðju jarðar. Myndaðist gríðarlegur gfgur þarsem karlinn kom niður. Samtím- is þessu óx upp fjall hinumegin á yfirborði jarðarinnar. Varð það að lausnarfjalli þeirra sem hreinsa sig af syndum sínum og eiga vísan stað á himnum, þ.e. toppi fjallsins, Ed- en. Þegar gígurinn mikli myndað- ist, urðu til níu víti, hvert fyrir neð- an annað og hvert öðru djöfullegra. Neðst, í miðju jarðar, er hið níunda víti og þar stendur kölski, frosinn upp að mitti, þríhöfða og með leður- blökuvængi á bakinu. Á Fjalli Hreinsunareldsins er einskonar hringstigi uppá topp. Á því era sjö mismunandi hjallar sem samsvara hinum sjö höfuðsyndum. Efst uppi er hið guðdómlega takmark, Eden, ríki hinna syndlausu. Uppaf Eden taka við hin níu himinhvel, aðsetur ýmissa helgra manna. En á hinum hæsta himni, úthimninum, skín náðarsólin, heilög þrenning, um- kringd hersveitum útvaldra. Sam- kvæmt heimsmynd Dantes var jörð- in aðeins byggð og gróin öðrum- megin, hinummegin var endalaust haf. Miðpunktur hins gróna hluta var Jerúsalem, en Pjall Hreinsunar- eldsins stóð uppúr miðju hafí á hin- um hluta jarðarinnar. í þessari síðustu kviðu Vítisljóð- anna lýkur ferð Dantes í fylgd með Virgli um Helvíti. Þeir era komnir niður I níunda og neðsta vítið og sjá Satan standa á neðsta þrepi Helvítis. hann er umluktur íshellu allt upp í mitti. Má í þessari íshellu sjá marga syndara, inni frosna, í ýmsum stellingum. Satan, loðinn og óhugnanlegur, berst um með risastórum leðurblökuvængjum sín- um og gerir allt sem hann getur til að losa sig. Hann er þríhöfða og styttir sér stundir við að japla á hinum þremur höfuðsynduram veraldar: Júdasi, Brútusi og Cass- íusi. Lýsing Dantes er svohljóðandi í þýðingu Guðmundar Böðvarsson- ar: Út frá hans herðu sá ég vængi víða, vargfygii sliku svo sem hæfa mundu og stærri seglum skipa er hafíð skriða; sem leðurblökuvængjum vítt frá grundu þeim veifði, Qaðralausum, gramur synda, til þriggja átta ofsastormar dundu, - Cocytus fraus í kulda þeirra vinda, og kvalatár af augum sex hann hristi, blóðfroðutauma munnar jötuns mynda, í hveijum þeirra, líkast kölnum kvisti, hann kramdi syndara einn á milli tanna og þannig þijá í stærstum nauðum nísti. Vart má hinn fremsti bitsins bölvun kanna, því bak hans allt og lendar sundur slítur með rándýrshrömmum, böðull breyskra manna. Dante er þrumu lostinn, hann má vart mæla af hræðslu. Þeim Virgli tekst þó að komst niður með hlið kölska, haldandi sér í þykkan flóka hans, og smeygja sér inní helli. Helvíti er að baki og bjartara framundan. Þeir halda af stað og fylgja óminniselfinni Leþe, uppí gegnum hinn mótstæða helming Helvítis. Loks stíga þeir út á strönd eyjar þeirrar sem Fjall Hreinsunar- eldsins stendur á. Helvíti er að baki. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. júní AÐ ER ANNARS KON- AR andrúm í gamal- grónum útgerðar- og ■ fiskvinnslufyrirtækjum á landsbyggðinni en í stórfyrirtækjum á höf- uðborgarsvæðinu. Tengslin við rætur ís- lenzks atvinnulífs eru traustari í þessum gömlu sjávarútvegsfyrirtækjum en í verzl- unar- og þjónustufyrirtækjum í Reykjavík. Þessi tilfinning er sterk, þegar gengið er um höfuðstöðvar Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi. Haraldur Böðvarsson var einn af fram- heijum íslenzks atvinnulífs á þessari öld. Þeim var lýst með þessum orðum í Helgi- spjalli fýrir rúmum tveimur árum: „Þessir íslenzku athafnamenn eiga fátt sameigin- legt með auðvaldinu í öðrum löndum og voru yfirleitt torfkofa- og sjóbúðaöreigar í æsku — fæddir með tvær hendur tómar, en breyttu lífi sínu í gróttasöng fyrir sjálfa sig og aðra. Félagslegur þroski þeirra gagnvart öðru fólki er óumdeilanlegur." Haraldur Böðvarsson hf. er nær 90 ára gamalt fyrirtæki og þar með elzta starf- andi útgerðarfyrirtæki á íslandi. Stofnandi fyrirtækisins Haraldur Böðvarsson hóf kornungur útgerð 17. nóvember 1906 með kaupum á sexæringnu^n Helgu Maríu og hóf nokkru síðar fiskverkun. Fyrirtækið hefur því starfað í nærfellt heila öld. Á þessum tíma hafa útgerðarfyrirtæki komið og farið. En Haraldur Böðvarsson hf. nýt- ur nú forystu sonarsona stofnandans. Hver er skýringin á þessari óvenjulegu farsæld? Þær eru vafalaust margar. Ein er áreið- anlega sú, að hverri kynslóð hefur tekizt að koma til nýrrar þeirri arfleifð, sem bezt hefur dugað í þeim ólgusjó, sem sjáv- arútvegurinn hefur verið nánast alla öld- ina. Fyrirtækið hefur t.d. lengst af verið þátttakandi í flestum greinum sjávarút- vegs og nú síðast frystitogaravæðingunni. Sterk samstaða innan fjölskyldu Haraldar heitins Böðvarssonar er augljós. Þriðja kynslóðin er við stjórn fyrirtækisins, sú fjórða er komin til starfa og nú þegar má sjá þeirri fimmtu bregða fyrir. En meginskýringin á velgengni Harald- ar Böðvarssonar hf. á þessum áratug er áreiðanlega sú, að þessi samhenta fjöl- skylda hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að nútíminn kallaði á breiðari eignaraðild og ný vinnubrögð. Snemma á árinu 1991 var undirritað samkomulag um sameiningu þriggja fyrirtækja á Akranesi, Haraldar Böðvarssonar & Co., Síldar- og fískimjöls- verksmiðjunnar hf. og Heimaskaga. Form- leg sameining fyrirtækjanna varð 1. júní það ár. í kjölfarið á sameiningu fyrirtækj- anna var efnt til hlutafjárútboðs og eru hluthafar í Haraldi Böðvarssyni hf. nú mörg hundrað einstaklingar, starfsfólk og fyrirtæki. Frá því að þessi lykilákvörðun var tekin hefur hið sameinaða fyrirtæki vaxið og dafnað. Haraldur Sturlaugsson, framkvæmda- stjóri Haraldar Böðvarssonar hf., orðar það svo, að tæknin sameini fyrirtæki í sjávarút- vegi. Það er áreiðanlega mikið til í því. Tækniframfarir eru svo gífurlegar, hvort sem er í útgerð eða fiskvinnslu, að það þarf sameiginlegt átak margra aðila til þess að standa fjárhagslega undir þeim. En þeir, sem ekki fylgja tækniþróuninni eftir, dragast aftur úr. Haraldur Böðvarsson hf. hefur fylgt þessari tækniþróun eftir bæði á sjó og landi. í útgerðinni með kaupum á frystitog- aranum Höfrungi 3. og í landvinnslu með því að endurnýja tækjabúnað frystihússins með fárra ára millibili. Á undanfömum mánuðum hefur verið settur upp í húsa- kynnum fyrirtækisins nýr fiskvinnslubún- aður, sem byggist á fyrstu Marel-skurðar- vélinni, sem hér er sett upp ásamt tveimur flæðilínum með framleiðslueftirlitskerfi og fleiru. Hér er um að ræða rúmlega 50 milljón króna fjárfestingu. Það er til marks um hina öru tækniþróun, að síðast var skipt um fiskvinnslubúnað í fyrirtækinu fyrir fímm árum. í samtali við sjávarút- vegsblað Morgunblaðsins Úr verinu hinn 15. desember sl. sagði Haraldur Sturlaugs- son, að hin nýja skurðarvél mundi auð- velda landvinnslu að verða samkeppnishæf við sjófrystingu. ' Þótt mikil kreppa hafi verið í íslenzkum sjávarútvegi á undanförnum árum vegna síminnkandi þorskafla er ævintýri líkast hvemig einstök fyrirtæki í sjávarútvegi hafa lagað sig að breyttum aðstæðum á ótrúlega skömmum tíma. Þar hafa rismik- il fyrirtæki á borð við Harald Böðvarsson hf. og nokkur önnur verið í forystu. FÁTT HEFUR meiri áhrif á hag- kerfið en kjara- Og yfirborg- samningar. í at- anjr hyglisverðri grein í nýlegri Vísbend- ingu er fyrirkomulag kjarasamninga hér á landi gert að umtalsefni. Segir þar, að í síðustu kjaraviðræðum aðila vinnumark- aðarins hafí fólk frá flestum landshlutum safnast saman í Karphúsinu og deilt um „kauptryggingu, aldurshækkanir og vinnuvettlinga" í sjö daga. Aðfaranótt átt- unda dagsins hafí kaupið hins vegar verið ákveðið fyrir 70 þúsund manns. Allir hafí fengið nokkum veginn sömu hækkun óháð starfsgrein. í greininni í Vísbendingu segir síðan: „Ákvörðun launa skiptir meginmáli fyrir hvert hagkerfí og hafa ýmsir hagfræðileg- ir sjúkdómar líkt og atvinnuleysi, verð- bólga, lág framleiðni og lítill kaupmáttur verið raktir til þessa orsakavalds. Ofan- greint dæmi um samningatækni íslendinga bendir til þess, að hér sé miðstýring launa alger og launahækkanir miðist við eitt- hvert meðalmenni sem svamlar í þjóðhags- stærðum. Á máli hagfræðinnar þýðir þetta að vinnuafl er höndlað sem einsleit stærð líkt og fjármagn, hönd er hönd, sama á hvaða búk hún er fest, á sama hátt og króna er króna, hvaðan sem hún kemur. Þessi aðferð er þó umdeilanleg, því hver einstaklingur hefur sín sérstöku einkenni og hæfileika, og verkin era unnin í mörg- um mismunandi fyrirtækjum í ólíkum at- vinnugreinum. Laun ættu því aðeins að ráðast af aðstæðum í einstökum fyrirtækj- um eða atvinnugreinum. Margir hagfræð- ingar telja að e.k. hlutaskiptakerfí sé hag- stæðasta launakerfíð, þar sem launþegi fær hlut í ágóða eða tapi vinnuveitanda síns. Samkvæmt fræðunum ætti hagkerfi með slíkt launakerfí að geta brugðist við áföllum án þess að verðbólga eða atvinnu- leysi láti mikið á sér kræla. Launastig myndi sjálfkrafa aðlagast öllum breyting- um, góðum eða slæmum, og framleiðsla fyrirtækja ekki truflast. Hins vegar er íslenskt launakerfí ekki jafnmiðstýrt og ætla mætti af framan- greindri lýsingu. Það sem samningamenn ákvörðuðu í Karphúsinu voru grunntaxtar eða lágmarkslaun, sem era í kringum 50.000 krónur á mánuði. Flestir launþegar era betur settir. Raunverulega er hver ein- asti vinnustaður eða atvinnugrein í Reykja- vík með sinn eigin kjarasamning um greiðslur ofan taxta. Auk þess eru ábata- skiptakerfí á mörgum stöðum, þar sem starfsmenn eiga að njóta góðs af hagræð- ingu eða velgengni fyrirtækisins." Spyija má hvort ekki sé rétt að taka upp hlutaskiptakerfi í einhverri mynd í auknum mæli á vinnumarkaði hér á landi. Vissulega eru dæmi um að starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum hafí fengið greitt samkvæmt slíku kerfi og er aflahlut- ur sjómanna besta dæmið um slíkt. Einnig era dæmi um það að t.d. fjármálafyrirtæki greiði starfsmönnum sínum uppbót ef vel vegnar og starfsmenn annarra fá „þrett- ánda mánuðinn" greiddan. Þessar greiðsl- ur ráðast oftar en ekki af afkomu fyrir- tækja og því í raun um einskonar hluta- skiptakerfí að ræða. Auðvitað er það ekki rökrétt að öll fyrir- tæki í landinu eigi að greiða starfsmönnum sínum nokkurn veginn sömu laun, óháð því hvernig þeim eða atvinnugreininni í heild vegnar. Hlutaskipti DETTIFOSS Ljósm./Rafn HafnQörð Heildarsamflot í kjarasamningum hefur sína kosti, ekki síst til að tryggja stöðug- leika í efnahagslífinu. Ef semja á fyrir alla verður niðurstaðan hins vegar sú að semja verður um það lág laun að öll fyrir- tæki geti greitt þau. Samningsbundin laun eru jafnvel það lág að launþegar verði, líkt og nýlega kom fram, að leita til félags- málastofnana til að láta enda ná saman. Svigrúm til „hlutaskiptakerfís", „yfírborg- ana“ eða „uppbóta“ verður að vera til stað- ar þannig að laun endurspegli í raun stöðu efnahagslífsins. Því má velta alvarlega fyrir sér hvort að eina leiðin til raunveralegrar „leiðrétt- ingar“ á launakerfínu sé ekki að færa kjarasamninga í sem mestum mæli inn í HEILBRIGÐIS- mál eru og verða um ókomna tíð stærsti einstaki út- gjaldaliður hins op- inbera. Námu út- gjöld hins opinbera til þessa málaflokks rétt tæpum þrjátíu milljörðum króna á síð- asta ári. Ef takast á að koma böndum á ríkisút- gjöld og skera þau niður sem einhverju nemur verður að spara í heilbrigðiskerf- inu. Á sama tíma era gerðar sífellt meiri kröfur um öflugt heilbrigðiskerfi og með nýrri, oftar en ekki dýrri, tækni eru stöð- ugt að opnast nýjar leiðir til að veita fólki bót meina sinna. Þetta er ekki einungis vandamál á ís- landi heldur um öll Vesturlönd. En er það fyrirtækin sjálf. Sparnaður með fram- förum sjálfgefið að aukin tækni og nýjungar hafí aukinn kostnað í för með sér? í fjöl- mörgum atvinnugreinum hefur ekki síst tölvutæknin leitt til mikillar hagræðingar. í öðru tölublaði Lyfjatíðinda á þessu ári er birt grein, sem byggð er á viðtali við Bjarna Þjóðleifsson , lyflækni og sérfræð- ing í meltingarsjúkdómum, þar sem greint er frá dæmi um að aukin notkun lyfja í stað skurðaðgerða við meðferð magasjúk- dóma hafi sparað tugi milljóna króna. í greininni í Lyfjatíðindum segir m.a.: „Mikið hefur verið rætt og ritað um [sparn- að í heilbrigðiskerfinu] og oftar en ekki hafa tilraunir heilbrigðisyfirvalda til sparn- aðar mátt sæta mikilli gagnrýni. Minna hefur borið á umræðu um það sem farið hefur á betri veg og lítið verið fjallað um það þegar tekist hefur að spara um leið og umtalsverður árangur hefur náðst í því að lækna eða halda niðri sjúkdómum. Það hefur gerst því tekist hefur að spara töluvert af þeim miklu fjárhæðum sem farið hafa í meðferð bæði maga- og skeifu- garnarsjúkdóma svo og annarra maga- sjúkdóma." Segir í greininni a.ð um þrenns konar spamað sé að ræða. í fyrsta lagi sparnað vegna þess að tekist hafí að halda niðri magasjúkdómum með lyfjum og því þurfi ekki lengur að framkvæma skurðaðgerðir. í öðru Iagi sé hugsanlegt að notkun maga- sárslyfja vegna lífsstílstengdra vandamála hafí minnkað. í þriðja lagi er nefndur sparnaður sem orðið hefur vegna þess að tekist hefur að lækna sár í maga og skeifu- göm. Þetta sé það sem mestum tíðindum sæti, þar sem þar með hafí tekist að fínna lausn á sjúkdómi er hrjáð hefur marga íslendinga. Áfram segir í greininni: „Reynt var að meta sparnað í lyfjakostnaði vegna með- ferðarinnar og er talið að um sjö milljónir króna hafi sparast... Nú fjórum árum síðar er talið að nálægt sex hundruð sjúk- lingar á íslandi hafí hlotið bót meina sinna á þennan hátt. Auk þeirra Bjama og Hall- gríms beita nú tíu aðrir meltingarsérfræð- ingar og nokkrir heimilislæknar þessari meðferð. Hún virðist veita varanlega lækn- ingu á sársjúkdóminum. Gera má ráð fyr- ir að lyfjasparnaður vegna þeirra 600 sem læknast hafa sé um 30 milljónir króna á ári.“ „Aukin notkun lyfja í stað skurðaðgerða hefur dregið úr vinnutapi og vanlíðan sjúklinga og valdið því að færri þurfa að leggjast inn á spítala vegna magasjúk- dóma. Þjóðhagslegur hagnaður er því mik- ill. í Skandinavíu og Þýskalandi hafa verið gerðar rannsóknir þessu til sönnunar,“ er haft eftir Bjarna Þjóðleifssyni. Þetta dæmi sýnir að aukin þekking, nýjar aðferðir og ný lyf geti einnig leitt til spamaðar í heilbrigðiskerfínu. Mörg önnur mætti nefna þar sem rannsóknar- og þróunarstarf íslenskra lækna hefur dregið úr kostnaði jafnframt því sem fleiri sjúklingar fá bata. Spamaður felst ekki bara í niðurskurði þjónustu. Ef takast á í framtíðinni að koma til móts við kröfur um aukna þjónustu, samtímis og kostnaður við heilbrigðiskerf- ið er skorinn niður verður að leita allra leiða til að nýta betur þá fjármuni, sem fyrir hendi eru. Þó að þijátíu milljóna króna sparnaður vegna breyttrar lyfjameðferðar hrökkvi kannski skammt í þeim efnum þarf ekki mörg slík dæmi til að um umtals- verðan sparnað verði að ræða. „Haraldur Stur- laugsson fram- kvæmdastjóri Haraldar Böð- varssonar hf. orð- ar það svo, að tæknin sameini fyrirtæki í sjávar- útvegi. Það er áreiðanlega mikið til í því. Tækni- framfarir eru svo gífurlegar, hvort sem er í útgerð eða fiskvinnslu, að það þarf sam- eiginlegt átak margra aðila til þess að standa fjárhagslega und- ir þeim. En þeir, sem ekki fylgja tækniþróuninni eftir, dragast aft- ur úr.“ -Tt"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.