Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Símasambandsleysi á nokkrum
stöðum eftir símanúmerabreytingu
Erfiðleikar
á Hólmavík
LÖGREGLAN á Hólmavík lenti tvisvar sinnum í erfiðleikum vegna síma-
sambandsleysis eftir að breytingar höfðu verið framkvæmdar á símanúm-
erakerfínu í fyrrinótt. Við neyðarástandi lá þegar lögreglan náði ekki í
viðeigandi aðila vegna sjúkraflugs fyrir konu sem tekið hafði léttasótt.
------------ Reynt var ítrekað að ná til ísa-
Erlendir
landa
eystra
Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið.
ÞRÍR erlendir togarar lönduðu
um 430 tonnum af karfa, ýsu
og þorski á Austfjörðum í gær
og fyrradag. Tveir togarar,
annar skoskur og hinn breskur,
lönduðu um 300 tonnum af ýsu
og þorski á Stöðvarfirði. Unnið
verður úr þeim afla á Fáskrúðs-
firði, Eskifirði, Etjúpavogi,
Breiðdalsvík og Stöðvarfirði.
Færeyskur togari kom að
bryggju á Fáskrúðsfirði í gær
og landaði 130 tonnum af karfa
en úr þeim afla verður unnið á
staðnum. Ljóst er að frystihús
hafa næg verkefni framundan.
Þrennt slasað
eftir árekstur
ÖKUMAÐUR og tveir farþeg-
ar, þar af eitt barn, voru flutt-
ir á slysadeild Borgarspítalans
í gærmorgun eftir harðan
árekstur fólksbíls og vörubfls
við Svartaskersbryggju í Þor-
lákshöfn. Ekki var ljóst í gær-
dag hversu alvarlega fólkið
hefði slasast.
Dýragarður í
Laugarási
Seifossi. Morgunblaðið.
DÝRAGARÐUR var opnaður í
gær við garðyrkjustöðina
Slakka í Laugarási í Biskups-
tungum.
í dýragarðinum eru hænur,
hanar, endur, hvolpar, dverg-
kanínur og venjulegar kanínur,
geitur, heimalningar og kisur,
svo eitthvað sé nefnt.
Byggðir hafa verið litlir
torfbæir fyrir dýrin og er hver
bær girtur af svo gestir geti
virt þau fyrir sér úr hæfilegri
fjarlægð. Hjónin í Slakka byij-
uðu með starfsemina í fyrra.
Launafólk
sem „fall-
byssufóður“
AÐALFUNDUR Verkakvenna-
félagsins Snótar í Vestmanna-
eyjum hefur samþykkt að skora
á ASÍ-félög að losa sig undan
kjarasamningi frá 20. febrúar
sl. við fyrsta tækifæri.
Elsa Valgeirsdóttir, formað-
ur Snótar, segir felast í sam-
þykktinni að félagskonum þyki
aðrir hafa fengið meira út úr
samningum og venjulegt
launafólk verið „fallbyssufóð-
ur“ fyrir aðra. „Almennt
verkafólk er að viðhalda stöð-
ugleikanum. Eg held að það
hljóti að fara koma að því að
launafólk fari út í baráttu fyr-
ir bættum kjörum. Það vill
ekki sitja eitt að því lengur að
viðhalda honum.“
fjarðar á skrifstofu Islandsflugs í
Reykjavík en án áranjgurs. Loks
náðist í einn flugmann Islandsflugs
á heimili hans og fór hann strax á
flugvöllinn og flaug eftir konunni.
Ragnar Benediktsson, yfirdeild-
arstjóri hjá Pósti og síma, gat ekki
útskýrt hvað komið hefði fyrir í til-
viki Hólmavíkurlögreglunnar fyrr
en könnuð hefðu verið öll númer
sem hringt var í og úr um nóttina.
Ýmislegt kæmi til greina t.a.m.
vandkvæði við að hringja úr farsíma
sem lögreglan hafi notað í fyrra
skiptið. Einnig hafi símaflutningar
ekki gengið sem skyldi fyrr en í
gærmorgun.
Gekk yfirleitt vel
Ragnar sagði að símakerfisbreyt-
ingarnar hafi yfírleitt gengið vel.
Þó hafí orðið smábilun í skiptistöðv-
um í miðbænum með þeim afleið-
ingum að ekki var hægt að ná í
fyrirtæki með númer sem hefjast á
50, 51 og 52 utan af landi og úr
Breiðholti.
Hann sagði að símaflutningar í
gömul númer hafí verið til vand-
ræða. Sett hafi verið í gang sjálf-
virk vinnsla sem breyta átti öllum
flutningi úr gömlum númerum í ný.
Sú aðgerð hafi aftur á móti tekið
langan tíma og ekki lokið fyrr en
um hádegi í gær.
Morgunblaðið/Steinunn
Saumuðu sér brúðar-
kjól í 10. bekk
Hvolsvelli. Morgunblaðið.
EKKI er ráð nema í tíma sé tek-
ið, hafa nokkrar yngismeyjar 10.
bekkjar Hvolsskóla á Hvolsvelli
sennilega hugsað með sér þegar
þær völdu sér verkefni í hann-
yrðum í vetur.
Tvær þeirra, þær Guðlaug
Helga Guðlaugsdóttir og Berg-
lind Hákonardóttir, saumuðu sér
forláta brúðarkjóla og sú þriðja,
Aðalheiður Elín Bergsdóttir,
saumaði skírnarkjól. Að sögn
stúlknanna tók hálfan veturinn
að ljúka saumaskapnum en um
samvinnuverkefni þeirra var að
ræða. Þeim fannst verkið ekki
erfitt en nokkuð tímafrekt, en
þær nutu góðrar Ieiðsagnar
handavinnukennarans Guðrúnar
Ormsdóttur. Stúlkurnar voru að
vonum ánægðar með árangurinn
á vorsýningu nemenda skólans
enda vöktu kjólarnir mikla at-
hygli sýningargesta.
VR-blaðið um opinbera þjónustu fyrir fólk án vinnu
Hljótt um afslátt sem
atvínnulausir njóta
UNDARLEGA hljótt hefur verið um
afslátt af heilbrigðisþjónustu fyrir
atvinnuleysisbótaþega, segir í grein
eftir starfsmann Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur í VR-blaðinu. Dögg
Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heil-
brigðis- og tryggingaráðuneytinu,
segir að eðlilega hafi verið staðið að
kynningu reglugerðar um þetta efni.
í greininni segir að afslátturinn
hafi ekki svo kunnugir viti verið
kynntur að neinu marki fyrir bóta-
þegum, og fæstir viti um hann. Engu
Iíkara sé en reynt hafi verið að halda
honum leyndum og gegni mikilli
furðu að starfsmaður sem starfar við
atvinnuleysisbætur hjá einu stærsta
stéttarfélagi landsins skuli ekki fyrir
löngu hafa fengið vitneskju um mál-
ið og send til sín gögn þar að lútandi.
í greininni er rakið að bótaþegar
atvinnuleysistrygginga með vottorð
þar um eiga rétt á ókeypis þjónustu
heimilislæknis á dagtíma og 700 kr.
afslátt af gjaldi utan dagtíma, greiða
lægra gjald vegna heimsóknar til
sérfræðings eða á göngudeild sjúkra-
húss og vegna röntgengreiningar.
Einnig fá þeir afslátt af B- og E-
merktum lyfjum.
Auk þess er veittur afsláttur í
sundlaugamar í Reykjavík, ókeypis
bókasafnskort og afsláttur af far-
gjaldi í almenningsvagna. „Um þann
afslátt hefur einnig farið hljótt og
hann er fáum bótaþegum kunnur,“
segir í greininni.
Dögg segir að staðið hafi verið
að kynningu á reglugerðinni með'
venjubundnum hætti. Skýrt hafi ver-
ið frá því með fréttatilkynningu í
dagblöðum og hún verið í fullu gildi
síðan.
Hún segir að til þess að njóta af-
sláttar þurfi vottorð frá atvinnuleys-
istryggingasjóði um að viðkomandi
hafi verið atvinnulaus í meira en sex
mánuði. Tilkynning um reglugerðina
hefði einnig verið send á allar heilsu-
gæslustöðvar.
Dögg segir að nýlega hafi ráðu-
neytið farið fram á það við atvinnu-
leysistryggingasjóð að hann rýmkaði
túlkun á reglugerðinni. Forsaga
málsins var sú að atvinnulaus mað-
ur, sem ekki átti rétt á bótum sótti
um vottorð til atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, sem taldi sér ekki heimilt
að gefa það út til hans, heldur að-
eins þeirra sem þægju bætur.
Litlu andar-
ungarnir
AÐALVARPTÍMI stokkandar-
innar er seint í apríl þegar
gróður tekur að lifna við eða
seint í maí. Kolian liggur ein
á eggjunum, sem klekjast á
fjórum vikum og verða ung-
arnir fleygir um fimm vikna
gamlir. Ekki er annað að sjá
en að ungarnir fjórir syndi vel
þótt ekki hafi sést til þeirra
að hneigja höfuð I djúp eða
hreyfa lítil stél í gærmorgun.
Morgunblaðið/Golli
► l-52
Trillukarlar vilja sjálf-
ræði
►Trillusjómenn telja flestir hveijir
að banndagakerfið, sem boðið er
upp á fyrir krókabáta í frumvarpi
um breytingar á lögum um stjóm
fiskveiða, sé með öllu óviðun-
andi./ÍO
Þrautbestur á þingi
►Ragnar Arnalds er sá þingmað-
ur sem lengst hefur setið á Al-
þingi. Hann byijaði líka 24 ára
gamall, næstyngstur þeirra sem
kjömir hafa verið á þing./12
Leyndardómur týndu
grafanna
►Ætlunin var að leggja bílastæði
þar sem hefur fundist gríðarstórt
grafhýsi sona Ramsesar II, eins
mesta faraó sem uppi hefur ver-
ið./18
Á grænu nótunum
►Þýski hagfræðingurinn og
ferðamálafræðingurinn Herbert
Hamele hefur kynnt græna ferða-
mennsku víða um heim. Hér segir
hann frá framkvæmd hennar og
hvemig hagnast megi á ferðaþjón-
ustu./20
Opal stenst tímans
tönn
►í Viðskiptum og atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við Ragnar
Birgisson, framkvæmdastjóra Op-
als hf./22
B
► l-32
Undir yfirborðið
►Sportköfun færist í vöxt hér við
land, enda auðvelt um vik að gægj-
ast undir yfirborðið þar sem foður-
land okkar hálft er hafið./l
Lambakjöt, kiwi og
kvikmyndir
►Einhver mesta spútnikmynd síð-
ari ára verður frumsýnd hér á Iandi
um helgina. „Þetta er eitt besta
handrit sem ég hef lesið,“ segir
leikkonan Rena Owen um þessa
mynd, Eitt sinn stríðsmenn, í sam-
tali við Morgunblaðið./6
Fyrstu íbúðarkaupin
►Hvernig gengur ungu fólki að
komast yfir sína fyrstu íbúð eftir
breytingar í húsnæðiskerfinu?/8
Menn geta ekki annað
►Það hefur vorað seint og illa
norður á Ströndum. Blaðamaður
og ljósmyndari Morgunblaðsins
fylgdu nýverið sigmönnum að
Hælavíkur- og Hornbjargi. Vorið
var ekki enn komið þótt hlýtt
væri og notalegt syðra./16
C
BILAR
► 1-4
Volvo 600
►Volvo mun kynna nýjan bíl í
haust sem er samstarfsverkefni
með Mitsubishi og hollenskum
stjómvöldum. /1
Toyota Tacoma
►Pallbíll með 6 strokka vél smíð-
aður í Bandaríkjunum í stuttum
reynsluakstri./4
fastir þættir
Leiðari
Heigispjali
Reykjavíkurbt
Minningar
Myndasögur
Brids
Stjörnuspá
Skák
INNLENDAR FRÉTTIR:
2—4—8—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4-6
bak Velvakandi 38
26 Fölk í tréttum 40
26 Bíó/dans 42
26 íþróttir 46
28 Útvarp/sjónvarp 48
36 Dagbók/veður 51
36 Mannlífsstr. 4b
36 Kvikmyndir lOb
36 36 Dægurtónlist 12b