Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 31 við velkomin til hennar og máttum þá vera eins lengi í senn og okkur listi og flest höfum við bamabörnin gist rúm hennar þar sem hún vafði okkur inn í fjöldamargar sængur og kodda áður en við sofnuðum. Það kemur svo margt upp í hug- ann þegar ég hugsa um árin sem ég átti því láni að fagna að fá að dvelja af og til hjá ömmu og afa, og einungis hægt að staldra við fátt. Þó eru minningarnar hverri annarri dýrmætari. Nú á tímum þess hraða sem einkennir að hluta til okkar þjóðfélag hef ég oft hugs- að með mér hversu ómetanlegt það er að hafa fengið að alast upp með „alvöru" ömmu og afa svona næst- um eins og út úr sögubók, og ég er svo óendanlega þakklát fyrir það. Ég óttast að þessi kynslóð af ömmum og öfum sé óðum að hverfa og að sú sem taki við verði upptekn- ari og gefi sér þar af leiðandi minni tíma til að hlúa að og rækta barna- börn sín eins og amma mín gerði. Ég leyfi mér að halda fram að þjóð- félag okkar yrði betra og umhyggja okkar hvert fyrir öðru meiri ef við öll ættum ömmu og afa sem ælu okkur upp í gildum gamla tímans. Hin síðari ár var amma mín kom- in á Hrafnistu. Þar dvaldist hún upphaflega með afa mínum en síðar ein eftir andlát hans. Þó ég væri orðin fullorðin og leitaði ekki eins mikið til ömmur minnar og áður var þó alltaf gott að koma til henn- ar, sjá blítt brosið, hlýja augnaráðið og finna traustlegt og hlýtt hand- takið. Ég á eftir að sakna hennar ömmu minnar mikið, og um leið og ég kveð hana og þennan mikilvæga hluta bernsku minnar vil ég biðja góðan Guð að blessa minningu elsku ömmu minnar, Kristínar Hjaltadóttur. Ingunn Kristín. Mig langar til að kveðja elskulega ömmu mína Kristínu Hjaltadóttur með þessum orðum: Hún fölnaði, bliknaði fagra rósin mín, því frostið var napurt. Hún hneigði til foldar hin bliðu blöðin sín, við banastríð dapurt. En Guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof rós mín í ró, í djúpri ró. (Guðm. Guðmundsson) Kristján Ólafsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum: Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn 8ín en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og jarðarför hjartkærrar eiginkonu minnar, ÞÓRDÍSAR ÓLAFSDÓTTUR ALMEIDA, Baltimore, Maryland, U.S.A. Sérstakar þakkirtil Sigurðar Björnsson- ar læknis og starfsfólks á deild 3B, Landakotsspítala, einnig Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar prests. Marcelo Almeida. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, JÓHANNS SIGURÐSSONAR, Hæðargarði 33, Reykjavík, Helga Hannesdóttir, Hrund Jóhannsdóttir, Gunnar Jónsson, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Árni Óli Ólafsson, Rannveig Auður Jóhannsdóttir, Sigurður Rafn Jóhannsson, Margrét Runólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFSÓSKARSSONAR útgerðarmanns, Miðleiti 5. Helga Gisladóttir, Gísli MárÓlafsson, Aðalbjörg Ásgeirsdóttir, Gunnar Örn Ólafsson, Anna Wolfram Óskar Hrafn Ólafsson, Hallbera Stella Leifsdóttir, Kjartan Þröstur Ólafsson, Margrét Ingimundardóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Sigurður Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir sýnda vináttu og samúð við fráfall SIGURGEIRS SIGURÐSSONAR, Hverfisgötu 32, Hafnarfirði. Inga Björk Dagfinnsdottir, Jenný Rut Sigurgeirsdóttir, Gunnlaugur Guðmundsson, Jenný Karla Jensdóttir, Sigurður Sigurgeirsson, Elísabet Sigurðardóttir, Guðjón Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Jón Gunnar Baldursson, systrabörn og aðrir aðstandendur. IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK MÁLMIÐNAÐUR Nauðsyn hjá iðnaðarþjóð VIÐSKIPTANÁM Á Fjölbrautaskólinn Breiðholti Verslunarpróf Skrifstofubraut — Verslunarbraut Ritarabraut Stúdentspróf 4 brautir FB þegar þú velur verknám IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK IÐNHÖNNUN Ný námsbraut 2ja ára nám TRÉSMÍÐI Fjölbrautaskólinn Breiðholti Grunndeild undirstööuatriði í trésmíöi Húsasmíði grunn- og framhaldsdeildir Húsasmíði fyrir nema á samningi FB þegar þú velur verknám IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK RAFIÐNAÐUR Líkur eru á aukinni rafvæðingu og fjölgun starfa í rafiðnaði - kjarni málsins! Athugið, við höfum fengið ný númer: 515 2000 “ 515 2020 TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Aðalstræti 6-8 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.