Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR4.JÚNÍ1995 29 MINNINGAR legt kvöld, þó veikindi þín væru farin að setja sitt mark á þig. Mér fannst gott að hafa tæki- færi til að kveðja þig nokkrum dög- um áður en þú lést og segja þér að mér þætti vænt um þig. Þú varst alltaf svo jákvæð og bjartsýn í gegnum öll veikindin, að það var aðdáunarvert og ætti að vera öðrum til eftirbreytni. Jafnvel á síðustu dögum lífs þíns var ekki bilbug á þér að finna og Ljónið í þér kom skýrt fram í þeim tignarleik sem þú sýndir gagnvart dauðanum. Elsku Magga, Addi, Jóhann og Guðbjörg. Ég sendi ykkur samúðar- kveðjur, fullar af kærleik og ljósi og þakkir fyrir að hafa fengið að deila Gurrý með ykkur í þessu lífi. Það er mér mikils virði. Guðrún G. Bergmann. Á þriðjudaginn kveðjum við góða vinkonu okkar sem látist hefur langt fyrir aldur fram. Kynni okkar hófust þegar fjölskyldan mín flutti fyrir 16 árum í fjölbýlishús að Engj- aseli 29.1 húsinu bjó að mestu leyti ungt fólk með börn á líkum aldri og myndaðist strax góður vinskapur meðal barnanna sem og okkar sem eldri vorum og hefur sá vinskapur haldist æ síðan milli fjölskyldu okk- ar Gurrýar, þó ekki hafi alltaf verið jafn auðvelt að hittast og fyrr. Það er mér ofarlega í huga hve mikil handíðakona Gurrý var enda liggur mikil handavinna eftir hana hjá vinum og ættingjum sem hún innti af hendi meðan kraftar hennar leyfðu. Meðal annars minnist ég þess er hún kom til mín fyrir 11 árum með litla prjónaða peysu handa nýfæddum syni mínum sem hún vildi koma til skila áður en hún færi í uppskurð daginn eftir. Þann- ig var barátta Gurrýar og um tíma leit út fyrir að sú barátta hefði skilað sér og tekist hefði að koma í veg fyrir sjúkdóm hennar. En lífíð gefur og dauðinn tekur og fyrir 6 árum varð Gurrý fyrir öðru áfalli er faðir hennar lést samtímis því sem sjúkdómurinn tók sig upp að nýju. Og nú er baráttunni lokið, eftir langan og aðdáunarverðan tíma sem oft var erfiðari en orð fá lýst. Það er nú svo að við verðum ætfð að lúta þeim lögmálum sem okkur voru gefin í vöggugjöf og fylgja okkur á brothættri ævi með þeirri huggun sem við fáum gegn þeim, að gjörðir okkar og barátta verði metin að verðleikum þegar þeirri ævi er lokið. Það er mín trú að það líf sem hefur nú slokknað verði metið að verðleikum. Ég og fjölskylda mín viljum því þakka fyr- ir þann tíma sem við áttum með Gurrý og óska hennar nánustu huggunar í sorg þeirra og minning- um. Vort líf er oft svo örðug för og andar kalt í fang, og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir: Kom til mín, og krossinn tekur vegna þín. Hann ljær þér bjarta sólarsýn, þótt syrti um jarðarvang. (Kristján frá Djúpalæk) Sólveig og fjðlskylda. + 4 Blómastofa Fríöfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Optð öll kvöld til kl. 22,- einnig um heigar. Skreytingar við öíl tilefni. Gjafavörur. Elskulegur bróðir minn, GUNNARA. HUSEBY, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 7. júni'kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Afrekssjóð KR, íslands- banka, Bankastræti, nr. 515-26-1240. Britha Huseby. r^ Vandaðir legsteinar Varanleg minning BAUTASTEINN Brautarholt 3,105 Reykjavík Sími: 562-1393 t Ástkær eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, GfSLI G. BENJAMÍNSSON skipstjóri, Álfhólsvegi 88, Kópavogi, verður jarðsettur frá Áskirkju þann 7. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Kristfn A. Samsonardóttir, örn Smári Gfslason, Sigrún Gunnsteinsdóttir, Davið Gíslason, Inga Rún Pálmadóttir, Benjamín Gíslason, Þóra Björk Gu&mundsdóttir, Linda Gísladóttir og barnabörn. ¦ -•,no^£«v í handhægum umbúðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.