Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1995 37 BREF TIL BLAÐSINS Að loknum kosningum Frá Þórði E. Halldórssyni: ENDA þótt nokkuð sé liðið frá kosn- ingum til Alþingis er vert að rifja upp nokkur atriði sem urðu frétta- efni sakir undarlegra viðhorfa hlut- aðeigandi aðila. Ég tel mig muna það rétt að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir kosningar til Alþingis 1991 var lögð áhersla á nokkur atriði í lands- málum, sem áttu að hafa forgang, ynni flokkurinn til stjórnarsetu. Fyrst' vil ég nefna fækkun þingmanna. Jafnt vægi atkvæða, burtséð frá búsetu á landinu. Jafna aðstöðu til rekstrar útvarps- og sjónvarps- stöðva. Sölu ríkisfyrirtækja, svo stiklað sé á stærstu málum. Hvað varð af þessum loforðum? Urðu þau úti? Eitt atriði úr loforðunum um aðstöðujöfnun fjölmiðlanna tekur þó út yfir alla aðra athafnafávisku, en það var ráðning menntamálaráð- herra í stöðu útvarpsstjóra. Allir þekkja þá slysasögu. Þar var gengið framhjá vönum starfskrafti, Ingu Jónu Þórðardóttur, en ráðinn var aðili sem aldrei hafði komið nálægt rekstri fjölmiðils. Vanþekkingarvið- brögðin létu heldur ekki á sér standa. Það er óþarfi að rifja upp þá rauna- sögu, hún ætti að vera öllum í fersku minni. Ríkisútvarpið er afar illa rek- ið, eins og dæmin sanna. Skömmu eftir áramótin sl. birtist sú fregn að útvarpið hefði eytt hundrað milljón- um króna fram yfír fjárveitingu Al- þingis til útvarpsins. Auk þess stakk ónefndur þingmaður því að mér að þátturinn Dagsljós sem settur var í loftið hvern virkan dag á tímanum kl. 19.15 hefði kostað útvarpið fimm- tíu milljónir kr. Eins og allir geta séð var þessi þáttur settur á þennan tíma til þess eins að gera tilraun til að drepa niður áhorf á fréttir Stöðvar 2 kl. 19.19. Er það hugsanlegt, með vilja almennings og Alþingis, að þann- ig sé spilað með skattfé þjóðarinnar? Starfslið útvarpsins er a.m.k. 20% fleira en nauðsyn krefur, vegna þekkingar- og ráðaleysis. Það er mörgum spurningum ósvarað vegna ráðningar klerksins í stöðu útvarps- stjóra. Ýmis ummæli hans og annað virðist benda til þess að ráðninguna hafí borið að með undarlegum hætti, svo ekki sé meira sagt. Nú er komið að þeirri spurningu, sem allir bíða eftir að fá svar við: Hvers vegna þurfti forsætisráðherra að losna við Ólaf G. Einarsson úr sæti menntamálaráðherra? Eru það afglöpin í embættisveitingu? Eru það þessar 1.670 útstrikanir af lista flokksins í Reykjaneskjördæmi, eða eitthvað fleira sem orsakar ákvörð- unina? Það efast enginn um að for- sætisráðherra hafði fullan rétt til að skipa ráðherra úr eigin flokki í hvaða ráðuneyti sem var. Nokkri kjósendur og þingmenn af Suðurnesjum gerðu sig hlægilega með því að heimta að Olafur fengi aftur sinn ráðherrastól. Þessi ein- stæða sýndarmennska er með öllu óskiljanleg. Það er mikið búið að ræða þessi mál manna á milli, án nokkurrar vissu um málavexti. Hins vegar tel ég almenning eiga rétt á því að vita hvað þarna var að ger- ast. Kjósendum fækkar þar sem trúnaður er ekki í fyrirrúmi. Margir skondnir hlutir gerðust í sambandi við kosningarnar. Senni- lega hefur Jóhanna byrlað Þjóðvaka eiturtöflu þegar hún afneitaði nokk- urri samvinnu við Sjálfstæðisflokk- inn, „for ever". Kratar brostu útí munnvikið að þingmannaliði Jó- hönnu, eftir allt sem á gekk, en henn- ar tími var bara ekki kominn. Allaballar sleikja nú sár sín eftir úrslit kosninganna. Það er semsé komið í ljós að áhrifín af því að draga tiltölulega vel falinn Allaballa fram í dagsljósið og stilla honum upp sem óháðum virkaði þannig að komma- framboðið stóð í stað og skilaði engri aukningu, hvort sem litið er til komm- anna sjálfra eða óháðra í skjóli Ög- mundar. Hins vegar heimtaði Ög- mundur öruggt sæti á kommalistan- um og hlær nú sem þingmaður að þeim sem hann dró á asnaeyrunum. Á þessu hruni komma hafa þeir enga töfraskýringu, en sitja eftir með sárt enni og hafa trúlega sitthvað lært. ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON, Sólheimum 23, Reykjavík. Hvers eigum við að gjalda? Frá Jónu S. Gísladóttur: ÉG ER ein af hundaeigendum hér í Mosfellsbæ. Ég fékk lítinn skosk-ís- lenskan hund fyrir tæpu ári. Ég hef hér girtan garð og hundurinn fer aldrei út úr honum nema í ól og í fylgd með einhverjum sem gætir hans. Það kemur fyrir að hann gelti úti, en hann stendur ekki á gelti, vegna þess að hann er ávallt kallað- ur inn þegar svo ber undir. Fyrir nokkru kom hundaeftirlitsmaður til mín og sagði að kvartað hefði verið undan hundinum. Ég skil ekki fólk, sem nennir að standa í því að vera að klaga nágranna sína fyrir engar sakir á ári umbyrðarlyndis. Ef hund- arnir okkar væru lausir að angra börn nágrannanna í þeirra görðum gæti ég skilið þetta. Það fólk sem hefur gaman af að klaga gæti víst fundið sér svo margt til að tuða yfir. Það er hávaði af ýmsu tagi sem fylgir því að búa í þéttbýli, en það er eins og það sé ávallt í tísku að amast við hunda- greyjunum sem ekki gera flugu mein. Eg er öryrki og mikið heima. Hund- urinn minn er félagi minn og vinur og styttir marga stund. Ef enginn hefði meiri ónæði í lífinu en stafar af þessum hundi mínum, þá væri friðsælt að búa í þéttbýli. Mér þætti gaman að vita hvers þessi tuðari, ég kýs að kalla hann það vegna þess að ég veit ekki hver hann er, ætlast af mér, í sambandi við hundinn minn. Á ég ef til vill að láta skera úr honum tunguna til þess að hann hætti að gelta? Skepnan á ekki annað mál. Með vinsemd og virðingu, JÓNAS.GÍSLADÓTTIR, Arnartanga 63, Mosfellsbæ. Ný og breytt símanúmer hjá Eimskip frá 3. júní1995 olx> Bein innvaisnúmer þjónustudeilda Viðskiptaþjónusta Pósthússtræti 525 7111 Viðskiptaþjónusta Sundahöfn 525 7700 Innflutningsdeild 525 7240 Útflutningsdeild 525 7230 Innánlandsdeild 525 7750 Fjárreiðudeild ? 525 7340 Akstursþjónusta - innflutningur 525 7771 Akstursþjónusta - útflutningur 525 7772 Frystigeymsla 525 7430 Útflutningur / strandflutningur 525 7460 Heistu faxnúmer Eimsktps Pósthússtræti 525 7179 II Utflutningsdeild 562 2465 i Innflutnjngsdeild 525 7197 i Viðskiptaþjónusta Pósthússtræti 552 7871 I Viðskiptaþjónusta Sundahöfn 525 7779 i Frystigeymsla 525 7439 i'S Flutningamiðstöð Sundahöfn 525 7419 [ ; Skrif stofur Eimskips innanlands EIMSKIP Hafnarfirði EIMSKIP Akureyri EIMSKIP Vestmannaeyjum 565 2888 462 7000 481 2004 „Kynntu þér nýju símanúmerin hjá okkur og geymdu þau á vísum stað - það gæti komið sér vel." Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is -kjarnimálsins! AUGLYSINGAR PtorgtraMafetfe - kjarni málsins! ¦ ¦ niimwiit^i ¦'-:,- :..::.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.