Morgunblaðið - 08.06.1995, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þjóðamót á Þingvöllum fyrir nýbúa og þá sem tengjast erlendu fólki
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SVIPMYND frá hátíð 100 tælenskra nýbúa á íslandi sem haldin
var fyrir ári á Khao-pansan degi, sem er trúarhátíðardagur í
Tælandi.
Atvinnulausir 1
greiða fyrir
læknisþj ónustu
„Tækifæri
til að koma
úr felum“
FÉLÖG nýbúa á suðvesturhorn-
inu ætla að halda þjóðamót á
Þingvöllum laugardaginn 10.
júní og eru allir velkomnir sem
á einhvern hátt tengjast fólki
frá öðrum löndum. A mótið er
stefnt einstaklingum sem starfa
í alþjóðlegum félaga- og æsku-
lýðssamtökum, skiptinemum,
nýbúum og fólki sem tengist
íbúum annarra þjóða á einhvern
hátt, til dæmis vegna viðskipta-
sambanda.
Kanadamaðurinn John
Spencer, sem kom fyrsttil ís-
lands árið 1964, er í undirbún-
ingsnefnd mótsins. Segir hann
hugmyndina byggða á áþekku
móti og hann hafi sótt við Niag-
ara-fossa í Kanada ár hvert á
vegum Bahá’í samtakanna.
John segir skorta tengsl milli
útlendinga sem hér búa og inn-
fæddra og sé mótið haldið til
þess að bæta um betur og bijóta
ísinn. „Þetta er tækifæri fyrir
útlendinga á íslandi til þess að
hætta að vera í felum og koma
út og hitta aðra. Það er von
mín að geta komið þjóðunum
saman og takist þetta vel verður
það endurtekið á hveiju ári,“
segir John og bætir við að auð-
vitað ráði veðrið á laugardaginn
hvort mótið Iánist.
Margir hringt
Að hans sögn hafa margir
þegar haft samband. „Fólk hef-
ur hringt víðs vegar að til okk-
ar og einnig spurst fyrir um
þetta í Gimli,“ segir hann. Gert
er ráð fyrir að áhugasamir safn-
ist saman á hátíðarsvæði klukk-
an 10.30 og klukkan 11 verða
þjóðfánar landa allra þátttak-
enda dregnir að húni. Klukkan
13.30 verður ávarp og þjóða-
mótið sett formlega en heiðurs-
gestir eru Jón Baldvin Hannib-
alsson fyrrverandi utanríkis-
ráðherra og Bryndís Schram.
Klukkan 14 verður keppni í
hafnabolta, hlaupi og fleiri
greinum. Einnig verður hægt
að fara í gönguferðir eða veiða
í Þingvallavatni ef fólk kýs.
Dagskránni lýkur klukkan 17
þótt gestum sé fijálst að tjalda
eða grilla og skemmta sér að
hætti hvers og eins.
TRYGGINGASTOFNUN segir
rangar upplýsingar um afslátt fyrir
atvinnulausar, sem vitnað var til í
frétt í Morgunblaðinu síðastliðinn
sunnudag. .
í athugasemd sem stofnunin hef-
ur sent segir, að í grein þeirri í
VR-blaðinu, sem Morgunblaðið vitn-
ar til, séu rangar upplýsingar um
afslátt fyrir atvinnulausa. Rétt sé,
að þeir sem hafi verið atvinnulausir
í sex mánuði eða lengur og hafa
vottorð frá Atvinnuleysistrygginga-
sjóði, eigi rétt á að njóta læknisþjón-
ustu og heilsugæslu á sömu kjörum
og lífeyrisþegar. Ekki sé um sér-
stakan afslátt af lyfjum að ræða
fyrir þennan hóp, eins og kom fram
í frétt Morgunblaðsins.
í athugasemd Tryggingastofn-
unar segir síðan: „Einnig er rangt
farið með, að atvinnulausir fái
ókeypis þjónustu heimiiislæknis á
dagvinnutíma og 700 króna afslátt
af gjaldi vegna iæknisþjónustu utan
dagvinnutíma. Hið rétta er, að at-
vinnulausir og lífeyrisþegar greiða
200 krónur fyrir komu á heilsu-
gæslustöð á dagvinnutíma og greiða
400 krónur fyrir komu á heilsu-
gæslustöð utan dagvinnutíma, en
fullt gjald fyrir komu utan dag-
vinnutíma er 1.000 krónur. Atvinnu-
lausir greiða einnig lægra gjaid fyr-
ir læknisvitjun, krabbameinsleit,
rannsóknir og sérfræðilæknisþjón-
ustu gegn framvísun vottorðs.
Þessi afsláttur fyrir atvinnulausa
var kynntur með fréttatilkynningu
frá Tryggingastofnun ríkisins hinn
20. júní 1994. Hans er einnig getið
í bæklingi Tryggingastofnunar.
Greiðslur fyrir læknisþjónustu og
heilsugæslu, sem sendur hefur verið i
til heilsugæslustöðva, sjúkrahúsa,
verkalýðsfélaga og hagsmunahópa,
meðal annars til VR. Loks er af-
slættinum gerð skil í handbók
Tryggingastofnunar, sem dreift er
til um 400 einstaklinga í félags-
mála- og heilbrigðisþjónustu um
land allt. Atvinnuleysistrygginga-
sjóður sér um frekari kynningu á
réttindum atvinnulausra og gefur
m.a. út bæklinga í því skyni.
Því er sú fullyrðing alröng, að
reynt hafi verið að halda þessum
afslætti leyndum. Höfundur grein-
arinnar hafði ekki samband við
fræðslu- og útgáfudeild Trygginga-
stofnunar, sem sér um upplýsinga-
gjöf til fjölmiðla og gerð kynningar-
efnis um almannatryggingar, til að
fá réttar upplýsingar."
Sumarfrí á íslandi
Laugardagsblaði Morgunblaðsins, þjóðhátíðardaginn 17. júní nk.,
fylgir blaðauki serrt heitir Sumarfrí á ísiandi. í þessum blaðauka verður
sagt frá ýmsum ferða- og gistimöguleikum og athyglisverðir áningarstaðir
skoðaðir. Gönguferðum, veiði, golfi og sundi o.fl. verða gerð góð skil svo
og sumarbústaðadvöl og tjaldútilegum. Þá verður fjallað um undirbúning
fyrir fríið, s.s. viðlegubúnað, útbúnað bílsins og grillsins og birtar
grilluppskriftir. Ferðalöngum til gagns og gamans verða birtar krossgátur
og getraunir fyrir börn og fullorðna.
Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að
tekið ervið auglýsingapöntunum til kl. 12.00 mánudaginn 12. júní.
Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Guðný
Sigurðardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eða
með símbréfi 569 1110.
-kjarni málsins!
Fyrsta íslandsbókin á jap-
önsku frá Iceland Review
ICELAND Review sendi frá sér
fyrir þremur árum veglega
myndskreytta bók um land og
þjóð í m'u tungumálaútgáfum,
þar af einni á japönsku. Var það
fyrsta landkynningarbókin sem
útgefín var á því tungumáli.
Aðrar útgáfur Iceland Review
eru á ensku, dönsku, sænsku,
norsku, þýsku, frönsku, ítölsku
og spænsku.
Þessar bækur hafa verið með
mest seldu íslandsbókum á
markaðnum í nokkur ár og hlot-
ið góða dóma, samkvæmt upplýs-
ingum frá Iceland Review. Bæk-
urnar eru 96 blaðsiður með
K
fjölda litprentaðra ljósmynda af
landi og þjóð.
11ÍÍ1-ÍÍ9 1Q7I1 ^RUS Þ- VALDIMARSSON, tramkvamdastjori
uu4 I luu UUL lu/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, lOGGinuR fasjeignasau
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Suðuríbúð við Reynimel
Mjög góð 3ja herb. íb. um 70 fm á 3. hæð. Sólsvalir. Parket. Húsið
nýstandsett utan. Mikið útsýni. Vinsæll staður. Mjög gott verð. Eignin
er ný á fastmarkaðnum - einkasala.
Á vinsælum stað í Vesturborginni
nýstandsett, stálklætt timburh. m. 2ja-3ja herb. íb. á hæð og i risi.
Gott lán fylgir. Tilboð óskast.
Leitum eftir skiptum
Um 120 fm 4ra herb. íb. ofarl. í lyftuh. í Vesturborginni. 3 rúmg. svefn-
herb. Tvennar svalir. Mikil sameign. Fráb. útsýni. Góð lán fylgja. Skipti
æskil. á 2ja-3ja herb. íb. Ýmsir staðir koma til greina. Nánar á skrifst.
Gott tvíbhús óskast
íborginni,
helst í vesturbænum.
ALMEMMA
FASTEIGHASALAH
UU6HVEEI16S. 552 1158-552 1378
Breytt símanúmer
Augnlæknastofa Árna B. Stefánssonar,
Hafnarstræti 20
Tímapantanir ísíma561 7744.
Snertilinsur samkvæmt samkomulagi.
Bréfsími 562 1144.