Morgunblaðið - 08.06.1995, Page 18

Morgunblaðið - 08.06.1995, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter Kemur færandi hendi HELMUT Kohl kanslari Þýska- lands færði heimastjórn Palest- ínumanna 10 miiyónir þýskra marka, jafnvirði 450 milljóna króna, að gjöf er hann ræddi við Yasser Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), í Jeríkó í gær. Kohl er fyrsti útlendi sljórnarleiðtoginn sem ræðir við Arafat í Jeríkó en áður höfðu Tansu Ciller forsætisráð- herra Tyrklands og John Major forsætisráðherra Bretlands fundað með Arafat í höfuðstöðv- um hans á Gaza. Þýski kanslar- inn er í vikulangri heimsókn til Miðausturlanda. Myndin var tek- in er hann heilsaði palestínskum heiðursverði við upphaf fundar hans með Arafat. Blóðug átök zúlúmanna og ANC í fyrra Þáttur Mandela gagnrýndur Jóhannesarborg. Reuter. HATTSETTUR embættismaður í Afríska þjóðarráðinu, ANC, í Suð- ur-Afríku sagði í gær að yfirstjórn samtakanna hefði óttast að zúlú- menn myndu ráðast á aðalstöðvar þeirra í Jóhannesarborg í mars í fyrra. Verðir í aðalstöðvunum gripu þá til vopna gegn óeirða- seggjunum og féllu átta manns en alls 55 í átökum í borginni og grenndinni. Deildu um leiðir til að koma á lýðræði Hart hefur verið deilt á Nelson Mandela, núverandi forseta, fyrir að gefa skipun um að beita vopn- um ef nauðsyn krefði og átti að ræða málið á þingi í gær. Forset- inn skýrði sjálfur frá því í liðinni viku að hann hefði gefið umrædda skipun og sagði að hún hefði verið óhjákvæmileg. Um þetta leyti deildu Mandela og Mangosuthu Buthelezi, helsti leiðtogi zúlúmanna, hart um hvaða leiðir skyldi fara til að koma á raunverulegu lýðræði í landinu eftir að aðskilnaðarstefnan var búin að renna sitt skeið. Buthelezi krafðist fyrst og fremst aukinna áhrifa einstakra héraða á sín eigin mál. Þótt hann tæki að lokum sæti í stjórn Mand- ela eftir valdatöku ANC hafa deil- urnar milli þeirra blossað upp aft- ur. Um 1.600 manns hafa fallið í pólitískum óeirðum frá því að ANC sigraði í fyrstu fijálsu kosningun- um í landinu í apríl í fyrra. Mest hefur mannfallið verið í KwaZulu- Natal, þar sem Inkatha-flokkur Buthelezis er við völd. Verðum að muna hvernig ástandið var Embættismaður ANC, Cheryl Carolus, sem er varaframkvæmda- stjóri samtakanna, harmaði ýmsan misskilning í tengslum við málið og gaf í skyn í gær að til að geta skilið hvað gerðist væri nauðsyn- legt að rifja upp hvernig ástandið hefði verið í landinu í mars í fyrra. „Við verðum að minnast óttans sem heltók okkur öll þennan dag.“ Thatcher gagnrýnd London. Reuter. JOHN Major forsætisráðherra Bretlands gagnrýndi stjórnarand- stöðuna í gær fyrir að bráða- birgðaskýrslu um rannsókn á hneykslismáli er varðar vopnasölu til Iraks skyldi lekið til fjölmiðla. Major sagði að illkvitni hefði ráðið ferðinni er stjórnarandstæð- ingar hefðu dreift upplýsingum úr bráðabirgðaskýrslu rannsókn- arnefndar undir forystu dómarans Sir Richards Scott. Villandi bréf Blaðið Independent sagði í gær, að rannsóknamefndin gagnrýndi Margaret Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra vegna málsins. Hefði hún m.a. villt um fyrir þing- inu með bréfi sem í hefðu verið rangfærslur varðandi áform um flugvélasölu til íraks. Tókst blað- inu ekki að fá álit Thatcher á nið- urstöðum nefndarinnar. ■béh Reuter Jómfrúrferð Boeing 777 BOEING 777, ný tveggja hreyfla risaþota Boeing- verksmiðjanna, fór í jómfrúrferð sína í gær. Þetta er stærsta tveggja hreyfla flugvél í heimi. Myndin var tekin í Washinton á þriðjudag. Vélin, sem fór jómfrúrferðina, er í eigu bandaríska flugfélagsins United Airlines og fór sitt fyrsta áætlunarflug frá London til Washington. Vélin tekur um 300 far- þega, en sögn talsmanna United-félagsins er rekstr- arkostnaður við vélina litlu meiri en við 767 vél- ina, sem tekur um 200 farþega. Megin ástæðan kvað vera mun minni eldsneytiskostnaður. Hreyfl- ar 777 vélarinnar eru kraftmeiri en áður hefur þekkst, og ummál loftinntaks hvors um sig er sagt vera meira en ummál bols 737 vélarinnar. Boeing er þegar byijað að athuga möguleika á að fram- leiða lengda útgáfu af 777, sem tæki 370 farþega. Pa,ul Keating forsætisráðherra Astralíu um brottför úr breska konungdæminu Efnt verði til þj óðaratkvæðis Canberra. Reuter. ÁSTRALIR munu ganga til kjör- fundar 1998 eða 99 og greiða at- kvæði um hvort Ástralía skuli segja skilið við breska konungdæmið og gerast lýðveldi. Paul Keating, for- sætisráðherra Ástralíu, tilkynnti þetta á þingi í gær. Hann útskýrði hugmyndir sínar um lýðveldið Ástr- alíu í ræðu sem sjónvarpað var beint frá þinginu. „Fyrsta breyting- in sem ég vil að verði í Ástralíu er að Ástrali taki við embætti þjóð- höfðingja,“ sagði Keating. Verði kjörinn af þinginu Elísabet Bretadrottning er nú- verandi þjóðhöfðingi Ástralíu sam- kvæmt stjórnarskrá frá 1901. Endaþótt skoðanakannanir bendi til að 50-60 prósent atkvæðisbærra Ástrala séu fylgjandi stofnun lýð- veldis telja stjórnmálaskýrendur að í tillögu um stofnun lýðveldis verði að gera ráð fyrir einhverjum stjórn- arskrárbreytingum, eigi tillagan að ná fram að ganga. Búist er við að Keating leggi til að þjóðhöfðingi verði einungis kjör- inn með stuðningi tvöfalds meiri- hluta þingmanna, fremur en í al- mennum kosningum. Þetta yrði gert til þess að koma í veg fyrir að kjörinn þjóðhöfðingi hefði umboð almennings og gæti í krafti þess öðlast völd líkt og málum er háttað í Bandaríkjunum. Ástrala að ákveða íhaldsmenn í stjórnarandstöðu eru andvígir stofnun lýðveldis. Þeir Reuter Paul Keating, forsætisráðherra Ástraliu, flytur þinginu í Can- berra ræðu sína í gær, og gerir grein fyrir hugmyndum sinum um stofnun lýðveldisins Ástralíu. segja enga ástæðu til þess að breyta stjórnarskrá sem hefur reynst góð og gegn. Embættismaður í breska utanrík- isráðuneytinu sagði í gær að það væri Ástrala sjálfra að ákveða hvort þeir stofnuðu lýðveldi. „Við munum bíða úrslitanna, efni þeir til at- kvæðagreiðslu, og samþykkja ákvörðun þeirra, hver sem hún verður." Hann sagði ennfremur, að það myndi engu breyta um sam- skipti landanna þótt Ástralía segði skilið við breska konungdæmið; tengslin yrðu áfram jafn náin og verið hefur. Flugræn- ingi fram- seldur HÆSTIRÉTTUR í Noregi kvað í gær upp þann úrskurð að framselja skyldi til Þýska- lands ríkisfangslausa konu sem tók þátt í ráni á flugvél þýska félagsins Lufthansa árið 1977. í úrskurðinum segir að þýsk yfirvöld geti ákært kon- una fyrir flugrán, fjárkúgun, gíslatöku og aðild að tilraun til að myrða þýsku hermennina sem réðust.til atlögu í flugvél- ina. Graham féll saman PREDIK- ARINN Billy Gra- ham féll saman þeg- ar hann var að flytja ræðu í Tor- onto á þriðjudag. Hann var fluttur á sjúkrahús og að sögn aðstoðarmanna hans er hann nú við góða heilsu. Graham er 76 ára að aldri og hafði verið með flensu undanfama daga. Hann hefði ákveðið að halda ræðuna þrátt fyrir að læknar hefðu ráðið honum frá þvf. 200 látnir úr Ebola TALA þeirra sem látist hafa af völdum Ebola-veirunnar í Zaire er nú komin í 202, að sögn formanns nefndar sem yfirvöld í landinu fólu að fylgj- ast með faraldrinum. Fjöldi skráðra sjúkdómstilfella er hinsvegar óbreyttur, eða 245. Flugslys í Lettlandi FLUGVÉL sem flytja átti for- sætisráðherra Lettlands, Mar- is Gailis, til Brussel fórst í gær og með henni tveggja manna áhöfn. Að sögn embættis- manna var verið að undirbúa vélina vegna fyrirhugaðrar ferðar forsætisráðherrans. Vélin var tékknesk og var gjöf frá tékkneska lýðveldinu. Afsögn ráð- herra ANTONIO Brancaccio, innan- ríkisráðherra Ítalíu, sagði af sér í gær vegna heilsubrests. Hann var lagður á sjúkrahús í Róm í gær, og að sögn emb- ættismanna er hann alvarlega veikur. Ekki var greint nánar frá veikindum ráðherrans. Yfirmenn til fundar HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, greindi frá því í gær að yfirmenn heija ísraels og Sýrlands myndu eiga fund í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Mubarak sagðist ekki vita hvað síðan tæki við. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum ríkjanna um Gól- an-hæðir, sem ísraelsmenn hertóku 1967, og samskipti í framtíðinni. Billy Graham

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.