Morgunblaðið - 08.06.1995, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.06.1995, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FLÓÐIIM í IMOREGI Morgunblaðið/Kristinn PER Romsas fyrir framan bílskúr sinn. Lætin í flóðinu voru svo mikil að afturhliðin á bílskúrnum féll niður í heilu lagi, án þess að rúðurnar brotnuðu. Nær allt sem inni var, skolaðist út með flóðinu. „Þakka Guði fyrir aðminntími var ekki kominn“ Per Romsas átti fótum fjör að launa er Moksa flæddi yfir bakka sína. Hann sagði Urði Gunn- arsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, og Kristni Ingvarssyni ljósmyndara sögu sína VATNIÐ streymir út úr kjall- ara húss Per Romsas og lóðin í kring minnir einna helst á ruslahaug. Mold og grjót eru þar sem áður var ræktarlegur garður og tvö gróðurhús og á víð og dreif liggja vörur úr versluninni sem stendur á móti húsi Romsas í Tretten í Guðbrandsdal, en sá bær hefur orðið verst úti í flóðunum í Noregi. Sjálfur slapp Romsas með skrekkinn þegar flóðið ruddist yfír lóðina og þakkar sínum sæla fyrir að sinn tími hafi ekki kominn Romsas býr í miðbæ Tretten og hlýtur að teljast heppinn miðað við nágranna sína, þar sem hús hans skemmdist lítið í flóðinu. Vatns- skemmdir hafa orðið í kjallara og bílskúrinn er nánast í rúst. Hús nágrannana eru sum hver illa út- leikin, þau sem á annað borð eru uppistandandi. Fyrir viku fór áin sem rennur í gegnum Tretten, Moksa, að vaxa mjög og á fimmtudagskvöld stóð Romsas ekki lengur á sama enda heyrði fjölskyldan lætin er stórir steinar og björg ultu niður sívax- andi ána. Romsas og sonur hans báðu um ieyfi yfirvalda til að ijúfa veginn við húsin til að beina flóðinu frá því en fengu nei. Segist Roms- as þá hafa haft samband við starfs- menn rafveitu sem stendur uppi í gilinu sem Moksa rennur um og að þeir hafi grafið í veginn og við húsið. Nóttinni eyddi Romsas ásamt konu sinni, hundi og páfa- gauk í bíl nokkrum tugum metra frá húsinu. „Um morguninn sá ég hjálpar- sveitarmenn á ferli við árgiliðf og taldi því að öllu væri óhætt. Við ókum að húsinu en þá ruddi áin sig og það mátti engu muna að við lentum í stríðasta straumnum. Vatnið náði hátt upp á bílinn en við komumst klakklaust á brott,“ segir Romsas. Hann segist ekki hafa verið varaður við því að hætta hafi verið á flóði og að bæjaryfir- völd hafi fyrst haft samband við sig á þriðjudegi eftir flóðið. Upp í kok af verkfræðingnm „Þau hafa staðið sig illa, svo og rafveitan sem hafði breytt ár- farveginum ogaukið þar með hætt- una á flóði. Ég varaði við þessu fyrir mörgum árum þegar ég vann sjálfur hjá rafveitunni. Þá skelltu verkfræðingamir skollaeyrum við viðvörunum mínum og sögðu útlok- að að áin myndi bijóta sig út úr farvegi sínum. Nú hafa þeir neyðst til að viðurkenna að þetta geti gerst aftur. Mér finnst ég hafa fengið uppreisn æru,“ segir Romsas og bætir því við að hann sé kominn með upp í kok af verkfræðingum. Heim eftir mánuð? Fjölskyldan gerir sér vonir um að geta flutt inn í húsið eftir um það bil mánuð en hennar bíður geysilegt starf við að bæta það tjón sem orðið hefur. Hún getur ekki búið í húsinu þar sem þar er hvorki rafmagn né sími en hefur komið fyrir blómum í gluggunum á fyrstu hæð svo að það líti út fyrir að þar sé einhver. Flest var flutt af fyrstu hæð ef flóðið myndi færast enn frekar í aukana. Romsas keypti húsið árið 1968 'og hefur búið þar síðan. Enn er allt of snemmt að segja til um hversu mikið tjón ijölskyldunnar er enda erfitt að leggja mat á að- stæður svo snemma. Romsas segir nágranna sinn hafa viljað rífa sitt hús sem skemmdist en að trygg- ingafélagið taki fyrir það. Romsas er ellilífeyrisþegi en kona hans vinnur úti. Þau eiga þijú börn og býr eitt þeirra heima. Fjölskyldan hefur ekki fengið neitt greitt út úr tryggingum enn en Romsas segist hafa átt ágæt sam- skipti við starfsmenn tryggingafé- lags síns, ólíkt bæjayfirvöldum, sem hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með. „Það er vissulega erfitt að horfa upp á skemmdirnar en gleðin yfír því að minn tími skuli ekki hafa verið kominn er miklu meiri.“ Matátjóninu tekur minnst ár „ÞETTA lítur ekki vel út hér, miðbær- inn er hreinlega í rúst“ sagði Ame Kielland jr. í Tretten í gær og tók áreiðanlega ekki of djúpt í árinni. Kielland hefur yfirumsjón með mati hins opinbera á tjóninu í flóðunum og hóf yfirferð sína um svæðið í gær en hann hann hyggst heimsækja alla þá staði þar sem tjón hefur orðið. Kielland segir útilokað að gera sér grein fyrir umfangi tjónsins fyrr en að mörgum vikum liðnum. Að minnsta kosti eitt ár hljóti að líða þar til_ verki matsmannanna verði lokið. „Astæðan er sú að til þess að gera sér fulla grein fyrir skemmdunum verða þeir að heimsækja hvem og einn þrisvar. Fyrst til að áætla tjónið og gera tillögur um hvað skuli gera. Þá til að kanna hvort að rétt mat hafi verið lagt á umfang skemmda og hversu vel hafi tekist til við við- gerðir og endurbyggingu. Að síðustu til að leggja endanlegt mat á tjónið." Kielland segir ekki ljóst hversu margir matsmennirnir verði. Hann hafi leitað til fjölda manna, sem hafi bmgðist fljótt og vel við. Allir mats- mennimir verða sendir á eins dags námskeið þar sem farið verður yfir tjónsmatið og verða fyrstu námskeið- in á laugardag. Kielland vísar á bug gagnrýni þess efnis að matsmennimir tengist tryggingafélögunum of nán- um böndum, þeir séu óháðir þeim. Allt frá því að flóðin hófust í síð- ustu viku, hafa Kielland og samstarfs- menn hans unnið hörðum höndum að því að kanna skemmdir á flóðasvæð- unum. Segir hann fólk vera ótrúlega þolinmótt, skilja hversu tímafrekt og umfangsmikið starf þeira sé. Morgunblaðið/Kristinn Allt á floti í Víkingaskipinu VATN streymdi inn í Víkinga- skipið í Hamar í gær og fyrra- dag. Var það með ráðum gert, þar sem hætta er talin á að ann- ars verði miklar skemmdir á steyptu gólfi hallarinnar. Var milljónum lítra af vatni úr Mjosa, sem nú umlykur íþróttahöllina, dælt inn í höllina og líkist hún helst risastórri sundlaug, óhreinni að vísu. Vatnið er 40 sm djúpt og verður vatni dælt inn með tilliti til vatnsyfirborðsins í Mjosa, sem hækkar enn, þó hægar en áður. Einstök hús í miðbænum standa nú á kafi í vatni, m.a. veitingahús- ið „Sea Side“ (Sjávarsíðan), sem þykir einstaklega kaldhæðnisleg nafngift. Tore Arne Pedersen vann í gær við að dæla Vatni inn í höllina sem Norðmenn eru svo stoltir af. Norsku tryggingafélögin koma sér saman um þak á bætur vegna flóðanna Bótagreiðslur fari ekki yfir 18 milljarða GÍFURLEGT verk er fyrir höndum við mat á því tjóni sem orðið hefur í flóðunum í Noregi og á eftir að verða. Er ekki búist við að fyrstu áætlanir liggi fyrir um tjón fyrr en um næstu mánaðamót. Þá liggur enn meiri vinna fyrir við viðgerðir á hús- um, vegum og öðrum mannvirkjum. Fá verður iðnaðarmenn frá öðrum Norðurlöndum, fyrst og fremst Sví- þjóð, þar sem Ijóst er að skortur verður á iðnaðarmönnum í Noregi. Viðlagasjóður greiðir út bætur vegna skemmda á einkalóðum, veg- um, brúm, bryggjum og útihúsum auk tjóns á útsæði,kartöflum og áburði, svo eitthvað sé nefnt. Sjóð- urinn greiðir ekki skemmdir á opin- berum byggingum. Aðrar byggingar, vélar og tæki, verður að tryggja hjá tryggingafélögum. Krefja má sjóðinn um greiðslur á öllum öðrum skemmd- um vegna flóðanna, sem trygginga- félög taka ekki að sér. Hámarksbóta- upphæð er um 4,1 milljón kr. ísl. og verða tjónþolar að bera allt að 20% tjónsins sjálfir. Verkfræðingar hafa varað við því að hætta sé á að matið á skemmdum verði of lágt þar sem matsmenn hafi ekki alltaf næga þekkingu til að bera. Er nefnt sem dæmi skemmdir á ein- angrun, sem margir hvorki átti sig á né reikni með. Þá hefur einnig verið bent á að þegar fjölgað sé í hópi matsmanna veljist oft til verks- ins menn sem séu tengdir trygginga- félögunum. Máli sínu til stuðnings vísa gagnrýnendur til þess að í kjöl- far fárviðris sem gekk yfir árið 1992, hafi margir borið skarðan hlut frá borði. Talsmenn tryggingafélaga og Viðlagasjóðs vísa þessu alfarið á bug. Tryggingafélögin hafa tekið ákvörðun um að greiða ekki hærri upphæð en 18 milljarða kr. ísl. til fórnarlamba flóðanna. Segja félögin að enn sem komið sé, hafi ekki verið tilkynnt um skemmdir sem nemi meiru. Gerist það, komi einfaldlega minna í hlut hvers og eins. Sú spurning sem er fórnalömbum flóðsins líklega efst í huga nú, er hversu fljótt þeim verður greitt út tjónið sem þeir hafa orðið fyrir. Gun- hild 0yangen, landbúnaðarráðherra, sagði á þriðjudag að þeir sem þyrftu mest á aðstoð að halda, fengju fyrir- framgreiðslur. Sagði ráðherrann stjórnina vera alla af vilja gerða til að leysa vanda hvers og eins. Aukin áhersla yrði lögð á að hraða greiðsl- um, fleira fólk yrði ráðið til að meta tjónið og að meiri samvinna yrði við tryggingafélögin. Meðal þeirra sem munu vinna við að hreinsa til þegar flóðin hafa sjatn- að, er fólk á atvinnuleysisskrá. Gert er ráð fyrir að kostnaður við að ráða allt að 1.000 manns, nemi um 780 milljónum ísl. kr. Það er bót í máli að ekki hefur orðið vart aukinnar glæpatíðni á flóðasvæðunum, þrátt fyrir að fjöldi húsa standi opinn. Er ekki vitað um nein innbrot en tilraun var gerð til þess að fara inn í hús í Fetsund, aðfaranótt þriðjudags. Eigandinn var hins vegar heima og hrakti hina óvel- komnu gesti á brott.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.