Morgunblaðið - 08.06.1995, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kórtónlist
og Schubert
TÓNLIST
Ilallgrímskirkja
KÓRSÖNGUR
Samkór Reylqavíkurprófast-
dæmis eystra og Sinfóníhljóm-
sveit áhugamanna, organisti
Bjarni Þór Jónatansson. Ein-
söngvarar: Sigríður Gröndal,
Þorgeir J. Andrésson og Sigurð-
ur Skagfjörð. Stjórnendur:
Smári Ólason, Oddný Þorsteins-
dóttir, Sigrún Steingrímsdóttir
og Kjartan Siguijónsson.
Á FYRRI hluta tónleikanna
voru flutt norræn kórlög er
stjórnendumir skiptust á að
stjóma. Flutt vom sex íslensk
kirkjulög, eitt eftir Jakob Hall-
grímsson (Ó, undur lífs), fjögur
eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
þar á meðal þau ágætu lög Til
þín, Drottinn og Heyr himna-
smiður og síðast Vor raust og
tunga, kyndilmessusálmur úr
grallaranum, í ágætri radd-
setningu éftir Glúm Gylfason.
Eitt fallegasta lagið af þeim
norrænu var Psamlus CXX,
eftir Otto Olsson, er Oddný
Þorsteinsdóttir stjórnaði. Til
þín, Drottinn hnatta og heima,
eftir Þorkel, var mjög fallega
sungið undir stjóm Sigrúnar
Steingrímsdóttur og sama má
segja um síðasta lagið, Vor
raust og tunga, sem Smári
Ólason stjórnaði en í því lagi
var leikið undir á piccolotromp-
ett og orgel.
Siðasta verk tónleikanna var
Messa í G-dúr, eftir Schubert,
og mætti til leiks Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna og ein-
söngvarar. Stjórnandi var
Kjartan Siguijónsson og var
flutningurinn í heild ágætlega
hljómandi, þótt vel hefði mátt
hafa meiri mun á sterkum og
veikum leik og hraða kaflanna.
Þarna kemur til reynsluleysi
en að öðra leyti var leikur
hljómsveitarinnar hreinn og
kórinn söng af nokkra öryggi,
þó oft ætti hann varla í fullu
tré við styrk hljómsveitarinnar.
Einsöngvararnir sungu vel sín-
ar stuttu strófur.
Samkór Reykjavíkurpróf-
astsdæmis eystra söng nokkuð
vel, þó aðeins bæri á að tón-
staðan væri óviss þegar sungið
var veikt, en þá er einmitt
hætta á að söngmenn slaki á
og stuðningurinn við tóninn
minnki. Hvað sem þessu líður
er söngur kirkjukóra alltaf að
batna og víst, að það starf sem
liggur að baki þessum tónleik-
um, skilar sér í bættum söng
og eflir mönnum kjark til átaka
við stór og erfið vekefni.
Jón Ásgeirsson
Auði Gunnarsdóttur sópran hlotnast mikill heiður
Morgunblaðið/Guðrún Hólmgeirsdóttir
AUÐUR Gunnarsdóttir sópran býr sig nú undir
viðburðaríkt sumar.
Boðið á hina
árlegu
Wagner-
hátíð í
Þýskalandi
HIÐ alþjóðlega Wagner-félag hef-
ur boðið Auði Gunnarsdóttur sópr-
an að fylgjast með gangi mála á
árlegri tónlistarhátíð í Bayreuth
í Þýskalandi í ágúst, en hún er
tileinkuð einu helsta óperuskáldi
sögunnar, Richard Wagner. I boð-
inu felst gisting, uppihald, kynn-
ing og miðar á þijár sýningar.
Wagner-hátíðin er einn helsti tón-
listarviðburðurinn í Þýskalandi ár
hvert og margra ára bið getur
verið eftir miðum.
Félagið er stofnað af Wagner
sjálfum í Bayreuth en teygir nú
anga sína víða um lönd. Markmið
þess er að styrkja unga og efni-
lega tónlistarmenn og gera þeim
kleift að fylgjast með sýningum á
hátíðinni.
Hátíðin er haldin í leikhúsi í
Bayreuth sem Loðvík 2. Bæjara-
konungur lét reisa fyrir Wagner.
Var það vígt árið 1876 en fyrsti
leikhússtjórinn var eiginkona
Wagners, Cosima. Óperurnar sem
settar verða á svið að þessu sinni
eru Parsifal, Tannhauser og Trist-
an og ísold.
„Þetta er fyrst og fremst við-
urkenning fyrir mig og frábært
tækifæri til að vera viðstödd þessa
hátíð og fá að kynnast þessum
óperum svona náið. Þarna verða
margar þekktar s1jörnur,“ segir
Auður sem ljúka mun námi frá
óperu- og einsöngvaradeild Tón-
listar háskólans í Stuttgart á næsta
ári. Einungis þrír samnemar henn-
ar munu fylgja henni til Bayreuth;
einn píanóleikari og tveir söng-
varar.
Miklar framfarir
Auður hefur verið mjög virk í
óperuuppfærslum skólans síðast-
liðin tvö ár. Strax á fyrstu önn
fékk hún að spreyta sig á hlut-
verki Marsellínu í Brúðkaupi
Fígarós og var það fyrsta ein-
söngshlutverk hennar á sviði.
Síðastliðið haust fór Auður síðan
með hlutverk í nýrri nútimaóperu
sem ungt tónskáld var fengið til
að semja sérstaklega fyrir fimm
nemendur í skólanum.
Auður þótti taka miklum fram-
f örum fyrsta árið og í vetur var
ákveðið að setja upp fyrir hana
Seldu brúðina eftir Smetana. Fór
hún þar með aðalhlutverkið. Á
laugardaginn verður síðan óperan
Orfeifur og Evrýdíka eftir Gluck
frumsýnd í skólanum og fer Auður
með hlutverk Evrýdíku. Aðal-
kennari hennar er prófessor Luisa
Bosabalian.
Auður sinnir ekki eingöngu
óperunni. Kemur hún meðal ann-
ars reglulega fram á ljóðatónleik-
um. Kostar söngkonan þá jafnan
kapps um að hafa einhver íslensk
verk á efnisskránni.
Auður segir að spennandi verk-
efni séu framundan, meðal annars
með Fílharmóníusveitinni í Stutt-
gart. Þá fá Islendingar að njóta
krafta hennar í fyrsta sinn síðan
hún fór utan tii náms á tónleikum
í Listasafni Siguijóns Ólafssonar
1. ágúst næstkomandi. „Ég hef
verið mjög heppin og hef eigin-
lega ekki undan. Ég er því bjart-
sýn á framhaldið en þetta er nátt-
úrulega alltaf spurning um að
vera réttur maður á réttum stað.“
FRÁ æfingu Darraðardans. Ástrós Gunnarsdóttir, Hörður Bragason, Katrín Ólafsdóttir, Kristinn
H. Árnason, Þórarinn Kristjánsson, Margrét Eir og Kormákur Geirharðsson.
Af ánægju malandi
Tímarit
• NÝTT tímarit / apótekinu hefur
hafið göngu sína. Ritið er gefið
út undir merki Apótekarafélags
íslands. „í Apótekinu er ætlað að
miðla hlutlægum upplýsingum til
almennings um
lyf, heilsuvörur,
sjúkdóma, sjúk-
dómseinkenni,
húð- og hreinlæt-
isvörar og annað
er varðar heil-
brigði einstakl-
ingsins," segir í
tilkynningu frá
Útgefanda. Jóhannesson
Fyrirhugað er að í Apótekinu
komi út 2-4 sinnum á ári og verð-
ur því dreift til apóteka, þar sem
það mun liggja frammi og er fólki
fijálst að taka eintak með sér end-
urgjaldslaust.
I fyrsta tölublaði er fjallað um
lyfjaskammtabox, fijóofnæmi, sól-
arvörn, hitastillandi lyf fyrir börn,
húðvandamál, opnunartíma apó-
teka og margt fleira.
Rjtstjóri og útgefandi tímarits-
ins í Apótekinu er ÓlafurM. Jó-
hannesson. Formaður blaðstjórnar
erlngolf Petersen lyfjafræðingur.
LISTFÉLAGIÐ Darraðardans
frumsýnir tón-, dans- og kvik-
myndaverkið „Af ánægju malandi
stukku“ í Héðinshúsinu í kvöld kl.
23. Aðstandendur sýningarinnar
segja að verkið sé tilraun til að
þætta saman ólíkar listgreinar sem
ekki hafi verið gert jafn mikið hér
á landi og erlendis. „Það má e.t.v.
setja þetta undir hatt tilraunaleik-
húss,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir,
annar dansaranna í sýningunni,
„gerðar eru tilraunir með hreyf-
ingar, tónlist og myndir og Mar-
grét Eir sýngur texta eftir Óttar
Proppé sem myndi líklega flokkast
undir ljóðrænan prósa."
Jöfnum höndum og fótum
Verkið er samið af öllum þeim
sem taka þátt í sýningunni og er
að þeirra sögn fullt af gleði og
hamingju eins og heiti þess gefur
til kynna. Katrín Ólafsdóttir,
dansari, segir að verkið hafi ekki
verið samið með neitt sérstakt
þema í huga heldur hafi þau
spunnið það af fingrum fram í
kringum ýmsar hugmyndir. Katrín
segir þessa vinnu hafa verið
sérstaklega skemmtilega.
„Veiyulega fá dansarar fullbúna
tónlist til að semja dansa eftir en
hér höfum við samið dans og
tónlist jöfnum höndum."
„Já, eða jöfnum höndum og fót-
um,“ skýtur Hjörtur Bragason að,
en hann er einn af fimm hljóðfæra-
leikurum í sýningunni. Hjörtur seg-
ir að samvinnan hafi gengið mjög
vel þrátt fyrir að meðlimir hópsins
hafl komið úr öllum áttum og aldr-
ei unnið saman áður. „Bakgrunnur
þessa fólks er n\jög ólíkur, hér er
fóik sem aðallega hefur unnið í
popphljómsveitum, sumir hafa
klassískan bakgrunn, aðrir hafa
unnið mikið í leikhúsum, enn aðrir
eru í námi, sjálfur var ég í pönk-
hljónisveitinni Bruna B.B. hér áður
fyrr en er nú kirkjuorganisti."
Hópurinn segist ekki hafa séð
kvikmynd Sæmundar Norðfjörðs,
sem sýnd verður stórum vegg fyr-
ir aftan sviðið meðan á sýningunni
stendur en myndin hefur ðll verið
tekin á æfingum hópsins í Héðins-
húsinu. Kvikmyndin verður þannig
eins konar spegilmynd af verkinu
eða kannski öllu heldur verk um
verkið.
Verkið verður sýnt aftur á
morgun og laugardag á sama tíma
og sama stað.
*
Ahugaleikarar
funda og faerna
fi rði Mnrnrunhlaflið
Seyðisfirði. Morgunblaðið.
UM helgina hélt
Bandalag íslenskra
leikfélaga aðalfund
sinn í Herðubreið á
Seyðisfirði. Þar mættu
um 70 fulltrúar leikfé-
laga víða af landinu.
Aðalmál fundarins að
þessu sinni var um-
Ijöllun um hvernig
standa ætti að rekstri
og fjármögnun Þjón-
ustumiðstöðvar leik-
listarinnar sem banda-
lagið rekur. Nýlega
festi það kaup á eigin
húsnæði að Laugavegi
96 í Reykjavík. Þar er
rekin eina þjónustum-
iðstöðin á landinu fyrir leiklist og
sér hún meðal annars um miðlun
og samningagerð sem tengist leik-
verkum, höfundum, þýðendum og
leikstjóram.
Framkvæmdastjóri BÍL er Vil-
borg Valgarðsdóttir. Hún sagði frá
því að á skrifstofunni eru nú 1,6
stöðugildi ritstjóra Leiklistarblaðs-
ins sem kemur út fjórum sinnum á
ári. Það var mál manna að nauðsyn-
legt væri að styrkja starfsemi þjón-
ustumiðstöðvarinnar og samþykkti
fundurinn ályktun þar sem skorað
er á menntamálaráðherra að sýna
vilja sinn til að efla menningu í land-
inu með því að styrkja BIL vegna
húsnæðiskaupanna á 45 ára af-
mæli þess.
Nýr formaður, Einar Rafn Har-
aldsson, Egilsstöðum, tekur nú við
stjórn bandalagsins. Fráfarandi for-
maður, Kristján Hjartarson, sýndi
hlýhug sinn til bandalagsins með
því að efna til styrktartónleika í
Herðubreið og söfnuðust um 40.000
krónur sem renna til húsnæðiskaup-
anna.
Á föstudaginn var fundargestum
boðið á sýningu Leikfélags Seyðis-
VILBORG
Valgarðsdóttir,
fjarðar á Aldamóta-
elexír eftir Iðunni og
Kristínu Steinsdætur.
Á laugardagskvöldið
bauð svo bæjarstjórn
Seyðisfjarðar fundar-
mönnum til hátíðar-
kvöldverðar. Þorvaldur
Jóhannsson bæjar-
stjóri var veislustjóri
og leikarar úr Leikfé-
lagi Seyðisfjarðar sáu
um skemmtiatriði. Að
því loknu var haldin
árshátíð áhugaleikara
og búin til hljómsveit á
staðnum. Séra Hannes
Orn Blandon, prestur í
Eyjafirði, sá um
trommuleik. Sigurður Hallmarsson
frá Húsavík lék á nikkuna og bæj-
arbúarnir Einar Bragi á flautu og
píanó og dægurlagasöngvarinn
Villó lék á gítar.
Einnig var æft upp leikrit um
helgina undir stjórn Guðjóns Sig-
valdasonar leikstjóra. Þetta var svo-
kallað samskiptaleikrit sem svo var
sýnt á götu úti um allan bæ á
sunnudaginn. Þar var fjallað um
vandræði kvennanna í Sólliljunum
sem ekki gátu fundið rútubílinn sinn
aftur (bilaður eða týndur) og leituðu
ásjár hjá bæjarbúum. Stjórnandi
kórsins, Hans Rigmorson, átti erfitt
með að gera sig' skiljanlegan þar
sem hann talaði „endast Svenska".
Karlakórinn átti einnig í erfíðleikum
og leituðu víða að Karli Gústafi sem
syngja átti afmælissönginn fyrir.
Skipulagning og framkvæmd
fundarins var í höndum félaga í
Leikfélagi Seyðisfjarðar. Allt virðist
hafa heppnast sérlega vel ef marka
má alla þá sem komu til fréttarit-
ara Morgunblaðsins og báðu hann
um að skila sérstöku þakklæti til
gestgjafanna.