Morgunblaðið - 08.06.1995, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jóhannes Guð-
mundsson var
fæddur i Reykjavík
15. apríl 1948. Hann
iést í Danmörku 23.
maí sl. Foreldar
hans voru Margrét
Jósefsdóttir og
Guðmundur Jó-
hannesson. Systir
Jóhannesar er Mar-
grét Guðmunds-
dóttir. Jóhannes
kvæntist Guðrúnu
Jóhannsdóttur frá
Dalsgarði í Mos-
fellssveit og eignuð-
ust þau þrjú börn
sem eru; Birta, Þór og Guð-
mundur. Jóhannes og Guðrún
slitu samvistir. Síðar varð Krist-
ín Mönster sambýliskona Jó-
hannesar og eignuðust þau tvær
dætur, Maríu og Onnu.
Útför Jóhannesar fer fram
frá Lágafellskirkju i dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Nú sefur jörðin sumargræn.
Nú sér hún rætast hverja bæn
og dregur andann djúpt og rótt
um draumabláa júlínótt.
Þegar ég frétti andlát Jóa, uppeld-
isbróður míns og vinar 24. maí síð-
atliðinn, var sem myrkur og kuldi
helltust yfir mig, þó svo að sólin
skini í heiði og vorið að vekja gróður-
inn til lífsins. Sagt er að vegir Guðs
séu órannsakanlegir og þessi
ákvörðun að kalla á brott þennan
góða dreng á besta aldri, færir okk-
ur enn sönnur þessara orða.
Móðir mín og móðir Jóa voru
æskuvinkonur og hélst sú vinátta
alla tíð. Frá því að ég man eftir mér
var Jói á Helgafelli á sumrin, en
þegar fram liðu stundir og skóla-
göngu Jóa lauk kom hann alkominn
að Helgafelli.
Sveitin átti hug hans allan og tók
Jói þá ákvörðun að gerast búfræð-
ingur og útskifaðist hann frá Hvann-
eyri árið 1967.
Hestamennska var aðaláhugamál
Jóa og vann hann við hin ýmsu störf
í sveitinni en aðallega störf er tengd-
ust hestum.
Jói var ákaflega fríður sýnum og
snyrtimenni mikið. En það var ekki
einungis hin ytri fegurð sem ein-
kenndi hann. Hann var ákaflega
glaðlyndur og hjartahlýr sem hann
sannaði best á málleysingjum og
þeim sem minna máttu sín.
Jói var foreldrum mínum sem son-
ur, þeim Hauki Níelssyni og Önnu
Steingrímsdóttur (sem nú er látin).
Faðir minn þakkar Jóa þær sam-
verustundir er þeir áttu saman og
það traust sem Jói bar til hans, og
kveður hann með þessum orðum
Stephans G. Stephanssonar:
Bognar aldrei - brotnar í
bylnum stóra seinast.
Eg og fjölskylda mín vottum móð-
ur Jóa, bömum, systur og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Með þessu erindi Davíðs Stefáns-
sonar kveð ég Jóa og þakka honum
allt.
Nú sefur allt svo vel og vært,
sem var í dagsins stríði sært,
og jafnvel blóm með brunasár. -
Þau brosa í svefni gepum tár.
(Davíð Stefánsson)
Marta Hauksdóttir,
Helgafelli.
Misjafnt höfumst við mennimir
að og örlögin margs konar. Þetta
var það fyrsta sem skaut upp í huga
mér þegar frétti af andláti Jóhannes-
ar Guðmundssonar því ekki hafði
ég það á tilfinningunni að hann,
væri á förum úr þessum jarðneska
heimi. Þá varð mér hugsað til setn-
ingar sem Jói var vanur að hafa á
takteinum þegar eitthvað óvænt
kom upp á, en þá sagði hann oft
og iðulega: „Oft var þörf en nú var
nauðsyn og þá stóð Skjóni kyrr“ og
þannig stóð tíminn kyrr
hjá mér eitt augnablik
og minningarnar um
góðan, skemmtilegan
og hugmyndaríkan
dreng komu upp í hug-
ann.
Jóhannes Guðmunds-
son, eða Jói eins og var
alltaf kallaður, var að
miklu leyti alinn upp á
Helgafelli í Mosfells-
sveit hjá þeim Hauki
Níelssyni og Önnu
Steingrímsdóttur en
Anna og Margrét móðir
hans voru vinkonur. Jóa
þótti alla tíð mjög vænt
um Hauk og Önnu og var það sam-
band alla tíð kjölfesta í tilveru hans
hvar sem hann var. Það sem réð því
að Jói vildi hvergi annars staðar
vera en á Helgafelli var hrifning
hans af dýrum og búskap. Hestar
áttu alla tíð hug hans allan og var
Jói ákaflega natinn í allri umgengni
sinni við þá. Eftir þessu var tekið.
Hann átti um dagana margan góðan
hestinn en þó held ég að besta hest-
inn hafi hann talið vera móskjóttan
gæðing, sem honum þótti ákaflega
vænt um. Örlög þeirra voru um það
lík að þeir voru nokkuð snöggt kall-
aðir úr þessu jarðneska lífi.
Mín kynni af Jóa hófust er ég tíu
ára gamall kom að Helgafelli á leið-
inni norðan úr landi. Jói tók mér
strax vel og fékk ég fljótlega að
fara með honum á hestbak og var
mikið riðið út í þá daga. Jói var
ákaflega skemmtilegur og hug-
myndaríkur. Hann var fljótur að
koma auga á spaugilegu hliðarnar
og fljótur að hugsa og alls staðar
þar sem Jói fór var gaman. Grín og
galsi gátu verið áberandi í fasi hans
og orðheppni. Þetta voru eiginleikar
sem maður sem unglingur laðaðist
að, en Jói var einnig einstaklega
bamgóður. Þá fór Jói stundum eigin
leiðir og gat þá verið erfítt að fylgja
honum eftir.
Vegna áhugans á landbúnaði lá
leið Jóhannesar í Bændaskólann á
Hvanneyri en þar dvaldi hann við
nám 1965-1967. Þetta voru
skemmtileg ár í lífí Jóa og oft talaði
hann um þennan tíma. Það var
greinilegt að Gunnar Bjarnason, þá
kennari á Hvanneyri, hafði mótandi
áhrif á ungmennin þar, sérstaklega
er varðaði hesta og hestamennsku,
og þama var í raun lagður gmnnur
að nútímatamningum. Að loknu
námi vann Jói víða, m.a. á tveim
tamningastöðvum, en lengi vann
hann við hænsnabúið á Teigi í Mos-
fellsbæ hjá Matthíasi Einarssyni, en
þá var þar rekið myndarlegt
hænsnabú. Á þessum ámm kynnist
Jói Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Dals-
garði og hófst þá nýtt tímabil í lífi
Jóa. Þau dvöldu m.a. á Fjóni í Dan-
mörku við landbúnaðarstörf um
tveggja ára skeið. Eftir heimkomuna
vann Jói aftur á Teigi hjá Matthíasi
en hóf síðan búskap 1974 í Mjóa-
nesi í Þingvallasveit. Þetta vom á
vissan hátt mjög mótandi og
skemmtileg ár hjá fjölskyldunni og
lifir þessi tími enn í minningu henn-
ar. Gunna og Jói eignuðust þijú
börn: Birtu, Þór og Guðmund. Það
er sérstaklega Birta og Þór sem
muna dvölina þarna í Mjóanesi, en
Guðmundur fæðist rétt áður en þau
hætta búskap 1978. Það hlýtur að
hafa verið ævintýralegt fyrir krakka
að stunda veiðiskap í vatninu en það
er ein af hlunnindum jarðarinnar.
Jói og Gunna slitu samvistum
árið 1979 og í kjölfarið fékk Jói
vinnu á hestabúgarði á Jótlandi og
var ætlunin að dvelja þar aðeins
stuttan tíma. en heimkoman frest-
aðist og Jói er eiginlega ekki kominn
enn. Það urðu örlög hans að enda
ævina þar ytra. Jói kynntist á þess-
um árin danskri stúlku, Kirsten, og
hófu þau fijótlega sambúð og eign-
uðust tvær myndarlegar stúlkur:
Maríu og Önnu. Jóhannes lauk námi
í logsuðu og starfaði lengi við það.
Hann undi hag sínum vel og voru
dætumar kjölfestan í tilvemnni. Á
þessum tíma átti ég oft kost á að
heimsækja þau og var þá kátt á
hjalla. Jói var sem fyrr fljótur að sjá
spaugilegu hliðarnar og hafði verið
fljótur að kynnast fjöida fólks þar
ytra. Hann talaði alveg sérstaka
dönsku þar sem einstaka orð var
íslenskt en allir sem umgengust Jóa
virtust skilja þetta málfar. Mér varð
stundum hugsað til þess er við Jói
vorum að gera grín að þeim Dönum,
sem voru nokkrir hér í Mosfellssveit
á okkar uppvaxtarárum, en málfar
þeirra var eins konar blanda af ís-
lensku og dönsku, sem allir skildu.
Nú var líkt á komið með Jóa og þeim.
Síðustu ár ævinnar vann Jói á
Læsö, en það er eyja úti fyrir Ála-
borg og koma þangað margir ferða-
menn. Hann starfaði þar á hestabú-
garði, þar sem stundaðar eru útreið-
ar með útlendinga á íslenskum hest-
um. Þar var Jói kominn í umhverfi
sem laðaði fram eitt af því besta í
fari hans en það var natni við hest-
ana, auk þess sem Jói var einstakt
snyrtimenni í allri umgengni. Þá var
áberandi hvað Jói fór vel með hey.
Lífið virtist því að flestra mati blasa
við honum, en það er því miður svo
að þegar vel gengur geta komið
þungbær áföll. Birta, Þór og Guð-
mundur eru uppkomin en missirinn
er mestur fyrir stúlkurnar, Maríu
og Önnu, sem eru átta og tíu ára
og umgengust föður sinn náið. Þá
votta ég eftirlifandi móður, Mar-
gréti, systur Maggý, Hauki fóstra
hans og börnum samúð mína og
vona að minningin um góðan og
skemmtilegan dreng lækni öll sár.
Helgi Sigurðsson.
Jóhannes lést óvænt og um aldur
fram í Danmörku, en þar hafði hann
búið og starfað frá 1978. Með sam-
býliskonu sinni, Kristine Monster,
átti hann tvær dætur, Marie og Önnu.
Jóhannes var til heimilis hjá Önnu
og Hauki á Helgafelli í Mosfellssveit
frá fermingaraldri og var einn af
okkar góðu nágrönnum á þeim bæ.
Hann lét til sín taka í sveitinni, var
virkur í félagsmálum hestamanna
og tók þátt í fjárragi vor og haust
í göngum og réttum. Hann þótti
snemma fjárglöggur og fróður um
mörk og var það mjög að skapi fóstra
hans, Hauks bónda á Helgafelli.
Jóhannes var sinnugur við allar
skepnur. Hann lagði sig þó mest
fram við hesta og búnað þeirra,
hvort heldur var við tamningar eða
fóðrun og annan aðbúnað.
Jói, eins og hann var kallaður, var
vinsæll af jafnöldrum sínum og
kunni einnig vel að umgangast eldri
menn. Hann sýndi þeim tillitssemi
og kurteisi og kom vel fýrir sig orði,
hvort heldur var úr ræðustól eða í
almennum viðræðum við menn.
Manna mest mat hann fóstra sinn
og ríkti gagnkvæm vinátta milli
þeirra. Jói kunni vel að meta dreng-
skap og sýndi það í dagfari sínu.
Öll verk léku í höndum Jóa og hann
átti þann draum að verða bóndi.
Hann lauk búfræðinámi á Hvann-
eyri 1967. Árið 1969 var stefnan
tekin til Danmerkur til starfs og
kynningar. Jói og unnusta hans,
Guðrún Jóhannsdóttir frá Dalsgarði,
réðu sig til móðursystur hennar,
Dorte Jacobsen, og manns hennar,
en þau ráku stórbúskap á Fjóni.
Heim var snúið 1972 og hafín
störf hjá Matthíasi Einarssyni á
Teigi með búsetu í Lyngási í Mos-
fellssveit. Þá losnaði Mjóanes í Þing-
vallasveit úr ábúð 1974. Guðrún og
Jóhannes fluttu þangað það vor og
bjuggu með sauðfé og nytjuðu veiði
í Þingvallavatni.
Þau hjónin fengu að reyna ýmsa
erfíðleika og áföll og fór svo að leið-
ir skildu 1978 og þau létu af búskap
á jörðinni. Börn þeirra eru þijú,
Birta, Þór og Guðmundur, sem öll
eru uppkomin og dugnaðarfólk.
Jói undi ekki hér eftir þetta og
hélt til Danmerkur í annað sinn og
þar buðust honum ýmis tækifæri.
Og skyndilega er hann horfinn.
Jóhannes var hlýr og notalegur í
viðmóti og öllum var vel við hann.
En vonirnar brugðust. Lífið og tilver-
an tóku enda óvænt og fyrirvara-
laust.
Við samferðamennirnir sendum
venslafólki samúðarkveðjur. Minn-
ingin lifír.
Jón M. Guðmundsson,
Reykjum.
JOHANNES
GUÐMUNDSSON
MAÍEPLI í BLÓMA.
Maíepli
MAÍEPLI, furðu-
legt nafn á blómi,
fínnst þér það ekki?
En 'blómið sem ber
þetta skrítna nafn
er líka furðulegt,
mér fínnst þó rétt-
ara að segja stór-
kostlegt. Áhugi
minn á maíepli,
Podophyllum hex-
andrum eins og
jurtin heitir núna á
latínu, vaknaði lík-
lega af því að hún
er gömul lækn-
ingajurt og sem
slíkrar heyrði ég
hennar fyrst getið
í skóla. Hún var notuð sem lyf
við vatnssýki, sem við köllum
nú bjúg. Rótin var notuð sem
svokallað drastikum, eða kröft-
ugt niðurgangslyf, sem gat vald-
ið margra sólarhringa niður-
gangi og þannig þornaði líkam-
inn upp. Notkun Podophyllin-
rótarinnar sem lyfs er löngu
hætt og við bjúg eru nú notuð
svonefnd þvagræsilyf. Maíepli
hafði ég aldrei séð nema á mynd
þegr ég pantaði mér fræ af fræ-
lista garðyrkjufélagsins. Ekkert
gerðist fyrsta sumarið í sáð-
bakkanum og ég ætlaði að henda
öllu í safnkassann en sá að mér
og setti bakkann út í garð yfir
veturinn og sjá, næsta vor var
komið líf í moldinni. Seinna las
ég að fræ maíeplis þurfa að
frjósa til að þau spíri. Síðla sama
sumars setti ég nokkrar smáp-
löntur út í garð en vistaði aðrar
í uppeldisreit yfír veturinn. Og
sjá, næsta vor gerðust undur og
stórmerki. Upp úr moldinni kom
sver rauðbrúnn oddur. Honum
skaut upp úr jörðinni með feiki-
hraða, líkara að um geimflaug
væri að ræða en blómplöntu. Á
enda sumra þessara odda var
líkt og loðinn hattur, sem ég
áttaði mig ekki fyrst á hvað
var, það líktist helst hitahlíf
framan á geimflaug og reyndist
líka vera hliðstætt fyrirbrigði.
Þama á enda sumra oddanna
var sem sé innpakkað blóm.
Maíepli blómstrar á vorin, gjarn-
an um mánaðamótin maí/júní.
Þar er þá skýringin að hluta til
á nafngiftinni. Upp úr jörðinni
sprettur sver stöngull, gjaman
um 1 cm í þvermál, á enda hans
er blómið umlukið 3 loðnum,
rauðbrúnum reifablöðum. Stöng-
ullinn stækkar mjög hratt, á
hálfum mánuði til þrem vikum
er hann orðinn 20-30 cm á hæð
og blómið opnar sig í allri sinni
dýrð. Krónublöðin eru 6, rósbleik
að lit og líkjast þó nokkuð epla-
blómnum. Blómin sem eru um 4
cm á stærð eru mjög fíngerð og
í erlendum bókum er þeim gjam-
an lýst sem fögru skrautfiðrildi,
sem hafí tyllt sér niður á stöngu-
lendann stutta stund, en gæti
flogið burt fyrr en
varír. Það gera þau
reyndar líka því
blómgunin varir
ekki mjög lengi.
Frævan sem er stór
og gul á lit fer nú
að stækka og blóm-
ið sem var legglaust
fær þó nokkurn legg
um leið og blóm-
blöðin falla af og
frævan beygist und-
ir laufið. Legglaus
laufblöðin, sem eru
tvö á hveijum
stöngli, sitja beint
undir blómkrón-
unni. Á meðan
blómgunin varir eru þau saman-
brotin, líkt og fallhlíf geimflaug-
arinnar, svo ég haldi áfram sam-
líkingunni, en breiða síðan úr
sér, fallhlífin opnast að lokinni
blómgun. Blöðin em ekki síður
skrautleg en blómið. Þau eru
mikið skert, nánast eins og fingr-
uð og hver blaðflipi endar í
skörpum oddi. Blöðin eru þykk,
leðurkennd og litur þeirrar
minnir á gamalt eðal-leður sem
farið er að snjást. Ung blöð eru
rauðbrún að lit með grænum
æðum eða taumum, en smám
saman verður græni liturinn yfir-
sterkari og blöðin fá langan stilk,
þannig að heildarhæð jurtarinn-
ar verður nálægt 40 cm. Síðsum-
ars roðna blöðin, einkum ef jurt-
in stendur á þurmm stað. Þá
kemur aldinið í ljós. Frævan er
nú orðin að stóm, rauðgulu beri,
kjötmiklu með stórum steinum,
sem hangir niður í vikinu milli
blaðparanna. Þetta ber, sem er
álíka stórt og plóma hangir síðan
á stönglinum fram eftir vetri.
Því má segja að maíeplið eigi sér
3 fögur tímabil, tímabil blóms-
ins, laufskrúðsins og aldinsins.
Maíepli tilheyrir lítilli, 10
blóma ættkvísl, Podophyllum —
einn meðlimur ættkvíslarinnar
vex í austurhluta Norður-Amer-
íku. Hinir níu eru upprunnir í
laufskógum Austur-Asíu og Hi-
malaya. Maíeplið gerir ekki mikl-
ar kröfur til umhverfis. Það
þrífst ágætlega, þótt það vaxi í
hálfskugga í venjulegri garð-
mold, en fegurst verður það samt
í fullri sól í djúpum moldatjarð-
vegi, sem aldrei þorrnar alveg.
Auðvelt er að fjölga maíepli.
Fræsáningu hef ég áður lýst,
en sé aldinunum leyft að falla
til jarðar og rotna geta færin
Iíka spírað af sjálfsdáðum á
vaxtarstaðnum. Eins má skipta
rótunum, en þær eru þykkar og
kjötmiklar og mynda líkt og
stjörnu út frá stuttum jarð-
stönglinum. Maíeplið er í alla
staði eftirsóknarverð garð-
planta og stór kostur er að það
er ekki skriðult og einnig lang-
líft, jafnvel á íslandi.
S.Hj.
BLOM
VIKUNNAR
309. þáttur
Umsjón Ágústa
B j ö r n s d ó 11 i r