Morgunblaðið - 08.06.1995, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ferdinand
Og mig dreymdi að ég lægi á Skyndilega flaug flokkur yfir Fuglar? Nei ... D-minusar!
þessu fallega engi. höfði mér.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Réttur smærri
samfélaga til
sjálfsbjargar
Opið bréf til alþingismanna
Frá Hreppsnefnd Suðureyrar-
hrepps:
Alþingi íslendinga ber að hafa
það í huga við afgreiðslu breytinga
á lögum um stjóm fískveiða að það
hefur alltaf haft í hendi sér alla tíð
hver fjölgun á virkum bátum yrði í
krókakerfinu. Það hefur ekki verið
tekið á því vandamáli fyrr en nú,
en þá er það orðið of seint. Það
gengur ekki að undirstöðum afkomu
sé kippt undan mönnum í einu vett-
fangi. Alþingi ætti að hafa það í
huga að það voru stjómvöld sjálf
sem leyfðu óhefta viðbót við króka-
leyfið á sínum tíma. Alþingi ber því
alla ábyrgð á kerfinu sem slíku og
það hefur vissulega vald til, ef að-
gát er ekki höfð, að leggja byggðar-
lög í eyði. Er vilji til slíks?
Hveijir era helstu ráðgjafar
sjávarútvegsráðerra? Era það ekki
þeir Kristján Ragnarsson og Jakob
Jakobsson, menn sem á sínum tíma
lýstu því yfir að það sem Kanada-
menn væru að gera I sínum fisk-
vemdarmálum væri svo stórkostlegt
að við yrðum að fara sömu leiðir,
að geyma fiskinn óveiddan í sjónum.
Þeir sem töldu að það sem Norð-
menn og Rússar væra að gera í
Barentshafi væri „algert rugl“ og
ekki mætti taka það til eftirbreytni.
En hver varð svo niðurstaðan? Ekk-
ert líf er eftir í sjónum við Kanada
en nægur fiskur við Noreg og í
Barentshafí, jafnvel svo að menn
geta leyft sér að fara langt fram
úr aflaheimildum án þess að nein
hætta stafi af. Meira að segja til
nóg fyrir okkur íslendinga til að
veiða í Smugunni. Eru slíkir menn
trúverðugir?
Engin „smuga“ fyrir
krókaveiðar
Smábátum með krókaleyfi er boð-
ið upp á 136 banndaga á ári. Hvaða
sjómenn aðrir við Islandsstrendur
búa við slíkar skerðingar á afkomu-
möguleikum en eiga samt sem áður
að reka sinn bát og framfleyta fjöl-
skyldu sinni? Engum! - við fullyrðum
það. Þetta eru samt skaðvaldarnir
í fiskveiðistjórnarkerfinu okkar og
sem allt er að verða vitlaust út af.
Við teljum ekki nauðsynlegt að
skerða meira í þessu kerfí. Eini
gallinn á þessu kerfi er að ekki er
hægt að stjórna veiðunum upp þriðja
aukastaf í vigt. Krókabátar hafa
ekki neinar smugur til að fara í,
ekki neinn úthafskarfa til að veiða.
Nú nýverið var opnað karfasvæði í
landhelginni fyrir togara, þar sem
þeir geta veitt, utan kvóta, karfa
eins og þeir geta, jafnvel notað til
þessa hárnet ef þeim sýnist svo.
Krókaveiðar era vistvænar veiðar
og þær geta ekki ofveitt fískistofna.
Það er okkar skoðun að eingöngu
sé hægt að ofveiða fiskistofna hag-
fræðilega, ekki líffræðilega. Það
sem styður þessa skoðun okkar er
að ráðgjafar sjávarútvegsráðherra
era eigendur hinna stærri skipa,
þannig að ofveiði á íslandsmiðum
sé af hagfræðilegum toga spunnin
en ekki líffræðilegum.
Hvað með útkast á fiski og lönd-
un framhjá vigt? Þetta eru kvillar
sem fylgja kvótakerfínu en era
óþekktir sjúkdómar í krókakerfínu.
Þar er hvatinn til að koma með all-
an físk að landi og að hann vigti
sem mest. Ef Alþingi hugsaði um
allt það magn sem hent er fyrir
borð á skipum á íslandsmiðum fynd-
ist því sjálfsagt ekki mikið til koma
um afla smábáta.
Fiskifræðingar eiga
langt í land
Hversu trúverðugar era niður-
stöður fiskifræðinga? Okkar álit á
því máli er að þeir séu svipað langt
komnir í sínum fræðum og barn sem
er að hefja göngu í leikskóla. Það
er vissulega gaman að fylgjast með
þeim og horfa á hvernig þeir smám
saman hafa þroskast og eru að taka
framförum, en þeir eiga langt í land
ennþá. En að byggja líf heillar þjóð-
ar á slíkri (van)þekkingu er var-
hugavert.
Hver verða áhrifin af hinum nýju
tillögum þingflokka sjálfstæðis-
manna og framsóknarmanna?
Skerðing á þorskveiði krókabáta á
Suðureyri er um 40%, það er í tonn-
um talið u.þ.b. 450 tonn, eða sem
nemur tveimur mánuðum í vinnu í
sveitarfélaginu. Það þýðir fjölgun
atvinnuleysisdaga uppá 3456 daga
á ári bara á Suðureyri. Slíkur dagur
kostar u.þ.b. 2500 kr. á mann. Rétt
er að benda á að skerðing sú sem
Suðureyri hefur orðið fyrir á undan-
förnum áram er nóg að okkar mati
og viðbrögð okkar við henni til að
halda lífi vora þau að veðja á króka-
kerfið. Við teljum okkur geta lifað
við það aflamagn sem kerfíð er að
skapa okkur núna, en áframhald-
andi skerðing er dauðadómur. Nú í
haust verða tekin í gagnið jarðgöng
sem kosta þijá milljarða. Er það
ætlan ráðamanna að henda þeirri
íjárfestingu út um gluggan með
þessum aðgerðum.
Alþingismenn hugsi sig vel um
Við skorum á alla alþingismenn
að hugsa sig vel um áður en þeir
ákveða fleiri vitleysur í sambandi
við krókakerfið og að hafa það jafn-
framt hugfast að þeir eru kjörnir
til að gæta réttar allra þegnanna
en ekki bara útvalins hóps eigenda
stærri skipa. Munið, þingmenn góð-
ir, að smábátur þýðir þrisvar sinnum
meiri atvinna.
Að lokum viljum við, Súgfirðing-
ar, hvetja alla landsmenn til þess
að fara varlega í gagnrýni sinni á
krókaleyfið því það heldur uppi heil-
um byggðarlögum hér á Vestfjörð-
um, og hagur okkar Vestfirðinga
fer saman við hag þjóðarinnar!
Fyrir hönd Súgfirðinga,
HREPPSNEFND SUÐUREYRAR-
HREPPS,
Halldór Karl Hermannsson.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.