Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C 130. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR11. JÚNÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ^ Morgunblaðið/Ragnar Axelsson STUND MILLI STRIÐA Væntanlegur fundur sjö helstu iðnríkja heims í Kanada Chirac vill aðgerðir gegn atvinnuleysi í heiminum París, Waahinffton. Reuter. Hálsrígur á hraðbraut FYRIR nokkru var maður á fertugs- aldri á leið í vinnuna á bíl sínum á hrað- braut í grennd við Nottingham i Bret- landi. Skyndilega fékk hann svo skæðan ríg í háls og efri hluta baksins að hann varð að stöðva bílinn. Hann gat ekki hreyft höfuðið en tókst með harmkvæl- um að skrúfa niður rúðuna og stinga út um hana hvítum vasaklút til að vekja athygli annarra vegfarenda. Þeir köll- uðu á sjúkrabíl. Er hjúkrunarfólk kom á staðinn var komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði orðið fyrir alvarlegum hryggskaða og hann gæti lamast fyrir lífstíð ef hann yrði færður út um dyrnar á Rover-glæsi- vagni sínum. Hann fékk því öflugan kraga um hálsinn og beitt var klippum til að skera gat á þak bílsins. Síðan var manninum lyft upp. Ekki reyndist þörf á flóknari meðhöndlun en nuddi. Sekkjapípur gegn poppi SEKKJAPÍPULEIKARAR í Englandi eru meðal þeirra jaðarhópa í tónlistinni sem gætu fengið aðstoð úr sjóðum Evr- ópusambandsins til handa þeim sem beijast gegn ásókn bandarískrar popp- menningar. Ný, sjálfstæð stofnun í Brussel, EMO, á að hjálpa þeim sem eiga erfitt með að fá tónlist sína gefna út. „Við erum ekki á móti amerískri menningu en verðum að fá tækifæri til að koma okkar eigin menningu á heims- markaðinn," sagði stjórnarformaður EMO, Teddy Bautista. Stofnunin mun veita ráðgjöf um höfundarrétt, útgáfu og þóknanir og vonast til að fá að veita beina styrki til kaupa á tækjum. Gefið ekki krókódílnum UM þúsund manns stunda í hverri viku vatnsbrettasiglingar á stöðuvatni í Ast- bury-garði í Cheshire í Englandi. Það hefur valdið nokkrum áhyggjum að sést hefur tæplega metralangt dýr, sennilega krókódíll, í vatninu. Stjórnandi skemmtigarðsins setti því upp spjald. „Viðvörun. Krókódíll hefur sést í vatn- inu. Verði fólk vart við hann er bannað að gefa honum að éta eða reyna að veiða hann.“ Vitað er um mörg dæmi þess að fólk kaupi litla krókódíla í dýraverslun- um en fleygi þeim síðan í ár og vötn þegar þeir verða of stórir. JACQUES Chirac, forseti Frakklands, vill að leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims, G-7- hópsins svonefnda, leggi nú aðaláherslu á að ræða aðgerðir gegn atvinnuleysi og ráð- stafanir gegn uppákomum á alþjóðafjármála- mörkuðum á borð við hrun mexíkóska pesó- ans og gjaldþrot Baringsbanka. Næsti G-7- fundur verður í Kanada í vikunni. Minnir á Loch Ness-skrímslið Forsetinn gagnrýndi á fréttamannafundi um helgina að innbyrðis deilur ríkja Evrópu- sambandsins (ESB) hefðu komið í veg fyrir að hafnar yrðu miklar, opinberar fram- kvæmdir sem leiðtogar sambandsins sam- þykktu í fyrra til að skapa ný störf. Fram- kvæmdirnar eru einkum á sviði fjarskipta- og samgöngumála. „Þetta er hálf-hlægilegt ... Þetta er eins og Loch Ness-skrímslið, allir tala um það en enginn hefur séð það,“ sagði Chirac. Búist er við því að leiðtogar G-7 lýsi ánægju með batnandi ástand efnahagsmála í heiminum á fundi sínum. Sérfræðingar benda hins vegar á að teikn séu á lofti um erfiðleikatímabil á næstunni. Hagvöxtur fari FRJALSLYNDIR demókratar (FDP), sam- starfsflokkur kristilegra demókrata i stjórn Þýskalands, kusu sér nýjan formann, Wolf- gang Gerhardt, á laugardag. Hann tekur við embættinu af Klaus Kinkel utanríkisráðherra en erfir ekki embætti hans í stjórn Helmuts Kohls. Gerhardt fékk 57% atkvæða á flokksþing- inu en Jiirgen Möllemann, fyrrverandi efna- nú minnkandi í flestum iðnríkjum og gæti þessi þróun valdið nýrri kreppu auk þess sem viðskiptadeilur Japana og Bandaríkjamanna yrðu enn erfiðari viðfangs. hagsmálaráðherra, um 33%. Gerhardt þykir hófsamur í skoðunum, hann hefur verið flokksformaður í sambandsríkinu Hessen. FDP hefur gengið illa í nær öllum kosning- um síðustu árin. Flokkurinn hefur verið í samstarfi við kristilega undanfarin 12 ár og töldu margir þingfulltrúar að hann hefði ekki verið nægilega skeleggur í ríkisstjórn- inni, látið Kohl og menn hans vaða yfir sig. Gerhardt nýr formaður FDP í Þýskalandi Mainz. Reuter. D Fiskur fyrir borð io Staðurfyrir migogjón msnmmmjiiF ÁSUNNUDEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.