Morgunblaðið - 11.06.1995, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Smíðað undir Esjunni
Miðlunartillaga
sáttasemjara
Atkvæði
talin um
miðnætti
BÚIST er við að niðurstaða úr at-
kvæðagreiðslu um miðlunartillögu
ríkissáttasemjari, sem hann lagði
fram í kjaradeilu sjómanna og út-
vegsmanna, liggi fyrir aðfaranótt
þriðjudags. Haldnir verða fundir í
nær öllum sjómannafélögum á land-
inu á mánudaginn þar sem miðlun-
artillagan verður kynnt og greidd
verða skriflega atkvæði um hana.
Samkvæmt lögum um sáttastörf
í vinnudeilum fer talning atkvæða
um miðlunartillögu fram sameigin-
lega. Það nægir því ekki til að fella
tillöguna þó að t.d. vélstjórar felldu.
Einfaldur meirihluti ræður því
hvort tillagan verður samþykkt eða
felld að því tilskyldu að a.m.k. 35%
félagsmanna taki þátt í atkvæða-
greiðslunni. Ef þátttakan verður
minni þarf aukinn meirihluta til að
fella tillöguna. Ef þátttaka verður
undir 20% telst tillagan samþykkt.
í miðlunartillögunni er gert ráð
fyrir að atkvæðagreiðslu um hana
verði lokið kl. 18:00 á mánudag og
talning atkvæða hefjist hjá ríkis-
sáttasemjara kl. 22:00. Allt eins er
þó búist við að talning geti dregist
fram yfir miðnætti.
Tæplega 70
ökumenn
stöðvaðir
LÖGREGLAN í Reykjavík
stöðvaði tæplega 70 ökumenn
frá miðvikudagsmorgni til
fímmtudagsmorguns.
Flestir fengu aðeins áminn-
ingu, 30 ökumenn, ýmist fyrir
of hraðan akstur, vegna þess
að ljósabúnaður var ekki í lagi
eða ökutækin voru enn á
nagladekkjum. 16 ökumenn
voru kærðir fyrir of hraðan
akstur og skráningamúmer
voru tekin af 21 ökutæki fyrir
vanrækslu á að færa ökutækin
til aðal- eða endurskoðunar.
Aðfaranótt föstudags var
innbrotsþjófur staðinn að verki
í sölutumi við Grensásveg.
Hann hafði rótað í frysti-
geymslu og dreift matvælum
um verslunina. Hann hefur
komið við sögu svipaðra mála
áður hjá lögreglu.
ÞEIR Ingvar Á. Guðmundsson
og Rögnvaldur Gísláson smíð-
uðu af kappi á Árvöllum á
Kjalarnesi í vikunni. Ingvar
kvað þá vera að koma upp
gufubaði og nuddpottum, sem
kæmu þeim fjölmörgu ferða-
JÓHANNES Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að
breytingartillaga efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis við GATT-
frumvarp sé „fráleit" og algerlega
óviðunandi fyrir neytendur.
Neytendasamtökin og innflutn-
ingsfyrirtæki hafa gagnrýnt frum-
varpið harðlega og bent á að miðað
við það verð landbúnaðarafurða, sem
fáanlegt sé í Vestur-Evrópu, verði
flestar innfluttar landbúnaðarvömr
samkvæmt ákvæðum GATT um lág-
marksaðgang, sem svarar til 3-5%
af innanlandsneyzlu, alltof dýrar og
því óseljanlegar.
Breytingartillaga nefndarinnar
gerir ráð fyrir að landbúnaðarráð-
mönnum sem Esjuna sækja
heima að góðum notum. Bær-
inn Iiggur skammt undan hlíð-
um Esju og fjöldi útlendinga
leggur leið sína þangað til að
sleppa við skarkala höfuðborg-
arinnar.
herra geti ákveðið að lækka tolla á
tilteknu magni vara, ef lágmarksað-
gangurinn seljist ekki vegna of hás
verðs.
Duttlungar
landbúnaðarráðherra ráða
„Það er fáránlegt að innflutningur
sé kominn undir duttlungum land-
búnaðarráðherra hverju sinni,“ segir
Jóhannes. „Það er ekkert haldbært
í þessari breytingartillögu og engin
ákvörðun tekin, heldur er landbún-
aðarráðherra sagt að hann megi
ráða þessu.“
Jóhannes segist vilja sjá óyggj-
andi lagalegar skuldbindingar um
Iægri tolla en eru í núverandi frum-
Vestfjarða-
samningarnir
Kaup-
trygging
hækkar
SAMIÐ var um 4,3% hækkun
kauptryggingar í samningum sjó-
manna og útvegsmanna á Vest-
Qörðum. Hækkunin kemur til
vegna hækkunar á orlofsuppbót
og desemberuppbót, sem hingað
til hafa verið inn í almennum töxt-
um. Aðrir launaliðir hækka um
3% strax og um 3% 1. janúar á
næsta ári. Samningurinn felur í
sér hliðstæð ákvæði um verðmynd-
un afla og samið var um milli sjó-
manna og útvegsmanna annars
staðar á landinu.
Samkvæmt samningnum er
heimilt að veiða bolfísk, rækju og
fleiri tegundir í sömu veiðiferð.
Það ákvæði er sniðið að samningi
sem gerður var við Hrönn hf. um
veiðar Guðbjargarinnar. Hann fel-
ur í sér að 10% álag kemur á all-
an fisk. Auk þess var samið um
breytingar á fríum.
Samið um verð afla
utan markaða
Samningurinn um verðmyndun
afla felur í sér að sjómenn og út-
vegsmenn verða að gera samning
um verð alls afla sem ekki er land-
að á fískmörkuðum. Á Vestíjörð-
um er til úrskurðarnefnd, sem
fjalla á um ágreining um verð-
myndun afla, og þurfti því ekki
að semja um störf hennar.
varpi. „Við höfum nú kynnzt ýmsu
úr herbúðum landbúnaðarráðuneyt-
isins. Þetta er algerlega óviðun-
andi,“ segir hann.
Þarf ákvæði um
skyldu, ekki heimild
Óskar Magnússon, forstjóri Hag-
kaups hf., tekur í sama streng og
Jóhannes. Hann segir að það nægi
ekki að veita landbúnaðarráðherra
heimild til að leiðrétta tolla, verði
innfluttar landbúnaðarvörur of dýrar
að hans mati. Það, sem þurfi, séu
skýr ákvæði um skyldu ráðherra til
að lækka tollana og tryggja þannig
framboð erlendra vara á samkeppn-
isfæru verði.
Formaður Neytendasamtakanna
Breytingartillaga við GATT fráleit
Framsóknarflokkurinn gagnrýndur fyrir vanefndir í húsnæðismálum
Ráðherra boðar
frumvörp í haust
STJÓRNARANDSTAÐAN gagn-
rýndi Framsóknarflokkinn harð-
lega í utandagskrárumræðu á AI-
þingi í gær, laugardag, fyrir að
hafa ekki efnt kosningaloforð sín
um úrbætur í húsnæðismálum.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
skýrði frá því að hann hefði skipað
tvær nefndir til að skoða vandann
og gera tillögur til úrbóta. Frum-
vörp yrðu lögð fyrir haustþingið,
er það kæmi saman.
Önnur nefnd félagsmálaráð-
herra á að semja frumvarp um
greiðsluaðlögun, „sem stuðli að því
að einstaklingar, sem eiga í alvar-
legum greiðsluvandræðum, hafí
möguleika á að ná tökum á fjár-
málum sínum, annað hvort með
samkomulagi við Iánardrottna eða
með aðstoð dómstólanna," að sögn
ráðherra. ísólfur Gylfi Pálmason,
þingmaður Framsóknarflokksins,
er formaður nefndarinnar. Félags-
málaráðherra segir að viðfangsefni
nefndarinnar sé flókið, meðal ann-
ars réttarfarslega.
Hin nefndin á að „athuga hvort
aðstoða megi fólk í greiðsluvanda
með því að gera breytingar á lána-
fyrirkomulagi. Nefndinni hefur ver-
ið falið að athuga kosti þess að láns-
tími fasteignaverðbréfa verði
breytilegur á bilinu 15-40 ár og að
skuldarar eldri fasteignaverðbréfa,
sem eiga í verulegum greiðsluvand-
ræðum, eigi kost á lengingu lána.“
Formaður nefndarinnar er þing-
maður Framsóknarflokksins,
Magnús Stefánsson.
„Bráðamóttaka“ vegna
greiðsluerfiðleika?
Páll Pétursson sagði jafnframt
koma til greina að koma upp
„bráðamótttöku" á vegum félags-
málaráðuneytis fyrir þá, sem lent
hfefðu í greiðsluerfíðleikum.
Stjómarandstæðingar gagn-
rýndu ráðherrann fyrir aðgerða-
leysi. Össur Skarphéðinsson, Al-
þýðuflokki, sagði að þrátt fyrir að
sum kosningaloforð Framsóknar-
flokksins í húsnæðismálum hefðu
ratað inn í stjórnarsáttmálann,
hefðu efndimar enn engar orðið.
Össur spurði hvort fætur framsókn-
arráðherra væru úr gúmmíi, eða
hví þeir lyppuðust alltaf niður í
húsnæðismálunum.
Ögmundur Jónasson, Alþýðu-
bandalagi, málshefjandi utandag-
skrárumræðunnar, sagði að út-
reikningar BSRB sýndu að blanda
óhagstæðs lánakerfis, kjaraskerð-
inga og skattahækkana væri undir-
rót greiðsluerfíðleika og sagði þurfa
samhæfðar aðgerðir til að taka á
öllum þessum þáttum.
Vill flytja frumvarp
framsóknarmanna
Jóhanna Sigurðardóttir, formað-
ur Þjóðvaka og fyrrverandi félags-
málaráðherra, sagði ráðherra ekki
þurfa á nefndastarfí að halda.
Frumvörp lægju þegar fyrir í fé-
lagsmálaráðuneytinu. „Er tími að-
gerða nú ekki kominn? Þolir málið
bið?“ spurði Jóhanna og vitnaði þar
til ummæla frambjóðenda Fram-
sóknarflokksins fyrir kosningar.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, bauðst
til þess að flytja á Alþingi, strax
eftir helgina, frumvarp þingmanna
Framsóknarflokksins frá því á sein-
asta þingi um greiðsluaðlögun.
Bauð hann fram aðstoð stjómar-
andstöðunnar til þess að frumvarp-
ið mætti öðlast lagagildi 1. júlí
1995, eins og gert var ráð fyrir í
frumvarpi framsóknarmanna.
Fiskur fyrir borð
►Flestir sjómenn virðast hafa tek-
ið þátt í að fleygja veiddum fiski
aftur í sjóinn, sumir miklu, og vita
mörg dæmi þess. Kemur þetta
fram í viðtölum blaðamanna Morg-
unblaðsins við sjómenn í verstöðv-
um víðsvegar um landið. Viðtölin
sem hér birtast eru fyrsti hluti
umfíöllunar blaðsins um þetta mál
og verður því fylgt frekar eftir á
næstu dögum./10-19
Samhljómur í sauma-
skapnum
►í Viðskiptum og atvinnulífi á
sunnudegi er rætt Sigmund Andr-
ésson í Max hf sem framleiðir
hlífðargallana frægusem eru að
verða vetrartískan á íslandi. /22
► 1-32
Það þarf hugrekki
►Á mánudag sendir Björk Guð-
mundsdóttir frá sér aðra breiðskífu
sína sem beðið er með eftirvænt-
ingu um heim allan. Árni Matthías-
son hitti Björk að máli í Lúndúnum
í síðustu viku og hún fregnaði
honum um plötuna, búsetuna í
Bretlandi og framtíðina./l
Réttarhöidín og veröld
Kafka
► Réttarhöldin er ein umtalaðasta
skáldsaga. aldarinnar og er nú
að koma út hérlendis í endurskoð-
aðri útgáfu. Rætt er við þýðend-
urna, feðganna Eystein Þorvalds-
son og Ástráð Eysteinsson./6
Kylfa réð kasti
►Haft er fyrir satt að í öllum
blundi ævintýramaður. Spurning
sé aðeins sú með hvaða hætti hann
brýst fram. Hrafn Valdemarsson
er hreinræktaður ævintýramað-
ur,sem hefur siglt um flest eða öll
heimsins höf, síðast í vopnaflutn-
ingum í Persaflóa. /14
Þar sem engin tré
festa rætur
►Norðmenn renna nú nýjum stoð-
um undir byggðina á Svalbarða.
Blaðamaður Morgunblaðsins
dvaldi nokkra daga í Longyearby-
en þar sem smám saman er að
þróast venjulegt norskt samfélag
sem leysir karlasamfélag kola-
námumanna af hólmi./16
Tundurdufl í næturlíki
►Talið er að yfir 400 íslendingar
hafi farist í sjóslysum í síðari heim-
styrjöldinni. Nokkur skip voru
skotin niður af kafbátum, önnur
urðu fyrir árásum flugvéla. Morg-
unblaðið kynnti sér siglingar is-
lenskra sjómanna í stríðinu og tók
nokkra þeirra tali./30
BÍLAR
► 1-4
BMW328Í
►Nýtt flaggskip í 3-línunni með
stærri en léttari vélum. /1
Suzuki Vitara
►Lengri gerðin af þessum vinsæla
jeppa reynsluékið. /4
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak
Leiðari 26
Helgispjall 26
Reykjavíkurbréf 26
Minningar 28
Myndasögur 36
Brids 36
Stjömuspá 36
Skák 36
Bréf til blaðsins 36
INNLENDAR FRÉ'ITIR:
2-4-8-9-BAK
erlendar fréttir-
1-6
Idag 38
Fólk í fréttum 40
Bíó/dans 42
íþróttir 46
Útvarp/sjónvarp 48
Dagbók/veður 31
Mannlífsstr. 8b
Dægurtónlist 10b
Kvikmyndir 12b