Morgunblaðið - 11.06.1995, Side 14
14 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
UMGENGNIN UM AUÐLIN DIR HAFSINS
Krafðist launa
fyrir að
henda fiski
Fiski fleygt
VEIÐIEFTIRLITSMENN
Fiskistofu stóðu sex netabáta
að því að henda þorski á Sel-
vogsbanka fyrir mánuði.
Voru þeir á reyna við ufsa
en virtust henda þorskinum
fyrir borð. Eftirlitsmennirnir
fylgdust með bátunum og
tóku upp á myndband og eru
myndirnar hér að ofan tekn-
ar af því. A efri myndunum
sést þegar fiski er fleygt í
sjóinn og á þeirri neðstu
ágætis þorskur sem eftirlits-
menn gogguðu upp úr sjón-
Breiður af dauðum karfa
EG var á beitningarvélarbát í vet-
ur. Útgerðarmaðurinn sagði
skipstjóranum að koma ekki með
nema 60 cm fisk og stærri. Skip-
stjórinn svaraði því til að hann yrði
þá að borga sér fyrir það því það
væri sama vinnan að koma með físk-
inn að landi og henda honum í sjó-
inn,“ segir ungur sjómaður sem nú
rær á krókaleyfisbát. Rætt var við
hann og tvo aðra sjómenn við höfn-
ina.
Þeir segja að talsverð hætta sé
á að undirmálsfiski sé hent af minni
kvótabátum sem hafi lítinn kvóta.
Þeir fái meira fyrir kvótann ef þeir
landi fimm kílóa fiski en ef þeir
landi undirmáli. Hins vegar segjast
þeir telja að undirmálið sé ekki
hátt hlutfall á þessum slóðum, ef
til vill 10% aflans. „Ég hef verið
að fá 2 tonn að undanfömu, þar
af eru ekki nema 150 kg undirmál.
En það hverfur örugglega talsvert
af undirmálinu í hafið á þessum
bátum þó þeir eigi að landa því.“
Ekki mikið fyrir smáa fiskinn
Þá vekja þeir athygli á því mis-
ræmi sem er milli krókabáta og
aflamarksbáta sem stunda línuveið-
ar hlið við hlið. Aflamarksbáturinn
er skyldaður til að koma með undir-
málið að landi en krókabátnum refs-
að fyrir það. Línufiskurinn sé jafn
dauður á báðum bátunum og ætti
ekkþ að fara í hafið aftur.
„Ég var á togara héðan fyrir
tveimur árum og þá var regla á
þessu. Undirmálið var hirt. Einnig
á stærri togara sem ég var á ann-
ars staðar. Mér sýnist einnig að
smábátar með aflakvóta landi ein-
hveiju undirmáli hér. Hins vegar
veit ég að útgerðir sem sjálfar eru
með saltfískverkun eru ekki mikið
fyrir smáa fiskinn. Þær hirða ekk-
ert minna en 56 cm og sumar að-
eins 60 cm og stærra. Það hentar
ASTANDIÐ hefur batnað mjög
mikið frá því ég byijaði á sjó.
Nú er ekki nærri því eins miklu
hent og þá,“ segir sjómaður á
rækjufrystiskipi sem einnig hefur
verið á bátum, ísfisktogurum og
flakafrystitogara. Hann lýsir hins
vegar óhugnanlegri meðferð á karfa
á Flæmska hattinum, segist hafa
séð breiður af dauðum karfa frá
rækjuskipunum.
„Þegar ég byijaði á ísfisktogara
var miklu hent, bæði undirmálsfiski
og eins ufsa og steinbít sem slædd-
ist með. Þetta hefur breyst, að
minnsta kosti á þeim skipum sem
ég hef verið á.“ Hann telur mestu
hættuna á því að fiski sé hent vera
á 200 tonna bátum fyrir sunnan
land. Nefnir sem dæmi togbáta og
snurvoðarbáta sem séu að reyna
að sækja aðeíns í eina tegund, eigi
til dæmis aðeins kvóta fyrir ufsa,
og hleypi þá frá ef allt fyllist af
þorski. Éins sé lélegri aflanum hent
af netabátum. Menn vilji ekki eyða
kvótanum í hann.
Ekki hafðist undan að vinna
iðnaðarrækjuna
Hann segist hafa verið á bátum
af þessari stærð fyrir tíu árum.
Segir að öilum 3. flokks físki hafi
verið hent af netabáti sem hann var
á þrátt fyrir að þann físk hefði
mátt verka í skreið. Segist sjómað-
urinn hafa fyrir því orð stráka sem
komið hafi af vertíðum að sunnan
og verið með honum til sjós að enn
betur í vinnsluna og þær eru einnig
að spara sinn litla kvóta,“ sagði
einn viðmælandinn.
Allt í lagi ef karlinn er rólegur
Ungu mennirnir segja, þegar
þeir eru spurðir hver ákveði hvað
skuli hirt, að þar ráði mestu tilfinn-
ing þess sem haldi um gogginn.
Og tilfínningin ráðist af reynslunni
og því hvemig fískiríið er á hveijum
tíma. „Það er allt í lagi að hirða á
meðan karlinn í brúarglugganum
er rólegur. Hann er svo sennilega
aftur á móti undir þrýstingi frá
útgerðinni," segir einn þeirra.
Þeir segja-að stundum sé mikið
leynimakk í þessu, enda skammist
menn sín sjálfsagt fyrir það að
henda fiski. Sjómennirnir séu ekki
yfir sig hrifnir því þeir fái borgað
fyrir það sem báturinn ber að landi
en ekki það sem fer út fyrir borð-
stokkinn. „Heilbrigð skynsemi segir
manni að það eigi að landa öllum
þeim físki sem er dauður á annað
borð. Ég sé ekki hvernig það nýtist
þjóðarbúinu að henda dauðum fiski,
nóg er nú talað um volæðið.“ Þeir
ségja að það myndi einnig gefa
opinberum aðilum betri upplýsingar
um veiðina ef allt kæmi á land.
Hirtúr loðnubátum
Félagamir segja að kvótasvindl
tíðkist í þeirra plássi eins og öðrum.
Nefna sem dæmi að skip séu enn á
steinbítsveiðum og láti beita í akk-
orði. Það sé eitthvað grunsamlegt,
annars hljóti að vera tap á þeirri
útgerð.
„Mér hefur verið boðinn afli af
snurvoðarbátum sem eru á kola-
veiðum og vilja ekki fá þorsk. Mér
var boðið að kaupa kílóið á 20 krón-
ur. Þá fannst krókabátunum indælt
að leggjast upp að loðnubátunum á
Breiðafirði í fyrra, þeir fengu góðan
afla án mikillar fyrirhafnar."
sé mikið um þetta.
Viðmælandinn er um þessar
mundir á rækjufrystitogara. Hann
segir að nokkuð af grálúðu komi í
rækjutrollið þegar seiðaskiljan sé
ekki notuð. Hún sé fryst, reyndar
fái áhöfnin hluta hennar fyrir sig.
Lítið komi af öðru. Aðeins ruslfisk-
ur, tegundir sem ekki er hægt að
vinna. Hann segir að lítið sé um
að þorskur slæðist með, aðeins eitt
og eitt þorskkvikindi sem sé þá
hent. Þeir myndu hirða þorskinn
ef eitthvað kæmi að gagni því út-
gerðin sé kvótasterk og menn
þyrftu ekki að hafa áhyggjur af
því. Hins vegar segist hann vita
dæmi þess að þorski sé hent af
skipum vegna kvótaleysis.
A rækjufrystiskipi sem hann var
áður á gerðist það einu sinni að
smæstu rækjunni var hent. Svoköll-
uð iðnaðarrækja var flokkuð frá og
sett í sérstök safnkör. En þegar
körin voru orðin full fór smæsta
rækjan aftur í sjóinn, alls um 500
kg. Hann segist einnig vita til þess
að iðnaðarrækjunni hafí verið hent
af öðrum skipum vegna þess að
ekki hafðist undan. A skipinu sem
hann var á var sá þorskur sem
slæddist með flakaður í matinn fyr-
ir„áhöfnina og dugði varla til en
smáþorskurinn var ekki hirtur og
ekki heldur annar meðafli.
Öllum karfa hent
Sjómaðurinn segir að öllum karfa
sem komi í rækjutrollið sé hent,
jafnt stórum sem smáum. Meira
hafi verið um þetta fyrir örfáum
árum en notkun seiðaskilja hafi
aukist. Hann segist hafa séð ýmis-
legt skrautlegt á Flæmska hattin-
um. „Eitt sumarið vorum við að fá
upp í 15-20 tonn inn fyrir, aðallega
karfa en kannski aðeins 2-3 tonn
af rækju. Mest var þetta smár karfi
en öllum var honum hent. Þetta var
kaflaskipt. Við fengum líka blönduð
hol þar sem meirihlutinn var rækja
en minnihlutinn karfi. Ég veit ekki
af hveiju skipstjórinn hélt áfram í
þessu.
Þegar veður var gott gat maður
séð karfa fljótandi um allan sjó,
bæði frá okkur og öðrum. Þetta
sást líka stundum þegar verið var
að toga því þá flaut dauður karfi
upp úr trollinu því hann drepst í
miðjum sjó.
Það er auðvitað engin afstökun
að segja að þetta sé utan landhelg-
innar. Ekki er betra að ganga svona
um fiskinn þar en hér heima. Menn
sáu að þetta gat ekki gengið lengur
og tóku grindina í gagnið síðar um
sumarið. Síðan hefur karfaveiði
rækjuskipanna minnkað mikið.
Menn eru að verða opnari fyrir
því að nota grindurnar en þó ekki
nóg. Mér fínnst að það mætti lög-
leiða þær alls staðar. Skipin eru jú
einu sinni á rækjuveiðum og með
notkun skilja aukast gæðin. Annars
er hætta á að fiskurinn sem kemur
með skemmi rækjuna. Þetta sjá
allir, nema einstaka skipstjórar.
Þeir sjá að það kemur minna inn
fyrir en virðast ekki skilja það að
jafn mikið er af rækju og gæði
hennar auk þess meiri.“
Til fyrirmyndar
Viðmælandinn hefur verið á
flakafrystitogara. Hann segir að
þegar hann byijaði hafi miklu af
undirmálsfiski verið hent svo og
öðrum tegundum sem voru að þvæl-
ast með. Síðar þegar hann var á
sama skipi hafi verið gjörbreytt
vinnubrögð. Hver einasti fiskur
hirtur, nema allri smæsti karfinn,
þ.e. undir 100 grömmum. „Þetta
var orðið til mikillar fyrirmyndar.
Meðaflinn var flokkaður í sex kör
og síðan sett fyrst í vélarnar það
sem mest var af. Það kom lítið af
svo stórum þorski að vélarnar tækju
hann ekki og þá var hann handflak-
aður. Aðstæður eru breyttar. Aflinn
er miklu minni en áður og menn
verða að nýta sem best það sem
um borð kemur. Það er allra hagur.“
Sjómenn vilja ekki henda fiski,
segir þessi viðmælandi. Það sé helst
að trúin bili þegar þeir lenda í miklu
fiskiríi og missa stjórn á sér. Vísar
hann þar til reynslunnar úr Smug-
unni í fyrrasumar. Skipstjórarnir
beri þar alla ábyrgðina því háset-
arnir verði að rusla út úr móttök-
unni ef ekki er búið að vinna aflann
þegar híft er næst. Þá telur hann
að meira sé rætt um þessi mál um
borð og menn passi betur upp á
fiskinn vegna sílfellt minni veiði.
Molar úr
messanum
• „Þegar verið var að landa kom
útgerðarmaðurinn með seðlabúnt
um borð og borgaði mannskapnum
í reiðufé fyrir aflann sem seldur
var framhjá vigt.“
• „Meira að segja eftirlitsmenn
hafa tekið þátt í því að kasta fiski
fyrir borð.“
• „Skiptingin á kökunni er að
breytast. Þeir stóru eru að gleypa
þetta. Einstaklingsútgerðir hafa
ekkert lengur að gera í LÍÚ.“
• Ef menn eru að blaðra um þetta,
er þeim bara sagt upp. Það er
atvinnuleysi og nóg af mannskap
sem gengur um og vantar pláss.“
• „Það verður aldrei alveg komið
í veg fyrir að fiski sé hent. Menn
hirða ekki smáþorsk og kóð.“
• „Það versta er kvótabraskið.
Snobblið i Reykjavík sem á kvóta
og er að braska með hann.“
• „Það á að gefa mönnum séns á
að koma með þetta í land. Sjómenn
tala mikið um þetta sín á milli, en
sjávarútvegsráðherra virðist ekk-
ert skilja.“
• Þegar þorski er landað framhjá
vigt er sett önnur fisktegund efst
í karið. Þá er talað um „bláan
þorsk" (ufsa), „gráan þorsk“ (ýsu)
eða „langan þorsk“ (löngu) eftir
því hvaða tegund er efst í karinu.
• „Það er ótrúlega mikið grams-
að. Manni blöskraði hvað kerling-
amar átu mikið þegar menn voru
að bera tugi kílóa af flökum í
land!“
• „Okkur var boðið að veiða þorsk
fyrir stórútgerð fyrir norðan og
fá 20 krónur fyrir kilóið. Þá lögðu
þeir til kvótann og mátu hann á
103 krónur. Þorskurinn átti síðan
að fara til þeirra á 123 krónur
kílóið. Stóm útgerðarfyrirtækin
senda togarana sína á Reykjanes-
hrygg og í Smuguna til að afla sér
veiðireynslu sem kemur þeim til
góða ef úthlutaðverður kvótum á
þessum miðum. Á sama tíma eru
þau að leigja bátasjómönnum
kvóta - til þess að afla sjálfum
sér meiri kvóta.“
• „LÍÚ er bara batterí. Þeir stálu
fiskinum!"
• „Það ríkir vonleysi meðal sjó-
manna. Þetta er allt á niðurleið."
• „Það vérður eitthvað annað að
koma til en að fá rannsóknarlög-
reglu, eftirlit og gervitungl til að
fylgjast með þessu.“
• „Ég byijaði á togara fyrir 20
ámm. Það var borin mikil virðing
fyrir auðlindinni. Þá virtist nýlið-
un vera í lagi og stofnarnir skila
bara nokkuð góðri afkomu. í vetur
er hins vegar búið að vera gegnd-
arlaust þorskmok út af flotanum.
Mér finnst minni virðing borin
fyrir auðlindinni í dag.“
• „Það liggur við að maður geti
reiknað hlutinn sinn fyrirfram
útfrá kvótastöðunni. Það sér hver
heilvita maður að áhöfnin reynir
að ná sem mestu út úr kvótanum
og hirðir bara verðmætasta fisk-
inn í hverri tegund.“
• „Þetta kerfi hvetur til tor-
tímingar og útrýmingar á fiski-
stofnunum."
• „Það er töluvert um að menn
landi framhjá vigt. Það er miklu
skárri kostur en að henda þessu.
Það verður þó til gjaldeyrir!"
• „Með kvótakerfinu er verið að
koma fótunum undir lénsherra
sem hafa örlög fólksins í landinu
í hendi sinni.“
• „Sjómenn þora ekki að segja
neitt varðandi fisk fyrir borð. Það
eina sem við eigum eftir er verk-
fallsvopnið. Einu frelsingjamir í
hópi sjómanna eru trillukarlarnir
og nú á að taka af þeim frelsið."