Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Góð síldveiði innan íslensku fiskveiðilögsögunnar Mokveiði hjá fær- eyskum skipum ÞRJÚ færeysk síldveiðiskip hafa fengið mokafla 15 mílum innan ís- lensku fískveiðilögsögunnar austur af Langanesi að undanförnu. Mikil síld virðist vera á þessu svæði en menn eru ekki bjartsýnir á að hún dvelji lengi innan lögsögunnar. Stýrimaðurinn á færeyska síld- veiðiskipinu Kronborg sagði í sam- tali við Morgunblaðið að mikil síld^ væri þarna á ferðinni. Þeir hefðu fyllt skipið í fimm köstum og land- að 1.552 tonnum á Eskifírði í gær- morgun. Hann sagði að tvö önnur færeysk skip, Nordborg og Jupiter, hefðu einnig verið að fá góðan afla en þau hefðu verið aðeins austar þannig að síldin væri á nokkuð stóru svæði. Jupiter hafí landað um 1.200 tonnum á Seyðisfirði í gær en Nord- borg hafí hinsvegar landað í Fær- eyjum. Hann reiknaði ekki með að fleiri færeysk skip kæmu á svæðið vegna þess að þau ættu lítinn kvóta eftir og a.m.k. eitt þeirrra væri bundið við bryggju í Færeyjum af þeim sökum. Síldin gengur líklega ekki vestar Að sögn Hjálmars Vilhjálmsson- ar hjá Hafrannsóknastofnun var hann í sambandi við færeyskt rann- sóknaskip fyrir nokkrum dögum sem varð vart við mikið af síld yst í íslensku lögsögunni, nyrst í þeirri færeysku og í syðsta hluta Síldar- smugunnar. Það gæti verið sú síld sem Færeyingarnir væru að fá núna. Lang líklegast væri að síldin lægi í austuijaðrinum á Austur- íslartdsgrunninu, sem liggur suður með Austurlandi í átt til Færeyja. Hjálmar sagði að ótrúlegt væri að síldin færi lengra vestur eins og staðan væri núna. Sjórinn væri það kaldur á þessu svæði. Það yrði þá aðeins í yfírborðsiaginu þegar sólin er búin að koma því í 3-4 gráður. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson væri á leiðinni að kanna svæðið. „Þessi hegðun síldarinnar er að mörgu leyti svipuð og í maí í fyrra. Þá kom síldin aðeins innfyrir lög- söguna en engin veiðiskip voru þá á svæðinu. En hún stoppaði ekkert þarna í fyrra, hvað svo sem hún gerir núna. Hún gæti þó stoppað eitthvað núna vegna þess að það er nóg æti þarna. Þetta eru eðlilega mikil tíðindi að því leytinu til að það hefur ekki fengist síld innan okkar lögsögu síðan 1968,“ sagði Hjálmar. Síldarskipin tilbúin Þær útgerðir sem Morgunblaðið hafði samband við, voru tilbúnar að senda sín skip strax af stað á síldveiðisvæðið í íslensku lögsög- unni ef verljfalli yrði aflýst í dag. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar fengust þær upplýsingar að Júpíter ÞH 61 yrði sendur strax út og verk- fall yrði blásið af, enda menn farið að klæja í fingurna eftir langvar- andi aðgerðarleysi. Emil Thoraren- sen hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, sem gerir m.a. út Hólmaborg SU 11, sagði að þeir myndu ekki senda öll þijú skip sín á svæðið þar sem þeir ættu aðeins eftir 4.300 tonna síldarkvóta. Hjá ísfélagi Vest- mannaeyja, sem gerir einnig út þijú loðnuskip sem hafa verið á síld- veiðum, fengust þær upplýsingar að þau yrðu öll send á vettvang um leið og verkfalli yrði aflýst þrátt fyrir aðeins 5.336 tonna kvóta. FRÉTTIR Fiskveiðisljórnarfrumvarpmu vísað til þriðju umræðu Morgunblaðið/Kristinn TRILLUKARLAR fjölmenntu á þingpöllum í gær og létu álit sitt á orðum þingmanna óspart í Ijós. Stjórnarliðar með fyr- irvara um róðrardaga TVEIR þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins greiddu atkvæði með tillögu stjórnandstöðunnar um róðrardaga- kerfi við aðra umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjórn fisk- veiða á Alþingi í gær. Þrír þingmenn Framsóknarflokksins lýstu því jafn? framt yfir við atkvæðagreiðsluna að þeir greiddu atkvæði með frumvarp- inu við aðra umræðu í trausti þess að ákvæði um róðrardagakerfi yrðu tekin inn í frumvarpið áður en það kæmi til 3. umræðu. Allar tillögur meirihluta sjávarút- vegsnefndar voru samþykktar og breytingartillögur stjórnarandstöð- unnar felldar. Trillusjómenn fjöl- menntu á þingpalla og fylgdust með þegar atkvæðagreiðslan fór fram, en hún tók hálfa aðra klukkustund. Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, og Guðjón Arnar Kristjánsson, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, greiddu breytingartil- lögu stjórnarandstöðunnar atkvæði um að róðrardagakerfi yrði tekið upp í haust í byijun nýs fiskveiðiárs. í upphafi atkvæðagreiðslunnar kvaddi Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, sér hljóðs og sagði að sér hefði borist til eyrna að Hjálmar Árnason, þing- maður Framsóknarflokksins á Reykjanesi, hefði fyrirvara við nefndarálit meirihluta sjávarútvegs- nefndar, en það kæmi ekki fram í nefndarálitinu. Hjálmar sagði það rétt að hann hefði fyrirvara við álit sjávarútvegs- nefndar, en vegna tæknilegra mis- taka kæmi það ekki fram við nafn hans á álitinu. Nokkrar umræður urðu um störf þingsins af þessum sökum og kom það fram hjá Ólafi Einarssyni, for- seta Alþingis, að mistökin væru ekki starfsmanna þingsins. Vilja róðrardagakerfi Við atkvæðagreiðsluna gerðu margir þingmenn stjórnar og stjórn- arandstöðu grein fyrir atkvæði sínu. Hjálmar Árnason sagðist greiða frumvarpinu atkvæði sitt í þeirri von að ná megi fram breytingu um róðr- ardagakerfi milli 2. og 3. umræðu. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins á Reykjanesi, sagði að roðrardagakerfi væri besta lausnin. Hún samþykkti frumvarpið nú í trausti þess að milli 2. og 8. umræðu yrði reynt að tryggja fé sem þyrfti til að setja upp eftirlitsbúnað vegna kerfisins. Einnig teldi hún brýnt að þeir sem kysu þorskaflahá- mark ættu afturkvæmt úr því strax og róðrardagakerfi yrði komið á. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Vesturlandi, sagðist styðja nefndarálit meirihluta sjávarútvegsnefndar nú í trausti þess að við 3. umræðu og endanlega afgreiðslu liggi fyrir að krókabátar eigi kost á róðrardagasókn og að sjálfvirkt eftirlitskerfi verði tekið upp innan ákveðins tíma. Dagsetning á róðrardagajkerfi Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi, sagði að í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins hefði verið rætt um að dagsetja það hvenær róðrardaga- kerfinu yrði komið á og í trausti þess greiddi hann nú frumvarpinu í heild atkvæði sitt. Ágreiningnr meðal þingmanna um hvort breyta eigi strax yfir í róðrardagakerf i Eftirlitið talið kosta 150 millj. Flestir þingmenn vilja breyta úr banndaga- kerfi yfir í róðrardaga- kerfi fyrir smábáta en skiptar skoðanir eru um hvort taka eigi upp róðrardagakerfi strax eða bíða eftir sjálfvirku eftirlitskerfí. VIÐ AFGREIÐSLU á frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn físk- veiða úr sjávarútvegsnefnd Alþingis, lagði meirihluti sjávarútvegsnefndar til að sjávarútvegsráðherra ákvæði með reglugerð að sóknardagar að eigin vali útgerðar kæmu í stað ákveðinna viðbótarbanndaga en jafnframt féllst meirihlutinn á það sjónarmið ráðherra að róðrardaga- kerfí yrði ekki komið á fyrr en tækni- legar og fjárhagslegar forsendur væru fyrir hendi til að hafa virkt eftirlit með sjósókn bátanna. Telja þessir þingmenn að þá verði jafnframt líklegra að komið verði upp fyrr en ella sjálfvirku öryggis- og eftirlitskerfí, eða svokölluðu fjar- eftirliti, um landstöðvar og/eða gervihnetti, sem á að leysa núver- andi tilkynningaskyldu fískiskipa af hólmi en sjálfvirk tilkynningaskylda flotans hefur verið I þróun í meira en áratug. Telja eftirlit í gegnum hafnarverði nægilegt í frumvarpinu er eigendum króka- báta gefínn kostur á að velja á milli aflahámarks og viðbótarbanndága en einnig er lagt til að öðrum bátum en þeim sem velja aflahámark verði gefinn kostur á róðrardagakerfi þeg- ar eftirlitstæknin geri það mögu- legt. Kerfíð felur í sér að smábáta- sjómenn geti sjálfir valið róðrardaga eftir að heildartala leyfðra róðrar- daga hefur verið ákveðin. Talsmenn þess að komið verði á róðrardagakerfi strax telja að nú þegar megi koma á fullnægjandi eftirliti sem verði á höndum hafnar- varða og vigtarmanna, og hefur ver- ið nefnt að hafnarverðir yrðu þá e.t.v. trúnaðarmenn Fiskistofu. í nefndaráliti minnihluta sjávarút- vegsnefndar segir að við umfjöllun í nefndinni hafí komið fram að unnt sé að sinna eftirliti í gegnum hafnar- verði og löggilta vigtarmenn uns fjareftirliti um landstöðvar eða gervihnetti sé til reiðu og bent er á að sérfræðingar sem hafí komið á fund nefndarinnar hafi ekki talið unnt að koma slíku fjareftirliti upp fyrir byijun næsta fískveiðiárs. Að sögn Árna R. Ámasonar, vara- formanns sjávarútvegsnefndar, liggja engar athuganir fyrir á því hvort hafnarverðir eða hafnir lands- ins séu tilbúnar að bæta þessu verk- efni á sig. Fulltrúar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga komu á fund nefndarinnar og gátu ekki svarað þessu, að hans sögn. Geta beðið einhveijum vikum eða mánuðum lengur Árni sagði að þeir þingmenn sem teldu ekki tilefni til að skipta yfír í róðrardagakerfi fyrr en tæknilegar forsendur væru fyrir hendi legðu mikla áherslu á öryggisþátt málsins. Menn sæju fram á að ef engar breyt- ingar yrðu gerðar myndi banndögum Qölga og þá ykist hættan á að smá- bátasjómenn sæktu sjóinn af meiri hörku þá daga sem leyft væri að róa og tækju minna tillit til veðurs og getu bátanna. „Þess vegna leggjum við áherslu á að við gætum frekar þolað að bíða einhveijum vikum eða mánuðum lengur eftir róðrardaga- kerfí og fá um leið þetta öryggis- kerfi í gagnið, sem tekið befur mörg ár að undirbúa," sagði Árni. Skv. upplýsingum sem sjávarút- vegsnefnd bárust er staða undirbún- ings eftirlitskerfísins í dag sú að verkefnið er komið úr höndum Há- skólans og til Vita- og hafnamála- stofnunar, sem gerir ráð fyrir að geta lagt fram skýrslu um fram- kvæmd þess fyrir 1. september. Næstu 6 mánuðir þar á eftir færu þá \ tilraunarekstur kerfísins. Áætlað er að heildarfjárfesting í kerfinu muni nema um 150 millj. kr. en þar er um að ræða uppsetn- ingu landstöðva ásamt stjórnstöð að undanskildum rekstrarkostnaði. Einnig er gert ráð fyrir að kostnað- ur við að búa báta staðsetningar- tækjum verði um 200 þús. kr. á bát, en fjölmargir eru þegar komnir með slíkan búnað. Skv. frumvarpinu getur ráðherra með reglugerð ákveðið að settur skuli sjálfvirkur eftirlitsbúnaður um borð í skip á kostnað útgerða. Forsýningar Tæp 3 þús- und sáu Die Hard III TÆPLEGA þrjú þúsund manns sáu forsýningar Sam-bíóa á spennumyndinni Die Hard With a Vengeance í Reykjavík og Akur- eyri um helgina. „Við munum ekki eftir svona mikilli aðsókn á for- sýningu þjá okkur í mörg ár,“ sagði Alfreð Árnason markaðs- sljóri hjá Sam-bióunum og fullyrti að hægt hefði verið að fylla nokkra sali í viðbót. „Á laugardaginn seldist upp á 11-sýningu í Bíóhöllinni kl. fjögur um daginn. Við ákváðum þá að setja upp 11-sýningu í Bíóborginni sem ekkert var auglýst og á þá sýningu varð uppselt kl. 21,“ sagði hann. Auðveldlega gekk að fylla tvo sali á sunnudaginn í bíóhúsun- um tveimur og á Akureyri komust færri að en vildu á þijár sýningar. „Það er alveg Ijóst að sumarið verður rosalegt bíósumar. Bíóin bjóða upp á óvenju gott úrval af sterkum myndum," sagði Árni. Hann sagði að þeir sem sæki for- sýningar séu kvikmyndafíklar sem geti einfaldlega ekki beðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.