Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn ANNA Sigríður og Þórhildur segja að söngleikjatónlistin sé best eilítið hrá. hafa báðar klassískan bakgrunn í tónlist. „Ég hef þó lengi vel haft mikinn áhuga á þessum amerísku söngleikjum, negra- söngvum og standördum frá því á fjórða, fimmta og sjötta ára- tugnum“, segir Anna Sigríður. „ Anna syngur þessa tónlist geysi- lega vel“, segir Þórhildur, „hún virðist eiga sérlega vel við hana. Ef ég vissi ekki betur myndi ég raunar halda að það rynni negra- blóð í æðum hennar." Þær stöllur segja að þema þessara tónleika eigi að vera frelsi, léttleiki og hamingja, „eða eitthvað í þá áttina að minnsta kosti“, bætir Þórhildur við og brosir, „við viljum ekki hafa þetta mjög hátíðlegt og formlegt enda á það ekki við þessa tón- list. Við höfum líka varað okkur á því að æfa of mikið fyrir tón- leikana til að þeir verði svolítið hráir og spontant." „Þessi tónlist er skemmtilegust þegar hún er leikin eilítið af fingrum fram,“ segir Anna Sigríður.. Tónleikarnir verða haldnir á morgun, miðvikudag, og hefjast kl. 22. Frelsi, létt- leiki og hamingja BANDARÍSK söngleikjatónlist virðist eiga mjög upp á pallborð- ið þessa dagana. Nýlega var haldið námskeið á vegum banda- rísku sópransöngkonunnar, El- len Lang, og gríska píanóleikar- ans, Nicholas Mastripolito, í þess- ari tegund tónlistar fyrir ís- lenska tónlistaráhugamenn. Mæltist það vel fyrir og tókst raunar svo vel að tveir af þátttak- endum námskeiðsins munu halda tónleika þar sem bandarískir Broadway-söngvar verða sungn- ir og leiknir. „Við náðum svo vel saman á námskeiðinu að við urð- um bara að halda tónleika," seg- ir Anna Sigríður Helgadóttir söngkona en hún mun koma fram ásamt Þórhildi Björnsdóttur píanóleikara á Sólon íslandus. Anna Sigríður og Þórhildur Velúrsálin MYNPLIST Gallcrí Grcip BLÖNDUÐ TÆKNI Svanur Kristbergsson & Börkur Am- arson Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 13. júní. Aðgangur ókeypis SAMSTARF manna af ólíkum sviðum, jafnt innan listanna sem utan, hefur af ýmsum ástæðum aukist mjög hin síðari ár; stundum er þar byggt á aldagömlum grunni sambands meistara og lærlinga, en í nútímalist er ekki síður algengt að um sé að ræða samstarf jafn- ingja sem koma að viðfangsefninu úr ólíkum áttum, sem verður bæði til að styrkja árangurinn og koma óvæntum þáttum á framfæri, því fátt er jafn mikilvægt í myndlist- inni og að nálgast viðfangsefni sín frá nýju og fersku sjónarhomi. Nefna má ýmis dæmi frá þess- ari öld um tímabundið samstarf listamanna af þessu tagi, sem og varanlegri sambönd, sem hafa skapað sér ákveðinn sess í listasög- unni; listamennirnir Gilbert og Ge- orge eru ef til vill þekkasta dæmi hins síðamefnda úr samtímanum. Þeir Svanur Kristbergsson og Börkur Arnarson höfðu báðir hasl- að sér völl með sjálfstæðum hætti áður en þeir hófu að vinna saman að myndlist. Samvinnan hófst með sýningu sem haldin var í Gallerí Sólon Islandus fyrir tveimur árum og kom skemmtilega á óvart; sýn- ingin hér er næsta skref samstarfs- ins, sem kemur fram hér á landi, en þeir munu einnig hafa sýnt verk sín erlendis. Sýningin er að þessu sinni ólík hinni fyrri að því leyti að hér er ekki lengur að finna höfundárein- kenni þeirra tveggja í sjálfstæðu en samverkandi formi, heldur er sýningin sett fram sem ein heild og hvert verk sem virkur hluti hennar og verður því að skoðast í því samhengi fremur en sem sjálf- stæð verk. Yfírskrift sýningarinnar er „Hús velúrsálarinnar“ og er hún eins konar óður til hins hversdagslega, meðalsálar jarðarinnar, eða eins og listamennirnir komast að orði um þessi fyrirbæri í ávarpi sínu: „Þær sem rista ekki djúp spor í LISTIR__________ Svona var þetta í gamla daga LEIKLIST Þjóðlcikhúsið KVENNASKÓLAÆVIN- TÝRIÐ Gestasýning Freyvangsleikhússins. Höfundur: Böðvar Guðmundsson. Höfundur tónlistar: Eiríkur Bóasson, Garðar Karlsson og Jóhann Jóhanns- son. Leikstjóri: Helga E. Jónsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóm- sveitarsljórn: Reynir Schiöth. Leik- arar: 33 félagar Freyvangsleikhúss- ins. 11. júní 1995. ÞAÐ var mikið kvennaskólaæv- intýri í Þjóðleikhúsinu síðastliðið sunnudagskvöld. Ekki síður úti í sal en uppi á sviðinu. Salinn fylltu prúðbúnar konur á besta aldri og skemmtu sér konunglega, ef marka mátti hlátrasköllin og lófa- klappið sem hvergi var sparað. Meirihluti leikhúsgestanna þetta kvöld var örugglega konur sem gengið höfðu á húsmæðraskóla á sínum yngri árum: „Ég kannast við þetta allt saman,“ heyrði ég eina frúna segja eftir sýninguna, og hrifningin leyndi sér ekki á raddblænum. Kvennaskólaævintýri Frey- vangsleikhússins er sú áhuga- mannaleiksýning sem hvað best hefur gengið á fjölunum úti á landi í vetur og var af því tilefni valin úr hópi áhugamannasýninga sem sóttu um að sýna í Þjóðleikhúsinu. Leikritið er eftir Böðvar Guð- mundsson en hann byggir það á viðtölum við konur og karla kunn- ug kvennaskólanum að Lauga- landi, meðal annarra fyrrverandi nemendur skólans. Leikurinn rek- ur sögu skólans í grófum dráttum og byggist upp á stuttum atriðum sem flest eiga við einhveijar stað- reyndir að styðjast. í aðra röndina er hér um söngleik að ræða, því tónlistin skipar ekki minni sess en talað mál í uppsetningunni. Vel hefur tekist til með tónlistina, lög- in eru öll áheyrileg og grípandi, eins og nauðsynlegt er í svona sýningu. Texti Böðvars er hnyttinn og skemmtilegur, að nokkru leyti byggður upp á alþekktum vísunum og oft leikur höfundur sér skemmtilega með tungumálið í orðaleikjum, rími og tvíræðri merkingu setninga. Helga E. Jóns- dóttir leikstjóri hefur valið verkinu farsakenndan leikstíl, persónulýs- ingar eru ýktar og áherslan á hið skoplega. Utkoman er því skopleg- ur söngleikur með sögulegu ívafi, um það hvernig lífíð var á kvenna- skóla í gamla daga. Af leikritinu (svo og viðtali við tvo forsprakka sýningarinnar í leikskrá) má skilja að kvennaskól- inn hafí gegnt mikilvægu hlutverki í að sjá bóndasonum og öðrum gjafvaxta karlmönnum fyrir myndarlegum og húslegum eigin- konum: „...sumar jarðir hafa æðarvarp eða reka, við höfðum BRESKA leikkonan Lynn Redgrave ávarpaði fyrir skömmu heldur óvanalega áheyrendur; útskriftarnema í viðskiptafræðum við Baruch College í New York. Leikkonan gerði enga tilraun til þess að gefa fræðingunum ungu góð ráð í hinum harða heimi við- skiptanna, heldur ræddi eigin menntun, eða öllu heldur menntunarskort. Sagðist hún hafa hætt námi 16 ára, farið á húsmæðraskóla og þaðan í leik- listarskóla. Hún hefði hins veg- ar ekki útskrifast úr neinum þeirra. Redgrave, sem hlaut heiðursnafnbót í listum, leit að því búnu á skikkjuna sem hún bar við þetta tækifæri og sagði: „Ég hef leikið nunnur og hórur en ég hef aldrei klæðst svona skikkju.“ STJÓRN La Scala óperuhússins flutti óperugestum slæmar fréttir fyrir skömmu. Fella yrði sýninguna á La Traviata, sem þeir voru komnir til að sjá, nið- ur vegna verkfalls hljómsveitar- innar. Ahorfendur kunnu þess- um fréttum að vonum afar illa og bauluðu án afláts. Það varð til þess að stjórnandinn heims- veraldarsöguna, þeim sem ekki er ætlað stæði á spjöldum sögunnar nema sem hluti af heild, eining. Þær líða áfram í góðmennsku sinni, hægversku og hógværð.“ Þessi hægverska er endurspegl- uð í þeim verkum sýningarinnar, sem eru mest áberandi, en það eru fjögur stór, brún veggteppi eða ábreiður úr þægindatilveru sam- tímans, en á þeim má sjá ímyndir mjúkra drauma meðalmannsins í formi gæludýra og glæstra hesta. Þessum verkum eru gefín ný og frumleg nöfn í anda annarra listamanna, sem hafa leitað fanga á vettvangi „ready-made“- hluta og er víst að menn eins og Jeff Koons yrðu hrifnir af framkvæmdinni. Þetta val gripanna (sem eru einfaldlega keyptir til- búnir) er í góðu samræmi við þá ímynd velúrsálarinn- ar, sem hér er búin til: „Værðarvoðir þær sem hér eru dregnar að húni eru í senn táknrænar fyrir ástandið í heiminum í dag, stemmninguna á jörðinni; fyrir hina göðu sem sjaldn- ast er skrifaður um stafur, nema þegar dagfarsprýð- ina þrýtur og roði hleypur í kinnarnar og einhver deyr, og það frelsi sem Duchamp og fleiri skópu listinni í upphafí aldarinnar." Þeir félagar fylgja þessu eftir með frekari tilvísunum í hversdags- leikann í formi innsetningar í þröngu neðra rými staðarins, sem minnir öðru fremur á geymslu eða búr á venjulegu heimili. Og öllu fylgir nokkur skýring: Appelsín- urnar eru „tákn gestrisninnar sem einatt fyrirfínnst í húsum alvöru velúrsála ...“; lítillætið er undir- Húsmæðraskólann, næstu ná- grannar mest og svo sveitin í heild“, segir annar viðmælanda í áðumefndu viðtali. Það segir sig sjálft að slík hlunnindi hafí verið ákaflega verðmæt fyrir sveitina, svo ekki sé meira sagt! Á þetta hlutverk skólans er lögð mikil áhersla í sýningunni, ástin og sam- skipti kynjanna voru í brennidepli og ákaflega skopleg samskipti það, séð í ljósi samtímans. Leikarar í þessari sýningu eru hvorki fleiri né færri en 33 tals- ins, fólk á öllum aldri. Allir leystu leikararnir hlutverk sín vel af hendi. Ekki var á neinum að merkja taugaveiklun eða „lítil hjörtu", eins og einn leikaranna komst að orði, þegar hann ávarp- aði leikhúsgesti eftir sýningu, að hijáð hefði hópinn fyrir sýning- una. Það var þó greinilegt af radd- beitingu margra leikara að ekki er um atvinnufólk að ræða. Þetta var kannski aðalvandi sýningar- innar í Þjóðleikhúsinu, að hluti textans heyrðist illa (jafnvel á fremstu bekkjum). Eins hefði tón- listin mátt vera stillt mun hærra, það hefði gefíð sýningunni meiri kraft og fjör. Það hvarflaði að mér að hvað þetta varðar hefði sýningin goldið hins stóra salar leikhússins. Það var hins vegar augljóst af viðtökum þjóðleikhússgesta að Freyvangsleikhúsið kom, sýndi og sigraði. „Salurinn" ljómaði af hrifningu og eflaust geta margar kvennaskólagengnar konur meðal áhorfenda yljað sér lengi við gaml- ar minningar frá sokkabandsárum sínum, sem sýningin kallaði fram í hugann. Soffía Auður Birgisdóttir. kunni, Ricardo Muti, tilkynnti að hann myndi leika undir á píanó hjá Tiziönu Fabbricini sópransöngkonu og hinum söngvurunum. Lék hann undir alla óperuna og í kjölfarið fjöll- uðu ítalskir fjölmiðlar um Muti sem hetju. Hann leggur hins vegar áherslu á að svo sé ekki og ítrekar að hann vilji í raun ekki flækjast inn í vinnudeilur í óperuhúsinu en hann er list- rænn stjórnandi þess. Kveðst hann hafa ákveðið að leika und- ir á píanó af skyldurækni við áhorfendur og listagyðjuna. strikað með sérstökum merkingum á þær, „fyrirgefðu" í stað vöru- merkis. Spíraðar kartöflur minna á að „hagsýnar velúrsálir eiga þurrar og kaldar geymslur fyrir gróður jarðar ..." Hógværðin er loks staðfest enn á ný með bæninni „þakka þér fyr- ir“, sem gestir geta tekið með sér; í henni felst „bæn hins tillitssama jarðarbúa, fyrir jörð, dýrum og mönnum. Diplóma sem hver og einn verður að kvitta undir fyrir sig.“ Eins og sést af ofangreindum tilvitnunum í ávarp listamannanna ber sýningin sterkan keim af þeim anga hugmyndalistar, sem hefur lagt áherslu á hið hversdagslega sem uppsprettu listarinnar og þar með allra listrænna tilvísana. í þessu felst viss þverstæða, sem m.a. hefur átt sinn þátt í mismun- andi viðhorfum manna til verka listamanna eins og Jeff Koons, sem hefur unnið mikið á þessu sviði, einkum framan af sínum ferli. Þeir Svanur og Börkur koma hins vegar að þessu verkefni með kímni Marcel Duchamp fremur en oflátungshætti Koons og því er vert að vekja athygli allra áhuga- manna á þessu „Húsi velúrsálarinn- ar“, sem því miður verður aðeins opið í stuttan tíma. Eiríkur Þorláksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.