Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 VATNAVEXTIR OG SKRIÐUFOLL Viðvarandi / skriðuhætta SKRIÐUHÆTTA vegna vatnavaxta á miðnorðurlandi er talin vera viðvarandi haldi hlýindin þar áfram en óhemjumikill snjór er ennþá í fjöllum. Halldór Pétursson, jarðfræðingur á Náttúrfræðistofnun Islands, segir að fylgst sé vel með í Svarfaðardal, Höfðahverfi og á öðrum svæðum í utanverðum Eyjafirði, en þar sé afar mikll snjór, og til þessa hefði þar verið heldur kaldara en framar í Eyjafirði og bráðnunin því ekki eins mikil. ETTA er ekki búið enn, þó einstaka skriður séu farnar að koma niður, það er ekki ólíklegt að þær eigi eftir að falla fleiri. Við fylgjumst grannt með þessu og fólk er víða í viðbragðsstöðu, en það er lítið hægt að gera á þessu stigi en bíða og sjá hvað verður," segir Halldór. Brúin yfir Brimnesá hrundi Gamla brúin yfir Brimnesá við Dalvík hrundi um hádegisbil í gær vegna mikilla leysinga og er áin í „foráttuvexti" að sögn lögreglu. Brúin var með steingólfi og hrundi alveg en fært er inn í bæinn eftir Ólafsfjarðarvegi yfir nýja brú skammt undan. Lögreglan á Dal- vík segir að rennsli í ánni hafi aukist jafnt og þétt frá því á sunnudag og voru undirstöður nýju brúarinnar styrktar í gær með stórgrýti vegna vatnavaxt- anna. Miklar leysingar eru í Svarf- aðardal og segir lögreglan dalinn fírði líkastan vegna vatnsflaums- ins. Rétt fyrir hádegi í gær slitn- aði ljósleiðari Pósts og síma milli Sauðárkróks og Dalvíkur og er talið að vatnavextir hafí átt sök á. Mælt var hvar strengurinn fór í sundur og reyndist það vera 17 kílómetra frá Dalvík inni í Svarf- aðardal, rétt við bæinn Klaufa- brekkur. Einnig datt farsímasend- ir út vegna leysinganna og olli sambandsleysi við Dalvík og Svarfaðardal um tíma. Aurskriða úr Múlanum í Ólafsfírði féll aurskriða úr Múlanum á veginn rétt norðan við Brimnes í gærmorgun. Skriðan var um fjögurra metra breið og tók skamman tíma að moka henni burtu að sögn lögreglu í Ólafs- fírði. Miklir vextir eru í Fjarðará og hefur hluti Ólafsfjarðarvegar að vestanverðu verið undir vatni síðustu tvo daga. Vegurinn er fær Grimsey <4 en fylgst er vel með ástandinu að sögn lögreglu. Óttast menn aðra aurskriðu yfír veginn sem rofið gæti heitavatnsæð til bæjarins. Ljósavatn flæddi yfir veginn skammt frá Stórutjörnum í gær, en þar eru miklir vatnavextir í ám og vegurinn talsvert siginn en fær umferð. Aurskriða féll í Sölvadal milli bæjanna Þormóðs- staða og Eyvindarstaða í gær- morgun og hafa minni aurspýjur runnið niður fjallshlíðar hér og þar frammi í firðinum, að sögn Ólafs Ásgeirssonar framkvæmda- stjóra almannavarnanefndar Ak- ureyrar sem kom saman til fund- ar í gær. Ólafur segir mikla bleytu í fjallshlíðum í Eyjafirði en ekki sé Milljónatjón af völdum aurskriðu sem féll á Sveinbjarnargerði Byggingar skemmdust Morgunblaðið/Rúnar Þór AURSKRIÐAN sem féll á Sveinbjarnargerði var um 150 metra breið þar sem hún var breiðust. TVÆR byggingar urðu fyrir tals- verðum skemmdum vegna aur- skriðu sem féll við Sveinbjarnar- gerði á Svalbarðsströnd um kl. 19 á sunnudagskvöldið. Einnig varð nokkurt tjón á bílum sem urðu fyr- ir skriðunni. Að sögn Sigurðar Steingrímssonar, framkvæmda- stjóra kjúklingabúsins Fjöreggs í Sveinbjamargerði, er ljóst að um- talsvert tjón varð af völdum aur- skriðunnar og talið er að það skipti að minnsta kosti einhveijum mill- jónum króna. Nokkrar minni skrið- ur féllu í kjölfar skriðunnar á sunnudagskvöldið og fóru þær í sama farveg án þess að valda frek- ari skemmdum. Sigurður sagði að aurskriðan hefði brotið niður uppeldishús fyrir kjúklinga og fyllt það af aur, en engir kjúklingar voru í húsinu þeg- ar það eyðilagðist. Þá gerði skriðan gat á geymslu- og verkstæðishús og hálffyllti það af aur og þar urðu skemmdir á vélum og tækjum. Tókst að veija eldishúsin Hann sagði að tekist hefði að verja eldishúsin á kjúklingabúinu frá skemmdum með því að veita frá miklum vatnselg sem fylgdi í kjöl- far aurskriðunnar. Bílar sem stóðu nálægt húsunum urðu hins vegar fyrir nokkrum skemmdum og einn þeirra barst hátt í 100 metra með aumum. Menn frá Viðlagatrygg- ingu voru komnir á staðinn í gær til að meta skemmdirnar. „Við höfum þegar hafið hreins- unarstarf, en þetta er gríðarlega mikið sem þarf að hreinsa. Hér hefur verið mjög heitt í veðri og þess vegna hefur maður verið við öllu búinn. Ég vil hins vegar ekk- ert gera mikið úr því en maður á alveg eins von á gusu. Það er ljóst að það er klaki í jörðu og vatn getur safnast saman fyrir ofan skafla eða aðrar hindranir og sett einhverjar spýjur af stað,“ sagði Sigurður. Hann sagði að áður hefðu fallið smáspýjur úr fjallinu ofan við Svein- bjarnargerði og náð að stifla læki, en vitað væri að talsverðar skriður hefðu fallið niður skammt frá bæn- um í kringum 1930. Fjallið gegnsósa af vatni Um 100 metra breið aurskriða féll einnig á sunnudagskvöldið hjá bænum Garðsvík, sem er um 500 metrum norðan við Sveinbjarnar- gerði, og fór hún yfir ræktað land þar sem hún fyllti alla skurði og hreif með sér girðingar. Náði skrið- an alveg niður á þjóðveg þar sem hún stöðvaðist eftir að hafa fyllt ræsi og tekið í sundur vatnslögn sem liggur frá uppsprettu ofan Garðsvíkur. Er því vatnslítið á nokkrum bæjum í nágrenninu og í húsum á Svalbarðseyri, en þar er notast við vatn úr safntanki. Að sögn Árna K. Bjarnasonar, sveitar- stjóra í Svalbarðsstrandarhreppi, verður ekki gert við vatnsæðina fyrr en tryggt þykir að ekki sé hætta á frekari skriðuföllum. Að sögn Sigrúnar Baldursdóttur, húsfreyju í Garðsvík, er ekki vitað hvort skriðan hefur hrifíð með sér eitthvað af fé sem var í fjallinu, en í dag á að reyna að kanna aðstæð- ur þar sem ekki var talið hættu- laust fyrir fólk að vera þar á ferð í gær vegna hættu á frekari skriðu- föllum. „Það eru mjög miklar leysingar hérna og fjallið er alveg hreint gegnsósa af vatni. Það verður ekk- ert reynt að fara þarna um fyrr en á morgun [þriðjudag], því það er svo mikil leðja og vatn þarna alls staðar og engin leið að bjarga sér undan skriðu, en það hafa farið niður margar smáspýjur, þó þær hafi ekki valdið neinum skaða,“ sagði Sigrún. Mikill snjór uppi á heiðinni Sjálf hefur Sigrún búið í 16 ár í Garðsvík og aldrei upplifað neitt í líkingu við þær leysingar sem nú hafa orðið. Sagði hún þetta vera mun meira en menn mundu eftir á þessum slóðum, en flóð hefðu þó áður farið utar í sveitinni. Hún sagði engar byggingar í Garðsvík hafa verið í hættu þegar aurskriðan féll á sunnudagskvöldið. Á við bæinn fór úr farvegi sínum þegar hann fylltist af aur og flæddi vatnið þá rétt norðan við fjárhúsin á bænum. Sagði Sigrún að bændur og björg- unarsveitarmenn hefðu þá brugðist fljótt við og grafíð skurð í gegnum túnið og veitt ánni í farveg sinn á nýjan leik. „Þetta er algjör hitabylgja hérna þótt sólarlaust sé og miklar leysing- ar. Það er ekki mikill snjór framan í fjallinu en það er talsvert mikill snjór uppi á heiðinni og virðist þetta koma alveg ofan frá toppi fjallsins. Þegar það kemur svona hitabylgja virðist bara allt verða vitlaust. Þetta er alls ekki skemmtilegt," sagði hún. Fnjóská hreif með sér nýlega brú yfir í Vaglaskóg Beðið með viðgerð þar til sjatnar í UM TVEGGJA ára gömul brú yfír Fnjóská, yfir í Vagiaskóg, féll niður í ána laust fyrir kl. 4 í fyrrinótt. Sigurður Oddsson umdæmis- tæknifræðingur Vegagerðar ríkisins á Akureyri var á vettvangi í gær og fylgdist með gríðarlegum vatna- vöxtum í Fnjóská. „Það er sjálfsagt hægt að búast við öllu í svona mikl- um hamförum," sagði hann að- spurður um hvort fall brúarinnar hefði komið vegagerðarmönnum í opna skjöldu. Brúin var byggð sumarið 1993 og tekin í notkun þá um haustið. Hún er rúmlega 40 metra löng, ein- breið stálbitabrú með steyptu dekki. Hún leysti af hólmi gömlu boga- brúna yfír í Vaglaskóg, sem byggð var árið 1908. „Við höfum verið að létta á álag- inu með því að grafa út meðfram vesturlandinu, því það er ansi þungt á bitanum sem heldur brúnni uppi,“ sagði Sigurður. Fnjóská hefur verið í miklum ham síðustu daga og í átökunum hefur skolast undan sökkli nýju brúarinnar með þeim afleiðingum að hún hreinlega féll niður vestanmegin. Óvíst hversu mikið tjónið er „Við getum ekkert gert fyrr en fer að sjatna í ánni,“ sagði Sigurður „en við erum rétt að vona að brúin fari ekki lengra.“ Fyrirhugað er að fá tvo 50 tonna krana til að halda brúarendanum föstum og hindra að áin taki hana með sér. „Ég sé ekki fram á að neitt verið hægt að gera annað fyrr en eftir einhvern tíma, jafnvel 2-3 vikur. Það er svo geysi- lega mikið vatn í ánni, mikill snjór enn á fjöllum og áframhaldandi hiti svo við verðum að bíða með frekari viðgerðir.“ Sigurður sagði óvíst á þessari stundu hversu mikið tjónið yrði, „en það verða einhverjar milljónir, svo mikið er víst,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.