Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNl 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BÓKMENNTIR
Skáldsaga
REKAMAÐURINN
eftir Jens Pauli Heinesen. Jón Bjar-
man þýddi. Almenna bókafélagið
1995 —147 síður
FYRIR allmörgum árum gerði
amerískur mannfræðingur rann-
sókn á lífsskilningi vestfirskra tog-
araskipstjóra og komst að þeirri
niðurstöðu að hjá engum sambæri-
legum þjóðfélagshópi í heiminum
væri heimsmyndin jafnmótuð af
einstaklingshyggju og hjá þessum
hetjum hafsins. Rík trú á mátt
sinn og megin, vantraust á hvers-
konar samstarfi og sterkur sam-
keppnisandi mynduðu grunnþætti
þeirra skoðana sem réðu mestu í
lífi þeirra. En einmitt þessir þætt-
ir eru uppistöður þeirrar myndar
sem þegar í upphafí 20. aldar var
búin til af hetjum úr veiði- og
bændastéttum á norðurhjara í
bókmenntum Norðurlanda. Þessar
hetjur voru „sterkir menn“ sem
að vissu leyti endurspegluðu ómeð-
vitaða hugmyndafræði höfund-
anna, sem flestir komu úr borgum
eða þéttbýli, en þeir einkenndust
einnig af nýjum dráttum sem höf-
undamir drógu upp á markvissan
hátt. Þessar lýsingar kölluðu síðan
aftur á andóf sem gerðu einstakl-
ingshyggjuna að viðfangsefni
sögulegrar gagnrýni löngu áður
en háskólafræðin tók að gefa
henni gaum. En í sinni athyglis-
verðustu mynd var einstaklings-
hyggjan ekki aðeins afieiðing
nýrra framleiðslu- og lifnaðar-
hátta. Hún var um leið niðurstaðan
af iangri þróun sem miðaði að
aukinni áherslu á hið veraldlega,
á hina efnislegu fullnægingu á
þörfum mannsins. Burtséð frá hin-
um íhaldssömu, ef. ekki fasísku
hneigðum sem birtast í „Gróðri
jarðar“ Hamsuns, er þessi skáld-
saga jafnframt gott dæmi um frá-
sögn af möguleikum einstaklings-
ins. Hún er að vissu leyti hápunkt-
ur langrar frelsunarsögu sem mið-
ar að því að maðurinn setji sér
sjálfur sín eigin lögmál og bijóti
sér leið út úr hinni guðfræðilegu
heimsmynd. Hamsun setur þessa
einstaklingshyggju hins vegar í
hóp með nýjum gildum sem hófu
jörðina, blóðið, sjálfstæðið og bar-
áttuna upp á frumspekilegan stall.
Hin óskynsama og tilfinninga-
bundna afstaða til heimsins byrgði
sýnina á hve maðurinn var háður
lögmálum efnahagsins og hug-
myndafræðinnar og það var ein-
mitt þessi gagnrýni sem varð
grunnþáturinn í „Sjálfstæðu fólki“
Halldórs Laxness. Halldór sagði
sögu einstaklingshyggjunnar í því
skyni að benda á hvernig hún rakst
í sífellu á eigin mótsagnir og þann
efnahagsgrundvöll sem þegar allt
kom til alls setti henni takmörk.
Hann sagði sögu af því hvernig
slíkar hugsjónir gerðu þann, sem
hélt sig fijálsan, að fanga. Og það
merkilega við þessa pólitísku sögu
er að hún sýnir að hin ýkta ein-
staklingshyggja aðalsöguhetjunn-
ar, Bjarts í Sumarhúsum, er miklu
skemmtilegra og betra söguefni
en hin pólitískt kórrétta saga af
verkfalli í verksmiðju. Einstakl-
ingshyggjan í bænda- og veiði-
mannasamfélögunum við Norður-
Atlantshaf skapaði einfaldlega
magnaðar persónur sem röðuðu
sér í hóp annarra slíkra „karakt-
era“ heimsbókmenntanna, allt frá
Moll Flanders Fieldings til Julian
Sorels í „Rautt og svart“ eftir
Stendahl eða þá söguhetja
Dostojevskís. Hún opnaði leið að
tragískum skilningi á örlögum
þessar hetju sem var svo sann-
færð um gildi sín. Barátta hennar
varð að táknrænum bardaga
vegna þess hve einarðlega hún
trúið á hugsjónir sínar og vegna
þess hve hatrammlega þær stön-
guðust á við umhverf-
ið og hennar eigin
blindu. Þannig gat
saga þessa einstakl-
ings orðið að raun-
verulegri hetjusögu í
líkingu við „Gamla
manninn og hafið“
eftir Hemingway en
hún gat einnig orðið
skopleg vegna mis-
ræmisins sem skap-
aðist á milli þess sem
söguhetjan trúir og
þess sem fyrir er í
umhverfinu. Les-
andinn veit betur og
getur því hlegið að
brölti söguhetjunnar.
Það er einmitt þessi síðarnefnda
leið sem er valin í sögu Færeyings-
ins Jens Pauli Heinesens, Reka-
maðurinn, sem fyrst kom út árið
1977. Aðalsöguhetja bókarinnar,
Samúel Matthías, er af þessari
gerð öfgakenndra einstaklings-
hyggjumanna sem eru svo ákveðn-
ir í að standa á eigin rétti að bar-
átta þeirra verður að endingu fár-
ánleg, næstum því grótesk. Það
er magnaður stígandi í textanum
sem hefst á langri frásögn af leit
Samúels að reka í sunnanstormi
að vetrarlagi. Þetta er í miðri
seinni heimstyijöld, skip að sökkva
út um allan sæ svo góð von er á
verðmætum reka. En það er ein-
mitt þessi von um að finna reka
lífsins, gullnámu sem gæti breytt
högum hins fátæka manns og fjöl-
skyldu hans á svipstundu, sem
rekur hann áfram. Hann er að
leita að efnislegri fyllingu lífsins,
staðfestingunni á að einstaklings-
hyggja hans hafi borið ávöxt.
Helsti ótti hans er að einhvern
annar komi að honum með reka
lífsins í höndunum, hjálpi honum
og krefjist síns skerfs. Ekkert ótt-
ast hann jafnmikið og að einhver
hjálpi honum og ekkert er honum
jafnfjarri og að biðja um hjálp.
Þetta hatur hans á samhjálp og
samstarfi magnar hann með sam-
sömum sinni við mikla einstakl-
inga. Hetjur sem drýgðu miklar
dáðir með járnvilja sínum líkt og
Kólumbus og Va.sco da Gama eða
þá Kristján IV. sem á
að hafa risið upp
særður 23. sárum í
orrustunni við Fe-
mern í Svíastríðunum
um miðbik 17. aldar
og ekki sagst vera
mikið særður. Fjörus-
nudd hins einóða fá-
tæklings er í augum
hans sjálfs álíka stór-
fenglegt og afrek
þessara manna.
Textinn er byggður
upp á tveimur hlutum
sem spegla hvor ann-
an og segja báðir frá
stórum fundi sem
Samúel heldur að
muni breyta lífi sínu. Fyrst finnur
hann stóra tunnu af spíra og djöfl-
ast sólarhringum saman við að
koma henni og innihaldi hennar á
land án þess að neitt verði úr ríki-
dæminu. Sumarið eftir rekur stór-
an hval á fjörur þorpsins, hann
helgar sér skepnuna en minna
verður úr auðlegðinni en hann
hugði. Báðar þessar sögur ein-
kennast af hægum aðdraganda
sem síðan víkur fyrir stigmagn-
andi frásögn af því hve barátta
Samúels við að halda fundinum
fyrir sig er fáránleg. Þannig verð-
ur tunnuævintýrið að ferð inn í
hina fullkomnu þráhyggju því í
þá fimm daga sem Samúel er að
fást við tunnuna kemur honum
ekki dúr á auga. Dóttir hans er
illa veik af lungnabólgu, fréttir
berast af því að skipið sem sonur
hans er á hafi sokkið en ekkert
af þessu heyrir hann. Hann er al-
gerlega sokkinn í sinn eigin heim.
011 hugsun hans snýst um að
blekkja hina í þorpina, sitja einn
að fengnum, ásaka þá um allt
milli himins og jarðar og úthugsa
sífellt geðveikislegri áætlanir um
hvemig hann eigi að leika á
ímyndaða óvini sína. Að lokum
dettur hann útaf og vaknar við
að keppinautar hans hafa hirt
tunnuna, drekka og stíga dans í
þorpinu.
Sá hluti bókarinnar sem fjallar
um eignarhaldstökuna á hvalnum
er enn magnaðara dæmi um frá-
Óháð lista-
hátíð í Iðnó
í sumar
í SUMAR verður í Reykjavík hald-
in óháð listahátíð. Sfjórnendur hátíð-
arinnar hafa fengið inni í Iðnó sem
mun breytast í fjöllistahús dagana
sem hátíðin stendur og undirbúning-
ur mun fara þar fram að hluta og
stór hluti dagskráratriða. Hátíðin
mun standa dagana 18. ágúst til 3.
september.
Afmælisdagur Reykjavíkur, 18.
ágúst, verður einn af hápunktum
hátíðarinnar og verður sett upp sum-
arnámskeið fyrir börn og unglinga
þar sem þau undirbúa götuhátíð
byggða á menningararfi okkar.
Verður lögð áhersla á þjóðtrúna,
álfa, huldufólk og landvætti íslands.
Umsjón með námskeiðinu verður
í höndum Katrínar Þorvaldsdóttur
brúðugerðarkonu ásamt leiðbeinend-
um úr hópi tónlistar-, myndlistar- og
leiklistarfólks. Erla Stefánsdóttir
leiðbeinir varðandi rétt útlit nágranna
okkar úr álfheimi og segir börnunum
sögu þeirra og boðskap. Námskeiðið
hefst 1. júlí og stendur í sex vikur
alla virka daga frá kl. 13-17. Búist
■ er við um 200 bömum á námskeiðið
sem mun fara fram í Iðnó og skólum
vítt og breitt um borgina. Námskeiðs-
gjald er kr. 3.000.
19. ágúst verða stórtónleikar á
Ingólfstorgi með þátttöku um 20
hljómsveita og munu tónleikarnir
standa í um tíu klukkustundir.
Dagskráin verður að öðru leyti
með svipuðu sniði og undanfarin ár,
má þar helst nefna frumflutning
nýrra leikverka, myndlistarsýningar
og bókmenntadagskrá.
sagnarmáta Heinsens. Hin mikla
nálægð tungumálsins við þeim
vinnu og náttúru, nálægð sem
verk þýðandans spillir ekki fyrir,
er sífellt í forgrunni og dregur upp
efnislega mynd af umhverfí og
aðstæðum. Því verður þessi hvals-
uppákoma jafnfyndin og hún er.
Samtök þorpsbúa, upplýsingar
kennarans um hvali, stærð þeirra
og lifnaðarhætti, samræða Samú-
els við sýslumann, hugsanir hans
og barnaleg viðbrögð: þessi atriði
búa til þéttan textavef sem ber
öll merki sögumennsku þess sem
reynir að komast af með sem
minnstan efnivið í texta sínum.
Samúel tekst á endanum að fá
menn til að samþykkja eignarhald
sitt á þessu risaflykki en í sigurví-
munni grefur hann upp spírann
sem hann hafði eytt svo miklum
tíma við að fela og drekkur hann
allan upp með óvinum sínum.
Samúel sofnar og vaknar við að
sjófuglinn er kominn í hvalinn, það
endar með því að flykkið úldnar í
fjörunni, belgist út og springur í
loft upp einn sumardaginn, rotnar
tægjur slöngvast yfir byggðina og
kæfandi daun leggur yfir. Á með-
an liggur Samúel í koju. Nokkrum
dögum síðar hættir hann sér út.
Enn á ný vill hann ganga reka:
„Hræið lá þar enn,“ segir þar,
„menn höfðu unnið við að koma
því í burtu, en það gekk lítið. Þeir
þurftu að hafa gasgrímur fyrir
vitunum til að kafna ekki, samt
höfðu nokkrir veikst af þessu. (bls.
143).“ Samúel er hins vegar von-
góður um að gæfan fari nú að
brosa við honum. Að hann komist
yfir reka sem hann getur setið
einn að, laus við aðskilnaðar-
sinnana, aumingjana og konungs-
spottarana sem sífellt standa í
vegi fyrir honum. Enn og aftur
lallar hann af stað.
Það er varla að maður þori nú-
orðið að nota hugtakið „sagna-
mennska“ jafnútjaskað og það er
orðið, en ef einhveijar sögur eiga
það skilið, þá á þessi bók að sönnu
þann heiður vísan . Þetta er magn-
aður texti sem leynir furðulega á
sér.
Kristján B. Jónasson
Tærleiki
MYNDLIST
Ú m bra
TEXTÍLAR
Ulla-Maija Vikman
Opið frá 12-18. Laugardaga
10-18. Sunnudaga 14-18.
Lokað mánudaga.
FYRSTU áhrifin sem skoð-
andinn verður fyrir er hann
stendur frammi fyrir verkum
fínnsku listakonunnar Ullu Maiju
Vikman, er öðru
fremur tærleiki
hinna óvenjulegu
vefja. Þeir . eru á
tvennan hátt óvenju-
legir, þræðirnir eru
látnir hanga lóðrétt
niður og svo eru þeir
úr trefjum, og þó
streyma frá þeim
ýmis hughrif tengd
hefðbundnum vefn-
aði. Við bætist að hér
er um afskaplega
vönduð og fínleg
vinnubrögð að ræða,
sem eru raunar al-
gjör forsenda þess
að dæmið gangi upp.
Ulla, sem er fædd
í Oulu í Finnlandi 1943, ólst upp
í Rovaniemi i norðurhluta lands-
ins, en vinnur nú í Helsingfors.
Hún hefur oft verið fulltrúi fínn-
skrar textíllistar og meðal merk-
ustu sýninga sem hún hefur tek-
Ulla Maija
Vikman
ið þátt í er alþjóðlegi tvíæringur-
inn í Lausanne 1992, og sama
ár var hún valinn textíllistamað-
ur ársins í Finnlandi og fékk
starslaun, vel að merkja, til 15
ára. Þannig búa frændur vorir
að listamönnum sínum, og þetta
gerir Ullu kleift að vinna alfarið
að list sinni á tímabilinu. Síðast-
liðna tvo mánuði hefur hún dval-
ið í gestaíbúð Hafnarborgar,
unnið að list sinni og undirbúið
sýninguna.
Listakoflan hugsar mikið um
gagnsæi lita, mjúka
og loftkennda áferð
og sjónrænan titr-
ing yfirborðsins. Og
eins og segir; „þá
eru verk hennar
titrandi yfirborð
lita, sem falla frjáls
í rýminu. Hún mál-
ar viskósþræðina í
sterkum litum, með
tækni sem hefur
þróast frá ikat lit-
unaraðferð og við-
heldur sérkennum
efnisins. Létt hreyf-
ing hins loftkennda
þráðs og ljósið fela
í sér tilfínningu fyr-
ir þrívídd. í lárétt-
um línum þráðanna má sjá minni
úr náttúrunni, hreyfingar strá-
anna, fjaðranna og dýrahár-
anna“.
Um sumt getur þetta minnt á
gluggatjöld eða forhengi, en í
.
1 ■ *.'• . . - • - v. • »••. - ., • ■
» 'W. . *.-í * * -• - V. •-***'.«.•. 'AS‘, <.«».4. . • <1 *">• .. .
.vvv-
■•'•••. •.*.<—■•** ►. <••>.
,•.'*•-••"-* *•«*••*- •'•■•* •***'■»*-A
\ . •,« p.,. ’/,4 . » "t'.
’ ••** ‘ *.-•«» “V- •■*,*'•«-■ •»• ... • ' - •- • • - •<» •»»
• ....
.‘V .
«*#Vý«*'f.NVA-‘V* v- ** -
• <’■> ■•*•**•*v*>'■
, jj jj "^Jfijjj|j|j|j|
* s4V*" *■'•.„•»,' «•
>»* .»>•-4-». -•'*• ■vvö,m,» ■*» , . <;• . •> «»* ,í
•- .«• l„"., .•' * v,-x -,■•««*>, ,. V •.■«."*,■"'*’ »»\'
• ■• •- ■ •
v v' v .
»' /V’•'
„ZANZIBAR" 1989
æðri skilningi, því að hvert verk
lifir sínu eigin sértæka lífi, en
er ekki hluti af stærra samhengi
eða fjöldaframleiðslu. Og satt er
það, að verkin leysa ýmis hug-
hrif úr læðingi, því þau hafa
afar sterkar skírskotanir til lífs-
ins og náttúrunnar, jafnvel veð-
urfarsins Hún byggir þau upp
með hægum stígandi, sem á
stundum minnir á austurlensk
ljóð, þau geta verið létt eins og
andvari og þó er eitthvað bjart
og norrænt yfír þeim. Ýmsir
núlistamenn aldarinnar hafa
unnið með trefjaþræði og má þar
fremstan nefna Man Ray, og 40
árum seinna fór Christo að dæmi
hans, en einng hafa listamenn
eins og Oldenburg og Rausch-
enberg virkjað efnið. Ulla Maija
Vikman gerir það hins vegar á
allt annan hátt en þessi stóru
alþjóðlegu nöfn, virkjar birtuna,
hlýjuna og fínleikann á aðdáun-
arverðan hátt.
Það er svo eftir öðru, að
frammi liggur afar vandað kynn-
ingarrit um listakonuna með
texta á finnsku og ensku.
Bragi Ásgeirsson
Einn á báti
Jens Pauli
Heinesen