Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 7 FRÉTTIR Norrænt þing heilaskurðlækna ARON Björnsson heilaskurðlæknir tekur í öfluga smásjá sem er tengd við sjónvarpsskjá og notuð á hveijum degi við skurð- aðgerðir á Borgarspítalanum. Fá svæði heilans enn ókönnuð MIKLAR framfarir hafa átt sér stað á síðustu misserum og árum í heila- og taugaskurðlækningum að mati Arons Björnssonar heilaskurðlæknis á Borgarspítalanum. Þetta segir hann að hafi endurspeglast ágæt- lega á 47. ársþingi norrænna heila- skurðlækna sem slitið var á Hótel Loftleiðum um helgina. Á þinginu voru ýmsar nýjar rannsóknir í fræði- greininni kynntar og mörg erlend fyrirtæki sýndu hiigbúnað og tæki fyrir hin nákvæmu fræði heila- og taugaskurðlækninga. Ráðstefnan heppnaðist ákaflega vel að sögn Arons sem var formaður fram- kvæmdanefndar þingsins. 150 gestir sóttu þingið frá 16 þjóðlöndum og þykir það fjölsótt þing fyrir jafn fámenna sérfræðilæknastétt. Heilinn kortlagður „Mjög fá svæði heilans eru enn ókönnuð," sagði Aron í viðtali við Morgunblaðið. „Miklar framfarir hafa orðið í því að kortleggja heilann og við þróun aðferða til að komast að óeðlilegum hlutum í líffærinu. Jafnvel þótt heilinn sé viðkvæmt svæði hafa verið þróuð fíngerð tæki til að kanna hin viðkvæmustu svæði hans,“ sagði hann. Þannig séu á Víkinga- garði vel tekið yÍKINGAGARÐURINN rétt utan Óslóar sem arkitektarnir Guðmund- ur Jónsson, Guttormur Magnússon og Ingunn Hafstað hönnuðu var opnaður á miðvikudaginn var. Þykja mannvirki í garðinum fagmannlega unnin og trúverðug. Víkingagarðinum er ætlað að fanga anda víkingatímans og sýna daglegt líf eins og menn telja það hafa verið. í honum eru 14 mann- virki, svo sem kaupvangur, bryggju- sporður, víkingaskip, þingstaður, haugur og gildaskáli fyrir gesti. Einnig er starfsfólk garðsins klætt í anda tímabilsins. Greint var frá opnuninni í norsk- um fjölmiðlum og var höfundur umfjöllunar Aftenposten, sem Morg- unblaðið vitnar til, í fylgd með forn- leifafræðingi frá Óslóarháskóla, El- len Hojgárd Hofseth. Allir gestir fá fatnað að víkinga- sið og þegar inn í garðinn er komið blasir kaupvangurinn við. Þykir fornleifafræðingnum fötin lítt spennandi og úr sögulegu samhengi við garðinn en lýkur lofsorði á mann- virkin. „Byggingarnar eru nákvæm- lega eins og talið er að þær hafi lit- ið út. Byggingastíl vestur- og aust- urhluta er fylgt til hins ítrasta og víkingaskipið ber faglegri þekkingu vitni,“ er haft eftir henni. „Þegar kemur að dæmigerðu að- setri jarls fyllist Hojgárd ákefð. „Þetta er ein endurgerð af mörgum hugsan- legum. Það er ekki ólíklegt að þeir hafí búið með þessum hætti og mikið af getgátum uppi. Það sem mér fellur sérstaklega vel er að ekki er gefin þessi frumstæða og margtuggna mynd af víkingunum“,“ segir hún. -----------» ♦ ♦----- Átta teknir fyrir ölvun LÖGREGLAN á Húsavík tók átta ökumenn grunaða um ölvun við akstur eftir dansleik sem haldinn var ídölum á föstudagskvöld. Að sögn lögreglu var gífurlegur ölvunarakst- ur á svæðinu. Talið er að 700-1.000 manns hafi verið á dansleiknum og hafði lögreglan í ýmsu að snúast. Engin óhöpp urðu þó þrátt fyrir mikla ölvun. RÆKTAÐU ÞAÐSEM GEFUR ÞÉR MEST og láttu okkur tryggja þér stöðugar greiðslur - allt að 10% á ári Viltu tryggja... þér stöðugar greiðslur af sparifé þínu? Viltu nýta„. bestu tækifæri sem gefast til fjárfestinga hverju sinni? Viltu auka... fjárhagslegt öiyggi þinna nánustu með fjárfestingarábyrgð? Viltu vita... af sparifé þínu hjá traustum aðila sem veitir þér ítarlegar upplýsingar um eign þína á þriggja mánaða fresti? GRUNNVAL með fjárfestingarábyrgð er ný og einstök þjónusta fyrir sparifjár- eigendur sem enginn annar býður. Komdu eða hringdu. GRUNNVAL - til að njóta lífsins betur. . LANDSBREF HF. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. ráðstefnunni fyrirtæki sem sérhæfi sig í þróun speglunarbúnaðar og smásjáa sem þræddar séu inn í heila. Megin viðfangsefni heilaskurð- lækna um þessar mundir er að finna leiðir til að stytta legutíma sjúklinga og lina þrautir þeirra og erfiði. Aron sagði að skurðiæknar einbeiti sér að því að nota speglunarbúnað í rík- ari mæli og jafnframt staðsetning- aráhöld tengdum öflugum tölvum. Slík áhöld geri þeim kleift að gera minni skurði við aðgerðir. Markmið skurðlækna er þannig að gera minni aðgerðir sem aftur valdi minni skemmdum. Læknar geta nú að sögn Arons fylgst með flestum skurðaðgerðum á tölvuskj- ám, tekið myndir og skráð allar hreyfingar sínar og aðgerðir. Aron fullyrðir viðamikil tækjasýn- ing erlendra fyrirtækja á þinginu í skurðlækningum staðfesti að full- komnar íslenskar skurðstofur séu búnar mjög góðum tækjum. Nauð- synlegt sé þó að halda vel á spöðun- um og fylgjast með hraðri tækniþró- un í heiminum. Tryggja þurfi að tækjabúnaður úreldist ekki á ís- lenskum skurðstofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.