Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 2 LISTIR Lýðveldisstofnunin KVIKMYNPIR Sagabíó STOFNUN LÝÐVELDIS Á ÍSLANDI Framleiðandi: Þjóðhátíðamefnd lýð- veldisstofnunar á Islandi. Mynda- taka: Kjartan Ó. Bjamason, Eðvarð og Vigfús Sigurgeii-ssynir ásanit Guðmundi Einarssyni frá Miðdal. Tónlist: Páll ísólfsson. Þulur: Pétur Pétursson. Fmmsýnd 1946. Endur- gerð að tilhlutan forsætisnefndar Alþingis í tilefni 50 ára afmælis lýð- veldisins undir umsjón Kvikmynda- safns Islands með styrk frá Lumiere- sjóði Media-áætlunariimar. Aðgang- ur ókeypis. íslensk heimildarmyndagerð á sér langa sögu án þess það fari hátt í daglegu tali en við erum minnt á það stöku sinnum og nú með heim- ildarmyndinni Stofnun lýðveldis á Islandi, sem lýsir hátíðahöldunum á Þingvöllum og í Reykjavík þann 17. og 18. júní árið 1944 þegar Island var lýst lýðveldi. Myndin, sem gerð var að tilstuðlan Þjóðhátíðarnefndar lýðveldisstofnunar á íslandi og var frumsýnd árið 1946, hefur nú verið yfirfarin og endurbætt og er til sýn- is í Sagabíó og er aðgangur ókeyp- is, en hún hefur ekki verið sýnd opinberlega síðan 1952. Meginefni hennar eru hátíðar- höldin á Þingvöllum og í Reykjavík en inn í myndina er skotið svipmynd- um frá íslandi um miðja öldina. Frásögu- stíllinn einkennist að vonum mjög af þjóð- ernisrómantík sem kemur fram bæði í myndavali og tónlistar- flutningi. Myndaðir eru staðir eins og Gullfoss og Geysir og Hraun í Öxnadal í nk. inn- gangskafla undir æt- tjarðarlögum eins og- „Blessuð sértu sveitin mín“. Island var enn öflugt bændasamfélag og svipmyndirnar eru að mestu úr sveitinni, einstaka af sjósókn og tæpt er á borgarlífi. Það er mikill hátíð- arsvipur yfir myndinni og formleg- heit, sem þó brotna stundum upp í skemmtilegum smáatr- iðum. Allir þingmenn eru myndaðir í alþingis- húsinu og kynntir með nafni utan einn, „sem var veikur“. Á Þingvöll- um sést þingmaður hella rigningarvatni úr sætinu sínu. Ungt fólk að tjalda virðist hafa gleymt einhverju og brosir að því. Fólk þekkir sjálfsagt einstaka myndskeið frá hátíðarhöldunum á Þingvöllum því þau hafa oft verið notuð en nú gefst kærkomið tækifæri til að sjá myndina í heild. ís- lenska rigningarveðrið setti mjög svip sinn á hátíðahöldin eins og frægt er og það er drunga- SVEINN Björns- son, fyrsti forseti lýðveldisins. legur svipur yfir landslaginu á Þing- völlum. Mest er sýnt frá stjórnmála- samkundunni en einnig svipmyndir af skemmtidagskrá og er eftir- minnilegastur Jóhannes úr Kötlum, sem flytur þjóðhátíðarljóð sitt með tilþrifum. Upptökutæknin var frum- stæð. Til dæmis var allt hljóð sett inhá myndina síðar og notast við útvarpsupptökur. Þegar komið er til Reykjavíkur daginn eftir taka við meiri hátíðahöld, Sveinn Björns- son stendur á svölum alþingishúss- ins og ræður eru haldnar fyrir utan Stjórnarráðið. Stofnun lýðveldis á Islandi er með sínum takmörkunum einstæð heimild um einn mikilvæg- asta atburð íslandssögunnar og er lán að Þjóðhátíðarnefnd lýðveldis- stofnunarinnar skyldi standa fyrir gerð hennar. Arnaldur Indriðason. PÁLL og Lena syngja í Hafnarborg á morgun. Páll og Lena með tónleika Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðrélaga OPERUTONLEIKAR með Páli Jó- hannessyni tenór, Lenu Tivelind mezzósópran og Ólafi Vigni Al- bertssyni píanóleikara verða haldnir í Hafnarborg í Hafnarfirði miðviku- daginn 14. júní næstkomandi kl. 20.30. - Páll Jóhannesson og Lena Tive- lind munu halda þrenna tónleika á íslandi í júní. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Hafnarborg og síðan eru fyrirhugaðir tónleikar á Akur- eyri og á Dalvík. Lena Tivelind er fædd í Svíþjóð. Hún stundaði fiðluleik en síðan sneri hún sér að söng og píanóleik. Lena stundaði nám við Tónlistarhá- skólann í Malmö og lauk þaðan söngkennara- og einsöngvaraprófi. Síðan stundaði hún framhaldsnám við Óperuskólann í Vín. Lena hefur sungið víðsvegar i Evrópu. Páll Jóhannesson tenór nam hjá Sigurði D. Franzsyni á Akureyri og síðan hjá Magnúsi Jónssyni í Reykjavík. Seinna lágu leiðirtil ítal- íu þar sem hann stundaði nám í óperusöng, aðallega hjá óperu- söngvaranum Pier M. Ferraro. Eft- ir það fór hann til Akureyrar þar sem hann vann sem söngkennari við Tónlistarskólann. Síðastliðin fimm ár hefur hann starfað hjá Konunglegu Óperunni í Stokkhólmi. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Kaldalóns, Bizet, Verdi og dúettar úr ýmsum óperum. ------» ♦ ♦---- Shostakovich listamaður mánaðarins ÞESSA dagana kynna verslanir Skífunnar rússneska tónskáldið Dmitry Shostakovich (1906-1975) sem listamann mánaðarins í klass- ískri tónlist. Listamaður mánaðarins kemur ávallt úr fremstu röð listamanna og tónskálda og fjölbreyttar geisla- plötur með verkum hans eru boðnar með 20% afslætti. Þá liggur frammi sérprentað kynningarefni á íslensku og í boði eru fyrsta flokks upptökur með bestu flytjendum. Fyrsti lista- maður mánaðarins var mezzo-sópr- ansöngkonan Cecilia Bartoli, síðan tók við tónskáldið Guiseppi Verdi og loks stjórnandinn John Eliot Gardiner. ALVIB hefur samið við Sameinaða l íftryggi ngarfélagi ð hf, SAMLÍF, um að bjóða sjóðfélögum i ALVIB lífeyristryggingar á hagstæðu verði. SAMLÍF er í eigu Sjóvá-Almennra trygginga og Tryggingamiðstöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að sjóðfélagar velji sér tryggingar eftir þörfum hvers og eins en sér- frœðingar VIB og SAMLIF eru reiðubúnir að aðstoða við val á tryggmgum. ALVIB mun sjá um greiðslu tryggingariðgjalda fyrir sjóðfélaga og upplýsingar um tryggingavemd munu birtast á yfirlitum til sjóðfélaga. Með því að greiða í ALVÍB og kaupa lífeyris- tryggingar hjá SAMLÍF geta sjóðfélagar greitt í séreignarsjóð og notið sambærilegra trygginga og sjóðfélagar í sameignarsjóðum njóta. Með þessu móti vita sjóðfélagar nákvæmlega hversu hátt hlutfall iðgjalda fer í eftirlaunasjóð annars vegar og tryggingar hins vegar. Þeir vita nákvæmlega hvað hver trygging kostar og hver inneign þeirra í séreignarsjóði er á hverjum tíma. Þær tryggingar sem SAMLÍF býður sjóðfélögum í ALVÍB eru eftirfarandi: Iðgjaldstrygging tryggir áframhaldandi greiðslu í lífeyrissjóð og kaup á tryggingum ef starfsorka skerðist um helming eða meira. Afkomutrygging tryggir mánaðarlegar tekjur til 60 eða 65 ára aldurs ef starfsorka skerðist um helming eða meira af völdum sjúkdóma eða slyss. Ævilífeyrir tryggir mánaðarlegar greiðslur frá lífeyrisaldri til dánardags. Þannig má hugsa sér að greiðslur úr ævilífeyri taki við þegar sjóðfélagi er búinn með inneign sína í ALVlB. Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVlB með góðum fréttum um lífeyrismál. í honum er að finna upplýsingar um nvernig tryggja má fjárhagslegt öryggi alla ævina með pví að greiða í ALVIB. Bæklingurinn liggur frammi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sj óvá- Almennra. Líftrygging tryggir nánustu vandamönnum fjárhagslegt öryggi við fráfall sjóðfélaga. Eftir því sem inneign í ALVÍB eykst minnkar þó þörfin á líftryggingu. Sjúkra- og slysatrygging, tryggir dagpeninga- greiðslur í allt að þrjú ár vegna slyss eða sjúkdóms og eingreiðslu við varanlega örorku, ef örorka er metin 40% eða meira vegna slyss eða sjúkdóms. Notið símaþjónustu okkar milli kl. 18.00-19.00 alla þriðjuclaga eí einhverjar spurningar eru. Ókeypis ráðgjöf í síma 560-8900. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Adili ad Verdbréfaþingi Islands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. fT/íu/löA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.