Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR KRISTINN HELGASON + Guðmimdur Kr. Helgason fædd- ist að Efra-Apa- vatni í Laugardal 31. ágúst 1914. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Jónsdóttir frá Stóru-Borg í Gríms- nesi og Helgi Guð- mundsson bóndi á Efra-Apavatni. Bræður Guðmund- ar eru Jón Sölvi bóndi á Efra-Apavatni og Skúli, samfeðra, fræðimaður í Reykjavík. Auk þess er Baldur Guðmundsson alinn upp á heimilinu til full- orðinsára. Guð- mundur ólst upp á heimili foreldra sinna við hefðbund- inn búskap, auk þess sem hann stundaði silungs- veiði í Apavatni alla tíð. Þeir bræður Guðmundur og Jón Sölvi tóku við búi af foreldrum sínum 1951 og hafa búið þar alla tíð síðan. Guðmundur kvænt- ist ekki og eign- aðist ekki börn. Utför hans fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Jarð- sett verður að Stóru-Borg. NÚ ER Guðmundur Kristinn Helga- son bóndi á Efra-Apavatni fallinn frá eftir nokkuð langvarandi og erfið veikindi, en hann lést að morgni á annan í hvítasunnu. For- eldrar hans voru Sigríður Jónsdótt- ir frá Stóru-Borg í Grímsnesi og Helgi Guðmundsson bóndi, einnig ættaður úr Grímsnesinu, en flutti ungur að Apavatni. I búskapartíð Helga og Sigríðar skorti ekki neitt. Þau höfðu gott bú og arðsamt, nýttu vel veiðihlunn- indi í Apavatni. Þar var til staðar nokkur bókakostur er var lesinn af heimilisfólkinu. Helgi fylgdist vel með nýjungum í íslenskum bók- menntum, hann var minnugur og sögufróður. Þau hjón eignuðust tvo syni, Jón Sölva bónda á Apavatni og Guð- mund Kristin, en þeir bræður bjuggu á Apavatni síðar með fé- lagsbú. Auk þess ólu þau upp fóst- urson, Baldur Guðmundsson, bif- reiðastjóra í Reykjavík, honum t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, RUT ÞÓRÐARDÓTTIR, Víf ilsgötu 1, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 10. júní. Óli Valdimarsson, Alda Óladóttir Bredehorst, Manfred Bredehorst, Erna K. Óladóttir, Atli Þór Ólason, Guðrún Guðmundsdóttir, Elfar Ólason, Bjarney Bergsdóttir, Eygló Rut Óladóttir, systur, barnabörn og barnabarnabörn. t INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR fyrrv. skólastjóri, Löngumýri, Skagafirði, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 9. júní. Steinunn Jóhannsdóttir, Björg Jóhannesdóttir, systrabörn og mágur. t Faðir okkar og tengdafaðir, EYJÓLFUR GÍSLASON frá Bessastöðum í Vestmannaeyjum, sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, miðvikudaginn 7. júní, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. júní kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Erlendur Eyjólfsson, Helga Áberg, Gisli Eyjólfsson, Hildur Káradóttir, Guðjón Ármann Eyjólfsson, Anika J. Ragnarsdóttir. t Ástkær sonur minn og bróðir, JÓHANNES HERMANNSSON, Hátúni12, áður til heimilis Hjallatúni, Tálknafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 14. júní kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heilavernd. Hermann Jóhannesson, Pálína Kr. Hermannsdóttir. ánöfnuðu Apavatnshjón þriðjung jarðarinnar, en það sýnir artarsemi þeirra. Helgi átti einnig son, Skúla Helgason, fræðimann og rithöfund sem búsettur er í Reykjavík. Eftir hann liggja allmörg fræðirit. Frændur og vinir Guðmundar heimsóttu hann bæði á heimili hans og á sjúkrahúsið. Við sáum að smátt og smátt fór þrek hans að þverra, samt var eins og andláts- fregnin kæmi nokkur á óvart. Guðmundur var með hærri mönnum, vel vaxinn og grannur, yfirbragð andlitsins var fremur dökkt, hárið þykkt eins og á ungum manni en farið að grána. Hann bar sig vel og var léttur í spori. Hann vandaði málfar sitt, var gamansam- ur ög hnyttinn í orðum. Guðmundur ólst upp við venjuleg sveitarstörf þeirra tíma. Skóla- ganga hans var ekki löng. Barna- skóla var þá venjulega skipt niður á sveitaheimilin þar sem aðstæður voru fyrir hendi. Þótti gott ef hver nemandi nyti kennslu helming skólatímans. Þetta var kölluð far- kennsla. Guðmundur hafði með- fædda þá eiginleika að ná tökum á námsefninu, enda greindur og stál- minnugur eins og hann átti kyn til. Hann var nokkuð víðlesinn, hafði gaman af lestri góðra bóka, hag- mæltur vel þótt það vissu fáir. Má vera að hann hafi fengið skáldagáf- una með því að borða silung úr Apavatni eins og Sighvatur skáld frá Apavatni forðum. Guðmundur lauk námi í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal eða við Geysi eins og það var oft kallað og taldi hann sig hafa haft gott af veru sinni þar, enda vitnaði hann oft til þeirrar skólagöngu. Víðsýnt er frá Efra-Apavatni. Þaðan sést yfir hið fengsæla fiski- vatn Apavatn, sem er „meðal engis og iyngholts". Biskupstungur, Grímsnes, Hreppar, mörg fjöll og jöklar sjást frá Efra-Apavatni og hluti Laugardalsins. Jón og Guðmundur tóku við búi af foreldrum sínum um 1950 og hafa búið þar félagsbúi síðan. Guð- mundur var talinn slyngur veiði- maður. Oft fór hann snemma til að vitja um silungsnetin í vatninu, gerði að aflanum og var kominn til mjalta um venjulegan fótaferða- tíma. Hann var talinn sláttumaður góður, fór vel með allar skepnur, búið var því gott og fremur arð- samt. Guðmundur var um allmörg ár í hreppsnefnd Laugardalshrepps og tók dijúgan þátt í sveitarstjórnar- málum. Hann var vinsæll af sveit- ungum sínum og ekki síður frænd- fólki sínu enda greiðvikinn og hjálp- samur. Apavatnsbræður voru harðdug- legir rjúpnaveiðimenn. Það stund- uðu þeir aðallega sér til gamans og einnig til fjáröflunar. Þar var Guðmundur sem í öðru harðdugleg- ur. Hann fór fyrir venjulegan fóta- ferðatíma í myrkri langt inn á fjöll, kom aftur í myrkri, bar veiðina á bakinu oft marga kílómetra, stund- um í vondri færð. Guðmundur var alla sína ævi á Apavatni. Hann var móður sinni afar nærgætinn, en hún hafði lengst af mjög skerta heym og á síðari árum heilsutæp. Guðmundur giftist ekki og átti ekki börn, en var mjög bamgóður. Oft dvöldust unglingar þar á heimilinu er síðar urðu þar heimilisvinir, skyldir sem vanda- iausir. Nú á seinni áram er aldur færð- ist yfír bræðurna á Apavatni höfðu þeir stundum þörf fyrir hjálp við bústörfin. Vinsældir þeirra virtust vera það miklar að margir vildu veita þeim aðstoð og þá ekki síst Rúna dóttir Jóns og maður hennar. Einnig má nefna Ketilvallabændur Guðnýju og Gróu, Jón í Eyvindar- tungu og marga fleiri nágranna. A síðastliðnu ári 31. ágúst varð Guðmundur 80 ára. Vinir hans og frændur buðu honum þá í smáferða- lag og færðu honum gjafir. Ég átti þess kost að fara þessa ferð einnig. Guðmundur gekk þá ekki heill til skógar. Hann hafði þó það gaman af ferðinni að hann ákvað að fara einnig aftur í ferð að ári, helst með sama fólki. Af þessu getur ekki orðið. Nú, allt að tveimur mánuðum fyrr, þurfti hann að fara í aðra ennþá lengri ferð, þá ferð sem allir verða að lokum að fara. Ég kveð hér vin minn Guðmund. Kr. Helgason um sinn. Jóni Sölva og öðrum frændum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Eiríkur Eyvindsson. Okkur langar til þess að kveðja hann Guðmund vin okkar með nokkram minningarbrotum úr sam- verustundum okkar. Sumar minn- inganna er erfitt að rifja upp, því þær eru svo nátengdar Björk sem dó fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Minningin um þig mun alltaf fýlgja okkur, þegar við komum til Apa- vatns líkt og draumur Daggar morguninn sem þú lést. Hún svaf í bústaðnum okkar við Apavatn þennan morgun. Hana dreymdi að þú kæmir til herinar að rúmstokkn- um og vektir hana á leið þinni út á vatn að vitja um netin. Auðuni er sérstaklega minnisstætt hvað þú tókst honum vel strax við fyrstu kynni. Það var eins og þú værir búinn að ákveða fyrirfram að taka honum vel. Kannski var það vegna þess að þú sást að honum og Björk leið svo vel saman í því umhverfi sem þú skapaðir fyrir þau á Apa- vatni. Guðmundur var hæglætismaður, prúður og hjálpsamur. Hann var óhemju duglegur til verka og var að frá því snemma að morgni og fram eftir nóttu. Á vorin þegar sauðburður hófst var lítið sofið því það þurfti að sinna nýbornum lömbunum, koma þeim á spenann eða í húsaskjól ef tíð var vætusöm eða kalt vor. Síðan var farið á vatn- ið til þess að vitja um, oft upp úr klukkan sex á morgnana því þá var tygnt. Guðmundur sat í hreppsnefnd um tíma og fylgdist vel með stjórnmál- um alla sína tíð. Hann stóð fastur á sínum skoðunum en var ætíð tiibúinn að hlusta á skoðanir ann- arra og standa með þeim ef svo bar undir, t.d. ef hann var ekki sáttur við sína stjórnmálamenn. Hann og Björk ræddust alltaf við sem nánir vinir. Við vorum svo lánsöm að fá að vinna með þér við búskapinn, hjálpa til við heyskapinn, aðstoða við bát- inn, gefa heimalningunum og þann- ig má halda áfram. Það er bæði gaman og hollt að takast á við heybagga. Guðmundur og Auðun höfðu mikið gaman af því þegar þeir tíndu tveir einir léttilega á annan heyvagninn meðan þeir sem notuðu baggatínuna voru langt á eftir. Þeir sögðu þessa sögu oft án þess að taka fram að baggarnir hefðu verið allt of litlir fyrir bagga- tínuna og að sama skapi léttari. Við tókum oft á móti þér þegar þú komst af vatninu. Bæði var spennandi að sjá hvernig veiðin var, en einnig voru þetta góðar t Okkar hjartkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EBENEZER BENEDIKTSSON frá Minnibakka í Skálavík, andaðist á heimili sínu, Silfurgötu 2, ísafirði, 30. maí 1995. Útförin fór fram frá Hólskirkju í Bolungarvík þann 10. júní 1995. Þökkum ættingjum og vinum auðsýnda vináttu og virðingu og biðjum öllum friðar og Drottins blessunar. Fjölskyldurnar. stundir til þess að spjalla saman á meðan tínt var úr bátnum. Oft þáð- um við líka silung í matinn. Eitt sinn þegar við komum austur sagð- istu hafa dottið í vatnið. Þú lýstir því þannig að það hefði verið eins og einhver hefði bara hent þér út- byrðis. Síðan hefðirðu aldrei ætlað að komast upp í bátinn aftur þar til það hefði verið eins og einhver hefði bara fleygt þér um borð á ný. Við sögðum oft með vissri alvöra að þetta hefði álfkonan gert þér til þess að minna þig á að nota réttan öryggisbúnað. Dætrum okkar Bjarkar reyndist þú afar vel. Það voru margar ferð- irnar sem þú bauðst okkur með upp í fjárhús. Á veturna fengum við að hjálpa til við gjöfina, og á sumrin fengum við að gefa heimalningun- um mjólk eða kindunum mjöl. Þú sást alltaf til þess að nokkrar uppá- halds kindur kæmu og ætu mjöl úr lófa manns. Sumar kindurnar voru niðri við vatn og komu til þess að fá mjöl þegar þær heyrðu hljóð- ið í jeppanum sem þær þekktu svo vel. Þegar við fórum að reisa bústað- inn okkar við Apavatn komuð þið bræðurnir, þú og Jón, og hjálpuðuð okkur mikið. Þú dróst meira að segja Jón í Eyvindartungu með þér til þess að hjálpa okkur við verkið. Þú fylgdist vel með og gafst góð ráð, varst uppörvandi og hvetjandi öll þau ár sem það tók að fullsmíða bústaðinn. Að lokum viljum við þakka þér fyrir alla þá hlýju og vináttu sem þú hefur sýnt okkur gegnum árin og votta Jóni Sölva og öðrum ætt- ingjum og vinum samúð okkar. Dögg og Auðunn. Guðmundur vann alla tíð að bú- skap sem átti hug hans allan, hann hafði yndi af sauðfé og hændust dýr að honum. Ærnar vora frjósam- ar og afurðamiklar, enda natni lögð í starfið. Annar þáttur í lífi Guð- mundar var veiðiskapur sem var hans líf og yndi. Hann var kominn út á vatn eldsnemma til að vitja um netin. Þessi eðlisþáttur Guð- mundar kom skýrt fram þegar hann lá sína hinstu legu á sjúkrahúsinu, þá var hugurinn við veiðiskapinn og hvernig veiðin væri í Vatninu nú í vor. Guðmundur var barngóður og átti ævinlega eitthvert góðgæti til þess að gefa börnum þegar þau bar að garði. Einnig var hann sérstak- lega minnugur á afmæli barna okk- ar og hafði mikla ánægju af að gefa þeim gjafír við hin ýmsu tæki- færi. Þetta allt þökkum við nú þeg- ar komið er að skilnaðarstund. Guðmundur var fróður og hafði gaman af að spjalla um málefni dagsins. Þá hafði hann gaman af að ferðast um næsta nágrenni, einkum afrétti okkar uppsveitar- manna. Okkur er minnisstæð ferð sem við fórum nokkrir vinir hans með honum um Línuveginn síðast- liðið haust í tilefni áttræðisafmælis hans. Guðmundur var þá orðinn sjúkur maður en áhuginn var mik- ill og var hann strax farinn að skipuleggja næstu ferð. Sú ferð verður ekki farin en minningin lifir um skemmtilega ferð og samveru. Guðmundur starfaði nokkuð að fé- lagsmálum og sat meðal annars í hreppsnefnd Laugardalshrepps um tíma. Hann hafði gaman af rökræð- um og góðlátlegu gríni þó allt væri það í hófi. Jörðin Efra-Apavatn er víðlent heiðland í austanverðri Lyngdals- heiði með tálsverðu mýrlendi nær vatninu. Hlunnindi eru veruleg sil- ungsveiði í Apavatni. í þessu um- hverfi með fagurri fjallasýn lifði þessi maður, sáttur við guð og menn. Við sjáum hann úti ávatninu við sólarapprás vitja um netin sín og síðan er haldið áfram með föst- um áratökum á mót hinu ókomna í sína hinstu för. Við hjónin á Búrfelli sendum þér hinstu kveðju og þökkum þér alla samfylgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Lísa og Böðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.