Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kveum Okeypis félags- og lögfræðileg ráðgjöf fyrir konur. Opið þriðjudagskvöld kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16. Símí 552-1500. Blússur Bermudas tískuverslun | v/Nesveg, HF sími 561 1680. Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 -19. útdráttur 1. flokki 1990 -16. útdráttur 2. flokki 1990 -15. útdráttur 2. flokki 1991 -13. útdráttur 3. flokki 1992 - 8. útdráttur 2. flokki 1993 - 4. útdráttur 2. flokki 1994 -1. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. ágúst 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt íTímanum þriðjudaginn 13. júní. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉfADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 IDAG SKÁK Umsjón Margcir Pétursson SVARTUR leikur og fangar hvítu drottn- inguna Staða kom upp í viður- eign_ tveggja stórmeistara á Ólympíuskákmótinu í Moskvu í desember. Lars Bo Hansen (2.580), Dan- mörku, var með hvítt en Miguel Illescas (2.590), Spáni, var með svart og átti leik. 22. - Hh8!! 23. Dxh8 - Rg6 (Nú er hvíta drottn- ingin fönguð. Hann reyndi:) 24. Dd8 - Bxd8 25. Hxd8 - b4! 26. Re2 - Rxe4 og svartur stýrði liði sínu til sigurs. Pennavinir SAUTJÁN ára finnsk stúlka með ýmiss konar áhugamál: Noora YpyS, Halmeent 14, 69100 Kannus, Finland. FRANSKUR frímerkja- safnari vill stofna til bré- fasambands við fólk sem vill senda sér merki. Segist tilbúinn að skiptast á merkjum við safnara: Philippe Loirat, 14 Allee des Touzelles, 44115 Basse-Goulaine, France. SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Kirsi Mikkola, Ylikannuksent 114, 69100 Kannus, Finland. TUTTUGU og tveggja ára stúlka í Qatar langar að eignast íslenska pennavini. Getur ekki áhugamála: Reemi Ahmed, P.O. Box 8482, Doha, Qatar. TUTTUGU og eins árs norsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, ferðalögum og tungumál- um: Vigdis Hellesnes, Postboks 118, 5701 Voss, Norway. TVÍTUG fínnsk stúlka með áhuga á dýrum, tónlist, ferðalögum, teiknun o.fl.: Rita Nisula, Per&sin 3A, 02320 Espoo, Finland. SAUTJÁN ára fínnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Maarit Kerola, Kerolant 42 PPA 2, 69100 Kannus, Finland. ÞRJÁTÍU og fimm ára ísra- eli með áhuga á náttúrulífí, menningu þjóða, ferðalög- um, tónlist o.fl.: Yossi Cohen, Box 18449, IL-91183 Jerusalem, Isreal. ÞRJÁTÍU og sex ára gömul einstæð lettnesk kona, sem á fjögurra ára gamla dótt- ur, vill skrifast á við 35-45 ára karlmenn: Larisa Gromova, Nometnju str. 19, flat 17, Daugavpils, Latvia. SEXTÁN ára argentínskur piltur með margvísleg áhugamál, m.a. heilla risa- eðlur hann: Javier Echevarria, Rio de Janeiro 2527, (1640) Martinez, Buenos Aires, Argentina. ÞYSK kona, sem bar nafnið Wilma Junge í æsku og bjó hér á landi, í Reykjavík, á árunum 1954-58, langar að taka upp bréfasamband við gamla kunningja. Hún er á sextugsaldri. Maður hennar hét Christian Schulz og starfaði á hárgreiðslustofu í borginni. Wilma Boelick, Hoppenstedt Str. 2A, 21073 Hamburg. Germany. FRÁ Kanaríeyjum skrifar 28 ára karlmaður sem er í samtökum áhugamanna um söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva: Juan Antonio Gomez Jerez, Apartado de correos 743, 38080 Santa Cruz de Tenerife, Islas Canarias, Spain. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Erfitt að fá upplýsingar um ráðherra AF SÉRSTöKUM ástæð- um þurfti ég að fá lista yfír ráðherra landsins í ríkisstjóminni og ég hringdi í Stjórnarráðið til þess að allt væri fullkom- lega rétt. Hins vegar var enginn þar sem gat gefið mér þessar upplýsingar. Svörin voru á þann veg að enginn væri við sem gæti svarað þessu og þá bað ég um upplýsinga- fulltrúa eða blaðafulltrúa ríkisstjómarinnar. Sá sem svaraði vissi ekki hvort nokkur upplýs- ingafulltrúi væri til eða hvert væri hægt að lejta, því ekki hafði hann upp- lýsingamar sjálfur. Þetta er ótrúlegt hjá æðstu stjórn landsins. Vilborg Harðardóttir. Er kisan þín týnd? UNGUR síamsköttur, greinilega heimiliskött- ur, leitaði skjóls á heim- ili í Beykihlíð í síðustu viku. Lýst er eftir eig- anda kattarins. Uppl. í síma 5687737. Úr fannst KARLMANN SÚR með leðuról fannst á Ásbraut í Kópavogi sl. fímmtu- dag. Uppl. í síma 5543865. Með morgunkaffinu Áster . . . lagstúfur í hjarta þínu. TM Reg. U.S. P«t. Ofl — afl rtghts reserved (c) 1985 Lot Angelaa Timoa SyndlcaM ELSKU Matthildur. Ég átti ekki við ÞETTA þegar ég bað um hönd þína. Ég fékk víst vitlausan poka áðan. EIGIÐ þið herbergi á efstu hæð? Víkveiji skrifar... SJÓNVARPSFRÉTTUM í fyrrakvöld kom fram sú skoðun eins forsvarsmanna sjómanna- dagsins í Keflavík-Njarðvík, að hátíðahöld þennan dag hlytu að falla niður í framtíðinni vegna áhugaleysis manna þar um slóðir. Þetta eru vondar fréttir og raunar geta íbúar þessa byggðarlags ekki verið þekktir fyrir að Iáta þetta gerast. Ef nokkuð er hefur sjómanna- dagurinn fest sig í sessi á undan- fömum árum, sem hátíðisdagur, ekki bara sjómanna, heldur þjóðar- innar allrar, en þó að sjálfsögðu fyrst og fremst sjómanna. Suður- nesin hafa um aldir verið ein helzta verstöð á íslandi og það er nánast óhugsandi, að þetta myndarlega byggðarlag á Suðurnesjum hafi fjarlægst svo mjög uppruna sinn, að að því sé komið að hátíðahöld á sjómannadaginn falli niður. Vonandi verða þessi aðvörunar- orð eins forsvarsmanna sjómanna- dagsins í kaupstaðnum til þess að menn bregði við og láti þetta ekki henda. Það væri skömm að því fyrir byggðarlagið, ef það gerðist. xxx RÖKSTUÐNINGUR trillukarla fyrir því, að banndagakerfið sé þeim óhentugt og að sumu leyti hættulegt er skiljanlegur hveiju mannsbarni. Rökstuðningur stjórnvalda fyrir því, að ekki sé þegar í stað hægt að taka upp róðradagakerfi er hins vegar ill- skiljanlegur. Það mátti skilja á sjávarútvegsráðherra á sjómanna- daginn, að stefnt væri að því að taka upp róðradagakerfi innan tíð- ar. Af hverju ekki strax, eins og sjávarútvegsnefnd Alþingis var orðin sammála um? XXX FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI keppast um að auglýsa bílalán. Þau hvetja fólk til þess að láta drauminn rætast eins og segir í sumum auglýsingum og taka lán til þess að kaupa bíl. Þau lofa jafn- vel 100% fjármögnun bílakaupa. Það kemur hins vegar ekki fram í auglýsingum þessara fyrirtæki hvað lánin kosta. Þetta eru fyrir- tæki, sem hvetja til ábyrgrar fjár- málastefnu í málefnum lands og þjóðar og vilja áreiðanlega hvetja viðskiptavini sína til hins sama. Er það ekki eðlileg krafa til þeirra, að þau útskýri í auglýsing- um sínum hvað lánin kosta? Hvert er t.d. heildarverð bíls, sem keypt- ur er með slíkri fyrirgreiðslu, þeg- ar upp er staðið miðað við söluverð hans frá umboði? Hver er munur- inn? Reynsla landsmanna af verð- tryggingu og háum vöxtum síðasta einn og hálfan áratug er slík, að ætla mætti að a.m.k. fjármálafyrir- tækin sjálf, sem sum hver eru í eigu banka teldu sér skylt að koma fram af sömu ábyrgð og þau ætl- ast til af viðskiptavinum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.