Morgunblaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
EVRÓPA
ERLENT
Reuter
LEIÐTOGAR ESB-ríkjanna komu á dögnnum saman til kvöldverð-
ar í Elysée-höllinni í París.
Talað tæpitungulaust
á leiðtogafundi
LEIÐTOGAR Evrópusambands-
ins voru margir hverjir furðu
lostnir yfir því hve tæpitungu-
laust Jacques Chirac Frakk-
landsforseti talaði er hann bauð
þeim til kvöldverðar í París sl.
föstudag. Blaðið Le Monde grein-
ir frá því að Chirac hafi þaggað
niður í griska forsætisráðherran-
um Andreas Papandreou er hann
hvatti til þess að leiðtogarnir
sýndu Serbum, sem væru að
verja trúarbrögð sín á Balkan-
skaga, meiri skilning. „Ekki tala
við mig um trúarstríð," sagði
Chirac. „Þetta lið hefur engatrú
og það þekkir engin lög. Þetta
eru hryðjuverkamenn." Að því
búnu lýsti hann hversu miklum
viðbjóði hann fylltist er hann
ræddi simleiðis við Slobodan Mi-
losevic Serbíuforseta.
Er baráttan gegn skipulögðum
glæpum kom til umræðu sagði
Chirac við Wim Kok, hinn sósíal-
íska forsætisráðherra Hollands,
að ef hann herti ekki baráttuna
gegn eiturlyfjasmygli myndi
hann loka landamærum Frakk-
lands að Hollandi.
Chirac og
Major semur vel
JACQUES Chirac Frakklandsfor-
seti og John Major, forsætisráð-
herra Bretlands, hittust á tveggja
klukkustundar löugum fundi í París
um helgina. Á blaðamannafundi að
loknum fundinum sagði Chirac að
þeir væru sammála um að auka
vægi ráðherraráðsins, þar sem full-
trúar ríkisstjóma sitja, og þjóðþinga
einstakra ríkja við stefnumótun inn-
an Evrópusambandsins.
Chirac sagði að Frakkar gætu
gegnt því hiutverki að brúa bilið
milli sjónarmiða Þjóðveija, sem vilja
byggja upp evrópskt sambandsríki,
og Breta, sem vilja að völd ein-
stakra aðildarríkja verði áfram sem
mest. „Við getum ekki byggt upp
Evrópu án Breta. Því er nauðsyn-
legt að skilja sérkröfur þeirra,“
sagði Chirac.
Áform ESB um peningalegan
samruna voru einnig til umræðu á
fundi þeirra og sagði Chirac að
framkvæmdastjórnin ætti að vega
og meta hvaða áhrif það hefði ef
tvö ríki, Bretland og Danmörk,
ættu ekki aðild að samrunanum.
Hann tók þó fram að Frakkar hygð-
ust standa við skuldbindingar sínar
samkvæmt Maastricht-sáttmálan-
um og uppfylla skilyrðin fyrir því
að gerast aðili að sameiginlegum
gjaldmiðli þann 1. janúar 1999.
Major sagði að það hefði ekkert
lengur upp á sig að ganga út frá
því að ölí aðildarríki ESB gætu, ef
þau á annað borð vildu, gerst aðilar
að hinum sameiginlega gjaldmiðli
samtímis. Þessi afstaða væri óraun-
hæf þar sem að sambandið stefndi
á sama tíma að því að fjölga aðildar-
ríkjum.
Breski forsætisráðherrann sagð-
ist hafa átt góð samskipti við
Francois Mitterrand, fyrrum Frakk-
landsforseta, en það blésu engu að
síður „ferskir vindar“ í samskiptum
Breta og Frakka eftir að Chirac tók
við völdum.
Hluti Evrópu á ný
FORSÆTISRÁÐHERRAR Eystra-
saltsríkjanna skála við formann
ráðherraráðs Evrópusambandsins,
Michel Barnier Evrópuráðherra
Frakklands (t.h.) í tilefni undirrit-
unar „Evrópusamninga“ um auka-
aðild ríkjanna þriggja að ESB í
Lúxemborg í gær.
Frá vinstri eru Adolfas Slezevic-
ius frá Litháen, Maris Gailis frá
Lettlandi og Tiit Vahi frá Eist-
Iandi. „Eystrasaltsríkin eru hluti af
Evrópu á ný,“ sagði Gailis í ræðu
við undirritunarathöfnina, sem
haldin var í tengslum við utanríkis-
ráðherrafund ESB.
í aukaaðildarsamningum Eystra-
saltsríkjanna eru ákvæði um að
stefnt skuli að fullri aðild þeirra að
ESB, þótt dagsetning sé ekki nefnd.
Þetta veitir ríkjunum m.a. rétt til
að sækja leiðtogafundi ESB.
Gerhardt ólíklegur
til að bæta stöðu FDP
Bonn, Mainz, Þýskalandi. Reuter.
ÞÝSK dagblöð gáfu fijálsum
demókrötum ekki háa einkunn fyr-
ir val sitt á nýjum formanni á
flokksþingi sínu í Mainz á laugar-
dag. Flokkur fijálsra demókrata
(FDP) hefur átt erfitt uppdráttar
undanfarið og Wolfgang Gerhardt,
sem hlotið hefur viðurnefnið „sof-
andi ljónið frá Hessen“, er sagður
heldur litlaus til að vera líklegur
til að bæta hlutskipti flokksins.
Fijálsir demókratar hafa setið í
stjórn Helmuts Kohls frá því hann
varð kanslari árið 1983 og voru
þar áður við stjómvölinn með sós-
íaldemókrötum (SPD). Þeir eru
engu.að síður í kröggum og hvert
sinn, sem gengið er til kosninga,
eru þeir milli vonar og ótta um að
detta niður fyrir fimm prósenta
þröskuldinn, sem er skilyrði fyrir
þingsetu.
Gagnrýni dagblaða
Þýsk dagblöð fordæmdu flokk-
inn í gær fyrir varkárni í leiðtoga-
vali og sögðu að Gerhardt væri
ekki maðurinn til að knýja hann
til dáða. Einnig þótti lítils hugrekk-
is gæta í myndun stefnuskrár og
var til þess tekið að flokknum hefði
mistekist að skapa sér nokkra sér-
stöðu.
Dagblaðið Siiddeutsche Zeitung
sagði að frjálsir demókratar hefðu
valið „þægilegan starfsbróður,
lausan við hneyksli". General Anz-
eiger í Bonn sagði að flokkurinn
hefði „skotið ákvörðun um fram-
tíðarstefnu á frest“. „FDP hefur
nýjan formann, en á flokkurinn
framtíð?" var spurt í Frankfurter
Allgemeine Zeitung.
Gerhardt er 51 árs gamall og
hefur verið viðloðandi þýsk stjórn-
mál um langt skeið. Hins vegar
hefur hann Iítið látið að sér kveða
ef undan er skilin ræða, sem hann
flutti af miklum móð á flokksþingi
fijálsra demókrata í Gera í desem-
ber á síðasta ári. Honum var hælt
á hvert reipi og fulltrúar á þinginu
höfðu á orði að loks væri komið
nýtt blóð í flokkinn uns þeir áttuðu
sig á því að Gerhardt hafði verið
varaformaður hans í tíu ár.
Erfitt verkefni
Gerhardts bíður erfitt verkefni.
Hann tekur við af Klaus Kinkel
utanríkisráðherra, sem sagði af sér
.embætti í síðasta mánuði, en ráð-
herrastól forvera síns fær hann
ekki. Afsögn Kinkels mátti rekja
til þess að flokkurinn hefur þurrk-
ast út af þingum sambandslanda
í hveijum kosningunum á fætur
öðrum.
Flokkurinn hrapaði úr 11 pró-
senta fylgi í 6.9 prósenta fylgi í
síðustu þingkosningum og sam-
kvæmt skoðanakönnunum nýtur
hann tæplega 5 prósenta fylgis á
landvísu um þessar mundir. Slík
úrslit í kosningum myndu hafa
endalok flokksins í för með sér.
Á næstu níu mánuðum verður
gengið til kosninga í fjórum sam-
bandslöndum og Gerhardt á allt
undir gengi flokksins i þeim.
Gerhardt er fæddur árið 1943
og hann ólst upp í fátæku þorpi í
Hessen. Hann er giftur og á tvær
dætur.
Árið 1987 varð hann aðstoðar-
forsætisráðherra og vísinda- og
menningarmálaráðherra í sam-
steypustjórn fijálsra demókrata og
kristilegra demókrata (CDU) í
Hessen þar til hún féll árið 1991.
Árið 1994 munaði minnstu að
Gerhardt yrði menntamálaráð-
herra í stjóm Kohls. Gestum hafði
þegar verið boðið til embættistök-
unnar er þingflokkurinn gerði upp-
reisn og kom í veg fyrir að hann
fengi starfann.
Um helgina gat engin uppreisn
Reuter
Wolfgang Gerhardt var um
helgina kjörinn formaður
fijálsra demókrata í Þýska-
landi og hér fagnar hann
ásamt konu sinni, Marlies.
komið í veg fyrir frama Gerhardts.
Hann fékk 57 af hundraði atkvæða
á flokksþinginu og helsti keppi-
nautur hans, Jiirgen Möllemann,
fékk aðeins 33 af hundraði at-
kvæða.
Mest umtal á þinginu vakti hins
vegar Guido Westerwelle, sem var
endurkjörinn framkvæmdastjóri
flokksins með 87 af hundraði at-
kvæða og stuðningi bæði Ger-
hardts og Möllemanns. Wester-
welle er aðeins 33 ára gamall og
fijálsir demókratar gera sér vonir
um að hann verði reiðubúinn að
taka við flokknum fyrir kosning-
amar árið 1998.
Hlutverk Gerhardts gæti því
orðið að halda í horfinu þar til
krónprinsinn er klár.
Eystrasaltsríkin
og ESB
Samið um
aukaaðild
Lúxemburg. Reuter.
LEIÐTOGAR Eystrasaltsrílqanna
þriggja skrifuðu í gær undir samning
við Evrópusambandið (ESB) um
aukaaðild Eistlands, Lettlands og
Litháen að sambandinu. Þeir sögðu
þetta samning við Evrópu, ekki gegn
Rússlandi.
„Eystrasaltsríkin tilheyra nú Evr-
ópu á ný,“ sagði Maris Gailis, forsæt-
isráherra Lettlands þegar samning-
arnir höfðu verið undirritaðir.
Ríkin þijú eru einu löndin af Sovét-
ríkjunum fyrrverandi, sem hafa feng-
ið vilyrði fyrir aðild að ESB, og er
ástæðan' meðal annars sú að þau
voru sjálfstæð fyrir heimsstyijöldina
seinni.
Leiðtogamir þrír sögðu við frétta-
menn að þeir væntu þess að tengsl
við ESB myndu auðvelda samskiptin
við fyrrum herrana í Moskvu. „[Samn-
ingurinn] er við Evrópu, ekki gegn
Rússlandi," sagði Adolfas Slezevicus,
forsætisráðherra Eistlands.
Rússar hafa verið mjög andvígir
stækkun Atlantshafsbandalagsins,
NATO, i austur en hingað til hafa
þeir ekki sett sig upp á móti hugsan-
legri ESB-aðild Austur-Evrópuríkj-
anna. Það kann þó að breytast vegna
tengsla WEU, Vestur-Evrópusam-
bandsins, og ESB, einkum hvað
Eystrasaltslöndin varðar. Öryggis-
sáttmálar WEU eru miklu afdráttar-
lausari gagnvart aðildarríkjunum en
gagnkvæmir vamarsamningar
NATO-ríkjanna.
Reuter
Mótmæli marxista
kostuðu 28 lífíð
STÆRSTU hryðjuverkasam-
tök marxista í Kólumbíu,
FARC, lýstu ábyrgð á
sprengjutilræði í Medellin á
laugardagskvöld á hendur sér
á sunnudag.
Tuttugu og átta manns biðu
bana og rúmlega 200 særðust.
í sprengjunni voru 10 kíló af
sprengiefni og auk þess naglar
og málmflísar. Hafði hún verið
falin í myndastyttu á markaðs-
torgi í miðborg Medellin þar
sem mannfjöldi sótti útimark-
að er sprengjan sprakk.
Samtökin sögðu að tilræðið
hefði verið framið til þess að
mótmæla því að Fernando Bot-
ero varnarmálaráðherra hefði
neitað því að semja frið við
skæruliða FARC.
Myndastyttuna, fuglinn,
gerði faðir hans og nafni.
Hafði hún nýlega verið sett
upp á markaðstorginu og kost-
að jafnvirði 54 milljóna króna
5. Botero varnarmálaráðherra
hét í gær 500 milljónum pesóa,
jafnvirði 37 milljóna, verðlaun-
um fyrir upplýsingar sem
leiddu til handtöku þeirra sem
ábyrgð bæru á sprengingunni.