Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FIA og Flugleiðir semja Launakostnað- arauki Flug- leiða um 6,5% KJARASAMNINGUR Flugleiða og Félags íslenskra atvinnuflug- manna sem undirritaður var í gær felur í sér launahækkanir til sam- ræmis við það sem samið var um á almennum vinnumarkaði í vor. Samningurinn gildir til ársloka 1996. Þá var samið um hagræðingu í sambandi við flugmannaþjálfun og bindiskyldu flugmanna á flugvéla- tegundir sem felur í sér hækkun sérstaks launaálags úr 6,33% í 10%. Kristján Egilsson, formaður FÍA, segir að menn séu ánægðir með að ná þessum áfanga. Hann kvaðst eiga von á því að flugmenn samþykktu samninginn á fundi í félaginu sem boðaður er nk. mánu- dag. Á sömu vélategund Samkvæmt kjarasamningi og í samræmi við alþjóðlegar venjur í flugrekstri flytjast flugmenn milli flugvélategunda hjá vinnuveitanda með reglubundnum hætti. Þetta kallar á mjög dýra og síendurtekna þjálfun, segir í frétt frá Flugleið- um. Með samningi félagsins og FÍA eru flugmenn bundnir við sömu flugvélategundina í þrjú ár í stað tveggja áður. Þetta og fleiri breyt- ingar á þessum reglum leiða til þess að útlagður kostnaður Flug- leiða vegna þjálfunar lækkar að jafnaði um allt að 15%. Að auki var samið um skýrari reglur um vinnutíma og vaktafyrirkomulag sem er félaginu til hagsbóta, segir í frétt frá Flugleiðum. Flugleiðir áætla að launakostn- aðarauki af völdum samningsins verði um 6,5% þegar tekið hefur verið tillit til sparnaðar sem hann skapar félaginu. Félagið telur afar mikilvægt að tekist hafi að ná þessum samningi í jafn góðri sátt og raun bar vitni nú í upphafi ferðamannatímabilsins. Orator Auður Auðuns heiðruð SUNNUDAGINN 11. júní síðastliðinn veitti Orator, félag laga- nema, frú Auði Auð- uns heiðursbarmmerki félagsins, Grágás úr gulli. Var Auði veitt heiðursmerkið af því tilefni, að þennan dag voru 60 ár frá því Auður útskrifaðist ur lagadeild Háskóla ís- lands, fyrst kvenna. Með þessu vildi fé- lagið votta Auði virð- ingu sína og þakklæti fyrir brautryðjenda- starf hennar í þágu kvenna í lagadeild og hlýhug henn- ar til félagsins á liðnum árum. Heiðursmerkið sem um ræðir, Grágás úr gulli, hefur einungis verið veitt sjö sinnum áður frá því Grágás var tekið upp sem merki félagsins árið 1966. Auður Auðuns var lögfræðingur Mæðra- styrksnefndar 1940- 1960, borgarstjóri Reykjavíkur 1959- 1960 og 1959-1974 var hún „ þingmaður Reykjavíkur fyrir Sj álfstæðisflokkinn. 1970-1971 var Auður skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra, en hún var fyrsta konan sem gegndi ráðherraembætti í ríkisstjórn ís- lands. FRÉTTIR FORYSTUMENN verkalýðsfélaga starfsmanna álversins á fundi með Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra í gær. Áldeild Alusuisse-Lonza Kurt Wolfensberg- er ráðinn forstjóri KURT Wolfensberger, sem er for- maður viðræðunefndar Alusuisse- Lonza vegna hugsanlegrar stækk- unar álversins í Straumsvík, hefur verið ráðinn forstjóri áldeildar Alusu- isse-Lonza og tekur hann við stöð- unni 1. júlí næstkomandi. Hann mun eftir sem áður taka þátt í samninga- viðræðunum við Islendinga og einnig halda sæti sínu í stjórn ÍSALs. Þetta var tilkynnt í aðalstöðvum fyrirtækisins í gærmorgun. Wolfens- berger tekur við forstjórastarfinu af Vineent Assinis, sem gegnt hefur stöðunni til bráðabirgða í rúmt ár. Kurt_ Woifensberger hefur setið í stjórn ÍSAL frá 1986 og að sögn Rannveigar Rist, taismanns ÍSAL, hefur hann mikinn áhuga á stækkun álversins í Straumsvík. Hún segist vera þeirrar skoðunar að ráðning Wolfensbergers sem forstjóra ál- deildar Alusuisse-Lonza undirstriki þann áhuga sem fyrirtækið hefur haft á stækkun álversins. „Þetta er enn frekar til áréttingar á því að mönnum sé og hafi verið alvara með að stækka héma, þó svo að atburðir líðandi stundar kunni að breyta því. Hann [Wolfensberger] ber mjög hag þessa fyrirtækis fyrir btjósti og hann hefur komið hér oft og þekkir allt og alla hérna og hefur mikinn áhuga á þessu. Þetta undir- strikar því enn. frekar að af hálfu Alusuisse er alvara í málinu,“ sagði Rannveig. Klókur og fordómalaus Wolfensberger er 55 ára gamall, svissneskur og ástralskur ríkisborg- ari. Hann hóf störf hjá Alusuisse í Ástralíu um miðjan sjöunda áratug- inn og hefur hann síðan gegnt ýms- um trúnaðarstörfum þar og í höfuð- stöðvunum í Zúrich, Sviss. I fréttatil- kynningu um stöðuveitinguna er haft eftir Theodor M. Tschopp, forstjóra Alusuisse-Lonza, að Wolfensberger sé vel heima í áliðnaðinum, hann sé fordómalaus og klókur í viðskiptum. Tschopp hafði sömu stöðu og Wolf- ensberger hefur nú verið skipaður í áður en hann varð forstjóri árið 1992. Þrjár rekstrardeildir Alusuisse-Lonza skiptist í þrjár meginrekstrardeildir, en aðalforstjóri Alusuisse-Lonza Holding Ltd. er Dr. Theodor M. Tschopp. I fyrsta lagi er um að ræða áldeildina, Alusuisse, sem Kurt Wolfensberger mun stýra, þá er umbúðadeild, Lawson Mardon Packaging, en henni verður stýrt af Henk van der Meent, sem tekur við deildinni af Dominique Damon, sem áfram verður aðalforstjóri rekstrar- deildar Alusuisse-Lonza, og í þriðja lagi er svo efnadeild, Lonza, sem Dr. Peter Kalantzis veitir áfram for- stöðu. Aðalskrifstofur áldeildarinnar eru í Singen í Þýskalandi. Mikilvægi ál- framleiðslunnar innan fyrirtækisins hefur minnkað á undanförnum árum, en hún stendur nú jafnfætis efna- og umbúðaframleiðslunni. Alls starfa 26.300 manns hjá alþjóðafyrirtækinu Alusuisse. Söluvelta þess er 7,5 millj- arðar svissn’eskra franka á ári. Verkfallið í álverinu Ráðherra ræðir við deiluaðila „VIÐ höfum ekki náð neinu sam- bandi við viðsemjendur okkar öðruvísi en að bjóða þeim góðan dag,“ segir Gylfi Ingvarsson, aðal- trúnaðarmaður starfsmanna ál- versins í Straumsvík. Ekki hefur verið boðað til nýs viðræðufundar með deiluaðilum. í gær ræddi Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra við aðila álversdeilunnar til að kynna sér sjónarmið þeirra. Ráðherrann hitti fyrst fulltrúa starfsmanna og síðdegis átti hann svo fund með fulltrúum ÍSAL og VSÍ. Að sögn Sigurðar Briem, fulltrúa ÍSAL, var ráðherra eingöngu að afla sér upplýsinga um málið. Sigurður sagði að sér litist illa á stöðu deil- unnar í dag og óvíst væri hvenær boðað yrði til viðræðufundar. Eftir hádegi boðaði ríkissátta- semjari svo fulltrúa starfsmanna á óformlegan fund, til að meta hvort ástæða væri til að boða til nýs viðræðufundar og mun hann einnig ætla að ræða við forystu- menn ÍSAL og VSÍ. Framleiðsla í álverinu stöðvast á miðnætti föstudagskvöldið 23. júní, hafi ekki samist fyrir þann tíma en þá á að hefjast vinnustöðv- un 470 starfsmanna ÍSAL. ------♦-------- Ekið á pilt á bifhjóli FIMMTÁN ára gamall piltur slasaðist í gærmorgun á gatna- mótum Karlabrautar og Dals- byggðar í Garðabæ. Bifreið var ekið fyrir piltinn þar sem hann ók léttu bifhjóli. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglu var hann með opið beinbrot og einhver önnur meiðsl en hann var með hjálm sem forðaði honum frá al- varlegri meiðslum. Pilturinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Utandag’skrárumræða á Alþingi í gær um húsnæðismál og vanda heimilanna Framsóknarflokkur harðlega gagnrýndur FRAMSÓKNARFLOKKURINN var harðlega gagnrýndur af stjórn- arandstæðingum fyrir áð hafa gefíð fölsk fyrirheit í húsnæðismálum fyrir kosningar í utandagskrárum- ræðu um húsnæðismál á Alþingi í gær. Félagsmálaráðherra upplýsti að kostnaður við hækkun lánshlut- falls úr 65% i 70% vegna kaupa á fyrstu íbúð væru 850 milljónir króna á ársgrundvelli og 1.700 milljónir króna ef lánshlutfallið væri hækkað í 75%. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóð- vaka, hóf umræðuna og sagði að Framsóknarflokkurinn virtist ætla að salta stærstu skuldbreytingu ís- landssögunnar, sem yfirlýsingar hefðu verið gefnar um fyrir kosn- ingar. Önnur mál virtust merkari. Síðan lagði hún nokkrar spurningar fyrir félagsmálaráðherra, meðal annars varðandi það hverjir myndu eiga rétt á hærra lánshlutfalli og hver kostnaður væri því samfara. Reglugerðin tilbúin Fram kom hjá félagsmálaráð- herra að reglugerð varðandi hækk- un lánshlutfallsins væri tilbúin. Hann vildi gefa nýrri stjóm Hús- næðisstofnunar tækifæri til að sjá hana, en ef til vill yrði hægt að gefa reglugerðina út á föstudag. Samkvæmt reglugerðinni hefðu all- ir þeir sem ekki hefðu átt húsnæði síðustu þijú ár rétt á hærra láns- hlutfalli. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að í svörum félagsmálaráðherra, í umræðunni, hefði verið staðfest að flokkurinn sem hefði ætlað að ráð- ast í björgunarðagerðir og í stærstu skuldbreytingu íslandssögunnar ætlaði ekkert að gera í þessum málum á næstu mánuðum og ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur. Varpaði hún því fram hvort ekki mætti tala um stærstu blekkingu íslandssögunnar. V araði hún við þeirri framkvæmd sem fyrirhuguð væri varðandi það hveijir ættu rétt á hærra lánshiut- falli og sagði að í því væri fólgin mismunun sem ætti eftir að valda gífurlegum sárindum. Þannig gætu þeir sem hefðu misst húsnæði sitt staðið frammi fyrir því að eiga ekki rétt á hærra lánshlutfalli. Þá taldi hún að hækkun lánshlutfallsins kallaði á aukna útgáfu húsbréfa. Ögmundur Jónasson, Alþýðu- bandalagi, sagði að ástæðuna fyrir greiðsluerfíðleikum fólks vegna húsnæðiskaupa mætti rekja til ýmislegs annars en húsnæðiskerfis- ins þröngt séð. Komið hefði fram í könnun Félagsvísindastofnunar hvað þessi efni snerti að fólk í greiðsluerfiðleikum væri það fólk sem hefði orðið fyrir mestri skerð- ingu vegna svokallaðra jaðarskatta. Þannig væri lausnar á greiðsluerfið- leikunum ef til vill að leita utan húsnæðiskerfisins sjálfs. Sagði hann að stjórnarflokkarnir hefðu mikið rætt um þessar skerð- ingar fyrir kosningar og því hefði komið á óvart að í stefnuyfírlýsingu ríkisstjórnarinnar væru ekki fyrir- heit um að ráða bót á þessu fyrr en í fyrstá lagi 1997. Ef félagsmála- ráðherra væri sammála þessu myndi hann þá ekki beita sér fyrir endurskoðun á þessum atriðum við gerð fjárlaga. Falskar vonir verri en engar Jón Baldvin Hannibalsson, Al- þýðuflokki, sagði að verra væri að gefa falskar vonir en engar vonir. Betra væri að sleppa slíkum loforð- um og vitnaði þar til orða rekstrar- stjóra Húsnæðisstofnunar í blaða- grein. Sagði hann að Framsóknar- flokkurinn væri á skipulegu undan- haldi frá loforðum sínum í þessum efnum í kosningabaráttunni. Flokk- urinn stæði ekki við neitt af þeim loforðum sem hann hefði gefið, auk þess sem hann héfði greint vandann sem við væri að glíma með röngum hætti. Húsbréfakerfið væri ekki vand- inn. Það hefði verið mikil framför frá því sem kerfi sem áður var við lýði eða því kerfi sem var þegar Framsóknarflokkurinn hefði síðast farið með húsnæðismál. Rifjaði hann upp að 8.000 manns hefðu verið í biðröð eftir lánum í 86 kerf- inu þegar því hefði verið lokað. Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, vakti athygli á því að skuldir heimilanna stöfuðu ekki eingöngu af öflun eigin húsnæðis. Athygli vekti hátt hlutfall námslána af skuldum hneimilanna og þetta hlut- fall ætti eftir vaxa í framtíðinni vegna breytinga fyrri ríkisstjórnar á námslánakerfinu. Auk þess væru neyslulán h'ka ótrúlega mikil. Megi- norsök vanskilanna væri sá tekjus- amdráttur sem orðið hefði í þjóðfé- laginu á undanförnum árum, at- vinnuleysi, samdráttur í yfirvinnu og hækkun jaðarskatta. Vanskilin væru afleiðing láglaunastefna sem hér hefði ríkt um áraraðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.