Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tilurð Sálumessu Mozarts hulin rómantískum ljóma ’ 4*ai Morgunblaðið/Kristinn FRÁ æfingu á Sálumessa Mozarts sem verður leikin, sungin og dönsuð í Hallgrímskirkju. Rómantískur ljómi hef- ur alla tíð umlukið Sálu- messu Mozarts. Þröst- ur Helgason fór í heim- sókn í Hallgrímskirkjú þar sem verið var að æfa verkið ásamt dansi sem frumflytja á í Hall- grímskirkju í kvöld. HEIMURINN mun ekki eign- ast slíkan snilling næstu hundrað árin“, sagði Joseph Haydn er Wolfgang Amadeus Moz- art lést árið 1791. Það er ekki ofsög- um sagt að Haydn hafi hitt naglann á höfðuðið, nema hvað hann hefur ekki gert sér grein fyrir því hvað hundrað ár er stuttur tími. Nú eru liðin rúm tvöhundruð ár frá dauða Mozarts og sennilega hefur annar eins snillingur ekki fæðst enn. Það eru a.m.k. ekki mörg tónskáld sem hafa afrekað að semja sína fyrstu sinfóníu átta ára að aldri. Sálumessan er eitt af kunnustu verkum Mozarts. Tiiurð hennar hef- ur alla tíð verið hulin rómantískum ljóma og varð kvikmyndin Amadeus til þess að ýta enn frekar undir það. Þar er dregin upp áhrifamikil mynd af Mozart að semja sína eigin sálu- messu á hinstu stund; það er stund innblástursins og hann syngur skjálfandi fársjúkri röddu einstakar raddir í Confutatis-kaflanum. Á rúmstokkinum situr öfundarmaður hans, Salieri, dulbúinn og liripar í flýti niður þær nötur sem meistarinn segir fyrir um af strangleik. Þetta er skáldleg og kyngimögnuð sena, já, skáldleg umfram allt, því hún er ekki sannleikanum samkvæm. Lauk aldrei verkinu Hið sanna er að Mozart samdi verkið fyrir greifa nokkurn, van Walsegg að nafni, sem tíðkaði að kaupa tónverk af lítt þekktum tón- skáldum og flytja þau og gefa út í eigin nafni. Sálumessuna bað hann Mozart að semja fyrir sig þegar kona hans lést og lét hann frum- flytja hana til minningar um hana í desember 1793. Mozart átti sex mánuði eftir ólifað er hann fékk boð um að semja Sálu- messuna, en honum tókst ekki að ljúka verkinu, aðeins tveir kaflar voru fullfrágengnir þegar hann lést 5. desember 1791. Sagan segir að Mozart hafi brotnað niður daginn fyrir andlát sitt við tilhugsunina um að geta ekki iokið við verkið. Það var nemandi Mozarts, Franz Xavier Sussmayr, sem lauk við verk- ið að ósk ekkju tónskáldsins. Sussmayr útsetti þá kafla sem ekki voru fullfrágengnir, samdi viðbót við Laerimosa, sem margir telja eina fegurstu perlu tónbókmenntanna, og bætti við þremur köflum sjálfur, Sa.nctus, Benedictus og Agnus Dei, en þeir eru næstir á undan loka- kafla verksins, sem er byggður á tónlist Mozarts sjálfs úr upphafs- köflunum. Lætur engan ósnortinn „Sálumessan lætur engan mann ósnortinn sem heyrir hana,“ segir Hörður Áskelsson sem mun stjórna flutningi á verkinu í Hallgrímskirkju. „Það er ekki bara þjóðsagan á bak við tilurð hennar sem gerir hana sérstaka, heldur býr þessi tónlist yfir svo miklum krafti, krafti sem er e.t.v. ekki hægt að lýsa í orðum.“ Hörður segir yfirbragð verksins 5 anda textans, sem er rómversk- kaþólsk messa sem er sungin fyrir sálu framliðins á útfarardegi hins látna. Hún er einnig sungin á svo- kallaðri allrasálnamessu, 2. nóvem- ber, fyrir sálum allra í hreinsunareld- inum. „Alvaran er auðvitað ríkjandi í verkinu. Það sem einkennir þó helst verkið eru mikil átök á milli and- stæðra póla eins og t.d. þegar fjallað er um hinn efsta dóm í Sekvensí- unni. Þar skiptast reglulega á yfir- þyrmandi kraftmiklir þættir og aðrir mildir og biðjandi." Á undan Sálu- messunni verður Sakramentislitanía Mozarts flutt, en að sögn Harðar á hún sérlega vel við Sálumessuna. Sálumessan dönsuð Fluttur verður dans við Sálumess- una í Hallgrímskirkju, en ekki er óalgengt að verkið sé túlkað í dansi erlendis, en þetta er sennilega í fyrsta skipti sem það er gert í kirkju, að sögn Harðar. „Við munum gera þetta á forsendum kirkjunnar en ekki leikhússins." íslenski dansflokkurinn dansar undir stjóm danshöfundar, Nönnu Ólafsdóttur, en hún segir að sín fyrstu viðbrögð við boði um að taka þetta verkefni að sér hafi verið efa- semdir: „Á ég að fara að kveðast á við Mozart! Þetta er geysimikið og erfitt verkefni en um leið er það mikil _upphefð að fá að taka þátt í því. Ég byggi dansinn á abstrakt- stemmningum, tilfínningastemmn- ingum um það sem stendur á milli línanna í textanum. Ég er ekki að reyna að myndskreyta textann heldur að kveðast á við hann og tónlistina." Nanna segir að það hafi verið mikið átak að semja þennan dans. „Tónlistin er mjög krefjandi og ég hef ekki farið varhluta af þeirri kvöl sem býr á bak við verkið. Þetta hef- ur eftir á að hyggja verið stórkostleg upplifun." Dansarar munu klæðast búning- um sem Sigurjón Jóhannsson hefur hannað, en hugmyndin að þeim er sótt í höggmyndir Michelangelo frá endurreisnartímanum, einkum Pi- etá-myndir hans. Flytjendur á tónleikunum verða auk dansflokksins Mótettukór Hall- grímskirkju og Sinfóníuhljómsveit Islands en einsöngvarar verða Sól- rún Bragadóttir, sópran, Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir, alt, Gunnar Guðbjörnsson, tenór og Magnús Baldvinsson, baritón. Tónleikamir verða einungis haldnir tvisvar, í kvöld og annað kvöld kl. 20 og er sætarými takmarkað. Úngfrúin góða og húsið GUÐNÝ Halldórsdóttir, kvik- myndagerðarkona, hefur lokið við að skrifa handrit að nýrri kvikmynd sem byggð er á smásögu eftir föð- ur hennar, Halldór Laxness, og nefnist „Úngfrúin góða og húsið“. Sagan genst að mestu leyti í sjáv- arþorpi á íslandi um aldamótin síð- ustu og ú’allar um tvær systur sem Ragnhildur Gísladóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir leika og það hvernig önnur þeirra tortímir hinni. Með önnur stór hlutverk fara Egill Ólafsson og Margrét Helga Jó- hannsdóttir. „Þetta er dramatísk saga og kaldhæðin og fjallar um það tvöfalda siðgæði og skinhelgi sem einkennir mannskepnuna svo mjög“, sagði Guðný í samtali við Morgunblaðið. Fengist hefur tuttugu milljón króna styrkur úr Kvikmyndasjóði Islands til framleiðslu á myndinni og er nú verið að leita styrkja er- lendis. Sagði Guðný að fjáröflunin gengi ágætlega þótt sífellt virtist þurfa að leita til fleiri aðilja eftir fé. Að sögn Guðnýjar, sem einnig hefur gert mynd eftir sögunni Kristnihald undir Jökli eftir Hall- dór, ákvað hún fyrir löngu síðan að kvikmynda þessar tvær sögur; „ég hef ekki í hyggju að kvik- mynda allar sögur Halldórs, þessar tvær sögur höfðuðu bara mjög sterkt til mín kvikmyndalega séð.“ Guðný sagði að Úngfrúin góða og húsið yrði bíómynd í fullri lengd og sennilega frumsýnd í kringum áramótin 1996-97. -----♦--»"♦--- Hætt við ferð á Grímudansleik FYRIRHUGAÐRI ferð hóps íslend- inga, til að hlýða á Kristjáii Jó- hannsson syngja í Grímudansleik Verdis í Covent Garden óperuhús- inu í London, hefur verið aflýst. Að sögn Auðar Björnsdóttur hjá Samvinnuferðum Landsýn, sem skipulagði ferðina, fengust ekki nógu góðir miðar á sýninguna um helgina og því var afráðið að hætta við ferðina. „Áskrifendur ganga fyrir í miðasölu og þegar miðasalan var opnuð öðrum voru þeir miðar sem eftir voru, annaðhvort allt of dýrir eða í ódýrustu sætin sem við gátum ekki sætt okkur við og því var ákveðið að hætta við ferðina í þetta sinn“ sagði Auður. y* Morgunblaðið/Golli Ikveikjan Tökur á kvikmyndinni Agnes standa nú yfir. Frið- ódæðið. Fyrir aftan Friðrik stendur unnusta hans rik, hefur hér myrt Natan Ketilsson á Illugastöð- Sigríður, sem hann hafði skömmu áður gómað í um og reynir að kveikja í bænum til hylma yfir bólinu hjá Natan. Hver er hvað? KVIKMYNDIR Háskóiabíó Vélin „LaMachine“ ★ Leikstjóri: Francois Dupeyron. Aðal- hlutverk: Gerard Depardieu, Nat- halie Baye, Didier Bourdon. Poly- gram. FRANSKAR vísindaskáldskap- armyndir berast okkur ekki oft en Vélin með Gerard Depardieu er ein slík, frönsk B-mynd um geðlækni sem fundið hefur upp vél er skiptir um heilastarfsemina í mönnum. Þú sest t.d. í hana með fjórföldum kvennamorðingja, ýtir á takka og allt í einu ert þú kominn í h'kama fjöldamorðingjans en líkami þinn er farinn að myrða kvenfólk úti um all- án bæ. Sniðugt. Ekkert sérlega. Vélin er gerð eftir hlægilegu handriti en hlægilegastur er þó Depardieu. Hann leikur í fyrsta lagi tilfinningaþrunginn geðlækninn, sem er greinilega ekki alveg klár á því hvemig á að vinna tilraunir án þess að glata heilanum. í öðru lagi leikur hann kvennamorðingjann, sem er greinilega ekki alveg á því að skipta sisvona aftur um heilastarf- semi. Og í fjórða lagi leikur hann 12 ára gamlan son sinn (þá er mynd- in búin að fara krókaleiðir sem óþarfi er að tíunda hér), sem er greinilega ekki búinn að sjá „Big“ með Tom Hanks og veit ekki alveg hvernig hann á að haga sér. Leikstjóranum, Francois Dupeyr- on, gengur skelfilega að byggja upp spennu með þennan söguþráð í hönd- unum en honum tekst að sletta blóð- inu í fáeinum atriðum. Honum tekst líka að fá mann til að brosa út að eyrum í hápunkti myndarinnar þegar morðinginn er kominn í 12 ára son- inn, geðlæknirinn er í morðingjanum og sonurinn í pabba sínum ... eða bíddu ... geðlæknirinn þarna, sonur- inn þama og þá hlýtur ... Nei. Sko. Sonurinn er í pabba sínum ...Bíddu, byijum upp á nýtt. Éða sleppum þessu alfarið. Franskar B-myndir um heilaflutn- inga reyna ekki á taugakerfið heldur þolinmæðina. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.