Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 2!
JlfolRQMnfelfKfeÍfe
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
GATT OG RAÐ-
HERRAVALDIÐ
UMRÆÐUM er lokið á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar
um framkvæmd GATT-samkomulagsins. Með frumvarpinu
er innflutningsbann á landbúnaðarvörum aflagt.
Fyrst þegar frumvarp þetta kom fram, skýrðu forystumenn ríkis-
stjórnarinnar frá því að ætlunin væri að með tollum þeim, sem
kveðið er á um í frumvarpinu, yrðu erlendar búvörur almennt um
30% dýrari en innlendar. Þó yrði heimilt að flytja inn magn, sem
svaraði til 3% af innanlandsneyzlu viðkomandi afurða, svokallaðan
lágmarksaðgang, á lægri tollum.
Morgunblaðið sá ástæðu ti! að álykta sem svo, í forystugrein
30. maí síðastliðinn, að þessi framkvæmd GATT-samningsins
myndi koma neytendum til góða vegna aukins vöruúrvals og lægra
verðs í einhveijum tilvikum og að innlenda framleiðslan fengi
aðhald með aukinni samkeppni.
Við meðferð málsins á Alþingi komu hins vegar fram upplýs-
ingar frá Neytendasamtökunum og kaupmönnum um að það inn-
kaupsverð landbúnaðarvara, sem lagt er til grundvallar í frumvarp-
inu, væri óraunhæft. Þær vörur, sem ætla mætti að féllu að smekk
íslenzkra neytenda og stæðu innflytjendum til boða í Vestur-Evr-
ópu, væru talsvert dýrari. Með tollum eins og þeir væru í frum-
varpinu yrðu innfluttar landbúnaðarvörur í lágmarksaðganginum
svo dýrar að þær yrðu flestar óseljanlegar, nema kannski fugla-
kjöt. Innflutningur umfram lágmarksaðgang yrði miklu meira en
30% dýrari en innlend framleiðsla.
Verði þetta raunin, fær íslenzkur landbúnaður ekki þá sam-
keppni, sem vænzt var, og neytendur njóta ekki verðlækkunar.
Ekki hefur verið sýnt fram á að áðurnefndar upplýsingar séu
rangar og viðbrögð meirihluta stjórnarflokkanna í efnahags- og
viðskiptanefnd Alþingis við þeim sýna að pottur virðist hafa verið
brotinn við samningu frumvarpsins. Meirihlutinn lagði til breyt-
ingu á frumvarpinu, sem er efnislega sú að landbúnaðarráðherra
geti leyft lækkun tolla, komi í ljós að lágmarksaðgangurinn selj-
ist ekki.-
Sá stóri ágalli er á þessari breytingu að það er Iandbúnaðarráð-
herra í sjálfsvald sett hvort hann lækkar tolla til að hleypa lág-
marksaðgangi landbúnaðarvara inn í landið. Honum ber einvörð-
ungu að hafa „hliðsjón" af því hvort lágmarksaðgangurinn er á
hæfilegu verði og hvort hann selst.
I ljósi þess, að landbúnaðarráðherra hveiju sinni hefur löngum
verið einn helzti hagsmunagæzlumaður landbúnaðarins í stjórn-
kerfinu í reynd, býður þessi tilhögun mála upp á geðþóttaákvarðan-
ir og tryggir ekki hagsmuni neytenda. Og þótt ásetningur núver-
andi landbúnaðarráðherra kunni að vera sá að hléypa lágmarksað-
gangnum að, er ekki þar með sagt að arftakar hans kjósi að beita
ráðherravaldi sínu með þeim hætti.
I lögunum, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, hefði átt að
vera afdráttarlaus skuldbinding um að hleypa inn ákveðnu magni
erlendra landbúnaðarafurða á verði, sem hefði gert þær samkeppn-
isfærar við íslenzkar. Jafnframt hefði ríkisstjórnin átt að beita
sér fyrir því að orð ráðherra hennar stæðu, um að almennur inn-
flutningur yrði 30% dýrari en innlend framleiðsla. Eins og mál
standa nú, hlýtur fljótlega að verða kallað eftir endurskoðun á
framkvæmd GATT-samkomulagsins.
KJARNORKUTILRAUN-
IR FRAKKA
JACQUES Chirac Frakklandsforseti hefur ákveðið að hefja á
ný kjarnorkuvopnatilraunir á eynni Mururoa í Suður-Kyrra-
hafi. Verður fyrsta kjarnorkusprengjan sprengd neðanjarðar í
haust, en alls áforma Frakkar að sprengja átta sprengjur á nokk-
urra mánaða tímabili. Eru þetta fyrstu kjarnorkuvopnatilraunir
þeirra frá því að Fran?ois Mitterrand forseti ákvað að hætta
þeim árið 1992.
Chirac greindi jafnframt frá því að Frakkar hygðust virða
alþjóðlegt bann við tilraunasprengingum, en stefnt er að því að
það taki gildi haustið 1996.
Frakkar segja þessar tilraunasprengingar nauðsynlegar til að
viðhalda öryggi og áreiðanleika kjarnorkuvopnabúrs þeirra. Öll
önnur kjarnorkuveldi, að Kínverjum undanskildum, hafa þó hætt
tilraunasprengingum, enda eru þær að mestu orðnar óþarfar
vegna háþróaðrar tölvutækni.
Frakkar hafa nú þegar framkvæmt rúmlega 200 tilrauna-
sprengingar og er því vandséð hvers vegna þeir geti ekki nýtt
sér hermiforrit líkt og önnur kjarnorkuveldi. Að auki skuldbundu
þeir sig í tengslum við framlengingu sáttmálans um bann við
útbreiðslu kjarnavopna, líkt og önnur kjarnorkuveldi, til að halda
kjarnorkuvopnatilraunum í algjöru lágmarki fram til haustsins
1996. Astæðurnar sem að baki liggja virðast því frekar vera
pólitískar en hernaðarlegar.
Frakkar hafa verið meðal helztu talsmanna þess að efla sam-
starf og samráð Evrópuríkja á sviði varnarmála. Það skýtur því
skökku við að þeir skuli nú taka þessa ákvörðun, gegn vilja og
án samráðs við bandamenn sína.
UMGENGNIN UM AUÐLINDIR HAFSINS
_ _ Morgunblaðið/RAX
STJORN LIU hratt af stað herferð í vetur þar sem hvatt var til þess að fiski væri ekki hent í sjóinn og að sjómenn og útvegsmenn gengju vel
um sameiginlega auðlind. Veggspjöldum með slagorðunum Fleygjum ekki fiski - aukum arðinn af auðlindinni og Hendum ekki fiski -
endurreisum þorskstofninn var dreift um borð í allan fiskiskipaflotann.
Ómælt
úrkast
Takmarkaðar mælingar hafa verið gerðar
á því hve mikið af fiski fer í úrkast. Guðni
Einarsson ræddi við sérfræðinga
umj )ann afla sem fer fyrir borð.
* mmm' 'y* % ■ iiMliir ■■■ / . ©
Gunnar Stefáns- Dr. Jakob Magnús- Jón Kristjánsson,
son, tölfræðingur. son, fiskifræðingur. fiskifræðingur.
IRITI Hafrannsóknastofnunar,
Nytjastofnar sjávar 1994/95 og
Aflahorfur fiskveiðiárið 1995/
96, er nefnt að upp séu komin
ný vandamál í þorskveiðunum vegna
skerðingar á kvóta. Þar segir meðal
annars (bls. 11): „Þó að aldrei hafi
verið komið með allan smáfisk að
landi, er það nýlunda að stórum nýt-
anlegum þorski sé hent, ef kvótastaða
skipa er slæm. Einnig eru dæmi þess
að reynt sé að skjóta þorski framhjá
vigt. í hve miklum mæli þetta hefur
gerst er ekki vitað. Því má ætla að
ekki hafi dregið eins mikið úr sókn í
stofninn og tölur um Iandaðan afla
gefa til kynna.“
Styðjast við löndunartölur
Hafrannsóknastofnun gengur út
frá opinberum löndunartölum við mat
á veiði úr þorskstofninum, það er að
landaður afli sé það sem veiðist. „Við
vitum náttúrulega að fiski er hent,
það hefur alltaf verið. Við höfum hins
vegar reiknað með því að það sé til-
tölulega lítið breytilegt frá ári til árs,“
segir Gunnar Stefánsson tölfræðingur
á Hafrannsóknastofnun og verkefnis-
stjóri við gerð ársskýrslu stofnunar-
innar. Gunnar segir að með því að
ganga út frá því að magn þess fisks
sem fer í sjóinn sé „lítið breytilegt"
á milli ára, eða því sem næst fast
hlutfall, þá þurfi ekki að hafa magnið
upp á ákveðinn tonnafjölda til þess
að nálgast réttar niðurstöður um
breytingar á vexti og viðgangi fiski-
stofnanna.
„Ef við segjum að úrkastið sé alltaf
10%, annað hvort í heildina eða í ein-
stökum aldursflokkum, þá hefur það
svipuð áhrif og að vera með rangt
mat á náttúrulegum aðstæðum. Það
hefur þau áhrif að maður fær vanmat
á stofnstærðina, stofninn er heldur
stærri en ella, en það breytir engu í
framreikningum. Meðan þetta helst
óbreytt er maður { tiltölulega góðum
málum," segir Gunnar. „Ef hins vegar
kemur til veruleg breyting á úrkast-
inu, þá getur verið að maður sjái ekki
stofnstækkun eða stofnminnkun nógu
snemma, en hún kemur í ljós fyrr eða
síðar."
Þriggja ára og eldri
Ungvdði er ekki tekið með í stofn-
stærðarmati. Gunnar segir að til veiði-
stofnsins teljist fiskur sem er fjögurra
ára og eldri og nýliðun inn í veiðistofn-
inn er þriggja ára fiskur. „Það sem
verið er að henda af þessu smæsta,
sem er verulega undir máli til dæmis
20-25 sentimetra fiskur, er raunveru-
lega ekkert inni { útreikningunum."
Lengdarmörk þorsks eru nú 55 senti-
metrar og er gripið til veiðihamlandi
aðgerða, svo sem svæðalokana, þegar
hlutfall fiska undir þeirri lengd er
hærra en' 25% í mælingum veiðieftir-
litsmanna.
í viðtölum Morgunblaðsins nýlega
við sjómenn víða um land sögðu marg-
ir að meira væri hent af þorski eftir
að veiðiheimildir þrengdust. Gunnar
segir að sé það rétt að úrkastiþ hafi
aukist upp á síðkastið þá muni það
skekkja niðurstöðu útreikninganna.
„Það hefur verið talað um að aflinn
fari ekki niður fyrir 155 þúsund tonn
og síðan yrði reiknað með því að auka
aflann í 25% af stofnstærð eftir því
sem stofninn stækkaði. Ef við segjum
að í reynd verði aflinn 175 þúsund
tonn vegna úrkasts í staðinn fyrir 155
þúsund tonn þá hefur það þau áhrif
að líkurnar á því að stofninn hrynji
munu aukast úr 'h% í um 7%, eða
fjórtánfaldast. Bilið 160-180 þúsund
tonn er viðkvæmast fyrir breytingum
með tilliti til veiðiráðgjafar,“ segir
Gunnar.
Vandinn felst í of
mikilli sókn
- Aflahlutföllin eru ólík í til dæm-
is neta- og togveiði. Ef netaútgerð
flytur sig til dæmis yfir í útgerð á
togskipi og yfirfærir óbreyttar afla-
heimildir, þyrfti ekki að samræma
aflaheimildimar hlutföllunum í veið-
inni?
„Við höfum ekki tjáð okkur um það
og höfum • ekki stífa skoðun á því
hvaða veiðarfæri eigi að nota, svo
fremi að við fáum sæmilega hag-
kvæma nýtingu á þessum stofnum.
Það er hægt að stuðla að réttri afla-
samsetningu á mismunandi vegu, til
dæmis með svæðalokunum og tilheyr-
andi. Höfuðvandamálið í þorskinum
hefur verið of mikil sókn. Við höfum
verið að veiða þorskinn það stíft að
hann hefur ekki náð að eldast og það
eru of fáir árgangar í veiðinni. Það
hefur alltaf verið höfuðatriði í ráðgjöf-
inni að draga úr sókninni almennt og
yfir öll veiðarfæri.“
Ekki reiknað með gramsinu
Sama gildir um ýsuna og þorskinn,
ekki er reiknað með neinu úrkasti.
„Það er sjálfsagt hent einhveiju, en
það gildir sama og um þorskinn, við
höfum ekkert tölulegt mat á því og
höfum látið vera að setja það inn frek-
ar en að giska.“
Talið er að gramsið, soðningin sem
menn hirða til eigin nota og til neyslu
um borð, sé tiltölulega óbreytt á milli
ára og ekki tekið með í útreikning-
ana. Gunnar segir að jafnvel þótt
gramsið næmi á bilinu 2-5 þúsund
tonn þá væri ekki um „neitt rosalegt"
magn að ræða sem skipti sköpum.
En þegar menn væru að tala um 50
þúsund tonn fyrir borð í þorski, þá
væri það alvörutala sem hefði mikil
áhrif, en 5-10 þúsund tonna frávik
gerði ekki neitt stórkostlegt útslag.
„En það er alveg ljóst að við þurfum
að fá mat á þessu, ekki sem eftirlitsað-
ili eins og Fiskistofa, heldur beinlínis
sem hluta í mælingunni," segir Gunn-
ar. Hann bendir á að á undanförnum
árum hafi alls kyns tölur um fisk fyr-
ir borð komið fram í fjölmiðlum. Þær
hafi verið meiri og minni ágiskanir
og ýmsir augljósir gallar á því hvern-
ig þær hafa verið fundnar. „Við höfum
hreinlega ekki lagt í að nota þær í
okkar mati,“ segir hann.
Kvótaskerðing og breytt sókn
Gunnar segir um þær fullyrðingar
að kvótaskerðing hafi valdið meira
úrkasti þorsks, að Hafrannsókna-
stofnun þyrfti að hafa vissu um hver
breytingin hefði verið til að setja hana
inn í úttektina. Hann bendir á mót-
vægi við þorskkvótaskerðinguna sem
fólst í aukinni rækjuveiði, úthafs-
karfaveiði og Smuguveiði. „Menn
hafa beinlínis farið af þorskveiðum
að hluta. Þess vegna hefur einhver
hluti flotans þar af leiðandi minnkað
úrkastið sitt af þorski."
í skýrslu Hafrannsóknastofnunar
um aflahorfur fiskveiðiárið 1994/95
kemur fram að verði afli 1995 miðað-
ur við kjörsókn í humarstofninn verði
veiðin 2.100 tonn 'sem samsvarar
2.000 tonnum af lönduðum afla. „Mis-
munurinn stafar af úrkasti hænga en
auk þess fæst jafnan nokkuð af hum-
arhrygnum með lina skel (“gúmmí-
krabba") sem ekki eru hirtar“ (bls.
71). Þannig er ekki reiknað með að
meira en 100 tonn fari aftur í sjóinn,
eða um 5% af veiddum humri. Þetta
er mun minna en sjómenn á humar-
bátum sem Morgunblaðið ræddi við
nýlega sögðust vera að láta aftur fyr-
ir borð. Þeir töluðu um allt að fjórð-
ungi aflans. Gunnar Stefánsson bend-
ir á að smæsti humarinn sé ekki inni
í útreikningunum og yfirhöfuð ekki
inni í stofnstærðarmatinu.
Talnaspeki og fiskifræði
Fiskveiðistjórnunin hefur verið
gagnrýnd fyrir að hún byggist á hag-
fræði og tölfræði, en ekki líffræðileg-
um staðreyndum. Hvað segir Gunnar
um það?
„Við reynum að troða inn í ráðgjöf-
ina öllum líffræðiupplýsingum sem við
höfum. Þegar við reynum að meta
stofnstærð þá tökum við tillit til marg-
víslegra líffræðilegra mælinga, stærð-
ar, þyngdar og annarra þátta. Við
mat á þorskstofninum er til dæmis
ástand loðnustofnsins tekið inn í
myndina. Ég hef verið í því að reikna
og kynna þessar niðurstöður, en það
er líka fullt af fiskifræðingum hér við
störf og þeir hafa sitt að segja í því
hvað sett er inn í reiknilíkönin.“
Um 9 þúsund tonn
Dr. Jakob Magnússon fiskifræðing-
ur hefur stundað karfarannsóknir um
árabil. Á vegum Hafrannsóknastofn-
unar hefur verið kannað hvað mikið
fer fyrir borð af úthafskarfa, engar
mælingar eru til á því hve miklu er
kastað af gullkarfa og djúpkarfa. Jak-
ob segir að athugunin á úrkasti út-
hafskarfa hafi verið gerð fyrir rúmum
fimm árum af starfsmönnum Haf-
rannsóknastofnunar á tveimur skip-
um. í hitteðfyrra gerði svo togaraskip-
stjóri athugun á skipi sínu í heilum
túr. „Þessi afföll miðast við það sem
kastað er úr áður en karfinn fer í
vinnslu," segir Jakob. „Það er ekkert
í því þegar menn eru að sprengja eða
svoleiðis. Þetta var bara til að sjá
hvernig nýtingin væri á honum.“ Nið-
urstaðan í báðum tilvikum var sú að
að 16-17% af aflanum fór fyrir borð
óunninn. Jakob segir að mikill munur
hafi verið á milli einstakra toga, allt
frá því að úrkastið væri innan við 10%
°g upp yfir 40%. Hann bendir á að
gott samræmi hafi verið í niðurstöð-
um, þótt rúm tvö ár hafi liðið á milli
athugananna.
í fyrrgreindri skýrslu Hafrann-
sóknastofnunar kemur fram að á síð-
asta ári veiddu íslendingar um 54
þúsund tonn af úthafskarfa. Miðað
við kannanirnar tvær hefur nálægt 9
þúsund tonnum af þeim afla verið
hent í sjóinn aftur. Karfanum var
einkum kastað vegna sýkingar eða
sníkjudýra (kílakarfi) og útlitsgalla,
til dæmis bletta í roði, sem algengir
eru í úthafskarfa. Sáralitlu var kastað
vegna þess að það væri of smátt,
enda lítið smælki á veiðislóðinni. Jak-
ob segir að litið sé svo á að þetta séu
eðlileg afföll, svo lengi sem ekki er
mögulegt að vinna neitt úr þessu hrá-
efni. „Við höfum reiknað okkar afla
upp með þessum afföllum. Það hefur
ekkert af íslensku skipunum til dæm-
is verið með mjölvinnslu fyrr en ný-
lega.“
Djúpkarfi og gullkarfi
I viðtölum við sjómenn síðastliðinn
sunnudag kom fram að töluverðu
væri hent af smákarfa og karfaseið-
um. Jakob segir að mikils hafi orðið
vart af karfasmælki við rækjuveiðar
bæði hér við land og Grænland. Hann
segir að ekki hafi tekist að fá neinar
tölur yfir hve mikið af karfasmælki
fer þannig forgörðum. Hann segir þó
vitað að það sé „óhemju mikið“. Menn
hafa brugðist þannig við að loka svæð-
um tímabundið vegna seiðagengdar
og eins með því að áskilja nýverið
notkun seiðaskilju í rækjuvörpur.
Sjómenn minnlust á mikil afföll í
karfanum þegar verið væri að fiska
í siglingar. Jakob segir fiskifræðinga
hafa mestar áhyggjur af ástandi gull-
karfans. Að hans sögn eru engar
mælingar til á því hve miklu af smá-
karfa er kastað við gullkarfaveiðar á
landgrunninu. „Það hefur tíðkast
lengi. Við vitum það, ekki síður hér
áður fyrr meðan mikið var af honum.
Ég held að það hafi eitthvað minnk-
að, enda minna siglt en áður.“ Á síð-
asta fiskveiðiári var beitt svæðalok-
unum til að draga úr veiðinni á gull-
karfa.
- Telur þú að úrkastið skipti máli
fyrir viðgang karfans?
„Auðvitað kemur þetta niður á við-
gangi stofnsins. Karfinn er ákaflega
hægvaxta borið saman við aðrar teg-
undir sem við höfum. Það sem við
gerum honum til góðs í dag skerum
við kannski upp eftir 15-20 ár. Hann
kemur ekki í gagnið fyrr en 12-15
ára. Hann veiðist lítið yngri en 10-11
ára. Ef eitthvað bjátar á er karfastofn-
inn lengi að jafna sig.“
Úrkastið veldur vanmati
Jón Kristjánsson fiskifræðingur starf-
ar sjálfstætt við ráðgjöf og rannsókn-
ir. Hann hefur gagnrýnt þær forsend-
ur sem lagðar eru til grundvallar fisk-
veiðistjórnuninni.
Jón skoðaði lauslega hvernig van-
talinn afli, eða úrkast, hefur áhrif á
stofnútreikninga sem gerðir eru með
aldurs-afla aðferð. Hann segir aðferð-
ina almennt notaða við mat á stofn-
stærð og síðan væntanlega leiðrétta
fyrir skekkjuvöldum með öðrum að-
ferðum.
Aldurs-afla aðferðin er þannig að
þegar menn hafa fundið út hvert hlut-
fallið er sem veitt er af hveijum ár-
gangi fiskistofns fyrir sig, er fjöldi
fiska sem landað er af hveijum ár-
gangi notaður til þess að reikna út
stærð árgangsins. Jón segir aldurs-
afla aðferðina bjóða heim mikilli
óvissu um niðurstöðurnar. Það eitt
að geta sér til um hve stór hluti veið-
ist af hveijum árgangi hljóti ævinlega
að vera mikið matsatriði.
„Þessi aðferð er í raun sagnfræði,"
segir Jón. „Stofnmatið miðast við
hvað veiðist af fiski, en menn verða
að giska á hvað margir fiskar deyja
af öðrum orsökum," segir Jón. Hann
bendir á að það auki enn á skekkju-
hættu við mat á þorskstofninum að
skipulega sé unnið að því að minnka
sóknina og skera niður kvóta. Það
skili sér í minni afla sem aftur gefi
til kynna minni stofn, samkvæmt að-
ferðinni þegar náttúrulegri dánartölu
er haldið fastri. Jón segir mikið lagt
upp úr afla á sóknareiningu þegar
menn meti ástand þorskstofnsins. En
þessi mælieining sé ekki lengur mark-
tæk þegar sjómenn verði að forðast
þorskinn sem mest þeir mega.
Aðferðafræðin gagnrýnd
Jón nefnir togararallið til dæmis
um aðferðir sem beitt er til stuðnings
aldurs-afla aðferðinni. Hann telur það
misheppnað því veiðimenn leiti að
bráðinni, en í rallinu sé veitt á sömu
slóðum ár eftir ár. Þótt lítill afli komi
úr trollinu þá geti bátar verið að rót-
fiska á báða bóga. Hann gagnrýnir
líka trollin sem notuð eru við sýnatök-
una. Hann telur hugsanlegt að í þeim
myndist yfirþrýstingur af sjó sem ryðji
fiskinum úr veiðarfærinu í stað þess
að góma hann, vegna þess hve trollin
eru smáriðin. Þá segir Jón alkunna
að fiskur læri að forðast veiðarfæri
og telur að breyta þurfi um aðferðir
við sýnatökuna.
Stofninn vanmetinn
Jón reiknaði tvö dæmi um áhrif
úrkasts á stærðarmælingar á þorsk-
stofninum. I því fyrra gaf hann sér
að hent væri 50 þúsund tonnum af
3-10 ára gömlum þorski og lét smá-
fisk vera í meirihluta í dæminu. Af
vitnisburðum sjómanna má ætla að
meira sé látið flakka af smáfiski. Við
reikning dæmisins lagði Jón til grund-
vallar meðalþyngd og fiskveiðidánar-
tölur frá 1991, en þær segir hann lít-
ið hafa breyst síðan.
Út úr þessu dæmi kom að miðað
við að 50 þúsund tonnum væri hent
þá væri 3-10 ára hluti þorskstofnsins
vanmetinn um 340 þúsund tonn.
Veiðistofninn er 4 ára fiskur og eldri.
Þegar nýliðunin, eða 3 ára fiskurinn
er dreginn frá, er veiðistofninn van-
metinn um 112 þúsund tonn. Miðað
við að úrkastið sé 25 þúsund tonn
gefur sama reikniaðferð að 3-10 ára
hluti stofnsins sé vanmetinn um 170
þúsund tonn og veiðistofninn um 56
þúsund tonn.
Jakob Jakobsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar
Aðgerðir í
undirbúningi
Hafrannsóknastofn-
un er að hefja aðgerðir
til að komast að tölu-
legri niðurstöðu um
úrkast úr fiskafla
landsmanna, að því er
dr. Jakob Jakobsson,
forstjóri stofnunarinn-
ar sagði í samtali við
Morgunblaðið. Jakob
taldi það geta skaðað
þessar aðgerðir ef nán-
ar væri fjallað um þær
á þessu stigi málsins
og vildi því ekki ljóstra
neinu upp um það í
hveiju þær fælust.
„Við erum bara að
reyna að fá eitthvað
tölulegt mat, við erum
ekki að fara í refsiaðgerðir eða eitt-
hvað slíkt,“ sagði Jakob.
Jakob segir að menn hafi verið
að prófa sig áfram með ýmsar að-
ferðir í gegnum árin til að meta
úrkast á fiski, enda haft af þessu
áhyggur lengi. Hann nefnir rann-
sóknir Ólafs Karvels Pálssonar
fiskifræðings 1982 og 1987, kann-
anir veiðieftirlitsmanna og eftirlit
Fiskistofu. Þessar kannanir hafi
sennilega ekki skilað fullnægjandi
upplýsingum.
- Af orðum sjómanna að dæma
er úrkastið miklu meira en mælst
hefur. Hvað segið þið um það?
„Það er áhyggjuefnið. Þess
vegna eru menn alltaf að prófa ein-
hveijar nýjar leiðir og finna betur
út úr þessu.“
Flokkum skáld-
skapinn úr
- Það kom fram hjá sjómönnum
að afiadagbækur væru, að minnsta
kosti sumar hveijar, hreinn skáld-
skapur. Hafið þið tök á að sann-
reyna þær?
„Já, við sjáum það að í mörgum
tilvikum standast þær ekki, til
dæmis þegar menn eru alltaf með
slétt 10 tonn í hali. Þær eru síaðar
út og ekkert notaðar. Það er farið
mjög gagnrýnið yfir hveija færslu
áður en hún er slegin inn í okkar
gagnagrunn. Við erum með fært
starfsfólk í þessu og það er farið
að þekkja skipstjórana úr sem ekki
er treystandi."
Jakob segir að menn beiti ýmsum
aðferðum í nálægum löndum til að
leggja sem réttast mat á aflabrögð
og samsetningu aflans. Hollending-
ar fara til dæmis á fiskmarkaðinn,
þegar þeir sjá að löndunarskýrslur
eru auðsjáanlega vitlausar. Þar
skoða þeir hvað er í boði til að finna
út hver er hugsanlegur munur á
skýrslunni og sannleikanum. Jakob
nefnir einnig dæmi frá Aberdeen í
Skotlandi en þar hefur tekist mikill
trúnaður milli hafrannsóknamanna
og sjómanna. Þó að
starfsmenn hafrann-
sóknastofnunar í
Aberdeen séu um borð
þá haga sjómennirnir sér
eins og enginn utanað-
komandi sé til staðar. Þar hafa
fengist mikilvægar upplýsingar um
úrkast, sérstaklega á ýsu, í Norður-
sjónum. En ríkir slíkur trúnaður á
milli sjómanna og eftirlitsmanna
hér á landi?
„Menn telja að hér sé það al-
gengt að skipstjórar breyti um kúrs
þegar veiðieftirlitsmenn koma um
borð, fari til dæmis ekki á smáfiska-
svæði eða hagi sér á einhvern hátt
öðruvísi en ella, þótt
ég fullyrði ekkert um
það.“
Umgengnin hefur
batnað
Jakob víkur að frá-
sögnum sjómanna hér
í blaðinu síðastliðin
sunnudag og segir að
af samtölum sínum við
netasjómenn að dæma
hafi vinnubrögð breyst
mikið á þeim veiðiskap
og umgengnin við auð-
lindina mikið batnað.
Hann nefnir því til
sönnunar að í síðasta
togararalli var komið
á laugardegi í mars í
Breiðafjörðinn. „Þeir gátu tekið all-
ar sínar stöðvar og botnuðu ekki
neitt í neinu. Þá kom upp úr dúrn-
um að Breiðfirðingar tóku öll netin
í land um helgina. Umgengnin virð-
ist allt önnur en var hjá netamönn-
um.“
Jakob er ósammála því að menn
tali um sektir þegar andvirði ólög-
legs afla er gert upptækt líkt og
sumir viðmælendur blaðsins gerðu.
„Ef þú stelur hundraðkalli og ert
sektaður um þúsundkall, þá er það
sekt. En þegar einungis andvirði
ólöglegs afla er gert upptækt, þá
er það ekki sekt.“
Upptekið aflaverðmæti
er ekki sekt
Andvirði upptekins afla rennur í
sjóð sem meðal annars hefur styrkt
hafrannsóknir. Ef það gerist ítrek-
að að menn fiska umfram heimild-
ir, eða þeir geta ekki útvegað kvóta
fyrir aflanum, missa þeir veiðileyf-
ið. Þetta segja margir sjómenn
hvetja til þess að afla sé kastað
fyrir borð.
- Er ekki ástæða til að kanna
aðrar leiðir, að gera mönnum kleift
að koma með umframafla frekar
en að henda honum í sjóinn?
„Aflatakmarkanir eru til þess að
það sé hætt að veiða, en það er
eins og menn skilji það ekki,“ svar-
ar Jakob. „Aflinn er takmarkaður
vegna þess að það er verið að veiða
hæfilega mikið úr fiskstofninum og
þegar því er náð eiga menn ekkert
að halda áfram.“
- En hvað með ósamræmi í afla-
heimildum báta sem eru að veiða
blandaðan afla, leita að ýsu eða
ufsa og hafa ekki kvóta fyrir þorsk-
inum sem fiskast með?
„Þar varð okkur á í messunni,
ég skal fúslega viðurkenna það.
Við ráðlögðum of háar veiðiheimild-
ir á ýsunni og kannski ufsanum líka
miðað við þorskveiðiheimildirnar.
Ég held að það sé búið að laga það
núna í okkar tillögum miðað við
ástand stofnsins. Ýsu-
veiðin hefur enda gengið
miklu betur nú að und-
anförnu."
- Getur ekki verið að
stærð þorskstofnsins hafi
verið vanmetin? „Hafi hann verið
vanmetinn þá kemur það í ljós í
betra ástandi stofnsins síðar. Þetta
er ekki eins og með loðnuna, sem
drepst, í stað þess stækkar þorskur-
inn og dafnar. Það er einhver tiltek-
in óvissa í úttekt á hvaða físki-
stofni sem er og þorskurinn er þar
engin undantekning. Við erum ekk-
ert að sveija fyrir að við metum
þorskinn rétt upp á tonn!“
Dr. Jakob Jakobsson,
forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar.
Prófa nýjar
leiðir við að
meta úrkast