Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 27 AÐSEIMDAR GREINAR Stefna um nýtingai veiðistofns þorsksins ÞAÐ hefUr lengi verið einkenni opin- berrar þjóðmálaum- ræðu á íslandi hversu mikill hluti hennar er einræður einstakra manna og þá einatt manna, sem standa utan valdakerfa sam- félagsins, en hafa nægan áhuga á mál- efnum þess til að velta þeim fyrir sér opinber- lega. Sjaldnast kveikir þetta nein viðbrögð. Við ber, að atvinnu- menn í hagsmuna- gæslu rjúka upp til andmæla, ef þeim finnst höggvið nærri þeim hagsmunum, sem þeir eiga að gæta. Þeir eru þar einung- is í vinnu sinni. Sjaldnast taka at- vinnustjórnmálamenn við slíkri umræðu og greina hana nánar, þótt frá því séu mjög heiðarlegar undantekningar. Fæstir þeirra virðast eiga nokkurt skriflegt er- indi við landsmenn nema þá með einhveijum yfirborðslegum' og marklausum hætti í vikunum fyrir prófkjör eða kosningar. Eftir standa þessir einræðuskrif- arar, sem enginn ræðir við. Astæður valda því, að ég, sem þetta skrifa fylgist miklu lakar með þessum'umræðum en ég áður gerði og ætti því að halda mér saman. Ég las hins végar grein eftir Kristin Pétursson fiskverkanda á Bakkafirði, sem birtist í Mbl. 1. júní sl. og hún er kveikjan að þess- um skrifum. Um árabil hef ég af og til rekist á greinar Kristins, les- ið sumar, en aðrar ekki. Hins veg- ar sitja þær í minni mínu sem skýr- ar og greinargóðar tilraunir til að leiða fram greiningu viðfangsefnis- ins á grundvelli staðreynda og vitn- eskju, sem honum voru handbærar. Og hann hefur með sinni rök- semdarfærslu komist að niðurstöð- um, sem ekki hafa fallið að viðtekn- um viðhorfum fræðimanna, en þau hafa stjórnmálamenn nú með öllu gert að sínum. Einhvers staðar djúpt í minni mínu þykist ég hafa lesið grein eftir einhvern fiskifræð- ing, sem gagngert tók sig fram um að sýna fram á, að á Kristni þessum væri ekkert mark takandi. Jón Sigurðsson ívitnuð grein Krist- ins Péturssonar í Mbl. 1. júní birtist undir yfirskriftinni: „Er hætta á hruni þorsk- stofnsins?" Efnið snertir heldur betur alla íslendinga. Um- ijöllun greinarinnar er skýr og skipuleg með glöggum ívitnunum í þau gögn, sem höfund- ur byggir málflutning sinn á. Sú mynd, sem hann dregur upp af undanhaldi þorsk- stofnsins við Ný- fundnaland og fisk- veiðiráðgjöf í því sambandi, sem og tilraunum fiskifræðinga til að skýra þá þróun eftir á, vekur með mér skelfilegar hugsanir og efa- semdir. Þegar höfundur dregur svo fram samsvörunina við Vestur- Grænland og íslandsmið, var mér öllum lokið. Getur ráðgerð stefna um afla úr veiðistofni, 25% á ári, verið uppskrift að hruni hans? Upp- lýsingar um hvernig meðalvigt allra eldri árganga þorsks hefur hrunið eftir að friðunaraðgerðir hófust fyrir alvöru bæði við Nýfundnaland og Grænland er ný vitneskja fyrir mér. Og rökrétt má fullyrða, að það fyribæri á ekkert skylt við of- veiði. Lestur greinar Kristins rifjaði upp fyrir mér atburð úr atvinnu- málaráðuneytinu, þar sem ég starf- aði fyrst ungur maður. Það ráðu- neyti fór þá með sjávarútvegsmál. Þetta var um 1960 og ég sat með nafna mfnum Jónssyni, sem þá vissi eflaust allra manna mest um þorsk- inn við ísland. Hann lýsti fyrir mér, að eitthvað, sem mig minnir hann kalla dánarstuðul þorsks á íslandsmiðum væri þá orðinn svo hár, að stofninn væri í stórhættu að hrynja á nokkrum árum. Mér er ennþá minnisstætt hvernig ónot- in hrísluðust niður eftir bakinu á mér við þessa voðalegu tilhugsun, enda hafði Qölskylda mín haft framfæri sitt af fiskveiðum alla tíð. Þetta er síður en svo sagt þeim mikla vísindamanni og heiðurs- manni í hvívetna til hnjóðs, en jafn- vel sú besta þekking, sem þá var til dugði ekki til að meta stöðuna. Um æðimörg ár hefur mér þótt á skorta, segir Jón Sigurðsson, að fískifræðingar væru nægilega hógværir yfir því, hversu lítið þeir vita um lífríkið í hafinu. Áratugi eftir þetta stóð þorskstofn- inn undir veiði alls þess þorsks, sem menn gátu náð. Minni háttar breyt- ingar á möskvastærð og einhveiju slíku kann að hafa gert gagn, en varla neit sem sköpum skipti. Af sjálfu sér leiðir, að þekking sú, sem til er við Hafrannsókna- stofnun á fiskistofnunum við ísland er besta þekkingin, sem við höfum. Hins vegar hefur mér nú um æði- mörg ár þótt mikið á skorta, að fiskifræðingar séu nægilega hóg- værir yfir því hversu lítið þeir í raun vita um lífríkið í hafinu, ein- staka fiskistofna og innbyrðis sam- spil þeirra afla sem hafa áhrif á þá. Tölfræðin er merk fræðigrein og til margra hluta nysamleg. í þessu samhengi er hún full af lík- indareikningi, sem ekki kemst að niðurstöðu með neinni nákvæmni. Síðast þegar ég spurði um skekkju- mörk á útreikningum veiðiráðgjaf- ar fékk ég að vita, að þau væru +/-30%. Þar fyrir utan eru ótal atriði um þorskinn og atferlisfræði hans, sem ég ætla, að menn viti næsta lítið um. Hefur þorskurinn að einhveiju marki lært að forða sér undan botnvörpu? Skilmerkileg- ar fréttir bárust af því í síðasta togararalli, að ralltogarar toguðu innan um króka- og netabáta hér við Suðvesturland og fengu engan afla meðan bátarnir rótfískuðu. Hafi komið fram á þessu góð skýr- ing, hefur hún farið framhjá mér. Það er kannski ekki mjög lík- legt, að flestir fiskifræðingar, sem um þorskinn hafa fjallað hafí rangt fyrir sér um friðun hans og aðferð- ir til hennar. Ef þeir hins vegar hafa rangt fyrir sér, er líklegast, að þeir hafí rangt fyrir sér um al- ger grundvaliaratriði, sem þeir hafa allir tekið sem sjálfgefínn hlut. Það eru jafnframt þau grundvallarat- riði, sem skipta máli sem nemur milljörðum króna á ári hveiju fyrir íslenska hagkerfið. Ég er ekki les- inn í fiskifræði, en ég hef ekki til þessa séð neina skýringu, aðgengi- * lega fyrir almenning á því, hvers vegna hafsvæði, sem um áratuga skeið gat borið 300-500 þúsund tonna árlegan þorskafla, getur allt í einu ekki borið nema brot af því og þeim mun minna sem meira hefur verið reynt að friða. Fyrir leikmanninum er hér eitthvað á seyði, sem enginn veit. Gæti það verið, að við aðstæður dagsins veið- ■um við í raun of lítið. Upplýsingar í grein Kristins um tilhneigingu þorsks til að vera staðbundinn og um fæðuþröng fisksins leiðir sjálf- krafa til tilgátu um mikinn og vax- andi afla krókaleyfisbáta á grunn- slóð, þrátt fyrir gríðarlega aukn- ingu sóknar og gegndarlausa veiði. Er hugsanlegt, að þessi mikla veiði hafi í raun búið til lifsrými og fæðu fyrir þorsk, sem annars hefði verið illa haldinn og sveltur og þannig hafi veiðiskapurinn búið til aflann? Hvað sem slíkum hugrenningum líður um þann möguleika, að ein- hver grundvallarforsenduatriði í til- lögugerð fiskifræðinga séu röng, má rifja upp, að þekking á hinu flókna samspili umhverfisþátta, líf- ríkjakerfa og veiðiálags er afar slit- rótt. Fiskifræðingar eru líffræðing- ar, sem styðjast við alls konar önn- ur fræði, sem þeir hafa misgott vald á og getur þar á ofan glapist eins og öðrum mönnum. Þess vegna er aðalspurningunni, sem Kristinn Pétursson vekur upp, ósvarað. Er vitlaust gefið? Er sjálf grunnforsendan fyrir friðuninni röng? Valda umhverfisþættirnir því, að friðunin skilar fleiri fiskum, sem vantar lífsviðurværi og verða svo smáir og veikburða, að þeir hafa ekki burði til að hrygna eða alla vega ekki til að lifa hrygning- una af við þær aðstæður, sem ver- ið hafa í hafinu? Þessa spurningu hefur Kristinn Pétursson sett fram með svo sann- færandi hætti, að hin stjórnmála- legu yfirvöld í ráðuneyti og á Al- þingi geta þjóðarinnar vegna ekki leitt hana hjá sér. Sagan er svo sneisafull af dæmum um, að besta þekking hvers tíma reyndist alröng, að það er full ástæða til að um- gangast þá hugmynd með fyllstu hógværð og hæfilegum efasemd- um, að sannleikurinn um þorskinn hafi verið fundinn. Höfundur er lögfræðingur. Eru íslenskar stelp- ur öskubuskur? ÞANN 18. júní nk. verður Kvennahlaug ÍSI haldið í sjötta sinn. Á síðasta ári tóku 13.800 konur þátt í hlaupinu og mátti þar sjá konur af öllum kynslóðum samdnast í þátttöku í hlaupinu. En af hveiju er íþrótta- samband íslands að efna til sérs- taks kvennahlaups? Af hveiju láta konur sér ekki nægja að hlaupa í almennum hlaupum, við hlið karla? Stöðluð kvenímynd I mínum huga hefur Kvenna- hlaupið verið þýðingarmikill þáttur í jafnréttisbaráttu kvenna og karla. Konur hafa átt erfitt uppdráttar í mörgum greinum iþrótta og kemur þetta best fram í því hversu mikið brottfall er úr mörgum kvenna- greinum. Hin kvenlega ímynd sem stúlkum er innrætt er ekki mynd afrekskonunnar í íþróttum, vöðva- stæltrar fótboltastelpu eða herða- breiðrar sundkonu. Staðreyndin er sú að enn í dag er ungum stúlkum uppálagt að vera stilltar og prúðar og áherslan er öll á ytri fegurð í hinni stöðluðu mynd. Þokkadísir í teboði Þær stelpur sem feta í farveg hinnar stöðluðu kvenímyndar eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum og er þar skemmst að minnast nýafstað- innar keppni í íslenskri fegurð. Ár- lega fær keppnin ótrúlega athygli í fjölmiðlum, spenna er byggð upp fyrir hana og þegar nær stóru Kvennahlaupið, segir Bryndís Hlöðvers- dóttir, er einn þáttur kvennabaráttu . í íþróttum stundinni dregur glymja auglýsing- ar í útvarpi og sjónvarpi um að fólk megi ekki láta þennan einstaka viðburð fram hjá sér fara. Það á nefnilega að fara að „velja“ þá feg- urstu á Islandi. Og það er enginn smá viðburður að fylgjast með því „hver á landi fegurst er“. í Morgunblaðinu, þeim ágæta fjölmiðli, gaf að líta heilsíðu með hinum fögru konum skömmu fyrir keppn- ina, þar sem þær sátu saman í teboði í skó- síðum silkikjólum. Nokkurs konar prins- essuuppstilling í stíl Öskubuskudraumsins. ímynd prúðu prins- essunnar virðist eiga upp á pallborðið í fjöl- miðlum, mun frekar en stelpur sem velja sér vettvang keppnis- íþróttanna. Bryndís Hlöðversdóttir Misrétti réttlætt með hringskýringum Stelpur á öllum aldri stunda íþróttir á íslandi. Þær eiga þó mun erfiðara með að afla sér fjár en strákarnir og fá einungis brot af því verði sem strákar fá fyrir aug- lýsingar á búningum. Karlaíþróttir þykja meira spennandi og eru sagð- ar selja betur, þær fá meiri umfjöll- un í fjölmiðlum og auglýsingin því meiri. Svona hringskýringar heyr- ast gjarnan þegar spurt er út í þessa hluti og þær minna um margt á svipaðar skýringar sem eru notaðar til að réttlæta launamisrétti byggt á kynferði. Staðreyndin er sú að BRUÐKAUPS- AFMÆLIS- ÚTSKRIFTAR- OG TÆKIFÆRISGJAFIR samhengi er á milli árangurs og fjárfram- laga til íþrótta en spurningin er hvort kom á undan, hænan eða eggið. Átaks er þörf Hér er átaks þörf. Kvennahlaupið er einn þáttur kvennabaráttu í íþróttum sem hefur vakið athygli, en betur má ef duga skal. í Nor- egi og Danmörku hefur ótrúlegur árangur náðst í þessúm málum í kjölfar áralangrar baráttu. Ákveðnar íþróttagreinar (t.d. handknattleik- ur) kvenna hafa tekið stakkaskipt- um eftir samstillt átak íþróttahreyf- ingarinnar og kvennabaráttunnar, sem m.a. skilaði sér í auknum fram- lögum til greinanna og þá var ekki að spyija að árangrinum. Aðeins með samstilltu átaki er unnt að vinna bug á misskiptingunni sem nú er við lýði, hvort sem það snýst um að vinna bug á óraunhæfri prinsessuímynd eða leggja rækt við íþróttaiðkun kvenna á annan hátt. Höfundur er alþingismaður og formaður Kkvenréttindafélags íslands. KJÖTFAT KII III. ES5DZSS LISTMUNIR LJOS RAIMAGNSIAKI Mikid úrval af skemmtilegum gjafavörum vid öll tækifæri á verði Fyrir alla. MÖRKINNI 3, sírrti 588 0640.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.