Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 39 JÓNRAGNAR ÞORGRÍMSSON + Jón Ragnar Þorgrímsson bifreiðaskoðunar- maður á Akranesi fæddist á Kúludalsá í Innri-Akranes- hreppi 9. júlí 1945. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þor- grímur Jónsson frá Akranesi og Mar- grét A. Kristófers- dóttir frá Litlu- Borg í Vestur- Húnavatnssýslu, búendur á Kúludalsá. Jón var elstur fimm systkina. Hin eru: Kristófer, bifvélavirki í Keflavík, Ragn- heiður, kennari á Akranesi, Auðunn Þorgrímur tækjastjóri, Kúludalsá, og Magnús Pétur, leirlistamaður í Reykjavík. Uppeldisbróðir hans er Kristó- fer Pétursson vélstjóri Teiga- rási, Innri-Akraneshreppi. Jón kvæntist 24. desember 1967 Önnu Jónu Gísladóttur, Vil- hjálmssonar á Akranesi og konu hans Karenar Vilhjálms- son. Börn þeirra eru fimm: 1) Karen Emelía, f. 1967, búsett á Sauðárkróki, sambýlismaður Kristján Baldvins- son hijómlistarmað- ur og eiga þau einn son, Baldvin Má; 2) Margrét Þóra, f. 1970, búsett á Akranesi, sambýlis- maður Einar Sig- urðsson frá Neðra- Skarði, sonur þeirra er Gísli Rún- ar; 3) Ragnhildur Edda, f. 1971, í heimahúsum, sonur hennar er Kristófer Ernir; 4) Helga Kristín, f. 1973, einnig í heimahúsum; 5) Gísli Stefán, f. 1975, unnusta Sólveig Sigurðardóttir, Akranesi. Jón lærði bifvélavirkjun hjá Daníel Friðrikssyni á Akranesi og lauk prófi frá Iðnskóla Akraness. Starfaði síðan hjá Bifreiðaverkstæðinu Brautinni hf., Þorgeir & Ellert hf. Hann stofnaði eigið bifreiðaverk- stæði 1978 og rak það í tíu ár. Árið 1988 hóf hann störf hjá Bifreiðaskoðun Islands hf. á Akranesi og vann þar uns hann veiktist snemma á siðasta ári. Útför Jóns verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. ÞAÐ var bjartan sumardag fýrir tæpum fimmtíu árum að ungu hjón- unum á Kúludalsá, þeim Margréti Kristófersdóttur og Þorgrími Jóns- syni, fæddist sonur, frumburður þeirra og hlaut hann nafnið Jón Ragnar. Nafnið var sótt til föðurafa og ömmu, þeirra sæmdarhjóna Ragnheiðar Guðmundsdótur og Jóns Auðunssonar sem lengst af bjuggu á Akranesi. Móðuramma og afí, Emilía Helgadóttir ljósmóðir og Kri- stófer Pétursson gullsmiður og bóndi, fluttu suður að Kúludalsá frá bænum sínum Litlu-Borg í Húna- vatnssýslu ári síðar. Frá upphafi kynna var náið samband milli drengsins og afa og ömmu. I þá daga var aðeins eitt íbúðarhús á Kúludálsá. Það var því stutt fyrir snáðann að fara og hitta ömmu sem vissi svo margt og var tilbúin að miðla hvort heldur var fróðleik um jurtir og dýr í náttúrunni eða um sjálft almættið sem öllu ræður. Þegar sá stutti var kominn dálítið á legg fékk hann líka að fara inn í vinnustofuna til afa. Það fengu menn nú ekki nema þeir bæru til- ! hlýðilega virðingu fyrir þeim aragrúa af fíngerðum tækjum sem þar voru og svo handverkinu sjálfu sem í smíðum var hverju sinni. Trú- lega hafa smíðarnar hjá afa mótað áhuga drengsins og lagt grunninn að ævistarfí hans. En íslenskur sveitabúskapur var líka i óða önn að vélvæðast. Jón var ekki hár í loftinu þegar hann fór að keyra traktor og taka virkan þátt í bústörfunum. Vélvæðingunni | fylgdu svo viðgerðir. Sýndi hann ótrúlega ungur leikni í að skrúfa sundur vélar sem höfðu bilað og setja saman aftur þannig að tækin virkuðu rétt. Jóni var margt fleira til lista lagt. Hann var snemma lag- inn að sitja hest og alveg óhræddur að fara á bak ótemjum. Svo var hann líka tilbúinn að taka til hend- inni innanhúss ef á þurfti að halda. Þegar mamma lagðist á sæng til 1 að fæða næstyngsta barnið tók hann | að sér að elda ofan í okkur sem heima vorum þá ellefu ára gamall og fórst það svo vel úr hendi að okkur hinum systkinunum þótti jafn- vel nóg um allt hrósið sem hann fékk. Sjálfsagt er að ýmsu leyti erfítt að vera elsta barnið og oft lögð meiri ábyrgð á herðar þess en hinna l og við gerum fastlega ráð fyrir að Jóni bróður hafí stundum fundist við þessi yngri vera uppátektarsöm I og óþekk á köflum. En slíkt fyrnist með árunum og ekki lét hann okk- ur gjalda þess seinna nema síður væri. Hins vegar hefur þessi reynsla hans og fjölhæfni örugglega orðið honum mjög notadrjúg þegar að því kom að takast á við alvöru lífs- ins, uppeldi sinna eigin barna og ævistarfið. Jón var mjög frjór í hugsun og vélar og tæki áttu hug hans allan. Þegar að þvi kom að velja sér ævi- starf hlaut það að tengjast þessum hlutum. Hann lærði bifvélavirkjun hjá Bifvélaverkstæði Daniels Frið- rikssonar og lauk prófí frá Iðnskól- anum á Akranesi 1973. Starfaði hann síðan hjá Bílaverkstæðinu Brautinni og Skipasmiðastöð Þor- geirs og Ellerts. Stofnaði hann eig- ið bílaverkstæði 1978 og rak það til áramóta 1988 er hann hóf störf hjá Bifreiðaskoðun íslands. Þar starfaði hann síðan. Börnunum sínum reyndist hann bæði faðir og vinur, ævinlega tilbú- inn að aðstoða með ráðum og dáð. Dætrasynirnir áttu stórt rúm í hjarta hans og voru greinilega vel meðvitaðir um að þeir áttu hauk í horni þar sem afi var. Það er erfitt að kveðja aUt sitt á hápunkti ævinnar. En sá erfiði sjúk- dómur sem kvaddi dyra fyrir ári spyr ekki um slíkt. Um leið og sjúk- dómsgreiningin lá fyrir var Jón staðráðinn í að beijast við meinið og hafa betur. Á tímabili leit svo út sem það gæti jafnvel tekist. Við dáðumst að rósemi hans og bjart- sýni. Hann hélt ótrauður áfram að gera framtíðaráætlanir og vann eins og orkan leyfði milli þess sem hann var undir læknishendi. En hann átti við ofjarl að etja. Sjúk- dómurinn náði undirtökunum og þá var ekki að spyija að leikslokum. Jón gafst samt aldrei upp og eftir lifir minningin um hetjulega bar- áttu. í glaðasólskini í vor kom eitt systkinanna okkar að heimsækja hann. Talið barst að veðrinu og síð- an hvort honum þætti ekki erfitt að liggja inni í sólskininu. Það fannst honum alls ekki. Gott væri að sólin skini og fólk fengi að njóta hennar eftir þennan kalda vetur. Svona hugsaði hann. Og um leið og við vottum Önnu Jónu, börnun- um og fjölskyldum þeirra og for- eldrum okkar dýpstu samúð biðjum við þess að sá sem ljósinu ræður leiði bróður okkar inn á nýja stigu og þökkum fyrir samfylgdina. Systkinin. Það er svo skrítið að þú sért far- inn þó að við hefðum séð það á síð- ustu vikum, að þú værir að kveðja þennan heim. Það er erfitt að sætta sig við það, en við vitum að þér líð- ur betur þar sem nú ert núna. Gísli Rúnar, afastrákurinn, er alltaf að spyija um afa Jón, sem honum þótti svo vænt um. Við segj- um honum að þú sért hjá Guði og við vitum að hann á eftir að skilja það þegar hann verður eldri. Við þökkum þér allar samveru- stundirnar sem við áttum saman. Guð blessi minningu þína og styrki mömmu og alla fjölskylduna, sem nú syrgja þig. Hvíl í friði. Margrét Þóra Jónsdóttir, Einar Sigurdór Sigurðsson, Gísli Rúnar Einarsson. Jón Þorgrímsson, bifvélavirki og skoðunarmaður frá Akranesi, sem hér er kvaddur, var einn af fyrstu vinum okkar sem við eignuðumst á Akranesi. Alla tíð síðan var hann traustur vinur og fjölskyldur okkar bundnar vináttuböndum enda kon- urnar okkar æskuvinkonur og mjög samrýmdar alla tíð. Mig langar að minnast vinar míns sem var kvaddur alltof snemma, fullur lífsorku og áhuga til að láta gott af sér leiða. Ég var samferðamaður Jóns í lífsbaráttunni ef þannig má að orði komast og þekkti því vel dugnað hans og atorkusemi. Hann kom upp sínu eigin fyrirtæki og vann þvi langan vinnudag því Jón var þannig gerður að það sem hægt var að gera í dag var ekki látið bíða til morguns. Þegar góður og náinn vinur kveð- ur vakna margar minningar. Alltaf þegar komið var á verkstæðið til Jóns heilsaði hann með glaðværð og sló á létta strengi. Það var viss hressing fyrir mann að heilsa upp á Jón og ræða við hann um lífið og tilveruna. Hann var alltaf með hugann við það að finna aðferðir til að breyta og bæta alla hugsan- lega hluti, svo létta mætti störf okkar. Þær voru ófáar stundirnar er við Jón sátum yfir kaffibolla og krotuðum á blað og brutum heilann um það hvernig hægt væri að bæta ýmsar vinnuaðferðir. Alveg fram á síðustu stundu var hann fullur áhuga um framtíðina, og vann stöð- ugt að því að búa í haginn fyrir fjölskyldu sína því að hann vissi að hveiju stefndi. Jón og Anna Jóna, eins og við kölluðum þau alltaf, áttu saman fimm börn. Þau eru nú öll uppkom- in og eru foreldrum sínum til sóma. Við viðjum guð að blessa þau. Lífið er ekki alltaf leikur en lífið er til þess að takast á við það og það gerði hann svo sannarlega. Ég get ekki orða bundist yfir því hversu ótrúlegan dugnað og æðruleysi hann sýndi í baráttunni við hinn erfiða sjúkdóm er varð honum að falli. Það er okkur lærdómsríkt að verða vitni að slíkri þrautseigju er hann og fjölskylda hans sýndu á erfiðum tíma. Við þökkum Jóni samfylgdina og kveðjum hann með sárum söknuði og vottum fjölskyldu hans samúð okkar. Ingibjartur og Kristín. Jón Þorgrímsson kom til liðs við Rótarýklúbb Akraness fyrir þremur árum. Það var okkur mikill fengur að fá mann eins og Jón í klúbbinn. Allt frá fyrsta fundi var hann virk- ur félagi og tók þátt í starfinu af miklum áhuga. Sú hugsjón sem Rótarýhreyfing- in starfar eftir átti vel við Jón. Birt- ist hún oft með meitluðum og eftir- minnilegum hætti i þeim erindum sem hann flutti á fundum okkar. Jón vildi sjá menn rísa upp á sam- dráttartímum í atvinnulífinu. í þess- um efnum var hann mjög hvetjandi og lagði fram margar hugmyndir og lét sitt ekki eftir liggja að koma þeim til fra.mkvæmda. Minning okkar um Jón Þorgríms- son og það samstarf sem við áttum er best lýst með þeim orðum er fram koma í Rótarýsöng klúbbs okkar. Það gleður og þroskar að hugsa og vinna vel það veikir hvem huga að lykja sig í skel. Vort samstarf eflir tryggð og trausta lund þvi trúum við er sátum þennan fund. Vor Rótarý-hugsjón um djúpin byggir brú og bræðralagsþörfm var aldrei meiri en nú hér kveðjumst vér en hittumst heilir næst. Hér hafa góðir vinir í samhug mæst. (Ragnar Jóh.) Jón Þorgrímsson var af góðu bergi brotinn og bar þess merki. Móður- afí hans var snillingurinn Kristófer Pétursson frá Stóru-Borg í Víðidal og í föðurætt kunnir búhöldar í Borgarfirði. Sjálfur var hann vel gerður og myndarlegur maður bæði í sjón og raun, hafði glaðlega fram- komu og vildi hvers manns vanda leysa. Hann hafði þegar lokið miklu ævistarfi aðeins 49 ára er dauðinn barði svo ótímabært að dyrum, komið upp fímm mannvænlegum börnum og átti sér framtíðarsýn um mörg verkefni er gætu orðið honum og samtíðarmönnum hans til hagsældar. Jón braut heilann um svo margt sem hann taldi framtíð- ina geta borið í skauti sínu væri rétt á málum haldið. Það eru því hörmuleg tíðindi, þegar slíkur af- bragðsmaður hverfur úr hópnum á besta aldursskeiði lífsins, maður sem öllum fannst að ætti svo mikl- um störfum ólokið og miklar vonir voru bundnar við. Fyrir rúmu ári fór Jón að kenna þess sjúkdóms sem hann barðist síðan við með hetjuskap uns yfir lauk. Hann tók þátt í störfum klúbbsins þrátt fyrir þennan erfíða sjúkdóm og var ávallt gefandi þrátt fyrir að oft væri hann þjáður. í þeirri baráttu komu skýrt fram eig- inleikar hans að gefast aldrei upp, heldur bjóða erfiðleikunum birginn. í hans huga var ekkert svartnætti til hvernig sem allt færi. í dag kveðjum við Rótarýfélagar á Akranesi góðan og eftirminnileg- an félaga, sem féll frá langt um aldur fram. Við söknum hans mjög og munum lengi minnast ánægju- legrar samfylgdar með honum. Við færum eiginkonu hans, börn- um, aldurhnignum foreldrum og öðrum vandamönnum innilegustu samúðarkvðejur á sorgarstund og biðjum góðan guð að styrkja þau. Fyrir hönd Rótarýklúbbs Akra- ness, Guðmundur Páll Jónsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ANTON GUÐJÓNSSON, Spóahólum 14, Reykjavík lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 13. júní. Guðrún Matthiasdóttir, Þuriður Antonsdóttir, Ingi Svavar Oddsson, Kjartan Antonsson, Þuríður Skarphéðinsdóttir, Kristján Gunnarsson, Gunnhildur Óskarsdóttir Kristbjörg Einarsdóttir, Lovfsa Svavarsdóttir, Anný Antonsdóttir, Gunnar Antonsson, Ragnar Antonsson, Anton Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, ÓSK SIGMUNDSDÓTTIR, Höfðagrund 6, Akranesi, sem andaðist 8. júní sl., verður jarðsett fró Akraneskirkju föstu- daginn 16. júní kl. 14.00. Eirikur Jensen. t Þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför INDIÖNU SIGMUNDSDÓTTUR frá Vestarihóli. Bræðrunum frá Stóru-Reykjum og fjölskyldum þeirra er þökkuð tryggð og sýndur velvilji í garð Indiönu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Sigmundsdóttir, Sigmundur Jónsson, Guðrún Kristi'n Kristófersdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA D. JÓNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Hofteigi 18, Reykjavík, er lést á Héraðshælinu á Blönduósi 7. júní, verður jarðsungin frá Blönduós- kirkju föstudaginn 16. júní kl. 14.00. Rútuferð frá BSÍ 16. júní kl. 8.00 Svava Steingrímsdóttir, Olga Steingrímsdóttir, Hólmsteinn Steingri'msson, Haukur Steingrímsson, Jóninna Steingrímsdóttir, Brynleifur Steingri'msson, Sigþór Steingrímsson, Steingrímur D. Steingrímsson, Pálmi Steingrímsson, Sigurgeir Steingrimsson, Páll Hallgrímsson, Ragnar Elíasson, Ása Einarsdóttir, Anna Þórarinsdóttir, Þormóður Pétursson, Hulda Guðbjörnsdóttir, Guðrún Veturliðadóttir, Brynhildur Sigtryggsdóttir, Svanlaug Sigurðardóttir, Haukur Nielsson, Kristinn Jónsson og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.