Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Norskur læknir telur breytinga þörf við bráðamóttöku Mikið slasað fólk kemst fyrr á sjúkrahús UMÖNNUN alvarlega slasaðs fólk krefst breyttra aðferða, sem meðal annars felast í því að fá sjúkrahús sinni bráðamóttöku og einnig breyttra aðferða við fyrstu hjálp slasaðra á leið á sjúkrahús. Þetta er mat norska læknisins J. Piligram- Larsens, en hann hélt fyrirlestur á nýafstöðnu þingi norrænna skurð- lækna hér á landi. í samtali við Morgunblaðið benti hann á að sjúkrahús fengju í æ rík- ara mæli alvarlega slasað fólk til meðferðar, aðallega vegna sífellt bættra samgangna, þannig að fleiri eru færðir lifandi á sjúkrahús en áður. Pillgram-Larsen, sem starfar sem læknir við Ullevál háskólasjúkrahús- ið í Osló, vill að almennir skurðlækn- ar komi fyrr við sögu í frummeðferð og greiningu slasaðra. Einnig segir hann mikilvægt að þar sem því verði viðkomið sé æskilegt að bráðamót- tökur séu fáar og sérhæfðar, það tryggi betri umönnun slasaðra og auki þar af leiðandi Iífslíkur þeirra. Fyrirmyndin bandarísk Hann segir að fyrirmyndina að þessum hugmyndum megi rekja til Bandaríkjanna, þar sem fá sjúkra- hús annast bráðamóttöku særðra og slasaðra og geta því sérhæft sig verulega. Hann bendir á að þróunin í dreifbýli geti oft á tíðum ekki fylgt þessum lögmálum vegna fjarlægða frá sjúkrahúsum. í löndum eins og Danmörku, Suður-Svíþjóð og í stærri borgum Norðurlandanna þar sem byggð er þétt sé hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að setja á stofn miðstöð bráðaþjónustu á svæðinu. Til dæmis sé einungis eitt sjúkrahýs í Osló sem taki við alvarlega slösuð- um sjúlklingum, og tvö sem sinna bráðamóttöku. Pillgram-Larsen segir einnig mik- ilvægt að sjúklingar séu rétt með- höndlaðir á leið sinni á sjúkrahús og vill sjá breytingar á hefðbundnum aðferðum. Hann segir að hingað til hafi verið algengt að slösuðu fólki með miklar blæðingar hafi verið gefinn vökvi í æð, en nú hafi rann- sóknir sýnt að það geri oft ekki mikið gagn. Betra sé að reyna að stöðva blóðrennsli og mikilvægast sé að koma fólki sem fyrst undir læknis hendur. Hlutverk þeirra sem vinna í sjúkrabifreiðum eigi því ein- ungis að vera að gera sem minnst, þ.e. að koma hinum slasaða sem fyrst lifandi á sjúkrahús. Einfaldar skurðaðgerðir Þegar á sjúkrahúsið komi hafi reynst best ef skurðlæknar eru virk- ir frá upphafi við meðhöndlun sjúkl- inganna. Þeir geti komið og stöðvað blæðingar og opnað öndunarveg með gamaldags tækjum og einföldum skurðaðgerðum. Þegar búið er að stöðva innvortis blæðingar, tryggja öndun og stöðugt rennsli blóðs til heilans og koma hinum slasaða í jafnvægi er hægt að gera viðeigandi rannsóknir á hin- um slasaða. Hann segir að nú sé staðan oft sú að svæfingalæknar sjái um fyrstu greiningu. Þessu vilji hann breyta og betra sé að almennur skurðlæknir, með góða þekkingu á æðaskurðlækningum annist sjúkl- inginn fyrst, en síðan taki við beina- sérfræðingur sem þekki vel til með- höndlunar slysa ef hinn slasaði reynist vera brotinn. Breyttar áherslur í þjálfun lækna Pillgram-Larsen segir að vinnu- brögð af þessu tagi kalli á breyttar áherslur við þjálfun skurðlækna. Hann segir að auka verði áherslu á meðhöndlun slasaðra og særðra í þjálfun skurðlækna, til dæmis með því að krefjast þess að skurlæknir hafi tekið þátt í meðhöndlun ákveð- ins fjölda siasaðra. Til dæmis þurfi þeir að hafa fjalægt ákveðinn földa botnlanga og gallblaðra til að öðlast full réttindi.. Morgunbiaðið/Sigurður Aðalstcinsson Tunglinu lyft ÞAÐ er ekki oft sem hægt er ríður og Aðalsteinn Sigurðar- að lyfta tunglinu. Það reyndu börn, um miðnættið dag einn þó krakkarnir á Jökuldal, Sig- fyrir skömmu. Breytingar í stjórn kvennaathvarfs Börnin kveikjan að áhuganum EFTIR nokkrar vær- ingar undanfarna mánuði hjá sam- tökum um Kvennaathvarf hefur nú verið horfið frá grasrótarfyrirkomulagi fyrri ára. Á aðalfundi sem haldinn var nýlega var kosin ný stjórn sem fer með fram- kvæmdavald í málefnum samtakanna milli aðal- funda. Tillögnr uppstill- ingarnefndar, sem skipuð var af bráðabirgðastjórn, voru samþykktar sam- hljóða en það kom í hlut Pálínu Jónsdóttur að verða formaður stjórnarinnar. - Hvert var upphafið að störfum þínum hjá samtök- um um kvennaathvarf? „Kveikjan er grein sem birtist í Veru árið 1986 um of- beldi á börnum. Fram að þeim tíma hafði ég ekki viljað trúa því að ofbeldi á börnum væri til á íslandi svo orð væri á gerandi. Greinin hristi svo upp í mér að ég fékk hálfgert áfall. Upp úr því gekk ég til liðs við samtökin og valdi barnahópinn sem minn starfsvettvang. Börnin eru ekki síður þolendur ofbeldis en mæður þeirra og oft eru fleiri börn en konur hjá athvarfinu. Ég var virk í grasrótinni í fjögur ár eða fram að 1990. Á þeim tíma var ég fulltrúi barnahóps í fram- kvæmdarstjórn. Síðan má segja að ég hafi verið óvirk í grasrót- inni fram til þess tíma að bráða- birgðastjórninni var komið á fót.“ - Nú hafa deilurinnan samtak- anna verið nokkuð áberandi í fjöl- miðlum undanfarna mánuði, telur þú að erjur þessar hafi skaðað starfsemi kvennaathvarfsins á einhvern hátt? „Fyrst langar mig að taka fram að ég tel að starfsemin sem slík hafi alltaf staðið fyrir sínu og vel það. Sú fjármálaóreiða sem hefur verið kunngerð í fjölmiðlutn var óheppileg en snerist ekki um van- hæfni meginþorra starfsmanna athvarfsins eða stjórnarinnar. Bókhald var hins vegar í ólestri, stjórnarkonur voru einnig starfs- menn og ljölluðu því oft um eigin mál og það gekk ekki upp. Gras- rótarfyrirkomulagið var óvirkt og veitti ekki það aðhald sem þurfti. Reynsla síðustu ára sannar það og því var breytinga þörf. Þeir sem leggja fé í þessa starfsemi eiga heimtingu á því að peningun- um sé eins vel varið og kostur er. Bráðabirgðastjórnin sem skipuð var í nóv- ember 1994 gekk frá lausum endum og það gekk ekki átakalaust, en nú hefur verið skip- uð ný stjórn. Ein ástæða þess að fáar fyrri starfskonur komu aftur til starfa er fjögurra ára útskipta- regla athvarfsins, aðrar sóttu ekki um.“ - Hvað tekur nú við? „Við horfum bjartsýnar til framtíðarinnar, en því miður er þörf fyrir kvennaathvarf á Is- landi. Oskastaðan væri sú að eng- in þörf væri fyrir hendi en því miðurtel ég ólíklegt að það ger- ist. Erfiðleikar í rekstri eru að baki og nú horfum við fram á veginn. Reykjavíkurborg hefur úthlutað okkur aðstöðu fyrir leik- skóla og skóla og við vonumst til að fá heimild frá menntamála- ráðuneyti fyrir 1/2 stöðu kennara. Kvennaathvarfið hefur yfir 10 stöðugildum að ráða og því fylgir formannstöðu framkvæmdar- stjórnar talsvert mikil ábyrgð. Það þarf að fylgja rekstrinum eftir, Pálína Jónsdóttir ► Pálína Jónsdóttir fæddist á Hesteyri í Jökulfjörðum árið 1924. Hún lauk kennaraprófi árið 1944. Á árunum 1947 - 1949 lagði hún stund á sér- kennslu í Sviss. Rúmum tuttugu árum seinna eða árið 1966 lauk hún BA-prófi í þýsku og dönsku frá Háskóla íslands. Pálína hóf kennslu við barnaskólann á Patreksfirði 1944 -1947 en kenndi eftir það hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Árið 1962 hóf hún kennslu við Kennaraskóla íslands og var þar til 1978 en síðustu árin var hún endurmenntunarstjóri skólans, sem þá var orðinn kennaraháskóli. Pálína hefur á sl. árum kennt við ýmsa fram- haldsskóla nú síðast við Menntaskólann við Sund og starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna á sumrin. Pálína er ekkja Ágústar Sigurðssonar *og áttu þau fimm börn. Breytingarnar rekstrarlegs eðlis gera fundarboð, búa til fjárhags- áætlun, fréttabréf, efla kynning- arstarf og fleira mætti nefna. Mitt starf er, eins og annarra í stjórninni, ólaunað. í okkar tilfelli er það áhuginn einvörðungu sem drífur áfram.“ - Er raunhæft að tala um fyr- irbyggjandi aðgerðir í tengslum við heimilisofbeldi ? „Mín von er sú að það megi hjálpa börnunum til að rjúfa þann vítahring sem þau eru komin í. Reynslan sýnir að þeir sem beita ofbeldi voru sjálfir í Iangflestum tilvikum beittir ofbeldi í æsku. Barn sem verður fyrir barðinu á ofbeldi eða er vitni að barsmíðum á móður kennir oft sjálfu sér um. Það verður fullt sektarkenndar og fer út í lífið með skert sjálfstraust. Þess vegna er svo mikilvægt að hjálpa þessum börn- um og kenna þeim að útkljá sín deilumál á vitrænan hátt en ekki með ofbeldi." - „Hafa breytingar á rekstrar- formi athvarfsins einhver áhrif á starfsemina, þ.e. þá þjónustu sem þið veitið ykkar skjólstæðingum? „Nei, í rauninni ekki. Breyting- arnar voru fyrst og fremst rekstr- arlegs eðlis. Það ber hins vegar að leggja á það áherslu að at- hvarfið er neyðarathvarf en ekki meðferðarstöð. Við vonumst til að dvölin hjálpi okkar skjólstæð- ingum til sjálfsbjargar. Konum, sem hingað leita, hættir til að treysta um of á þá hjálp sem þær fá hér. í athvarfinu ættu konur að vera í skamman tíma og fá þar nauðsynlega aðstoð en taka síðar þátt í virku starfi sjálfstyrk- ingarhópa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.