Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Ný ársskýrsla SIPRI um alþjóðamál Vaxandi áhrif hersins í Kreml Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA friðarrannsóknastofnunin, SIPRI, lýsir í síðustu árs- skýrslu sinni áhyggjum vegna aukinnar kröfuhörku og óbilgimi af hálfu Rússa í alþjóðamálum. Sagt er að herinn hafi í vaxandi mæli áhrif á mikilvægar ákvarðanir stjórnvalda í Moskvu. Skýrslan kemur út í dag. „Uggvekjandi teikn eru á lofti um vaxandi yfirgang Rússa í stjórn- og hermálum í fyrrverandi sovétlýðveldum og víðar,“ segir í ársskýrslunni. Bent er á að átökin í Tsjetsjníju og víðar í Kákasus- löndunum hafi, ásamt aukinni kröfuhörku Moskvustjórnarinnar um að tekið sé mikið tillit til stór- veldishagsmuna Rússa í Evrópu og á alþjóðavettvangi, skaðað mjög samskipti þeirra við Evrópu- ríkin. „Yfirmenn hersins hafa í æ rík- ara mæli áhrif á ákvarðanir í af- vopnunarmálum, hafa jafnvel síð- asta orðið en þessi mál voru áður í höndum stjórnmálamanna. Margir hafa áhyggjur af vaxandi hernaðarumsvifum Rússlands í suðri. Það er að verða skyndileg breyting á heimssýn Rússa og af- stöðu þeirra til stjórnmála, jafnt erlendis sem innanlands." Skýrsluhöfundar benda á hinn bóginn á að Rússar hafi staðið við samninga um að draga heri sína á brott frá ríkjum Varsjárbanda- lagsins gamla og Eystrasaltslönd- unum. SIPRI segir að auk Tsjetsjníju séu sjö svæði í Sovétríkjunum fyrr- verandi þar sem átök séu nú eða hætta á átökum síðar. Þau séu Abkhazía og Suður-Ossetía, hvort- tveggja uppreisnarhérað í Georg- íu, Krímskagi, Eystrasaltslöndin, Dnéster-hérað í Moldovu og Tadz- híkístan í Mið-Asíu. Borpalli sökkt í Atlantshaf Waigel fordæmir fyrirætlanir Shell Bonn. Reuter. Alþjóðanetið Hindra aðgang barna Seattle. Reuter. BANDARÍSKA hugbúnað- arfyrirtækið Microsoft hef- ur gengið til samstarfs við þrjú fyrirtæki, sem sér- hæfa sig í hugbúnaði fyrir Alþjóðanetið (Internet), um að setja viðmiðunarreglur sem myndu gera foreldrum kleift að útiloka meiðandi efni á netinu. Fyrirtækin hafa stofnað foreldrasamtök upplýs- ingahraðbrautarinnar, svo- nefndu, og hyggjast gefa út skýrslu fyrir lok þessa árs um það hvernig koma megi í veg fyrir að börn fái aðgang að rafrænum upp- lýsingatöflum og umræðu- hópum sem þykja „óviðeig- andi.“ Fregnir um að unglingar hafi farið að heiman frá sér til þess að hitta ókunnugt fólk sem það komst í sam- band við gegnum netið hafa vakið á ný umræður um áhrif Alþjóðanetsins, en það gerist nú æ algengara að heimili hafi aðgang að netinu. Höfuðvígi málfrelsisins? Til greina kemur að bandaríska þingið sam- þykki lög sem banna dreif- ingu meiðandi efnis á net- inu, þrátt fyrir mótmæli notenda þess, sem líta á skipulagslítið netið sem höfuðvígi málfrelsisins. Eitt fyrirtækjanna sem hyggjast starfa með Micro- soft, Netscape Communic- ations, mun líklega bæta við hugbúnaðinn, sem það framleiðir, einhverskonar hömlum sem foreldrar geta notað til þess að takmarka aðgang barna að upplýs- ingum á netinu. FJARMALARAÐHERRA Þýska- íands, Theo Waigel, fordæmdi í gær áætlanir Shell-olíufélagsin um að sökkva olíuborpallinu Brent Spar í Atlantshafið. Gaf Waigel til kynna að hann hygðist taka málið upp á fundi sjö helstu iðn- ríkja heims sem haidinn verður í Kanada í þessari viku. Ráðherrann sagði í gær að ekki væri hægt að sætta sig við fyrir- ætlanir Shell með borpallinn. Fleiri stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa fordæmt ákvörðunina og segja að olíufélagið eigi að koma pallinum á land til eyðingar. Grænfriðungar MEIRA en helmingur fullorðins fólks á Indlandi er með berklabakt- eríuna og hafa sérfræðingar Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, áhyggjur af því, sem þeir kalla „berídasprengingu", verði ekki gripið til viðeigandi ráðstafana. „Indveijar sitja á nokkurs konar berklasprengju vegna nýrra afbrigða bakteríunnar, sem eru orðin ónæm fyrir venjulegum lyfjum," sagði Kra- ig Klaudt, starfsmaður berkla- varnaáætlunar WHO. Sagði hann, að árlega veiktust 1,5 milljónir Ind- veija af berklum og spáði því, að hálf milljón manna létist úr sjúk- dómnum á þessu ári. Klaudt sagði, að yfirleitt veiktust aðeins 10% þeirra, sem smituðust BRETAR hafa ákveðið að sæma Henry Kissinger, fyrrum utanríkis- ráðherra, heiðursnafnsbót vegna starfa hans í tengslum við sam- skipti Bretlands og Bandaríkjanna. Elísabet Bretadrottning mun veita honum aðalsnafnsbótina er hann kemur í heimsókn til Bret- lands í næstu viku. Þar sem að hafa haft sig mjög í frammi vegna málsins, hlekkjuðu sig m.a. við pallinn. Þá hafa þeir hvatt fólk til þess að skipta ekki við Shell og segir fyrirtækið að dregið hafí úr sölu. Starfsmenn Shell hófust á sunnudag handa við að flytja pall- inn frá Norðursjó og á áfangastað í Atlantshafi, sem er suðvestur af Færeyjum. Það er gert með leyfi breskra yfirvalda. Er Waigel var spurður að því hvort að hann myndi taka málið upp við breskan starfsbróður sinn á fundinum í Kanada, sagði hann það líklegt. af berklum, en væri fólk einnig smitað af alnæmi þrítugfölduðust líkurnar. Útbreiðsla alnæmis væri nú hvergi örari en í Asíu og einkum á Indlandi og þess vegna væri hætt- an á alvarlegum berklafaraldri mikil. Sjúklingar, sem fá ónóga með- ferð, og þeir, sem taka ekki lyfin í tilskilinn tíma, eiga á hættu að fá berkla, sem hafa myndað ónæmi gegn lyfjunum. Klaudt segir hins vegar unnt að koma í veg fyrir far- aldur með aðferð, sem kallast DOTS, en hún felst í því, að fólki eru gefín lyf í stuttan tíma og ávallt undir eftirliti heilsugæslustarfsmanna. Hefur hún verið reynd á Indlandi og með þeim árangri, að helmingi fleiri hafa læknast en ella. Kissinger er ekki Breti leyfíst hon- um ekki að kalla sig „Sir Henry“. Hann má hins vegar bæta stöfunum KCMG á eftir nafni sínu. Meðal annarra Bandaríkjamanna, sem hafa verið sæmdir áþekkri heiðurs- nafnsbót, má nefna Ronald Reagan, fyrrum forseta, og Norman Schwarzkopf hershöfðingja. A akri UNG stúlka reynir að hnika hæglátum vatnabuffli á hrís- grjónaakri skammt frá bænum Qinzhou, í suðvesturhluta Kína. Bærinn er í Guangxi-héraði, sem er eitt hið fátækasta í landinu og algengt að fjölskyldur í sveit- um þess sendi einungis synina í skóla, en dætrum er gert að vinna á ökrunum. Ný ákæra gegn Berlusconi Mílanó. Reuter. SAKSÓKNARI í Mílanó hyggst sækja ijölmiðlajöfurinn og fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, til saka að nýju. Ákær- an á hendur honum hljóðar að þessu sinni upp á skattsvik í tengslum við landakaup. Þetta er áfall fyrir Berlusconi, sem hrósaði sigri í þjóðaratkvæða- greiðslu um helgina, er meirihluti lýsti þeirri skoðun sinni að ekki þyrfti að takmarka eignarhald á sjónvarpsstöðum. Niðurstaðan varð til þess að Berlusconi setti að nýju fram kröfur um að kosn- ingum yrði flýtt og þær haldnar í haust. Lítill vafí þykir leika á því að tímasetning saksóknarans sé eng- in tilviljun. Dagblaðið Corriere Della Sera sagði í gær frá ákvörð- uninni en upplýsingum um hana var lekið frá skrifstofu saksókn- ara. Herferð saksóknara og dómara í Mílanó, gegn spillingu, „Hreinar hendur", hefur farið mjög fyrir bijóstið á þeim sem teknir hafa verið til rannsóknar og saka þeir saksóknara um að framfylgja „skeiðklukku-réttlæti" með því að velja ætíð þá tímasetningu sem valdi hinum ákærðu mestum skaða. Sjálfur hefur Berlusconi gengið skrefí lengra, kallar þá sem að rannsókninni á ljárre>ðum hans standa, „dómara í rauðum skikkj- um“ og segir þá þátttakendur í samsæri vinstrimanna til að koma sér á kné. Ahyggjur af „berkla- sprengingu“ á Indlandi Nýju Delhi. Reuter. Bretar heiðra Kissinger London. The Daily Telegraph. Sérsveit gegn sima- svindli BRESKA viðskipta- og iðnað- arráðuneytið hyggst koma á fót sérsveit til að vinna gegn auknum svikum í tengslum við farsíma. Talið er að símastuld- ur og sú iðja að láta skrá símt- öl úr óskráðum símum hjá öðrum, kosti um 200 milljónir punda á ári, um 20 milljarða. Afram verk- föll hjá SAS FERÐIR SAS-flugfélagsins lágu að mestu niðri í gær, þriðja daginn á einni viku, vegna verkfalls flugmanna. Hætta varð við 800 flug, sem raskaði ferðaáætlunum 40.000 til 50.000 farþega. Frekari verkföll hafa ekki ver- ið boðuð en það verður að gera með viku fyrirvara. 1.989 fórn- arlömb á Sakhalín NÆRRI 2.000 manns fórust í jarðskjálftanum á Sakhalín- eyju í Rússlandi í síðasta mán- uði. Að sögn héraðsstjórnar- innar létust alls 1.989 manns en 1.208 komust lífs af. Lebed segir af sér BORÍS Jelts- ín Rúss- landsforseti féllst í gær á afsögn her- foringjans Alexanders Lebeds en hann er tal- inn líklegur frambjóðandi í forsetakosn- ingunum á næsta ári. Seðlabanka- stjóri í for- setaframboð HANNA Gronkiewicz-Waltz, seðlabankastjóri Póllands, og bandamaður Lechs Walesa, forseta landsins, sagðist í gær reiðubúin að bjóða sig fram til forseta til að koma í veg fyrir að fyrrverandi kommúnisti næði kjöri. Hún kvaðst hins vegar einungis bjóða sig fram, tækist hægrimönnum ekki að koma sér saman um neinn annan frambjóðanda. Eftirlýstur fundinn BANDARÍSKA alríkislögregl- an telur sig hafa fundið mann- inn sem eftirlýstur var vegna sprengjutilræðisins í Okla- homa í apríl sl. Að sögn FBI bendir hins vegar allt til þess að hann tengist málinu ekki. Maðurinn er 23 ára hermaður sem var fyrir tilviljun staddur á bílaleigu á sama tíma og Timothy McVeigh, sem ákærður hefur verið fyrir sprenginguna. Tók McVeigh bíl, sem hann hlóð sprengi- efni, á leigu á sama tíma og hermaðurinn var staddur þar. Lebed
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.