Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Meginvandi Brunamálastofn- unar er ekki lagalegs eðlis SÍÐUSTU daga hafa málefni Brunamálastofnunar ríkisins verið ofarlega á baugi í fjölmiðlum enda hlýtur afsögn aðal- og varastjórnar- manna Brunamálastofnunar að telj- ast til stórtíðinda. Stjórn stofnunar- innar er skipuð, samkvæmt lögum um brunavamir og brunamál nr. 41/1992, fulltrúum eftirtalinna að- ila: Fyrrverandi félagsmálráðherra, og er sá fulltrúi jafnframt formaður stjórnar, Sambands íslenskra sveit- arfélaga, Sambands íslenskra tryggingarfélaga, Brunatæknifé- lags íslands og Landssambands slökkviliðsmanna. Jafnhliða fram- angreindri afsögn sagði skólanefnd Brunamálaskólans af sér, bæði að- al- og varamenn, en hana skipa einstaklingar með sérþekkingu og reynslu í brunamálum og voru þeir skipaðir af fráfarandi stjórn í nefnd- ina samkvæmt ákvæðum reglu- gerðar þar um. Ástæða afsagnar allra þessara aðila er sú sama, þ.e. samstarfsörð- ugleikar við brunamálastjóra Berg- -stein Gizurarson. Sá samstarfsvandi er hér um ræðir og er aðalefni núverandi ágreinings hefur varað lengi og hefur hann verið á borði a.m.k. þriggja fyrrverandi félagsmálaráð- herra þegar hann berst nú inn á borð núverandi félagsmálaráðherra Páls Péturssonar með eftirminni- legum hætti og hann glímir nú við að fínna lausn á. Mikilvægt hlutverk Brunamálastofnunar Allt frá stofnun Landssambands slökkviliðsmanna árið 1973 hefur félagið lagt mikla áherslu á mikil- vægi Brunamálastofnunar og að starfsemi hennar sé sem öflugust. Hafa samtökin tekið fullan þátt í því að svo geti verið, ekki hvað síst með tilliti til stuðnings stofnunar- innar við slökkviliðin sem sam- kvæmt lögum annast að mestu alla framkvæmd brunamála og bruna- vama í iandinu. Samstarf Landssambandsins við helstu ábyrgðar - og hagsmunaað- ila innan stjómar eða annars staðar í málaflokknum hefur ávallt verið gott og ekki borið skugga þar á. Hinn raunverulegi vandi Sú breyting sem gerð var á lög- um um brunavarnir og bmnamál árið 1992 hefur í raun nýst ágæt- lega og ekki verið ágreiningsefni að öðm leyti en því að brunamála- stjóri virðist ekki sætta sig við að hafa stjórn sér við hlið og hefur viljað fara ein- fömm í faglegum sem rekstrarlegum málefn- um stofnunarinnar jafnhliða því að virða að vettugi þá eftirlits- skyldu sem stjórnin hefur samkvæmt lög- um. Eins og áður hefur komið fram spanna fulltrúar brunamála- stjómar alla helstu þætti bmnamálanna og hefur þetta fyrirkomu- lag reynst farsælt og löngu sannað gildi sitt fyrir framgang bruna- mála í landinu. í viðtali Guðmundur Vignir Oskarsson í dagblaðinu Tímanum við bmna- málastjóra þann 10. júní sl. segir hann m.a.: „Réttast væri að skipa nokkurs konar bmnavarnarráð, sem hefði tillögurétt". Núverandi vandi snýst því ekki um gildandi lög eða reglugerðir heldur fyrst og fremst um sam- starfsörðugleika og viðhorf eins og kirfílega hefur komið fram. Ef um grá svæði hefur verið að ræða varð- andi skömn á verksviði stjómar og bmnamálastjóra hefur verið kveðið upp úr í þeim efnum af fyrrverandi félagsmálaráðherrum þeim Jó- hönnu Sigurðardóttur og síðan Rannveigu Guðmundsdóttur. Þrátt fýrir það hefur það í engu breytt afstöðu bmnamálastjóra sem að mati greinarhöfundar hefur upp- hafíð sig yfír lagaleg fyrirmæli ráð- herra en þannig mega þessi mál ekki ganga lengur. Reynt til þrautar Framanaf var reynt af hálfu full- trúa Landssambandsins að fínna leiðir til lausnar með fulltrúum ann- arra aðila er að þessum málum koma en allt kom fyrir ekki. Mættu þessar umleitanir ávallt embættis- hroka bmnamálastjóra, t.d. með fullyrðingum um að Landssam- bandið sem samtök væri aðeins í forsvari fyrir minnihluta slökkvi- liðsmanna í landinu og væri því ekki marktækt í þessum efnum. Til upplýsingar hvað þetta varðar eru innan Landssambands slökkvil- iðsmanna slökkviliðsmenn frá nær öllum helstu slökkviliðum landsins og er fjöldi félagsmanna rúmlega 800, þ.a. 210 í aðalstarfí og rúm- lega 600 í hlutastörfum. Samtökin samanstanda af almennum slökkvi- liðsmönnum í aðal- og hlutastörf- um, eldvarnaeftirlitsmönnum og slökkviliðsstjórum og hafa slökkviliðsmenn ávallt talið farsælast að standa sameinaðir að sínum félagsmálum í einum samtökum. Meint hagsmunagæsla formanns stjórnar Brunamála- stofnunar Brunamálastjóri hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að fyrrverandi stjómar- formaður hafi í störf- um sínum stöðugt ver- ið í hagsmunagæslu fyrir slökkviliðsmenn. Það er erfitt að geta sér til um hvað brunamála- stjóri á hér við en það virðist tilraun til að kasta rýrð á stjórnarformann- inn svo og Landssambandið með það að markmiði að gera þessa aðila tortryggilega í augum stjórn- valda og alls almennings á þeim forsendum að framangreindir aðilar gangi annarra hagsmuna en fag- Ástæða afsagnanna er, segir Guðmundur Vignir Oskarsson, samstarfsörðugleikar við brunamálastjóra. Fagleg baráttumál Landssambandsins Mér þykir rétt og skylt í þessu sambandi að varpa ljósi á nokkur helstu baráttumál og verkefni er hugsanlega flokkast undir hags- munamálarekstur Landssambands- ins og Brunamálastofnunar og sem samtökin hafa haft að baráttumál- um í gegnum tíðina og varða hags- muni alls almennings, brunamálin og starfíð innan Brunamálastofnun- ar. Samtökin hafa allt frá upphafi haft fagleg vinnubrögð að Íeiðar- ljósi jafnhliða því að eiga afar góð samskipti við hina ýmsu aðila og allan almenning. GRUNNSKÓLABÖRN taka þátt í árlegri fræðslu um eldvarnir sem fram fer í öllum grunnskólum landsins á vegum Landssam- bands slökkviliðsmanna. legra í störfum sínum. Störf for- manns stjómar Brunamálastofnun- ar hafa að mati greinarhöfundar verið unnin að kostgæfni. Hefur henni tekist að leiða með sjálfstæð- um og farsælum hætti saman hin mismunandi sjónarmið þeirra aðila sem skipa stjórn stofnunarinnar enda ekki risið deilur þar í milli að neinu marki. m M?A'RHwR,RÐRWiTil KRABBAMEINSFELAGSINS 1995 VEITTU STUÐNING - VERTU MEÐ! j * | : \ í þetta sinn voru miðar sendir körlum, á óldrinum p3ja - 75 ára. Við þökkum öllum þeim sem þegar hafa borgað miðana og minnum hina á góðan málstaö og verðmæta vinninga. Greiöa má í banka, sparisjóði eða póstafgreiöslu fram að dráttardegi, 17. júni. Vakin er athygli á því að hægt er að borga með greiöslukorti (Visa, Eurocard). Hringið þá í síma562 1414. Hver keyptur miöi effir sókn og vörn gegn krabbameini! Strax eftir stofnun samtakanna 1973 varð það að baráttumáli að gerð skyldi kennslubók um bruna- mál fyrir börn á grunnskólaaldri, þá var komið á samstarfi við Sam- band íslenskra sveitarfélaga um betrumbætur á starfsumhverfi landsbyggðarslökkviliðsmanna, m.a. með útgáfu svokallaðrar launatöflu sem að nokkru leyti hafði jafnframt faglegt gildi fyrir þessa aðila. Einnig barðist Landssam- bandið fyrir umbótum á hlífðarfatn- aði slökkviliðsmanna sem komið var á með setningu reglugerðar þar um árið 1983 en síðan hefur verið lyft grettistaki í þeim málum ekki hvað síst á landsbyggðinni. Þá voru úr- bætur í reykköfunarmálum ekki sið- ur stórt baráttumál en 1984 var sett reglugerð um reykköfun sem var einnig eitt af stóru skrefunum í rétta átt. Bætt menntun - Brunamálaskólinn Bætt menntun slökkviliðsmanna, þ.m.t. eldvarnaeftirlitsmanna og slökkviliðsstjóra, hefur verið eitt helsta baráttumál samtakanna frá upphafi. Þannig kom hugmyndin um reykköfunarkennslu í sérstök- um færanlegum gámi fyrst fram á þingi Landssambandsins en síðan varð þessi hugmynd endanlega að veruleika með farskóla Brunamála- stofnuar sem hefur verið mikil lyfti- stöng fyrir landsbyggðina. Mikilvægi þess að koma á sam- ræmdri og bættri menntun allra slökkviliðsmanna var ótvírætt og eftir að málið hafði verið lagt fram af hálfu stjórnvalda og fengið all- nokkra umfjöllun og menn togast á um það um nokkra hríð myndað- ist samstaða um málið meðal allra aðila er að því höfðu komið, að brunamálastjóra undaskildum, og var síðan sett reglugerð um mennt- un, réttindi og skyldur slökkvilíðs- manna árið 1991 sem síðan tók breytingum árið 1994 og sett voru inn sérstök ákvæði um Brunamála- skólann. Sú ákvörðun að hafa skól- ann sem hluta af Brunamálastofnun byggði á þeirri hugmynd að þannig mætti samþætta alla þætti mennt- unar- og fræðslumála er lúta að brunamálum jafnhliða því að nýta tæki, búnað og húsnæði stofnunar- innar með lágmörkun tilkostnaðar í huga. Oflugt forvarnastarf Landssambandsins Ég hef ekkert komið inn á það forvarnarstarf sem slökkviliðsmenn hafa rekið á vegum samtakanna og ætla ég að leyfa mér að nefna nokkuð atriði í því sambandi. Á síð- astliðnu ári nutu u.þ.b. tvö þúsund einstaklingar fræðslu um eldvarnir og notkun handslökkvitækja hjá Forvarna- og fræðsludeild samtak- anna bæði á eigin vegum og á veg- um fyrirtækja og stofnana og átt miklum vinsældum að fagna enda um stöðugt vaxandi starf að ræða. Sérstakt brunavarnaátak hefur verið árlega í gangi um jól og ára- mót á vegum samtakanna allt frá árinu 1985. Það ár hófst átakið með hringferð fulltúa Landssam- bandsins um landið ásamt sérfræð- ingi frá Store Brand í Noregi en jafnframt var með í förinni sérstak- lega innfluttur slökkvibíll vel útbú- inn tækjum og nýjasta búnaði. Komið var við í fjölda sveitarfélaga til að kynna tækjakostinn jafnhliða nokkurri þjálfun slökkviliðsmanna. Árlega fara slökkviliðsmenn fyrir tilstuðlan brunavarnaátaks Lands- sambands slökkviliðsmanna í alla grunnskóla landsins og fræða börn- in um eldvarnir. Um síðustu jól tóku milli 35 til 40 þúsund börn þátt í þessu árlega verkefni. Jafnhliða hefur félagið gefið út fræðsluefni nú á síðasta misseri í tvisvar sinnum 50.000 eintökum og dreift án end- urgjalds en kostnaður af framan- greindu forvarnarstarfi hefur ein- göngu verið fjármagnaður af frjáls- um framlögum fyrirtækja og stofn- ana utan ríflega 400.000 kr. sem félagið hefur sjálft lagt til af félags- gjöldum félagsmanna sinna til þess- ara mála. Af nógu er að taka í þessum efnum en ég læt staðar numið hér. Það má vel vera að brunamálastjóra sé ekki kunnugt um framangreint framlag félagasamtaka slökkviliðs- manna til brunamálanna í gegnum tíðina sem að mestu hefur verið unnið í sjálboðavinnu. Umfjöllun um kjaraleg málefni slökkviliðsmanna hefur aldrei farið fram innan Brunamálastofnunar enda er stofnunin ekki vettvangur til þess. Það er mat greinarhöfund- ar að mikill meirihluti starfsemi Landssambandsins sé af faglegum toga, brunamálunum og vonandi sem flestum landsmönnum til heilla. Höfundur er formaður Landssambands slökkviliðsmanna. 1995 bældinguiiim er kominn út! Fæst hjá okkur og á flestum bensínstöðvum. nda, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 562-3640/42/43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.