Morgunblaðið - 15.06.1995, Side 37

Morgunblaðið - 15.06.1995, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 37 nannfólkið þráum hlýju, gestrisni )g velvild og af þessum þáttum ittu þau hjónin bæði nóg. Þau hjónin voru bæði alin upg í fuðsótta og trú á Jesú Krist. Eg reit að þau vildu koma fagnaðarer- ndinu um hann til barna sinna og Darnabarna, þau lofuðu Guð með ífí sínu og elsku sinni til annarra. Þau kenndu þeim hversu gott það ír að geta fyrirgefíð og að eiga það góða sem veganesti út í lífíð. En pó að Guðríður hafi verið trúuð kona alla tíð þá veit ég að hún tiafði endurnýjað sína trú á seinni árum. Hún hafði tekið á móti Jesús Kristi sem sínum persónulega frels- ara, það blessaði hana ríkulega hún átti góð ár og andlegan styrk sem ekki fæst fyrir neitt annað. Eins og segir í Post.4:12 „Ekki er hjápræði í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gef- ið um víða veröld, sem getur frelsað oss.“ Guðríður yar bænheit kona og eins og segir í Jakobsbréfinu 5: 16 „Kröftug bæn réttláts manns megn- ar mikið.“ Ég veit að hún bað mik- ið fyrir börnum sínum, barnabörn- um og ástvinum öllum og hennar æðsta ósk var sú að þau mættu öll öðlast lifandi trú á frelsara sinn. Ég er þakklát fyrir lífsfylgdina, þakklát fyrir allt sem Guðríður var mér á lífsleiðinni. Ég er þess full- viss að allir ástvinir hennar eru fullir þakklætis fyrir allt sem hún Va§ofeu'rart hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur Ijómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem) Drottinn blessi og styrki ástvini hennar. Ragnheiður Árnadóttir. Hvernig getur maður átt vinkonu sem er rúmum fimmtíu árum eldri en maður sjálfur? Hvaða samleið á fólk þar sem aldursmunur er svo mikill? Þessum spurningum þarf ekki að svara þegar kona eins og Guðríður á í hlut. Hún var vinkona mín og hún var einnig vinkona mömmu. Einhver sagði við mig að það væri ekki að spyija að því hvernig þessi grein myndi hljóða - ég myndi skrifa um þær báðar - þó svo að ég væri að kveðja aðra þeirra. En vinátta þeirra var svo sérstök að ekki var hægt annað en að hugsa „þarna er Guðríður en hvar er þá Dísa“. Þær voru hluti hvor af annarri nú síðustu ár þar sem þær bjuggu á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík. Þær sögðu mér frá gönguferðum sínum, skemmtunum, heimsóknum og ferðum upp í Fram- tíð sem er yndislegt hús sem Guð- ríður byggði með Sigurði manni sínum þar sem þær helltu upp á kaffi og spjölluðu um það sem þeim lá á hjarta. Ef þannig vildi til að önnur fór þeirra fór til Reykjavíkur þá heyrði ég alltaf hjá þeim „það vantar hana Dísu“ eða „það vantar hana Guðríði". Ég man eftir því að Guðríður var vön að segja við mig í einlægum tón „hún mamma þín hugsar svo vel um mig“ en það veit ég að var gagnkvæmt og er ég henni þakklát fyrir góðmennsku sína í garð mömmu. Þær stundir sem við áttum saman voru alltaf góðar, sérstaklega þegar eitthvað var um að vera t.d. þegar þær voru að fara á einhveija skemmtun, þá fór ég til þeirra og hjálpaði þeim að hafa sig til og tók þátt í gleð- skapnum og hafði alltaf ánægju af að fylgjast með því hversu gaman þeim þótti að fara á mannamót. Við áttum líka góðar stundir annað- hvort heima hjá mér eða á Jaðri. Ég veit að ég á eftir að sakna hen- anr - ég veit líka að mamma á eftir að sakna henanr mikið. En við erum báðar þakklátar fyrir að hafa átt þessa prýðiskonu að vinkonu sem okkur báðum þótti afskaplega vænt um. Fyrir mína hönd og mömmu langar mig að þakka Guðríði og fjölskyldu hennar fyrir allt sem fyr- ir okkur hefur verið gert og biðjum góðan Guð að geyma vinkonu okkar úr Framtíð. Ólína Kristinsdóttir. SIGURVEIG MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR + Sigurveig Mar- grét Ólafsdótt- ir fæddist á Siglu- firði 14. ágúst 1929. Hún lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 5. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmunda Sólveig Jóhannsdóttir, f. í Skagafirði 26. ág- úst 1906, d. 10. febrúar 1982, og Ólafur Sölvi Bjarnason, f. á Siglufirði 10. ágúst 1906, d. 7. maí 1958. Systkini Margrétar eru: Fanney G. Jóns- dóttir, f. 1927, Bjarni, f. 1932, d. 1991, Jóhann f. 1935, og El- ísabet f. 1945. Hinn 26. desem- ber 1952 giftist Margrét Krist- jáni Guðna Sigurjónssyni á Ól- afsfirði, f. 3. ágúst 1931, d. 15. desember 1983. Foreldrar hans voru María Krisljánsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 30. apríl, d. 21. desember 1992, og Sigurjón Jónsson, f. á Ólafsfirði 2. janúar 1903, d. 9. apríl 1978. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Örn, vél- fræðingur, f. 1948, kvæntur Rómu Kristjánsson. Þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn; 2) Sigurjón Marvin, tæknifræð- ingur, f. 1952. Börn hans eru þrjú; 3) Anna María, atvinnu- rekandi, f. 1953, gift Herði Þórðarsyni. Þau eiga tvær dæt- ur; 4) Hrafnhildur Kristín, að- stoðarstúlka tannlæknis, f. 1955. Hún á þrjú börn; 5) Trausti, stýrimaður, f. 1956. Sambýliskona hans er Eygló Eiríksdótt- ir. Þau eiga tvö börn; 6) Fanney H.G., húsmóðir, f. 1958. Sambýlismað- ur hennar er Ari Björnsson. Fanney á þrjár dætur; 7) Kristján, rafvirki, f. 1959, kvæntur Kol- brúnu Kolbeinsdótt- ur; 8) Margrét Elsa- bet, leikskólakenn- ari, f. 1962. Sambýlismaður hennar er Sigurður Björn Al- freðsson. Margrét á tvær dæt- ur; 9) Bjarki, stýrimaður, f. 1964. Sambýliskona hans er Lára K. Lárusdóttir. Þau eiga eina dóttur; 10) Brynjar; fram- reiðslumaður, f. 1968, kvæntur Ragnheiði Borgþórsdóttur. Þau eiga eina dóttur. Kristján átti fyrir einn son, Magnús Þór, f. 1947, kvæntur Matthildi Ing- varsdóttur. Þau eiga þijú börn. Til margra ára vann Margrét hjá Vinnslustöð Vestmanna- eyja, og síðustu árin sem leið- beinandi í athvarfi í Hamra- skóla Vestmannaeyja. Hún var varaformaður Verkakvennafé- lagsins Snótar um tima, og starfaði í slysavarnadeildinni Eykyndli. Útför Margrétar fer fram frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 16.00. í DAG er til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín, Sigurveig Mar- grét. Ólafsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Fyrir fímm árum þegar ég kom fyrst inn á heimilið þitt á Kirkju- vegi 26, þá kveið ég því svo að hitta tilvonandi tengdamóður mína. En sá kvíði varði ekki lengi, því þægilegra viðmót og betri við- kynningu er ekki hægt að hugsa sér. Og ekki voru mínúturnar orðn- ar margar þegar við vorum farnar að ræða saman eins og við hefðum alltaf þekkst, eins og bestu vinkon- ur. Það var alltaf svo gott að koma til þín, enda sjaldan tómt hús á Kirkjuveginum. Þú varst svo gest- risin, gafst þér alltaf tíma til að setjast niður og hlusta og ræða málin. Þú varst svo réttlát, hógvær og lítillát. Hvað þú ljómaðir þegar bréfin frá börnunum eða barna- börnunum í útlöndum bárust þér. Þú hélst svo vel utan um allan hópinn þinn og passaðir upp á það að allir fengju fréttir af öllum. Enda voru börnin þín og barna- börnin bundin þér svo sterkum til- finningaböndum. Alltaf var eitt- hvað af þeim hjá þér, þau urðu að hitta þig helst á hveijum degi. Og þau sem ekki gátu það vegna sjómennsku komu til þín um leið og komið var í land. Og hin sem lengra voru í burtu voru í góðu sambandi símleiðis og bréfleiðis. Eftir skyndileg veikindi þín, stóðu þau saman eins og einn maður og boðin bárust hratt á milli. Hjartarúm hafðir þú nóg. Ein- staklega barngóð varstu, Magga mín, búin að ala upp þín tíu börn. Og alltaf tókstu barnabörnunum opnum örmum, sem sóttu svo í að koma til þín. Þú sagðir oft: „ég get alveg eins haft þau öll eins og eitt.“ Enda ekki sjaldgæft að þau væru fimm eða fleiri hjá þér í einu. Hvað þú hafðir gott lag á börnun- um, við töluðum nú oft um það hvernig þú færir að því að róa heilan hóp af bömum á sama aldri. Eins og síðustu páska þegar börn- in voru níu, á aldrinum tíu ára og niður úr, þá vissi maður ekki af þeim. Börnum sem oft heyrist í, en þarna voru þau hjá þér og því sallaróleg. Ég sá þetta nú svo oft, þar sem þú hafðir Silju mína, náð- ir iðulega í hana á gæsluvöllinn. Hvað hún var alltaf ánægð og ró- leg þegar ég kom að sækja hana til þín. En ekki var eins gott að komast með hana heim, því ekki vildi hún fara frá þér fyrr en hún væri viss um að þú myndir sækja hana daginn eftir. Samkennd þín var mikil og rík. Þú samgladdist svo innilega þegar vel gekk. Þú sagðir við okkur Binna að við ættum að gera það sem okkur langar til, því lífið væri svo stutt. Þú hvattir okkur þegar við ákváðum að flytja tímabundið til Danmerkur, þó að kveðjustund- in væri þér erfið. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, þrátt fyrir erfíð veikindi sem þú áttir í sl. fimm vikurnar trúði ég því satt og stöðugt að þú myndir hressast. Þú ert hrifin á brott svo snöggt, alltof fljótt. Þú sem alltaf varst svo hraust og hress. Mér fannst þú eiga svo mörg ár eftir. Á þessari stundu eru orð svo fá- tækleg og minningin svo ljós, minningin um yndislega tengda- móður. Þakka ég Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér, Magga mín. Og bið ég góðan Guð að styrkja okkur öll og hjálpa í þess- ari miklu sorg. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ragnheiður Borgþórsdóttir. Mágkona mín, Margrét Ólafs- dóttir, er látin eftir stutt en erfið veikindi. Kallið kom snöggt, við vonuðum að við gætum haft hana hjá okkur lengur. Hún var umvafín ástúð barna sinna þessar síðustu vikur og var yndislegt að sjá hvað þau sýndu henni mikla hlýju og umhyggju þar til yfir lauk. Magga var alin upp á Siglufirði og átti góðar minningar frá upp- vaxtarárum sínum. Kom alltaf glampi í augun á henni þegar talað var um þá gömlu góðu daga. Til Vestmannaeyja kom Magga á vertíð ásamt fleiri blómarósum frá Siglufirði 1950. Þá var hún búin að kynnast tilvonandi eigin- manni sínum Kristjáni Siguijóns- syni. Eftir að þau giftu sig komu börnin hvert af öðru og alls urðu þau tíu, allt myndarfólk sem hún var mikið stolt af. Árið 1958 þegar Ólafur faðir Möggu lést, fluttist móðir hennar til þeirra Kristjáns með yngstu dóttur sína sem þá var 13 ára, og bjó hjá þeim til dauðadags. Magga var oftast útivinnandi frá þessum stóra bamahópi og þá aðal- íega við fiskvinnslu. Öft hlýtur að hafa verið lítið til skiptanna hjá svo stórri fjölskyldu. Það hefur líklega hjálpað henni mágkonu minni hvað hún var létt og kát. Alltaf var mannmargt í kringum hana. Eld- húsið í Birtingarholti var alltaf full- setið og þar var oft glatt á hjalla. Magga hafði alltaf tíma fyrir vini sína og fjölskyldu. Margir komu og fengu kaffisopa og oftast var lesið í bollana á eftir. Þá var hún aldeilis í essinu sínu. Þegar þau fluttu á Kirkjuveginn var nú aldeilis orðið meira pláss fyrir allt fólkið. Þar átti fjölskyldan góð ár. Kristján lést af slysförum í des- ember 1982, en Magga mín gafst aldrei upp með góðri aðstoð barna sinna. Núna síðustu þijá vetur starfaði hún sem leiðbeinandi í at- hvarfí Hamarsskólans. Þar var hún örugglega á réttri hillu, átti gott með að umgangast börn og naut þess að geta liðsinnt bömum sem þar voru. Elsku Óli, Siguijón, Maja, Hrafnhildur, Trausti, Fanney, Kiddi, Magga Beta, Bjarki, Binni og fjölskyldur, Guð gefí ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Móðir ykkar veitti ykkur gott veganesti út í lífið og ég veit að þið minnist hennar með ást og virðingu. Hún á það skilið, þið, barnabörnin, tengdabörnin og barnabarnabarnið voruð henni allt. Nú að leiðarlokum viljum við Jói og börnin þakka Möggu fyrir samfylgdina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín mágkona, Guðrún Steinsdóttir (Dúra). Við barnabömin viljum minnast ömmu okkar með nokkrum orðum. Amma var alltaf svo hress og já- kvæð og tilbúin að hjálpa öllum. Amma var alltaf svo ung í anda og við gátum alltaf leitað til hennar með vandamál okkar. Hún skildi okkur svo vel og var alltaf til stað- ar fyrir okkur. Við gleymum aldrei stundunum sem við áttum með henni þegar við vorum yngri. Þá sátum við saman og hún spilaði á gítar og söng fyrir okkur barnavís- ur eins og Fimmeyringinn og Gutta- vísur. Sögurnar hennar ömmu frá því hún var lítil stelpa voru líka skemmtilegar, t.d. þegar ísland var hernumið eða þegar amma var unglingur og vann í bakaríinu á Siglufirði. Húsið hennar ömmu stóð alltaf opið fyrir öllum og við munum eftir því hvað gestkvæmt var á þjóð- hátíðum og enginn fékk að fara út nema að smakka hennar víðfrægu kjötsúpu. Bamabörnin. Alltaf fór ég í heimsókn til ömmu og helst nokkrum sinnum á dag. Alltaf var maður kátur þegar mað- ur var búinn að vera í nokkra stund á Kirkjuveginum. Ég minnist þess að þegar mamma var að vinna úti og ég var ein heima þurfti ég a.m.k. að hringja í hana þrisvar á hvetjum morgni til að spytja hana um hitt og þetta. Eins og þegar amma og afí áttu harðfiskgerð fékk ég alltaf að pakka í poka og loka þeim og fékk svo pening til að eiga á þjóðhá- tíðinni. Ámma var alltaf svo kát og glöð og það var sama hver var, allir voru velkomnir í heimsókn. Á þjóðhátíð var amma með hálfgert hótel á Kirkjuveginum því þá þustu ættingjar og allir vildu gista hjá Möggu frænku. Kristjana Margrét Harðardóttir. Ég bjó hjá Möggu ömmu í mörg ár og ég man mest eftir stundunum sem við áttum á kvöldin og hún sagði mér frá æskuárum sínum sem ég hafði mjög gaman af. Amma var ekki einungis amma mín hún var einnig besta vinkona mín og ég gat leitað til hennar með öll mín vanda- mál og hún skildi mig alltaf. Hún var alltaf til staðar fyrir mig. Alltaf man ég þegar amma var að passa mig á kvöldin þegar ég var yngri en þá fékk ég að vaka langt fram eftir kvöldi og horfa á bíómyndir með henni. Amma var alltaf svo hress og í góðu skapi enda var Kirkjuvegurinn alltaf fullur af fólki og tók hún öll- um með opnum örmum. Amma var alveg einstök kona og ég á eftir að sakna hennar sárt en ég veit að hún er komin til afa og henni líður vel. Guðrún Ágústa Möller. Við barnabörnin í Noregi minn- umst ömmu okkar frá því við vorum lítil. Hún kenndi okkur íslenska barnasöngva og söng fyrir okkur þegar við áttum að fara að sofa. Hún brosti alltaf svo blítt þegar við ekki skildum íslenskuna. Amma heimsótti okkur nokkrum sinnum til Noregs, m.a. þegar Kristján var fermdur árið 1989 og þegar Anne Margrét fermdist 1991 en þá var litla systir Karoline fædd. Við minn- umst „kjære bestemor“ með gleði og syrgjum lát hennar. Núna er amma farin eftir stutt en erfið veikindi. Hennar verður mikið saknað. Við biðjum góðan Guð að passa hana vel og veita okkur öllum styrk í okkar miklu sorg. Viljum við láta fylgja eitt er- indi af einu af uppáhaldslögum ömmu: Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum með fjöll í feldi grænum mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bemskustundum er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. (Ási í Bæ) Kristján, Anne Margrét, Karoline, Guðrún og Kristjana. Elsku amma, við systurnar viljum kveðja þig með þessum orðum sem afí okkar kenndi okkur þegar við vorum litlar. Amma var svo góð, enda var hún mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Kristjana Margrét og Helga Jóhanna. Elsku amma mín, mig langar til að kveðja þig með nokkrum falleg- um orðum. Elsku amma mín, þú varst alltaf svo góð og blíð. Ég hugsa til þeirra stunda er við vorum saman. En ég veit að þér líður vel hjá afa á himn- um. Elsku amma mín, ég gleymi þér aldrei. Ólöf Ragnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.