Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Göngrileiðir merktar við Nonnahús í SUMAR verður fítjað upp á þeirri nýjung að merkja gönguleiðir í grennd við Nonnahús, sem er minningarsafn um jesúítaprestinn og barnabókahöfundinn Jón Sveinsson. Þar á meðal er ein elsta göngu- leið á Akureyri, sem er stígurinn frá kirkjunni upp í kirkjugarðinn, en þangað voru líkkistur bornar upp snarbrattan stíginn, oft við erfíðar aðstæður. Gengið að Nonnasteini í kirkjugarðinum er hægt að skoða leiði Sveins Þórarinssonar föður Nonna, en Zontasystur létu setja legstein á leiði hans í fyrra. Þaðan liggur gönguleiðin að Nonnasteini á höfðanum, en í bók- inni Nonni lýsir hann því, þegar hann hljóp upp í brekkuna til þess að vera í næði, þegar móðir hans hafði sagt honum frá boði franska aðalsmannsins sem vildi kosta hann til náms í Frakklandi. Hann settist á stein sem stóð upp úr ilm- andi grasinu og þar tók hann þá ákvörðun að þiggja þetta boð. Morgunblaðið/Rúnar Þór SH hefur starf- semi á Akur- eyri í lok ágúst FRAMKVÆMDIR við Linduhúsið gamla eru í fullum gangi og verður það afhent Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna upp úr miðjum júlímánuði. Skrifstofur SH munu verða til húsa á þriðju hæð, en þar er verið að byggja nýja hæð um þessar mundir. Á fyrstu og annarri hæð verður svo umbúðaframleiðsla á veg- um Umbúðamiðstöðvarinnar hf., sem er fyrirtæki í eigu SH. Það húsnæði verður tilbúið til afhending- ar síðsumars. „Við stefnum á að geta hafið starfsemi upp úr 20. ágúst, ef ekk- ert kemur upp á,“ segir Gylfi Þór Ægisson, sem er forstöðumaður skrifstofunnar á Akureyri. „Mark- miðið er að SH á Akureyri hafi að minnsta kosti þrjátíu starfsmenn og það verða starfsmenn sem tilheyra öllum deildum fyrirtækisins. Af þeim verða að minnsta kosti tuttugu og einn sem þegar eru starfsmenn SH og flytja norður. Á bak við þessa starfsmenn eru síðan um sextíu einstaklingar, mak- ar og börn. Þessar fjölskyldur hafa verið að vinna að því undanfarna mánuði að finna sér húsnæði og undirbúa flutning sinn norður. Um það fólk sem þegar hefur ákveðið að flytja norður má segja að menn eru almennt jákvæðir gagnvart þess- um flutningum og hyggja gott á Akureyrardvöl." Mörg hundruð á skólahátíð MA Aldrei fleiri skemmti- ferðaskip á Akureyri í SUMAR munu þrjátíu og níu skemmtiferðaskip leggja Ieið sína til Akureyrar, en þau hafa aldrei verið fleiri. Áður höfðu þau verið flest árið 1993 eða tuttugu og sjö og í fyrra voru þau tuttugu og fjögur. Fyrstu skipin komu síðastliðinn laugardag og verða komumar með reglulegu millibil alveg fram í miðjan ágúst. Föstudaginn 16. júní kemur hing- að skipið Royal Viking Sun, sem er talið eitt glæsilegasta skemmti- ferðaskip í heimi. I nýlegri yfirlits- bók yfir skemmtiferðaskip fær það hæstu einkunn. Stefnt er að því að taka skipið að bryggju og yrði það þá lengsta skip sem komið hefur að bryggju á Akureyri eða 204 metrar að lengd. „Á laugardaginn kemur hinn gamli góði Maxim Gorkí, sem venur komur sínar hingað fjórum sinnum á ári og er alltaf jafn glæsilegur," segir Gunnar Einarsson hafnarvörð- ur. Á sunnudaginn kemur svo Oriana sem er aðeins nokkurra vikna gam- alt og er þetta jómfrúarferð þess til íslands. Þetta er stærsta skip sem komið hefur til Akureyrar. Það er 260 metra langt, vegur 67 þúsund tonn og rúmar um átján hundruð farþega. Til gamans má geta þess að um- ferðin um Eyjafjörðinn verður svo mikil að 23. júní verða fjögur skip á Akureyri. Tvö þeirra verða við bryggju og tvö munu varpa akkerum á pollinum. Morgunblaðið/Rúnar Þór SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Russ kom til Akureyrar á þriðjudag. Kyningarfundur um tilraunaverkefnið „íbúð á efri hæð“ Fulltrúar frá Reykjavfkurborg og Þróunarfélagi Reykjavfkur kynna verkefnið „íbúð á efri hæð“ á almennum kynningarfundi á Hótel KEA föstudaginn 16. júní kl. 10.00. í verkefninu felst að auðu og illa nýttu húsnæði í miðborg Reykjavíkur er breytt í íbúðir. Verkefnið er m.a. áhugavert í ljósi hugmynda um aukna íbúðarbyggð í miðbæ Akureyrar. Skipulagsdeild Akureyrar. Glerárbrú opnuð í dag UNNIÐ hefur verið sleitulaust að viðgerðum á Glerárbrú síðan gróf undan henni á mánudag. Umferð hefur verið opnuð yfir efri brúna eða vestari akreinina, en neðri brúin var enn lokuð í gær. Guðmundur Guðlaugsson bæj- arverkfræðingur bjóst við að opnað yrði fyrir umferð um neðri brúna í dag. Annars sagði hann að hitabylgjan hefði ekki angrað Akureyringa að öðru leyti: „ Allt annað í sambandi við hlýindin er hið besta mál, því hér er allt að verða al-laukað á aðeins örfá- um dögum." MENNTASKÓLANUM á Akureyri verður slitið í 115. sinn laugardaginn 17. júní og fer athöfnin fram í íþróttahöllinni. Að lokinni skrúðgöngu frá Gamla skóla hefst hátíðardagskráin klukk- an tíu á tónleikum nemenda sem eru að ljúka námi af tónlistarbraut. Þá tekur við ræða Valdimars Gunnars- sonar skólameistara og ávörp af- mælisstúdenta. Loks verða 145 stúd- entar brautskráðir frá skólanum og einn þeirra flytur ávarp. Þess má geta að rúmlega þúsund manns eru jafnan viðstaddir skóla- slitin. Síðar um daginn verður svo boðið upp á kaffiveitingar í Gamla skóla frá klukkan 15-17. Þá verða um átta hundruð manns í hátíðar- kvöldverði í íþróttahöll Akureyrar um kvöldið. Að kvöldi 16. júní verður fagnað- ur afmælisárganga úr MA í íþrótta- höllinni og er búist við að þar verði saman komnir um sex hundruð gamlir stúdentar við kvöldverð, skemmtun og dans. Á þriðjudaginn var fóru stúdents- efni MA í hefðbundna skógræktar- ferð að Þelamörk undir stjórn og handleiðslu Hallgríms Indriðasonar skógræktarstjóra og Tómasar Inga Olrich alþingismanns og fyrrum frönskukennara við skólann. Á Þela- mörk hafa verðandi stúdentar við MA gróðursett tijáplöntur á tölu- verðu svæði um margra ára skeið. Búast má við að mörg hundruð manns leggi leið sína til Akureyrar vegna skólahátíðarinnar. Hún setur því mikinn svip á bæjarlífið og veld- ur því að þjóðhátíðardagurinn er stærri í sniðum á Akureyri en víðast hvar annars staðar. Á húðkeip umhverfis Grímsey .. Morgunblaðið/Hólmfríður BJORN Guðmundur Markússon reri á húðkeip kringum Grímsey. Grimsey. Morgunblaðið. NÝLEGA fór Björn Guðmundur Markússon á húðkeip kringum Grímsey í einstaklega góðu veðri og dólaði þetta á þremur klukku- stundum. Húðkeipurinn er bandarisk framleiðsla og ber nafnið Folbot en er hannaður eftir grænlenskri fyrirmynd. Björn er mjög ánægð- ur með hann og segir hann henta vel til róðra með ströndinni. „Þessir húðkeipar voru fyrst framleiddir árið 1933 og eru lítið breyttir í dag,“ segir hann. „Grindin er úr áli, svokölluð felli- grind, og er klædd utan með næloni og gúmmíi, alls fjórum lögum.“ Þeir eru framleiddir bæði eins og tveggja manna. Eins manns húðkeipur vegur um 20 kíló og tveggja manna um 30 kíló. Burð- argetan er tíföld þyngd þeirra. Auðvelt er að ferðast með þá því það er hægt að koma þeim fyrir í tösku sem er á við stóra íþrótta- tösku og er þar með „lögleg“ stærð í farangursgeymslu flug- véla. Húðkeipurinn er gerður fyr- ir einfait segl og stýri og eru all- ir tveggja manna húðkeiparnir með stýri. Seglin eru lítil, aðeins tveir fermetrar, og svo einföld að það þarf ekki sérlega mikla siglingakunnáttu til að nota þau. Það er hægt að ferðast á Folbot niður erfiða jökulá, eins og sagt er, fjórðu gráðu á, en erfiðastar eru árnar sex gráður. Þá ristir hann ekki dýpra en 10-15 sentí- metra. Fyrsta húðkeipinn eignaðist Björn fyrir fjórum árum en nú á hann sjö. Hann hefur reyndar einkaleyfi fyrir Folbot í allri Evr- ópu. Hann hefur ferðast nokkuð um á húðkeip og lengsta ferð hans stóð í eina viku. Hann hefur farið um Mexíkóflóa, Colorado, Maine, New Hampshire auk þess sem hann hefur ferðast hérlendis, mest með strandlengjunni og seg- ir það alveg afskaplega gaman. Kajakklúbburinn Eiríkur rauði í vor stofnaði Björn kajak- klúbbinn Eirík rauða. Nafnið finnst honum hæfa þar sem hann er sannfærður um að Eiríkur rauði sé fyrsti íslendingurinn sem hafi séð húðkeip. Kajakklúbbur- inn er ætlaður öllum sem hafa áhuga á útiveru og vilja prófa eitthvað nýtt og sjá náttúruna frá nýju sjónarhorni. I sumar ætlar Björn að standa fyrir námskeiðum fyrir þá sem vilja læra að róa húðkeipum og þá sem hafa áhuga á að gerast fararstjórar í slíkum ferðum. Þá er hann fyrst og fremst með í huga öryggismálin í sambandi við þessar ferðir. Núna starfar hann sem markaðsráðgjafi fyrir Mýr- dæling í Vík í Mýrdal þar sem m.a. eru reknir tveir hjólabátar auk ferðaþjónustu. Þar verður hann með aðstöðu og möguleika til þjálfunar fyrir leiðsögumenn og vonast til að geta komið á fjór- um helgarnámskeiðum í sumar. Björn er bjartsýnn á að nýta húð- keipana í ferðaþjónustunni og er þess fullviss að það sé framtíð í þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.