Morgunblaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1995 19
ERLENT
Fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Frakka mótmælt um allan heim
Ákvörðun Chiracs sögð
„gallískur hroki“
Canberra, París, Stokkhólmi, Sydney, Wash-
ington, Wellington, Genf, Tókýó. Reuter.
ÁKVÖRÐUN Jacques Chiracs, for-
seta Frakklands, um að hefja kjarn-
orkutilraunir í Kyrrahafinu á nýjan
leik hefur leyst úr læðingi mót-
mæli um allan heim og hefur hann
verið vændur um að sýna „Napó-
leónskan" og „gallískan" hroka.
Mótmælin hafa hins vegar verið
misjafnlega hávær og virðist ólík-
legt að þessir stórveidistilburðir
hins nýkjörna forseta muni draga
dilk á eftir sér.
Chirac lýsti yfir því á þriðjudag
að Frakkar hygðust gera átta kjárn-
orkutilraunir við kóralrifið Muroroa
í Suður-Kyrrahafi. Tilraunirnar
myndu hefjast í september og ljúka
áður en alþjóðlegt bann við kjarn-
orkutilraunum gengi í garð í maí á
næsta ári.
Frakkar draga úr
í gær reyndu frönsk stjórnvöld
að draga úr með því að segja að
hin raunverulega frétt í þessu máli
væri að Frakkar hygðust hætta
kjarnorkutilraunum fyrir fullt og
allt áður en bannið tekur gildi.
Frakkar gerðu síðast kjarnorkutil-
raun árið 1991.
Bandaríkjamenn, sem settu ein-
hliða bann við eigin tilraunum og
hafa skorað á aðrar kjarnorkuþjóðir
að gera slíkt hið sama, kváðust líkt
og Rússar ?arma“ þessa ákvörðun
Frakka og telst það fremur vægt
orðalag í milliríkjasamskiptum.
„Frakkland er stórveldi. Það get-
ur ekki lagt öryggi sitt í hendur
þriðja aðilja, hversu valdamikill eða
vinveittur sem hann kann að vera,“
sagði Charles Millon, varnarmála-
ráðherra Frakka, er hann færði rök
að því í gær að Frakkar þyrftu að
halda í trúverðugleika kjarnorku-
viðbúnaðar síns og hafði greinilega
Bandaríkin í huga.
Mest voru mótmælin frá Ástralíu,
Nýja-Sjálandi og eyríkjum í Kyrra-
hafí. Ástralar og Nýsjálendingar
ákváðu að gera hlé á varnarsam-
starfi við Frakka. Það er hins vegar
ekki róttæk aðgerð þvi að þetta
samstarf er smátt í sniðum.
Ekki á okkar slóðum
„Við viljum ekki kjarnorkutil-
raunir á okkar slóðum," sagði Jim
Bolger, forsætisráðherra Nýja-Sjá-
lands, á þinginu í Wellington. „Ef
Frökkum er þetta slíkt kappsmál
Reuter
Blessað fyrir brottför
Rainbow Warrior II, skip umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, sigldi í gær frá Nýja Sjálandi
til Mururoa kóralrifsins til að koma í veg fyrir fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka, sem hefur
verið mótmælt víða um heim. Hér er verið að blessa skipið fyrir brottför.
.STRALÍA
\ N’VJA
SJÁLAM)
Mururoa rifið er
á 22"S og 140V
geta þeir gert þær heima hjá sér.“
Nýsjálendingar hafa átt í miklum
deilum við Frakka vegna tilrauna
þeirra og urðu þær hvað argvítug-
astar þegar franska leyniþjónustan
sökkti Rainbow Warrior, skipi um-
hverfísvemdarsamtakanna Green-
peace, í höfninni í Auckland árið
1985.
Arftaki þess skips, Rainbow
Warrior II, var við Nýja Sjáland
þegar Chirac gaf út yfirlýsinguna
og lagði í gær upp til Mururoa í
mótmælaförina, sem fyrirrennarinn
fór aldrei.
Efast um nauðsyn
Ýmsir efast um nauðsyn þessara
tilrauna. Michael O’Connor, ástr-
alskur sérfræðingur um varnarmál,
sagði að þessa ákvörðun Frakka
væri ekki hernaðarleg, heldur póli-
tísk. Gaullistar hefðu alltaf lagt
áherslu á að Frakkar væru sjálf-
stæðir og óháðir Bandaríkjamönn-
um og í sigurvímunni eftir kosning-
arnar hefðu þeir látið skriffinnana
í varnarmálaráðuneytinu plata sig.
Nú eru notuð tölvukeyrð hermi-
tæki til að líkja eftir tilraunum, sem
áður voru gerðar með því að
sprengja kjarnorkusprengjur.
Frakkar halda því fram að þeir
þurfi að gera fleiri tilraunir til að
fullkomna svokallað hermilíkan,
sem hægt er að nota til frekari til-
rauna. Sérfræðingar segja hins veg-
ar að Frakkar hafi nægar upplýs-
ingar til að smíða tölvulíkanið eftir
að hafa gert 200 kjamorkutilraunir.
Frakkar hófu tilraunir sínar í
Kyrrahafinu árið 1966 og sprengdu
þá undir bemm himni. Þeir hófu
neðanjarðartilraunir árið 1974 og
sprengdu 131 sprengju neðanjarðar
fram til ársins 1991.
Tilraunirnar eru gerðar með því
að bora djúpt í basaltgrunn kóral-
rifsins og láta sprengjurnar síga
niður áður en þær vom sprengdar.
Frakkar halda því fram að engin
geislavirkni hafi lekið út í tilraunum
þeirra.
Umhverfisverndarsinnar segja
hins vegar að tilraunirnar hafi veikt
undirstöður rifsins og Stephanie
Mills, talsmaður Greenpeace, sagði
í gær að búast mætti við margfalt
verra slysi en varð í Tsjernóbíl ef
rifið hryndi.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
567-1800 ^
Löggild bílasala
Opið sunnudag
18. júní kl. 13-18
Nissan Sunny 2000 GTi '92, rauður, 5
g., ek. 70 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm.
í öllu, ABS o.fl. V. 1.190 þús.
Nissan Sunny SLX 1,6 Station '93, vín-
rauður, 5 g., ek. 55 þ. km., rafm. í rúðum,
tveir dekkjag. V. 1.090 þús.
Nissan Sunny 1.6 SLX Sedan '94, græns-
ans., sjálfsk., ek. 12 þ. km., rafm. í rúðum,
álfelgur, spoiler o.fl. V. 1.250 þús.
MMC Lancer GLXi Hlaðbakur '91, silf-
urgrár, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km., rafm.
í rúðum o.fl. V. 990 þús.
Toyota Corolla 3ja dyra '90, rauður, 4
g., ek. 93 þ. km. V. 550 þús.
MMC Colt GLi '93, 5 g., ek. 40 þ. km.
V. 950 þús.
Nissan Sunny 1.6 SLX Sedan '90, 5 g.,
ek. 71 þ. km. V. 660 þús.
Peugeot 405 GR ’91, 5 g., ek. 70 þ. km.
V. 860 þús.
Toyota Corolia Touring XL ’91, 5 g., ek.
78 þ. km. V. 1.050 þús.
MMC Colt GLXi '91, sjálfsk., m/öllu, ek.
70 þ. km. V. 890 þús.
Nissan Terrano 5 dyra 2,7 Turbo diesil
'93, rauður, 5 g., ek. 26 þ. km., ABS
bremsur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.650 þús.
Renault Clio 1,4 RT '91, 5 dyra, svartur,
5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl.
V. 740 þús.
Nissan Sunny SLX Sedan '94, sjálfsk.,
ek. 12 þ. km. Sem nýr. V. 1.250 þús.
Cherokee Limited '89, sjálfsk., ek. aðeins
64 þ. km., leðurinnr. o.fl. Toppeintak. V.
1.890 þús.
MMC Lancer GLXi 4x4 Station ’93, 5 g.,
ek. 61 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu. V. 1.450
þús.
Nissan Sunny 1600i SR '94, steingrár,
sjálfsk., ek. 15 þ. km., rafm. í rúðum, ál-
felgur, spoiler (2). Einn með öllu. V. 1.260
þús.
Hyundai Pony LS Sedan '94, 5 g., ek. 25
þ. km. Tilboðsverö 780 þús. Sk. ód.
MMC Lancer GLXi '94, dökkgrænn,
sjálfsk., ek. 9 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl.
V. 1.450 þús. Sk. ód.
Chevrolet Blazer S-10 Thao '86, sjálfsk.,
ek. 75 þ. mílur. Góður jeppi. Tilboðsverð
730 þús.
Ford Bronco II '84, rauður, 4 g., ek. 110
þ. km., nýsk. '96. Tilboðsverð 490 þús.
Subaru Legacy Artic Edition 4x4 ’93,
hvítur, 5 g., ek. 29 þ. km., álfelgur, rafm.
í rúðum o.fl. V. 1.890 þús.
Citroen BX 14E '87, blár, 5 g., ek. 140
þ. km. Mikið endurnýjaður, gott eintak.
Tilboðsv. 230 þús.
Daihatsu Feroza EL '94, grænn/grár, 5
g., ek. 11 þ. km. Tilboðsverð 1.390 þús.
Sk. ód. Einnig: árg. '90, 5 g., ek. 87 þ.
km. Tilboðsv. 890 þús.