Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 155. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fyrirhugaðar kjamorkutilraunir Frakka Bosníu-Serbar taka Srebrenica London. Reuter. SREBRENICA í Bosníu féll í gær í hendur Bosníu-Serbum. Eru um 20.000 manns á flótta úr borginni og óttast talsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) að þeim muni ijölga enn frekar. í gær gerðu flugvélar Atlantshafsbandalagsins loftárás- ir á heri Bosníu-Serba nærri Sre- brenica eftir að þeir skutu á hol- lenska friðargæsluliða við borgina. Bosnísk stjómvöld eru æf vegna þess hversu seint var brugðist við árásum Serba og sagði Haris Silajdzic, forsætisráðherra lands- ins, það bera vott um stuðning SÞ við Bosníu- Serba. Þá hafa vestræn stjórnvöld lýst reiði og undrun vegna töku Serba á Sre- brenica. Sameinuðu þjóðirnar óskuðu eftir því að NATO gerði loftárás- irnar eftir að Serbar sinntu í engu kröfum um að þeir hættu árásum á Srebrenica en hún er yfirlýst griðasvæði. Vitað er að tveir Atlantshafs- bandalagið gerir loftárásir á Serba skriðdrekar eyðilögðust í árásinni og í kjölfarið streymdu skriðdrek- ar Serba út úr borginni, að sögn SÞ. Um svipað leyti og loftárásirnar voru gerðar bárust fréttir af því að Serbar hefðu ráðist inn í Sre- brenica en þeir hafa setið um borg- ina frá 1992. Fulltrúar SÞ sögðu um 20.000 af 40.000 manns sem voru í borginni hafa flúið norður á bóginn og að hollenskir friðar- gæsluliðar, sem vörðu borgina í suðri, hafi einnig haldið norður. Óttast SÞ að enn fleiri fylgi í kjöl- farið. Leið fólksins liggur til Tuzla, þar sem fyrir eru um 430.000 manns. Síðasta loftárás NATO á Bosn- Reuter Lifði af 12 daga undir rústum STÚLKU var í gær bjargað úr rústum verslunarhússins, sem hrundi í Seoul 29. júní, ogþykir það ganga kraftaverki næst að hún skuli hafa lifað af. Yoo Ji- Hwan, sem er aðeins átján ára gömul, dró fram lífið á regnvatni í tólf daga. „Eg var að grafa í rústunum þegar ég sá eitthvað hreyfast ofan í lítilli ho!u,“ sagði björgunarmaðurinn sem fann stúlkuna. „Eg gerði mér grein fyrir því að þetta var fótur og þegar ég hrópaði „hreyfðu hann ef þú ert á lífi“ hreyfðust tærnar fram og aftur.“ Yoo var við það góða heilsu að hún gat gantast við björgunarmenn sína: „Mig langar til að vera hérna nokkra daga í viðbót," sagði Yoo þegar hún var borin á sjúkrabörum úr rústunum. „Það er allt í lagi með mig. Mig langar aðeins í bolla af ískaffi - og ég vil fá að fara heim,“ sagði hún brosandi við blaðamenn á sjúkrahúsinu. Læknar sögðu að Yoo hefði orð- ið fyrirmiklu vökvatapi, en blóð- þrýstingurinn væri að verða eðli- legur. Yoo var lögð inn á sömu stofu og Choi Myong-sok, sem var bjargað úr rústunum á sunnudag, og sjást. þau hér sam- an. Lík 210 manna hafa nú fund- ist í rústunum, en 230 er enn saknað og vonir ættingja þeirra hafa glæðst við björgun Yoos og Chois. Reuter JACQUES Chirac reynir að leiða hjá sér mótmæli hóps þing- manna á Evrópuþinginu gegn kjarnorkutilraunum Frakka. Hróp gerð að Chirac á Evrópu- þinginu Strasbourg, Bonn, Papeete. Reuter. JACQUES Chirac Frakklandsforseti fékk í gær nasaþef af því hversu illa kjamorkutilraunir Frakka í Suð- ur-Kyrrahafí eru séðar, er hann ávarpaði Evrópuþingið í Strasbourg í gær. Söngluðu þingmenn græn- ingja, kommúnista og umhverfís- vemdarsinna „nei, nei, nei“ er Chirac tók til máls og veifuðu borðum þar sem tilraununum var mótmælt. Chirac átti í gær fund með Helm- ut Kohl, kanslara Þýskalands, sem lýsti yfir áhyggjum sínum vegna málsins. Lagði Chirac á það áherslu að tilraunirnar væm í þágu Evr- ópubúa þar sem evrópskar varnar- sveitir framtíðarinnar yrðu að búa yfir kjarnorkuvopnum. íu-Serba í maí varð til þess að þeir tóku um 400 friðargæsluliða í gíslingu. Þeir halda nú þijátíu friðargæsluliðum sem þeir tóku höndum um helgina er þeir nálg- uðust Srebrenica. Segja þeir her- mennina vera „gesti“ en SÞ vísuðu þeirri skilgreiningu á bug. Reiði á Vesturlöndum Jaqcues Chirac, forseti Frakk- lands, sagði að SÞ ættu að biðja hraðlið, skipað frönskum og bresk- um hermönnum, um að „koma að nýju á griðum í Srebrenica". Sagði hann frönsk stjórnvöld vera reiðu- búin að að framfýlgja ölium óskum öryggisráðs SÞ. Helmut Kohi, kanslari Þýskalands, tók undir orð Chiracs og William Perry, vamar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði árás Serba „svívirðilega“. Hún vekti upp spumingar hvort gæslusveitum SÞ væri fært að starfa áfram í Bosníu. „Ný-gaullískur Rambó“ Ákvörðun Frakka hefur verið mótmælt víða um heim. Á Evrópu- þinginu urðu lætin í gær svo mikil að þingforseti hótaði að fresta þing- fundi. Einn mótmælenda, þýski græninginn Friedrich Wolf, kallaði Chirac „ný-gaullískan Rambó“ og hvatti til þess að andstæðingar til- raunanna tækju saman höndum og þvinguðu Frakka til að láta af kjarn- orkutilraununum. Pauline Green úr flokki sósíalista hvatti Chirac til að endurskoða „umhverfis- og mann- réttindaglæp sem eitt af ríkjum okk- ar hyggst drýgja í öðrum heims- hluta.“ Chirac svaraði því til að tilraunirn- ar yrðu þær síðustu sem Frakkar gerðu. „Eg hef tekið eftir ákveðinni tilfinningasemi í tengslum við þetta, sem ég skil þrátt fyrir að ég sé ekki sama sinnis,“ sagði forsetinn. Hindra grænfriðunga Frakkar hafa strengt vír yfir sund sem aðalsiglingaleiðin að tilrauna- staðnum á Mururoa Iiggur um. Er það gert til að hindra að skip græn- friðunga, Rainbow Warrior, komist aftur inn á tilraunasvæðið. Sagði aðmíráll í franska hernum, Philippe Euverte, að reyndu grænfriðungar að komast inn sundið, gerðu þeir það á eigin ábyrgð. ■ Chirac vill sýna þor/25 Bill Clinton Bandaríkjaforseti Slj ór nmálasam- band við Víetnam Washington. Rcutcr. BILL Clinton Bandaríkjaforseti til- kynnti í gær að bandarísk stjórn- völd hygðust taka upp stjórnmála- samband við Víetnam, tuttugu árum eftir að Víetnamstríðinu lauk. Clinton mótmælti stríðsrekstri Bandaríkjastjórnar í Víetnamstríð- inu á námsárum sínum en sagði fulltrúum þingmanna á Banda- ríkjaþingi í gær að þetta hefði ekki haft nein áhrif á ákvörðun hans. „Við eigum mikla vinnu fyr- ir höndum. Þessi stund gefur okk- ur tækifæri til að binda um okkar eigin sár. Þau hafa of lengi staðist tímans tönn,“ sagði Clinton. Margir þingmenn repúblikana eru andvígir ákvörðun forsetans en er hann tilkynnti um hana, var repúblikaninn John McCain honum við hlið. McCain var fangi Víet- nama í fimm ár meðan á stríðinu stóð. Samkvæmt nýrri skoðana- könnum styður 61% þjóðarinnar ákvörðun Clintons. Jeltsín á hjarta- deild Moskvu, London. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, var fluttur á sjúkrahús í gær vegna hjartakvilla en talsmaður hans og læknar sögðu að hann væri nógu hress til að sinna skyldustörf- um sínum áfram. Sögðu þeir að um minniháttar aðkenn- ingu hefði verið að ræða en bjuggust við að Jeltsín yrði á sjúkrahúsinu næstu daga. Veikindi Jeltsíns hafa auk- ið á vangaveltur varðandi lík- amlega getu hans til að standa við stjórnvölinn í Rússlandi en breskir læknar segja að lífsmáti hans sé bein ávísun á hjartaáfall. Almennt er búist við að Jeltsín muni leita eftir endur- kjöri í forsetakosningunum á næsta ári þótt hann hafi ekki lýst því opinberlega yfir en hugsanlegt er að veikindin, sem læknarnir gera þó sem minnst úr, geti sett strik í þann reikning. Gengi dollar- ans hækkaði nokkuð þegar fréttist af veikindum Jeltsíns. ■ Hjartakvilli/18 ■ Viðskipti/15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.