Morgunblaðið - 12.07.1995, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Ágæti og Sláturfélag Suðurlands
stofna Hollt og gott ehf.
Sameinast um
vinnslu á sal-
ötum og sósum
ÁGÆTI hf. og Sláturfélag Suður-
lands svf. hafa stofnað hlutafélagið
Hollt og gott ehf. um vinnslu á græn-
meti og tilbúnum salötum og sósúm.
Hvort félag mun eiga helming í hinu
nýja en það tekur til starfa að Faxa-
feni 12, Reykjavík, 1. september.
Hollt og gott mun taka við fram-
leiðslu Ágætis á niðurrifnu græn-
meti, hrásalati og framleiðslu Slát-
urfélagsins á hrásalati, brauðsalötum
og sósum. Nýja fyrirtækið mun fram-
leiða þessar vörur áfram undir vöru-
merkjunum SS, Ágætis- og Tívolísós-
ur en ætlunin er að nýjar vörur verði
settar á markað undir nafni hins
nýja fyrirtækis.
Að sögn Matthíasar H. Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra hjá Hollu
og góðu ehf., er markmiðið með
stofnun félagsins að ná fram hag-
ræðingu og hagkvæmni í vinnslu á
niðurrifnu grænmeti, hrásalötum
brauðsalötum og sósum. Hann segir
að Ágæti og Sláturfélagið séu leið-
andi í framleiðslu og sölu á þessum
vörutegundum en þrátt fyrir samrun-
ann sé ekki hætta á minnkandi sam-
keppni enda hafi framleiðsla fyrir-
tækjanna tveggja á umræddum vör-
um lítt skarast.
„Ágæti og Sláturfélagið eru lík-
lega með um 40% af framleiðslunni
á þessum vörum. Nú eru um 7-8
fyrirtæki á þessum markaði og sam-
keppnin ætti ekki að minnka nema
síður sé þótt tvö þeirra sameini nú
krafta sína í framleiðslu á niðurrifnu
grænmeti, sósum og salötum," segir
Matthías.
Hlutafé Holls og góðs ehf. er sext-
án milljónir króna og áætluð ársvelta
90-100 milljónir i byijun. Stjómar-
formaður fyrirtækisins er Steinþór
Skúlason, forstjóri Sláturfélagsins,
en Matthías er meðstjómandi.
Árshlutareikningar Landsvirkjunar i janúar til júní 1995 og 1994 1995 1994 M i S m REKSTRARYFIRLIT m. kr. m.kr. m. kr.
u n u r %
Rekstrartekiur:
Almenningsrafveitur 2.725 2.636 89 3,4
Stóriðja 1.176 952 224 23,6
Aðrar tekjur 22 35 -13 -36,2
Samtals 3.923 3.622 301 8,3
Rekstrargjöld 917 929 -13 -1,4
Afskriftir 1.579 1.673 -94 -5,6
Vaxtagjöld 1.709 1.956 -248 -12,7
Verðbreytingar -439 -722 283 -39,2
Rekstrarafkoma 158 -215 373 -173,6
1995 1994 M i s m u n u r
SJÓÐSSTREYMI m. kr. m. kr. m. kr. %
Innborganir 4.084 3.821 263 6,9
Rekstrargjöld -1.134 -1.052 -81 7,7
Vaxtaqjöld -1,725 -1.924 198 -10,3
Handbært fé frá rekstri 1.225 845 380 45,0
1995 1994 M i s m u n u r
0RKUSALA m. kr. m. kr. m. kr. %
Almenningsrafveitur 1064 1000 64 6,4 |
Stóriðja 1187 1124 63 5,6
ORKUVERÐ
Áburðarverksmiðjan 15,65 12,23 3,41 27,9
ÍSAL 17,58 12,67 4,91 38,7
Reykj avíkurhöfn
Býður út
smíði drátt-
arbáts
INNKAUPASTOFNUN Reykjavík-
urborgar hefur samþykkt að efna til
forvals og lokaðs útboðs vegna smíði
á nýjum dráttarbáti fyrir Reykjavík-
urhöfn. Um er að ræða endurnýjun
á einum af bátum hafnarinnar og
er ætlunin að smíðin hefjist í ár og
að afhending verði fyrir mitt ár 1996.
Dráttarbátar hafnarinnar eru nú
þrír, þ.e. Jötunn, árgerð 1965 með
um 4 tonna togkraft, Magni, árgerð
1981 og Haki, árgerð 1982, báðir
með 10,5 tonna togkraft. Nýi bátur-
inn kemur í stað Haka og er áform-
að að togkraftur hans verði a.m.k.
17 tonn.
„Það sem knýr á um smíði nýs
dráttarbáts er að Reykjavíkurhöfn
þarf nú að sinna stærri skipum en
áður og öryggiskröfur hafa verið
hertar. Þessi bátur mun aðallega
sinna flutningaskipum og olíuskipum
og á eflaust eftir að koma sér vel í
slæmum vetrarveðrum enda með
mun meiri togkraft en núverandi
bátakostur. Þá mun hann einnig
nýtast vel við að sinna skemmtiferða-
skipum að sumrinu," segir Hannes
Valdimarsson, hafnarstjóri í Reykja-
vík.
Fjórðungs aukning á tekjum Landsvirkjunar af sölu raforku til stóriðju
Hagnaður um 158 milljón-
ir á fyrri árshelmingi
Ljósleið-
arar í tíu
þúsund
heimili
PÓSTUR og sími stendur nú í
allmiklum framkvæmdum víða
um land við að tengja heimili
við ljósleiðarakerfi stofnunar-
innar.
Lagning kapla hófst í fyrra
en í vor var hafíst handa við
að tengja heimili við netið. Nú
þegar er búið að tengja nokkur
þúsund íbúðir við það en stefnt
er að því að 10-11 þúsund
heimili verði tengd fyrir árslok,
aðallega á höfuðborgarsvæð-
inu. Áætlað er að veija
100-150 milljónum króna til
ljósleiðaratengingar í ár en
stefnt er að því að öll heimili
og fyrirtæki á landinu verði
tengd við kerfið á næstu árum.
„Við erum að Ieggja ljósleið-
arann í flestar íbúðir í nýbygg-
ingahverfum í Grafarvogi,
Kópavogi, Hafnarfirði og á
Akureyri. Við notum einnig
tækifærið og leggjum í hverfi
þar sem verið er að endumýja
lagnir eins og í Árbæ og Safa-
mýri og á ísafírði. Þá er verið
að tengja einstök þéttbýl hverfi
við svæðið eins og í Vesturhól-
um og Vesturbergi." segir Gísli
Skagfjörð yfírverkfræðingur
línudeildar Pósts og síma.
Ljósleiðarakerfíð hefur gíf-
urlega flutningsgetu miðað við
núverandi kerfí en að sögn
Gísla verður það í fyrstu vænt-
anlega einungis notað við
flutning á sjónvarpsrásum.
„Ljósleiðarinn er símakerfi
framtíðarinnar. Núverandi
línukerfí flytur aðeins eina tal-
rás en ljósleiðaranetið hefur
nánast óendanlega möguleika
á sviði stafrænna samskipta.
Erlendis stendur mörgum
heimilum nú til boða fjöldi sjón-
varpsstöðva og beint tölvusam-
band við hvað sem er með slíku
neti. Hér mun það væntanlega
komast í gagnið í haust og þá
þegar verður mögulegt að
miðla fjölda sjónvarpsrása um
það til notenda.“
AFKOMA Landsvirkjunar batnaði
til muna á fyrri helmingi þessa
árs samkvæmt árshlutareikningi
fyrirtækisins fyrir fyrstu sex mán-
uði ársins.
Að sögn Halldórs Jónatansson-
ar, forstjóra Landsvirkjunar, varð
hagnaður af rekstri fyrirtækisins
fyrstu sex mánuði ársins 158 millj-
ónir króna. Á sama tíma í fyrra
hafí rekstrartap fyrirtækisins
numið 215 milljónum króna.
Rekstrartekjur Landsvirkjunar
jukust um 8,3% og munar þar
mestu um tæplega 24% tekjuaukn-
ingu af sölu á raforku til stóriðju.
350 milljóna króna
rekstrarhalla spáð á árinu
Þrátt fyrir þennan hagnað gera
rekstraráætlanir Landsvirkjunar
ráð fyrir um 350 milljón króna
RKS SKYNJARATÆKNI, sem er
deild innan Kaupfélags Skagfírð-
inga á Sauðárkróki, hefur gert
samstarfssamning við danska fyr-
irtækið Sabroe um að vinna að
markaðssetningu RKS-gasskynj-
arakerfa til viðskiptavina Sabroe.
Danska fyrirtækið ber kostnaðinn
af markaðssetningunni en RKS
er þó frjálst að selja kerfið undir
sínu nafni til annarra.
Kröfur um gæðastaðla
Að sögn Rögnvaldar Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra
RKS, er samningnum skipt upp í
tvö tímabil. Svonefnt undirbún-
ingsskeið stendur yfir fram til ára-
móta þar sem varan verður kynnt
viðskiptavinum Sabroe og á vöru-
sýningum. Þessi tími verður einnig
notaður til að ganga frá sölugögn-
um og undirbúa markaðsstarf.
Einnig þarf RKS að undirbúa
framleiðslu sína á þessu tímabili
rekstrarhalla á árinu 1995 miðað
við óbreytt gengi. Ástæðan mun
einkum vera árstíðabundin sveifla
í tekjum af raforkusölu fyrirtækis-
ins, en þær munu yfírleitt vera
meiri á fyrri hluta ársins. Á sama
tíma aukist rekstrargjöld fyrirtæk-
isins gjarnan á síðari hluta ársins.
Að sögn Halldórs, er hér engu að
síður um verulegan bata að ræða
í rekstri Landsvirkjunar, en rekstr-
artap síðasta árs nam tæplega
1.500 milljónum króna.
Ýmsar ástæður að baki
afkomubatanum
Halldór segir nokkrar ástæður
fyrir þessum afkomubata. í fyrsta
lagi hafi Landsvirkjun verið að
greiða niður skuldir sínar á undan-
fömum árum þrátt fyrir halla á
rekstri. Síðastliðin þijú ár hafi
því í samningnum eru settar fram
kröfur um gæðastaðla sem vörum-
ar og þjónusta RKS þarf að upp-
fylla. RKS mun sjá um að þróa
og framleiða skynjarakerfín þann-
ig að Sabroe muni geta boðið upp
á besta og fullkomnasta viðvörun-
arbúnað hveiju sinni. Einnig mun
RKS annast alla viðgerðarþjón-
ustu og veita tæknilega ráðgjöf.
Kerfið varar við gasleka
Fyrirtækið hefur þróað gas-
skynjarakerfi frá árinu 1992, fyrst
í samstarfi við Þorstein Inga Sig-
fússon, prófessor við raunvísinda-
heildarskuldir Landsvirkjunar
lækkað um 2,5 milljarða króna og
í ár sé gert ráð fyrir því að heildar-
skuldir fyrirtækisins muni lækka
um 1.900 milljónir króna til viðbót-
ar.
Samhliða þessu hafi farið fram
markviss endurfjármögnun á er-
lendum lánum Landsvirkjunar sem
hafí skilað sér í hagkvæmari láns-
kjörum fyrir fyrirtækið.
Hækkandi raforkuverð
í öðm lagi hafi verð á raforku
til stóriðju hækkað talsvert að
undanförnm Þannig hafí verð á
raforku til ÍSAL t.d. hækkað um
hartnær 40% og verð til Áburðar-
verksmiðjunnar hafí á sama tíma
hækkað um tæp 28%. Raforkuverð
til Jámblendiverksmiðjunnar á
Gmndartanga hafi einnig verið
deild Háskólans. Kerfið hefur ver-
ið selt á innanlandsmarkaði í rúm
tvö ár m.a. til fyrirtækja í sjávarút-
vegi. Það skynjar gasleka á
klórflúorefnum og ammoníaki og
sendir frá sér viðvömn ef vart
verður við leka, annaðhvort inn á
tölvukerfi, boðkerfi Pósts og síma
eða í venjulegt símtæki. Sérstakur
örgjörvi er innbyggður í tækið sem
leiðréttir það vegna áhrifa hita og
raka. Vömþróun hefur farið fram
í samvinnu við vélstjóra hjá Fisk-
iðjunni og Skagfirðingi á Sauðár-
króki. RKS kynnti nýja útfærslu
af tækinu á sýningunni World fís-
hærra en áætlanir gerðu ráð fyrir
vegna batnandi afkomu verksmiðj-
unnar.
í þriðja lagi hafi orkusala
Landsvirkjunnar aukist jafnhliða
verðhækkunum fyrstu sex mánuði
ársins ef miðað er við sama tíma
í fyrra. Söluaukningin til almenn-
ingsrafveitna nemur um 6,4% og
söluaukningin til stóriðju er litlu
minni eða 5,6%, þrátt fyrir hærra
verð.
Aðhald í rekstri
Síðast en ekki síst hafi átt sér
stað aðhald í rekstri sem m.a.
hafí falið í sér niðurskurð á yfir-
vinnu og nokkurn samdrátt í
starfsmannahaldi. Jafnframt hafi
verið unnið að auknum og bættum
afköstum starfsmanna í gegnum
gæðakerfi fyrirtækisins.
hing í Bella Center í Kaupmanna-
höfn í lok júní með fyrrgreindum
árangri.
Einn af stærstu
kælivélaframleiðendum heims
Sabroe er eitt af þremur stærstu
kælivélaframleiðendum heims með
20 til 30 milljarða króna ársveltu.
Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í
Árósum í Danmörku og skiptir við
mörg stór matvælafyrirtæki svo
sem Nestlé og Unilever sem láta
sig umhverfismál miklu skipta.
Rögnvaldur segist gera sér
miklar vonir um að samningurinn
gefi RKS kost á að einbeita sér
meira að þróun nýrra kerfa jafn-
framt því að byggja upp öflugan
hátækniiðnað á landsbyggðinni.
Þórarinn Stefánsson, markaðs-
ráðgjafi hjá Útflutningsráði ís-
Iands, aðstoðaði RKS við gerð
þessa samnings.
RKS skynjaratækni á Sauðárkróki undirbýr útflutning á gasskynjurum
Samstarf hafið
við Sabroe