Morgunblaðið - 12.07.1995, Page 17

Morgunblaðið - 12.07.1995, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 1995 17 FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Reuter Lengi á þingi ENGINN hefur setið jafnlengi á Evrópuþinginu og breska þing- konan Winifred Ewing. A mánu- dag var haldin móttaka henni til heiðurs en þá voru liðin tuttugu ár frá því að hún tók sæti á Evr- ópuþinginu. Hér skálar hún í vi- skýi við Klaus Hánsch þingforseta. Bildt krefst af- sagnar Persons Stokkhólmur. Reuter. CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, krafðist þess í gær að Göran Persson, fjármálaráðherra í stjórn jafnaðarmanna, segði af sér embætti. Sakaði hann Persson um að hafa sýnt vítavert kæruleysi í málefnum Evrópusambandsins. Það væri hneyksli að hann hefði kosið að fara í frí á sama tíma haldnir væru mikilvægir fundir í ráðherrar- áðinu. „Að vera ijarverandi á fimm fundum af átta er tákn um kæru- leysi gagnvart ESB og vítavert kæruleysi gagnvart Svíþjóð," sagði Bildt í yfirlýsingu. Bildt sagði að Persson hefði á dögunum ekki mætt á mikilvægan fund, þar sem mat var lagt á sænskt efnahagslíf. „Það er að mínu mati nauðsyn að stokka ríkisstjómina upp þannig að Svíþjóð þurfi ekki áfram að líða auðmýkingu af þessu tagi,“ sagði Bildt. Sænska síðdegisblaðið Expressen birti í gær mynd af Persson þar sem hann var að slá grasflöt við sumar- bústað sinn og sagði í myndatexta að fjármálaráðherranum væri meira annt um grasrótina en ESB. Hafði Expressen eftir honum að allir fund- ir væru ekki mikilvægir, jafnvel ekki innan Evrópusambandsins. Blaðinu tókst hins vegar ekki að bera afsagnarkröfu Bildts undir Ingvar Carlsson forsætisráðherra, þar sem að ekki náðist í hann. Hann var í fríi. • ESB hindrar norræna si ónv arpsáætlun • BÚIZT er við að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB) muni koina í veg fyrir samkomu- lag milli norskra, danskra og sænskra aðila um dreifingu á sjónvarpsrásum til kapal- og gerfihnattadiskaeigenda. Að mati sérfræðinga framkvæmda- stjórnarinnar brýtur fyrirhugað samkomulag í bága við sam- keppnisreglur. Þeir telja nýju norrænu samsteypuna um rekst- ur gerfihnattasjónvarps komast í of mikla yfirburðastöðu á hinum norræna sjónvarpsmarkaði. • SVÍ AR styðja umsókn Pól- lands um inngöngu í Evrópusam- bandið. Mats Hellström, utanrík- isráðherra Svíþjóðar, sagði í gær, þriðjudag, að Svíþjóð muni veita Pólveijum þá aðstoð sem þeir geta til að auðvelda þeim inn- gönguna, m.a. með því að hjálpa pólskum vörum inn á innri mark- að Evrópu. • VACLAV Klaus, forsætisráð- herra Tékklands, bar í gær til baka fullyrðingar um, að Tékk- land myndi hljóta inngöngu í Evrópusambandið í upphafi næstu aldar. Portúgalska viku- blaðið Expresso hafði um helgina haft þau orð eftir Klaus, að Tékk- land myndi sækja um aðild að ESB fyrir ríkjaráðstefnuna 1996 og hljóta inngöngu sennilega strax eftir aldamótin. Klaus sagði þetta rangt eftir sér haft; rétt væri að hann gerði ráð fyrir að samningaviðræður um ESB-aðild Tékklands hæfust strax að lok- inni ríkjaráðstefnunni og að Tékkar vonuðust til að geta gerzt aðilar fyrir aldamót. Finnar vilja draga úr skjalaleynd Hclsinki. Morgunblaðið. FINNSKA ríkisstjómin ætlar að beita sér fyrir því að öll skjöl Evr- ópusambandsins (ESB) verði gerð opinber og aðgengileg fyrir almenn- ing. Sauli Niinistö dómsmálaráð- herra segir að fyrst þurfi að endur- skoða Rómarsáttmálann sem er stjórnarskrá ESB. Niinistö telur ólíklegt að þess konar breytingar geti gengið fram án þess að þær verðj lögfestar í gmnnsáttmála sambandsins. Finnar telja að sameiginlegur þrýstingur Dana, Finna, Svía og Hollendinga, muni nægja til að hrinda breytingunni í framkvæmd. Löngum hefur verið sterk hefð fyrir gagnaleynd innan ESB. Niinistö segir hins vegar að mikil andstaða í fjölmörgum aðildarríkjum við Ma- astricht-samkomulagið hafi sýnt ráðamönnum ESB fram á að leyni- legur undirbúningur mála sé ekki alltaf æskilegur. í stefnuyfirlýsingu Finna er gert ráð fyrir að allir þegnar ESB-ríkjka fái aðgang að skjölum sambandsins. Hingað til hafa engar reglur gert þetta kleift. Menn hafa fengið upp- lýsingar úr kerfinu eftir því hversu góða vini þeir hafa átt meðal emb- ættismanna í Brussel. Náinn samstarfsmaður Kohls, kanslara Þýskalands Sagði af sér vegna ásakana um kynferðislega áreitni Bonn. The Daily Telegraph. HEINZ Eggert, einn varaformanna Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandsins og innanríkisráðherra Saxlands, sagði af sér embætti á mánudag vegna ásakana um að hafa áreitt nána samstarfsmenn sína kyn- ferðislega. Eggert, sem talinn var vera ein skærasta vonin í flokki Helmuts Kohls kanslara, er 49 ára gamall, giftur og fjögurra bama faðir. Hann segir ásak- animar á hendur sér ekki vera á rök- um reistar en hann hefði þó ákveðið að segja af sér þar sem að hann og fjölskylda hans gætu ekki lengur set- ið undir ásökunum af þessu tagi. Það eru fjórir fyrmm samstarfs- menn Eggert sem halda því fram að hann hafi áreitt þá kynferðislega. „Ef yfirmaður hvetur samstarfsmenn ít- rekað til að sænga með sér er það ekki lengur sakleysislegt," sagði Oli- ver Lang, fyrmm talsmaður Egg- erts. Hann er meðal annars sakaður um að hafa afklætt sig í návist sam- starfsmanna, lagt til að þeir horfðu á klámmyndir í sameiningu og gefíð ýmislegt í skyni við hina „ungu, hraustlegu lífverði" sína, líkt og blað- ið Bild orðaði það. Eggert er fyrrum prestur og aust- ur-þýskur andófsmaður. Var hann einn fárra stjómmálamanna úr aust- urhluta landsins, sem enn var áber- andi í forystusveit þýskra stjórn- málamanna. í^L Bolir fró kr. 190 Stuttbuxur fró kr. 590 Pils fró kr. 790 Blússur fró kr. 990 Peysur frókr. 1.190 Buxur fró kr. 1.290

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.